Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 28.01.2021, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 50 ára Skúli er Reyk- víkingur, ólst upp í Breiðholti og Laug- arneshverfi og býr í Breiðholti. Hann vinnur hjá BB Rafverktökum. Maki: Hrafnhildur Ósk Brekkan, f. 1964, þjón- ustustjóri hjá Frumherja. Stjúpdætur: Guðbjörg Ingibjörg Al- bertsdóttir, f. 1982, Sædís Harpa Al- bertsdóttir, f. 1983, og Rakel Ösp Sigurð- ardóttir, f. 1991. Foreldrar: Jón Bergmann Skúlason, f. 1947, d. 2013, leigubílstjóri, og Þóra Reimarsdóttir, f. 1946, húsmóðir í Reykjavík. Jón Skúli Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að ganga ekki svo hart fram, að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Mundu að allir eiga sinn rétt. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu ráð fyrir að rekast á alls konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar. Engu fáið þið breytt úr þessu en getið notað ykkur reynsluna á ýmsan hátt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert kannski ekki að leita að nýjum verkefnum, en þau þefa þig uppi. Ein- hver sem ekkert er að gerast hjá er ekki skemmtilegur viðmælandi þessa dagana. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk er til í að hjálpa þér eða hvetja þig á einhvern hátt í vinnunni. Láttu ekki velgengni stíga þér til höfuðs, dramb er falli næst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leggur þig allan fram í starfi og það vekur almenna hrifningu yfirmanna þinna. Gættu þess að ganga ekki of langt í til- burðum þínum til að vekja athygli annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú skalt halda þig við þína sannfær- ingu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Taktu það rólega og einbeittu þér að nán- ustu samböndum þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum. Samræður um óvenjulega hluti örva huga þinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert eyðslukló í eðli þínu og þar sem eyðslusemin liggur í loftinu þarftu að fara sérstaklega varlega í dag. Foreldri gæti krafist meiri athygli en endranær. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki hlutina fara í taug- arnar á þér og líttu fram hjá uppátækjum vinnufélaga þinna. Töfrar þínir og þol- inmæði geta skilað þér stöðuhækkun á árinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekkert jafnast á við það að eiga samskipti við fólk sem er jafn hnyttið – eða næstum jafn hnyttið – og þú. Gefðu þér tíma til að stunda innhverfa íhugun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Dekr- aðu við sjálfan þig til þess að bæta það upp. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert kappsfullur með áhuga á mörgum sviðum og átt auðvelt með að laða fólk til samstarfs. Taki menn höndum sam- an má ná ótrúlegum árangri. A rnaldur Indriðason fæddist 28. janúar 1961 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Hvassaleitisskóla og tók samræmdu prófin frá Ármúla- skóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1981 og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1996. „Ég ólst upp í Stóragerðinu þegar það var að byggjast upp á sjöunda áratugnum. Þar var krökkt af skemmtilegum krökkum sem dund- uðu sér úti við allan liðlangan dag- inn. Á sumrin fór ég í sveit í Skaga- firði til þeirra sæmdarhjóna Hlífar Árnadóttur og Kristmundar Bjarna- sonar, fræðimanns á Sjávarborg. Það var óborganlegur tími sem lifir sterkt í minningunni.“ Arnaldur var blaðamaður við Morgunblaðið 1981-83, kvikmynda- skríbent við blaðið frá 1983 og kvik- myndagagnrýnandi Morgunblaðsins 1986-2001. Arnaldur gaf út Mynd- bandahandbókina, ásamt Sæbirni Valdimarssyni, 1991. „Fljótlega eftir að ég fór að starfa við blaðamennsku á Morgunblaðinu byrjaði ég að skrifa um kvikmyndir í blaðið enda forfallinn bíóáhuga- maður og var lengi kvikmynda- gagnrýnandi, sem var mjög áhuga- verður tími. Ég fór sömuleiðis í sagnfræði vegna áhuga á sögu og sagnfræðilegu efni. Hvort tveggja reyndist einstaklega góður undir- búningur undir rithöfundarferil sem hófst undir lok aldarinnar þegar fyrsta skáldsagan, Synir duftsins, varð til upp úr hugmynd sem ég hafði gengið með í maganum í svo- lítinn tíma.“ Skáldsögur Arnaldar eru nú orðn- ar 24 talsins og eru þar á meðal verk eins og Mýrin, 2000; Grafarþögn, 2001; Röddin, 2002; Bettý, 2003; Kleifarvatn, 2004; Konungsbók, 2006; Harðskafi, 2007; Furðustrand- ir, 2010; Einvígið, 2011; þríleikur sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni og hefst á Skuggasundi, 2013, Stúlk- an hjá brúnni, 2018, en nýjasta skáldsaga hans er Þagnarmúr sem kom út um síðustu jól. Þá hefur hann unnið útvarps- leikrit upp úr nokkrum bóka sinna sem Leiklistardeild ríkisútvarpsins hefur flutt. Gerð var íslensk kvik- mynd eftir Mýrinni, í leikstjórn Balt- asars Kormáks, frumsýnd haustið 2006. Skáldsögur Arnaldar hafa ver- ið þýddar á tugi tungumála og hlotið frábærar viðtökur, en alls hafa selst yfir 15 milljónir eintaka af skáldsög- um hans og þær hafa komist á met- sölulista í mörgum Evrópulöndum, s.s. á Norðurlöndunum, í Þýska- landi, Hollandi og í Frakklandi. Arnaldur er langmest seldi rithöf- undur núlifandi Íslendinga. Arnaldur var sæmdur Glerlykl- inum, norrænu glæpasagnaverð- laununum, fyrir Mýrina, sem bestu glæpasögu Norðurlanda 2002, og aftur fyrir Grafarþögn, 2003; skáld- sagan Kleifarvatn var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna 2004; Arnaldur var sæmdur Gullrýt- ingnum, hinum frægu verðlaunum Arnaldur Indriðason rithöfundur – 60 ára Rithöfundurinn Bækur Arnaldar hafa selst í 15 milljónum eintaka og unnið til fjölmargra verðlauna. Söluhæsti Íslendingurinn Í New York Arnaldur áritar bók sína, Mýrina, eða Jar City eins og hún nefnist á ensku, árið 2005, en það ár kom bókin út í Bandaríkjunum. Herbert Guðmundsson, fyrrverandi rit- stjóri og útgefandi, er áttræður í dag. Hann var enn fremur félagsmálastjóri Verslunarráðs Íslands og fram- kvæmdastjóri Amerísk-íslenska versl- unarráðsins. Börn hans eru Edda, tölv- unarfræðingur hjá Reiknistofu bankanna, og Heimir Örn hæstaréttar- lögmaður, með eigin stofu sem heitir Nestor og sérfræðingur hjá HR í sam- keppnisrétti. Þau Edda og Heimir eiga hvort fjóra stráka, átta afastráka Her- berts. Árnað heilla 80 ára 40 ára Lárus er Sel- fyssingur og hefur ávallt búið á Sel- fossi. Hann er húsa- smiður að mennt frá Fjölbrautaskóla Suð- urlands og er húsa- smiður hjá bygginga- fyrirtækinu Vigra. Maki: Ingunn Helgadóttir, f. 1987, leik- skólakennari á Jötunheimum. Sonur: Arnar Magni, f. 2016. Foreldrar: Guðmundur Jósefsson, f. 1956, skipstjóri og húsasmiður, og El- ín Arndís Lárusdóttir, f. 1956, starfs- maður Íslandspósts. Þau eru búsett á Selfossi. Lárus Guðmundsson Til hamingju með daginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.