Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
Þvottur Þegar búið er að landa aflanum er rétt að þrýstiþvo fiskikörin, líkt og þessi vel búni maður gerði í Hafnarfjarðarhöfn í vikunni. Eins og góður maður sagði: Þetta þvær sig ekki sjálft.
Eggert
Danska ríkisstjórnin
vinnur nú að fram-
kvæmd áætlunar sem
kynnt var fimmtudag-
inn 11. febrúar undir
fyrirsögninni Arktis-
kapacitetspakke. Með
Arktis (norðurslóðum)
er vísað til Færeyja og
Grænlands í danska
ríkjasambandinu. Orð-
ið kapacitet þýðir af-
kastageta.
Áætlunin var kynnt af danska
varnarmálaráðherranum Trine
Bramsen. Að baki henni er auka-
fjárveiting reist á samkomulagi
flokkanna sex á danska þinginu sem
standa vörð um danskar varnir.
Fjárhæðin nemur 1,5 milljörðum
DKK eða 32 milljörðum ISK. Með
henni er stefnt að aukinni afkasta-
getu danska hersins í Arktis.
Svarað er hervæðingu Rússa í
Arktis en einnig gagnrýni innan
NATO á Dani fyrir að verja ekki
nægilega miklum fjármunum til
varnarmála miðað við landsfram-
leiðslu.
Samstarf bandarísks og norræns
herafla í okkar heimshluta snýst um
aðgerðir gegn stóraukinni hervæð-
ingu Rússa undanfarin ár á norður-
hjara.
Í öllum aðgerðum til að svara
Rússum í norðri er lögð mikil
áhersla á að efla loftvarnir í ná-
grenni Kólaskaga, stærsta víg- og
kjarnorkuhreiðurs Rússa, við norð-
urlandamæri Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands.
Flugherir landanna þriggja
stunda sameiginlegar heræfingar.
Bandaríkjamenn senda langdrægar
sprengjuflugvélar til æfinga með
sænska flughernum yfir Svíþjóð.
Bandarískar eldsneyt-
isflugvélar æfa með
finnska flughernum
yfir Finnlandi. Fjórar
bandarískar sprengju-
vélar og 200 manna lið
verður á næstunni
sent til nokkurra vikna
dvalar á Ørland-
herflugvelli skammt
fyrir norðan Þránd-
heim í Noregi.
Allt gerist þetta á
fáeinum misserum
samhliða því sem
flotastjórnir Bandaríkjanna og
Bretlands senda herskip í eftirlits-
ferðir inn á Barentshaf sem Rússar
líta á sem heimasvæði kjarn-
orkukafbáta sinna. Flotamálaráð-
herrann í stjórn Donalds Trumps
sagði að ferðir bandarísku herskip-
anna ættu meðal annars að tryggja
að ekki skapaðist sama ástand í
Norður-Íshafi og í Suður-Kínahafi
þar sem kínverski flotinn lætur eins
og hann hafi vald til að ákveða
hverjir sigla um hafið.
Kemur ekki á óvart
Ekki kemur á óvart að mikil
rússnesk hervæðing í norðri kalli á
viðbrögð. Að baki því sem gert er á
svo sýnilegan hátt eru síðan ögranir
Rússa í netheimum. Þeim er haldið
rétt neðan við sýnileg mörk þótt
viðbrögðunum sé ekki leynt. Sum
norræn yfirvöld tala ekki lengur
um ögranir í tengslum við tölvuá-
rásir heldur stríð.
Harkan í Moskvuvaldinu birtist
einnig á pólitíska sviðinu. Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rússa,
hótaði á dögunum að höggva á öll
samskipti við ESB-lönd hertu þau á
refsiaðgerðum gagnvart Rússum
vegna meðferðarinnar á stjórnar-
andstæðingnum Alexei Navalní og
fylgismönnum hans sem mótmæla
hvarvetna í Rússlandi.
Þess misskilnings verður vart hér
að engin viðskipti fari fram milli Ís-
lendinga og Rússa vegna viðbragða
Evrópuríkja og refsiaðgerða eftir
innlimun Krímskaga í Rússland fyr-
ir sjö árum. Rétt er að Vladimir
Pútin Rússlandsforseti ákvað þá að
loka á innflutning á landbúnaðar-
vörum og fiski til að efla rússneskan
landbúnað og sjávarútveg. Rússar
kaupa ekki lengur sjávarafurðir hér
heldur hátæknibúnað til fiskvinnslu.
Það er í samræmi við stefnu Pútins.
Áform Rússlandsforseta um
aukna innlenda framleiðslu til sjáv-
ar og sveita hafa á hinn bóginn mis-
heppnast. Nú eru matvæli flutt inn
eftir krókaleiðum, til dæmis fiskur í
gegnum Hvíta-Rússland. Sú leið
lokast vegna ofbeldis Alexanders
Lukasjenkos forseta í garð þeirra
sem mótmæla kosningasvindli hans.
Unnið með Dönum
Óhjákvæmilegt er fyrir íslensk
stjórnvöld að fylgjast náið með hvað
Danir telja nauðsynlegt að gera til
að auka varnir Grænlands og Fær-
eyja. Í janúar 2007 var gert sam-
komulag um aukið samstarf Land-
helgisgæslu Íslands og danska
sjóhersins þegar Søren Gade, þá-
verandi varnarmálaráðherra Dana,
kom hingað til lands. Í samkomu-
laginu felst pólitísk viljayfirlýsing
um að þróa samstarf þjóðanna í því
skyni að efla öryggi borgaranna.
Hefur tvíhliða samstarfið dafnað í
áranna rás. Framkvæmd þess hlýt-
ur að taka mið af stefnu Dana.
Á lista yfir útgjöld innan ramma
dönsku aukafjárveitingarinnar ber
hæst kostnað vegna tveggja dróna
til eftirlits frá Grænlandi, 750 m.
DKK (16 ma. ISK) og við að reisa
ratsjárstöð í Færeyjum, 390 m.
DKK (8,4 ma. ISK).
Landhelgisgæslan hafði dróna að
láni frá Siglingaöryggisstofnun Evr-
ópu sumarið 2019 og nýtti hann til
eftirlits á hafinu. Til dæmis stóð
dróninn áhafnir nokkurra skipa að
ólöglegu brottkasti á fiski. Þá hafði
hann uppi á skipum sem hurfu úr
sjálfvirkri tilkynningarskyldu til
vaktstöðvar siglinga. Dróninn hafði
allt að tíu tíma samfellt flugþol og
mátti senda hann um 700 kílómetra
frá landi.
Danir hafa ekki ákveðið hve stóra
dróna þeir kaupa en gildi þess að
nota þá á Grænlandi er augljóst
vegna stærðar landsins og að-
stæðna allra.
Landhelgisgæslan gegnir lykil-
hlutverki af hálfu íslenskra stjórn-
valda sem samstarfsaðili við banda-
lagsþjóðir og norrænar samstarfs-
þjóðir. Þetta alþjóðlega hlutverk
Gæslunnar ber að efla. Það styrkir
hana einnig inn á við eins og sann-
aðist til dæmis í óveðrinu mikla í
desember 2019 þegar flutningavél
danska flughersins flutti menn og
búnað norður í land.
Nú eiga íslensk stjórnvöld að
beita sér fyrir viðræðum við ráða-
menn í Nuuk, Þórshöfn og Kaup-
mannahöfn um hvernig best sé að
samhæfa allar aðgerðir til að átak
danskra stjórnvalda til að efla ör-
yggi á okkar slóðum skili sem mest-
um árangri.
Meðal þess sem er boðað í áætlun
dönsku stjórnarinnar er meiri þjón-
usta frá gervitunglum í þágu eftir-
lits á hafinu, 85 m. DKK (1,8 ma.
ISK) verður varið í því skyni. Sam-
starf um slíkt eftirlit yrði hvalreki
fyrir innlenda aðila.
Í grein um flugöryggi í Morgun-
blaðinu í vikunni var bent á nauðsyn
þess að færa EGNOS-leiðréttingar-
merki frá sístöðutunglum vestar
hér á landi. Það ætti að verða sam-
eiginlegt verkefni íslenskra og
grænlenskra yfirvalda að vinna að
slíku gervitunglaverkefni.
Átaksáætlun Dana lýtur ekki ein-
ungis að hernaðarlegum þáttum
heldur er tekið fram í samkomulagi
flokkanna að efla eigi getu danska
hersins til þátttöku í borgaralegum
verkefnum eins og björgunar-
aðgerðum, viðbúnaðarverkefnum,
umhverfiseftirliti, fiskveiðieftirliti
og loftslagsrannsóknum.
Náið samráð
Í tilkynningu dönsku stjórn-
málaflokkanna sem að samkomulag-
inu standa er lögð rík áhersla á náið
samráð og samtöl. Í fyrsta lagi við
stjórnvöld í Færeyjum og á Græn-
landi og í öðru lagi við Bandaríkja-
menn, nálægar strandþjóðir, banda-
menn innan NATO og ríki sem eiga
aðild að alþjóðasamningum um
svæðið.
Í Kaupmannahöfn er enginn efi
um stuðning frá færeyskum og
grænlenskum stjórnvöldum við boð-
uð áform í átaksverkefninu í norðri.
Íslensk stjórnvöld og stjórn-
málamenn búa að áratuga reynslu
af umræðum um breytingar á við-
búnaði til varna á Íslandi vegna
breyttra aðstæðna á Norður-
Atlantshafi. Hana ber að nýta eins
og kostur er til að styrkja sam-
starfið við Dani, Færeyinga og
Grænlendinga. Nú gefst einstakt
tækifæri til þess.
Eftir Björn
Bjarnason » Óhjákvæmilegt er
fyrir íslensk stjórn-
völd að fylgjast náið
með áformum Dana til
að auka varnir Græn-
lands og Færeyja.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra
Danir efla varnir í Arktis