Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 6

Morgunblaðið - 28.01.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Kristín Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali Sími 824 4031 kristin@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug jarðflekarnir á þessum slóðum að fjarlægjast hvor annan um einn sentimetra á ári. Á síðustu miss- erum hafa staðbundnar hreyfingar á nokkrum stöðum á Reykjanes- skaganum hins vegar numið allt að 16 sentimetrum. „Núna erum við að upplifa óró- leikatímabil, því jarðskjálftavirkni er meiri og kvika flæðir inn, segir Kristín Jónsdóttir. Atburðarásina á Reykjanesskaganum síðasta árið telur hún þó eðlilegt að setja í stórt samhengi og draga ályktanir. Gera verði ráð fyrir að spenna sé að safn- ast í jörðu á svæðinu milli Kleifar- vatns og Bláfjalla, sem losni ekki nema í stórum skjálfta. Megi þar nefna tvo stóra skjálfta, 6,3 og 6 sem urðu árin 1929 og 1968 og áttu upptök sín nærri Brennisteins- fjöllum, austan Kleifarvatns. Styrk- ur skjálfta í Brennisteinsfjöllum tel- ur Kristín að geti orðið allt að 6,5, sem er sambærilegt því sem gerðist í Suðurlandsskjálftum árið 2000 og 2008. Órói og landið hreyfist hratt  Hræringar á Reykjanesskaga  Tugir þúsunda jarðskálfta síðasta árið  Óvissustig gildir áfram í Grindavík  Jarðflekarnir á álfuskilum nú færast hraðar og kvika flæðir  Spenna safnast í fjöllum Þróun skjálftavirkni á Reykjanesskaga Tími og upptök skjálfta sl. 12 mánuði Heimild: Veðurstofa Íslands Mánuðir síðan skjálfti varð 12 10 8 6 4 2 0 Rífl ega 21 þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta árið (frá 26. janúar 2020 til 26. janúar 2021) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Álfuskil Jarðflekarnir á Reykjanesskaga fjarlægjast hvor annan um einn senti- metra á ári. Undanfarið hafa jarðhreyfingar á svæðinu numið allt að 16 sm. Ljósmynd/Óskar Sævarsson Jarðskjálfti Við Djúpavatn þar sem upptök skjálftans 20. okóber voru. Stór- grýti féll úr brekkunum og fyllur hrundu í sjó fram úr Krýsuvíkurbergi. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á Reykjanesskaganum er nú meiri óróleiki en við höfum áður séð,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Rétt ár er nú liðið síðan yf- irstandandi skeið jarðhræringa í Grindavík hófst og þó engar stór- ar hreyfingar hafi komið fram undanfarið, er land á þessum slóðum talsvert kvikara en áður. Jarðvísindamenn og aðrir fylgjast því grannt með framvindunni. Alls hafa frá 26. janúar í fyrra mælst 22.000 jarð- skjálftar á svæðinu, flestir vægir eða undir 3 að styrk. Virkni mest frá Reykjanestá að Kleifarvatni Virknin er að mestu frá Reykja- nestá að Kleifarvatni og þótt breytileiki sé milli vikna er heild- armyndin sú að skjálftavirkni á svæðinu hefur ekki mælst ákafari frá því stafrænar jarðmælingar hóf- ust árið 1991. Þegar aukinnar virkni varð vart í fyrra var kvika farin að safnast í jörðu rétt vestan við fjallið Þor- björn við Grindavík. Land þar reis um tvo sentimetra á rúmum fimm sólarhringum og því var lýst yfir óvissustigi almannavarna sem enn er í gildi. Jörð við Grindavík átti svo í tvígang eftir þetta eftir að rísa; fyrst á vordögum og aftur í júlí Að undanförnu hefur þessi at- burðarás síðan endurtekið sig við Krýsuvík, sem er um 25 kílómetra austan við Grindavík. Er þá einnig skemmst að minnast jarðskjálfta 20. október í fyrra sem átti upptök sín ekki langt frá Djúpavatni, nærri Krýsuvík, og mældist 5,6 að styrk. Virkni meiri og kvika flæðir Um Reykjanesskagann liggja skil jarðfleka Evrasíu- og Ameríku. Plötuskilin, sem eru greinileg með- al annars í gjánni upp af Sandvík á vestanverðu Reykjanesi þar sem svonefnd heimsálfubrú er, afmark- ast af gosbeltum, gjám og gígum sem liggja frá Reykjanesi og eftir skaganum að Hengli. Þar tvístrast skilin í Suðurlandsbrotabeltið og vestra gosbeltið sem gengur frá Hengli að Langjökli. Að jafnaði eru Kristín Jónsdóttir „Reykjanes- skaginn er í stöðugri vöktun,“ segir Björn Oddsson, fagstjóri hjá almanna- varnadeild ríkislög- reglustjóra. „Meðan virkni í jörð við Grinda- vík og á nærliggjandi slóðum þar er umfram það sem var, áð- ur en hræringar þar hófust í jan- úar í fyrra, höldum við okkur við að óvissustig sé í gildi, það er lægsta stig almannavarna. Því munum við væntanlega halda meðan jarðhræringar eru yfir meðallagi og þar til jafnvægi er komið í bakgrunnsgildi. Þetta er í sífelldu endurmati. Slíkt var gert til dæmis rétt fyrir áramót þegar mælingar á skjálftum á Tjörnesbrotabeltinu sýndu að smám saman hefði uppsafn- aður fjöldi þeirra á hverri viku lækkað og því ástæða til að af- lýsa óvissustigi. Það merkir þó ekki að hættan sé að baki, en kafla með hækkandi virkni var lokið,“ segir Björn. REYKJANESSKAGINN Björn Oddsson Stöðug vakt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.