Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Stærðir: 18–24
Verð 10.995
Margir litir
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
í fyrstu skónum frá Biomecanics
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
SMÁRALIND
www.skornir.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er mikið breytt,“ var það fyrsta
sem Hinrik Bragason hestamaður
sagði þegar hann varð beðinn um að
rifja upp fyrstu fjórgangskeppnina í
Meistarakeppninni í hestaíþróttum.
Hún fór fram fyrir 20 árum og sigraði
Hinrik þá á Roða frá Akureyri. Móta-
röðin sem nú heitir Meistaradeild Líf-
lands í hestaíþróttum hefst í kvöld og
verður keppt fyrir tómri áhorfenda-
stúku.
Hinrik segir að þegar meistara-
deildin hófst hafi í raun verið unnið að
því að þróa innanhússkeppnir í hesta-
íþróttum. „Ég hitti Tómas heitinn
Ragnarsson, vin minn, að morgni
dags. Hann sagði að meistaradeildin
yrði um kvöldið og við ættum að
keppa. „Það er best að þú keppir í fjór-
gangi,“ sagði Tómas. Hinrik segist
hafa bent honum á að hann væri ekki
með neinn hest í það en Tómas vitað
um rauðan klár hjá félaga sínum.
Hann hefði prófað hann og litist ágæt-
lega á. „Svo var keyrt austur í Ingólfs-
hvol um kvöldið og keppt. Ég varð í
fimmta sæti inn í úrslit og vann úrslit-
in. Þetta gat gerst þá en ekki lengur.
Allir sem mæta nú eru búnir að þjálfa í
marga mánuði og sumir undirbúið sig í
mörg ár,“ segir Hinrik.
Öflugir keppinautar
Útlit er fyrir mikla keppni í fjór-
ganginum enda verður mætt með
flesta helstu fjórgangshesta landsins.
Sigurvegararnir frá síðasta ári, Jakob
Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá
Steinsholti, verða meðal keppenda.
Raunar komu sex af þeim sjö hestum
sem urðu í efstu sætunum í fyrra.
Hinrik mætir á Sigri frá Stóra-
Vatnshorni. „Hesturinn hefur ekki
keppt á þessum vettvangi áður.
Keppnin verður sterk en ég fer í hana
með það í huga að gera vel,“ segir Hin-
rik um kvöldið.
Streymt um allan heim
Keppnin í kvöld verður í TM-
höllinni í Víðidal og hefst klukkan 19.
Sigurbjörn Eiríksson, formaður
stjórnar Meistaradeildarinnar, segir
að mesta breytingin verði að hafa enga
áhorfendur. Lögð verði áhersla á sótt-
varnir í höllinni. Í stað þess að fá
áhorfendur verður mikið lagt upp úr
því að gefa fólki kost á að fylgjast með
keppninni heima í stofu. Þannig verð-
ur bein útsending á Rúv 2 og streymi
um allan heim. Það sé mikilvægt því
mikill áhugi sé á meistaradeildinni
víða erlendis.
Mikil breyting orðið á tuttugu árum
Meistaradeild í hestaíþróttum hefst í kvöld Búist við mikilli skrautsýningu í fjórgangi
Hinrik Bragason tekur þátt í fjórgangskeppninni en hann sigraði í fyrstu keppni deildarinnar
Keppni Hinrik Bragason mun mæta með Byr frá Borgarnesi í fimmgang-
inn. Í kvöld keppir hann hins vegar á Sigri frá Stóra-Vatnsskarði.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tveir sjaldgæfir spörfuglar, band-
igða og vetrartittlingur, hafa glatt
Guðmund Falk fuglaáhugamann
undanfarið. Í báðum tilvikum er um
flækinga frá Norður-Ameríku að
ræða. Guðmundur segir þá vera
kærkomna gesti á þessum tíma árs
þegar yfirleitt sé lítið um að vera í
fuglaskoðun og slíkar heimsóknir
stytti skammdegið. Líklegt er að
báðir hafi fuglarnir hafi fokið hingað
með hörðum vestanáttum síðasta
haust.
Guðmundur segir að síðustu mán-
uði hafi hann annað slagið orðið var
við torkennilegan fugl við Sólbrekku
á Reykjanesi. Hann hafi prófað að
gefa hnetur og þær hafi horfið með
hraði. Þarna hafi bandigða verið á
ferð, en hann hafi ekki náð mynd af
fuglinum fyrr en á laugardag. Guð-
mundur segist reyndar ekki vera
mjög ánægður með myndina, enda
hafi fuglinum rétt brugðið fyrir.
Getur gengið upp og niður tré
Vetrartittling segist Guðmundur
hafa náð að mynda við Elliðahvamm
í Kópavogi í fyrradag. Þar var vænt-
anlega sami fugl á ferð og sást í
eftirlitsmyndavélum Veitna við
Gvendarbrunna í lok nóvember í
fyrra, eins og greint er frá í skýrslu
um fugla og önnur dýr á verndar-
svæðum vatnsbóla Reykjavíkur.
Þann fugl segist Guðmundur hafa
séð daginn eftir að hann sást í eftir-
litsmyndavél og þá var Hannes Þór
Hafsteinsson með honum í för eins
og er hann sá bandigðuna fyrst.
Þetta mun vera í annað skipti sem
tegundin sést hér á landi, en vetrar-
tittlingur sást á Kvískerjum 1955. Í
V-Evrópu munu skráð tilvik vera
tæplega 70 talsins. Vetrartittlingur
er heldur minni en snjótittlingur en
ólíkur á litinn. Hann verpir frá
Alaska og austur um Kanada til Ný-
fundnalands, einnig m.a. nyrst í
austanverðum Bandaríkjunum. Á
veturna dvelur hann um mestöll
Bandaríkin.
Bandigða er lítill og harðger spör-
fugl af igðuætt og er algeng í Norð-
ur-Ameríku þar sem hún verpir
meðal annars í barrskógarbelti Kan-
ada. Hún getur gengið upp og niður
tré, en er þó ekkert skyld spætum.
Hnotigða, frænka hennar, er algeng-
ur fugl í Evrópu og aðrar iðgðuteg-
undir eru staðbundnar sunnar í álf-
unni.
Þetta mun vera í annað skipti sem
bandigða sést hér á landi, fyrra
skiptið var í Vestmannaeyjum fyrir
mörgum árum, en þá fannst þar
dauður fugl að vorlagi. Aðeins þrisv-
ar hefur bandigða fundist í Evrópu,
að þessum fugli meðtöldum.
Flækingar úr vestri stytta skammdegið
Bandigða og vetrartittlingur eru
sjaldgæfir gestir Harðar vestanáttir
Ljósmynd/Guðmundur Falk
Í Elliðahvammi Vetrartittlingurinn
virtist una hag sínum vel í vikunni.
Ljósmynd/Guðmundur Falk
Á Reykjanesi Brandigðan var ekki
vel greinanleg á milli greinanna.
Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
Á heimavelli Bandigða í Bandaríkj-
unum þar sem tegundin er útbreidd.
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is