Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 1
Rafmyntir
» Talið er að 100 milljónir
manna eigi bitcoin.
» Þrjú félög starfa á grundvelli
skráningar fjármálaeftirlits
Seðlabanka Íslands sem þjón-
ustuveitendur viðskipta milli
sýndarfjár, rafeyris og gjald-
miðla.
» Verð á bitcoin hefur verið
sveiflukennt.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Í janúarmánuði keyptu Íslending-
ar rafmyntina bitcoin fyrir 600
milljónir króna hjá fyrirtækinu
Myntkaupum ehf. Þetta kemur
fram í minnisblaði sem Rafmynta-
ráð Íslands hefur sent frá sér og
kynnti á fundi með Sjálfstæðis-
flokknum fyrr í vikunni.
Í minnisblaðinu segir að Íslend-
ingar hafi tekið mikið við sér í við-
skiptum með bitcoin síðustu mán-
uði. Fjöldi viðskiptavina
Myntkaupa hafi þannig nær þre-
faldast á síðustu tveimur mánuð-
um og séu nú um þrjú þúsund tals-
ins.
Verð á bitcoin hefur sveiflast
mikið síðustu misseri og ár eins og
fram kemur í minnisblaðinu og
fyrr í vikunni fór verð á einni
bitcoin yfir fimmtíu þúsund banda-
ríkjadali í fyrsta skipti.
Staðreyndavillur
Kjartan Ragnars, framkvæmda-
stjóri Rafmyntaráðs, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að í
fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga
hafi talsvert borið á alvarlegum
staðreyndavillum og úreltum upp-
lýsingum. Eitt af því sé að því sé
haldið fram að rafmyntir séu tald-
ar „hornsteinn í ýmissi ólöglegri
starfsemi“. Hið rétta sé að áætlað
væri að um 0,34% af viðskiptum
með rafmyntir hefðu tengst ólög-
mætri starfsemi árið 2020.
Kjartan segir að umræðan hér á
landi beri þess merki að stjórn-
málamenn hafi takmarkað haft
fyrir því að kynna sér nýjar
áherslur og breytta tíma í þeim að-
stæðum sem nú einkenna bitcoin.
Hundruð milljóna í bitcoin
Íslendingar hafa tekið við sér Stjórnmálamenn áhugalitlir 0,34% af við-
skiptum tengdust ólögmætri starfsemi árið 2020 Verðgildið yfir 50 þúsund dalir
MKeyptu bitcoin fyrir 600 m.kr. »12
Morgunblaðið/Eggert
Þessa dagana vinna starfsmenn Vélsmiðju Orms og Víglundar,
ásamt verktökum, í viðgerðum á danska olíuskipinu Orasila í
stóru flotkvínni í Hafnarfjarðarhöfn. Skipið, sem er 16 metrar á
breidd og rúmir 100 metrar að lengd, tók niðri við strendur
Grænlands á dögunum og þarfnaðist tafarlausrar viðgerðar.
Að sögn Eiríks Orms Víglundssonar, forstjóra vélsmiðj-
unnar, þarf að skipta um stál í botni skipsins auk annarra við-
haldsverka. Viðgerðin hefur staðið yfir í tvær vikur og aðrar
tvær vikur eru eftir.
Eiríkur segir aðspurður að verkefnastaðan sé búin að vera
góð undanfarna mánuði, þó að veirufaraldurinn hafi haft tak-
markandi áhrif á viðgerðir erlendra skipa. Fjölmörg verkefni
hafi verið í báðum kvíunum fyrir íslenskar útgerðir. Við kví-
arnar starfa að jafnaði um 25 manns auk þess sem verktakar
eru ráðnir í stærri verkefnum, eins og við innréttingavinnu,
dúka- og teppalagningu og raflagnir.
Stærri flotkvíin á myndinni er sú stærsta hér á landi, getur
tekið inn allt að 14 þúsund tonna skip.
Flotkvíar í önnum þrátt fyrir veirufaraldur
F Ö S T U D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 42. tölublað 109. árgangur
Á RAUÐU PLÁNETUNNI
NÝR FERÐA-
MÁLASTJÓRI
GRÆNLANDS
SÖGULEG STUND 13 LAND TÆKIFÆRA 6ÓLÍKAR TENGINGAR 36
SKÖPUNAR-
KRAFTURINN
DÝRSLEGUR