Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
✝ Páll Ragnars-son fæddist á
Sauðárkróki 20.
maí 1946. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
29. janúar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Ragn-
ar Pálsson útibús-
stjóri á Sauðár-
króki, f. 16. apríl
1924, d. 29. sept-
ember 1987, og Anna Pála Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. 2.
september 1923, d. 24. desem-
ber 2018. Systkini Páls eru:
Leifur, f. 1944; Árni, f. 1949;
Hólmfríður, f. 1950; Ólöf Sig-
ríður, f. 1956; Örn, f. 1959; og
Úlfar, f. 1965.
Páll kvæntist 4. júlí 1971 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Mar-
gréti Steingrímsdóttur hjúkr-
unarfræðingi, f. 7. maí 1949.
Foreldrar hennar voru Stein-
grímur S. Guðbrandsson, f. 18.
júní 1928, d. 5. janúar 1976, og
María Erna Hjálmarsdóttir, f.
4. febrúar 1930, d. 9. nóvember
1999.
Börn þeirra eru þrjú: 1)
araflokkum Tindastóls og Vals.
Páll varð formaður Tindastóls
árið 1975 og gegndi því emb-
ætti í rúm 30 ár. Hann barðist
fyrir uppgangi félagsins og að-
stöðu þess í mörgum íþrótta-
greinum. Hann fékk gullmerki
ÍSÍ árið 1982 á 75 ára afmæli
Tindastóls og gullmerki UMFÍ
2007 fyrir störf sín í þágu
Tindastóls. Sama ár varð hann
heiðursfélagi félagsins. Þá var
hann sæmdur gull- og silfur-
merki KSÍ.
Páll hafði gaman af ljós-
myndun og allri útivist s.s. skíð-
um, göngu- og veiðiferðum.
Hann hafði einstakan áhuga á
landi og þjóð og var ættfræði
sérstakt áhugamál.
Páll var virkur í starfi Sjálf-
stæðisflokksins á Sauðárkróki
og átti m.a. sæti á lista í bæjar-
stjórnarkosningum og í ýmsum
nefndum fyrir flokkinn.
Útför Páls fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 19. febr-
úar 2021, klukkan 14 að við-
stöddum nánustu ættingjum og
vinum.
Útförinni verður streymt á
facebooksíðu Sauðárkróks-
kirkju, stytt slóð:
https://tinyurl.com/2tnvpe3x
Virkan hlekk má finna á:
https://www. mbl.is/andlát
Ragnar, f. 10.
ágúst 1972. Dóttir
hans er Lára Liv, f.
11. maí 2009. 2)
Helga Margrét, f.
14. júlí 1975, gift
Jóni Þorsteini Odd-
leifssyni, f. 24. júní
1975. Synir þeirra
eru Jón Páll, f. 29.
október 2004, Leif-
ur, f. 27. ágúst
2006, Marel Hauk-
ur, f. 26. mars 2008, og Ragnar,
f. 18. september 2012. 3) Anna
Rósa, f. 4. júní 1977, gift Gunn-
ari Val Stefánssyni, f. 7. mars
1972. Börn þeirra eru Stefán
Valur, f. 29. júlí 2009, og Mar-
grét Rós, f. 2. febrúar 2012.
Páll ólst upp á Sauðárkróki
og gekk þar í barna- og gagn-
fræðaskóla. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1966 og lauk tannlækna-
námi frá Háskóla Íslands 1972.
Páll opnaði tannlæknastofu
sína á Sauðárkróki 1974 og
starfaði þar allt til dánardags.
Páll hafði alla tíð mikinn
áhuga á íþróttum, sérstaklega
fótbolta, og spilaði með meist-
Elsku pabbi. Í dag fylgjum við
þér síðasta spölinn. Ég mun seint
gleyma þeim degi í byrjun þessa
árs þegar þú hringdir og sagðir
mér að þú værir kominn með
krabbamein. Við svona fréttir fer
allt á hliðina. Maður hugsar það
versta en vonar það besta. Í þínu
tilviki var þetta illvígt og óvið-
ráðanlegt og tuttugu og fimm
dögum síðar kveður þú þetta líf.
Okkur sem eftir standa er brugð-
ið og sorgin er allsráðandi. Þú
varst einstakur maður sem áttir
alls ekki að fara frá okkur strax,
hvað þá svona snöggt.
Á svona stundum reikar hug-
urinn til uppvaxtaráranna á
Króknum en þar var frábært að
alast upp. Þú varst einstaklega
góður pabbi sem passaðir alltaf
upp á að allt væri í lagi og að
ekkert vantaði. Þær eru ófáar
gönguferðirnar upp í Litla skóg
þegar við systkinin vorum
krakkar. Bíltúrarnir um Skaga-
fjörðinn eru eftirminnilegir og ég
hef ekki tölu á því hve oft ég hef
farið Hegraneshringinn. Allar
veiðiferðirnar upp á Ölvesvatn,
skíði í Tindastól og útilegurnar
með vinum ykkar mömmu. Ár-
legu ferðirnar með tannlækna-
hópnum þínum þar sem gist var
á Edduhótelum víðs vegar um
landið og svona mætti áfram
telja. Allt eru þetta ótrúlega dýr-
mætar og góðar minningar sem
ylja mér.
Þú hafðir mikinn áhuga á fót-
bolta, varst mikill United-maður
sem spilaðir með Val og Tinda-
stól á þínum yngri árum og þótti
þér afar vænt um þessi félög.
Nú seinni ár fylgdist þú með
afabörnunum þínum stunda sín-
ar íþróttir. Þú varst dyggur
stuðningsmaður þeirra og mætt-
ir á alla þá leiki og þau mót sem
þú gast. Þú varst duglegur að
hringja í afabörnin í þeirra síma
og forvitnast hvernig gengi, í
íþróttum og skóla. Einnig gafstu
þér alltaf tíma þegar við mættum
öll á Krókinn í heimsókn til ykk-
ar mömmu að fara með afabörnin
að veiða, annaðhvort dagsferð
upp á Ölvesvatn eða á Heita
vatnið eins og við köllum það.
Þessar góðu minningar geymum
við í hjörtum okkar.
Það er óraunverulegt að sitja
og skrifa þessi minningarorð um
þig pabbi minn. Þú vildir allt fyr-
ir alla gera, engum mátti líða illa.
Þú varst hraustur og hugsaðir
vel um þig. Þú hefðir orðið 75 ára
20. maí nk. og hafðir hug á að
hætta að vinna þá. Búinn að vera
tannlæknir á Króknum síðan
1974. Lífið er ekki alltaf sann-
gjarnt. Við sem eftir erum mun-
um halda minningu þinni á lofti.
Við systkinin og fjölskyldur okk-
ar munum passa upp á mömmu.
Elsku besti pabbi, ég kveð þig
nú. Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína. Við
sjáumst síðar í Sumarlandinu.
Bið að heilsa ömmu og afa.
Þín dóttir,
Anna Rósa.
Pabbi var fæddur og uppalinn
á Sauðárkróki og honum fannst
hvergi fallegra og betra að vera
en í Skagafirði. Hann fór í
Menntaskólann á Akureyri og
þaðan í tannlæknanám í HÍ en
stoppaði ekki lengur en hann
þurfti í Reykjavík og flutti aftur
norður eftir námið. Þar komu
þau mamma sér upp góðu og
gestrisnu heimili og þar ólumst
við systkinin upp.
Ef ég ætti að nefna einn helsta
kost pabba myndi ég líklega
segja „stuðningur“ því hann var
alltaf til staðar og studdi okkur í
því sem við tókum okkur fyrir
hendur. Pabbi var líka mjög
óeigingjarn, örlátur og gjafmild-
ur og passaði vel upp á þá sem
stóðu honum næst. Hann var
mjög frændrækinn og hafði ein-
lægan og fallegan áhuga á fólk-
inu sínu og á fólkinu í kringum
fólkið sitt. Hann vildi alltaf vita
hverra manna allir væru og var
fljótur að finna tengingar á milli
fólks.
Pabbi var alveg einstakur afi
og fylgdist mjög náið með öllum
barnabörnunum sínum. Hann
vissi alltaf hvað þau voru að gera,
hvað þau voru að læra í skól-
anum eða hvort þau væru að
spila íþróttaleik en þar fylgdist
hann mjög spenntur með. Hann
gerði sér oft ferðir á leiki eða
mót hvar sem var á landinu og
veit ég að margir kannast við
hann af hliðarlínunni. Yngsti
sonur minn var að keppa leik um
síðustu helgi og máttu foreldrar
ekki koma með vegna Covid-
fjöldatakmarkanna. Strákurinn
sagði að það væri nú allt í lagi því
afi Palli myndi horfa á hann af
himnum. Svo bætti hann við að
afi væri nú bara svolítið heppinn
því núna gæti hann horft á alla
þá íþróttaleiki sem hann vildi.
Ófáar voru veiðiferðirnar, sér-
staklega á Ölvesvatn á Skaga-
heiði þar sem pabbi naut sín svo
vel í útiverunni. Ég fór fyrst með
honum sem lítil stelpa, svo ég
með strákana mína og loks strák-
arnir mínir með vini sína. Reynd-
ar fór pabbi með heilu fótbolta-
flokkana þarna upp eftir og taldi
ekki eftir sér að smyrja nesti of-
an í allt liðið.
Pabbi hafði einstakan íþrótta-
áhuga og þá sérstaklega á fót-
bolta. Tindastóll, Valur og Man-
chester United voru hans lið en
hann spilaði þó einungis með
tveimur þessara liða. Pabbi var
ekki vanur að slá um sig með
enskum frösum en þessi er þó
eftirminnilegur þar sem hann
meinti þetta svo innilega:
„What’s life without football?“
Pabbi keppti marga fótboltaleiki
og líklega var margt látið falla í
hita leiksins en þó virðist sem
mikilvægasti leikurinn, lífið
sjálft, hafi verið prúðmannlega
leikinn því ekki var mikill upp-
bótartími gefinn. Pabbi fékk að-
eins þrjár vikur frá því hann
greindist með krabbameinið, þar
til hann lést. Þessi tími var erf-
iður, mikil rússíbanareið þó svo
að við höfum vitað að ekki yrði
við neitt ráðið.
Það síðasta sem pabbi sagði
við mig var „dugleg“ og það
reyni ég svo sannarlega að vera
þótt það sé stundum erfitt. Ég
verð dugleg við að minnast
pabba og rifja upp góðar minn-
ingar með strákunum mínum öll-
um og svo ég vitni aftur í yngsta
son minn þá eru minningar mál-
ið!
Ég kveð elsku pabba með
miklum söknuði og með orðum
Sólarljóða sem pabbi hans var
einnig kvaddur með: „Sæll er sá,
sem gott gerir.“
Helga Margrét.
Kær bróðir, stoð og stytta,
Páll Ragnarsson – Palli bróðir –
lést þann 29. janúar sl. og mun
útförin fara fram í dag, 19. febr-
úar. Sorgin sár og söknuðurinn
bugandi og dagsbirtan ekki skær
sem fyrr.
Við Palli vorum aldir upp nán-
ast sem tvíburar. Aldursmunur
einungis 17 mánuðir. Við deild-
um herbergi fyrstu árin á Suð-
urgötu 6 á Króknum. Við bræður
vöknuðum saman á hverjum
morgni og vorum reknir í bólið
saman að kvöldi, gengum í eins
fötum og vorum bókstaflega
saman alla daga fyrstu árin okk-
ar og slitum barnsskónum á Suð-
urgötunni en þar átti heima fjöldi
barna á svipuðu reki og við. Þar
mynduðust sterk vinabönd sem
enn halda. Leikvöllurinn: Suður-
gatan, Nafirnar og Sauðáin sem
á þessum tíma rann í gegnum
bæinn. Í mínum huga var á þess-
um tíma alltaf gott veður á
Króknum sama hvernig viðraði.
Þá voru bílar fáir, kýrnar reknar
í gegnum Suðurgötuna á morgn-
ana, bændur úr sveitinni komu
ríðandi í kaupstaðinn, endalausir
leikir og verkefni við að elta
hross eða sulla í Sauðánni. Ef ég
man rétt þá var mér á þessum
árum falið að gæta litla bróður,
en held að það hafi mjög fljótlega
snúist við og hefur raunar haldist
nokkurn veginn þannig.
Palli var frá unga aldri mikill
áhugamaður um allar íþróttir,
sjálfsagt vegna áhrifa frænda
okkar á Suðurgötunni og ömmu
Dýllu. Þegar fram í sótti stóð fót-
boltinn þó upp úr og þar gekk
Palla vel og hann náði þar góðum
árangri. Styrkleikar hans á vell-
inum sem og í öllu öðru sem hann
tók sér fyrir hendur lágu fyrst og
fremst í dugnaði, elju og enda-
lausri þrautseigju og samvisku-
semi, aldrei var gefist upp. Palli
átti ásamt fleirum þátt í þeirri
uppbyggingu íþróttamannvirkja
undir Nöfunum á Króknum, sem
nú eru einhver þau bestu á land-
inu.
Palli lauk stúdentsprófi frá
MA 1966. Við deildum herbergi
fyrsta veturinn hans á Akureyri.
Sennilega var sú ráðstöfun ekki
sú besta þar sem annar lagði
áherslu á nám en hinn var þar
nokkuð síðri.
Að stúdentsprófi loknu hóf
Palli nám í tannlækningum við
Háskóla Íslands og útskrifaðist
þaðan 1972. Er nokkuð viss um
að sú ákvörðun hans byggðist að
einhverju leyti á þeirri ætlun
hans að snúa aftur á heimaslóðir
að námi loknu.
Nú að leiðarlokum er söknuð-
ur og þakklæti til Palla mér efst í
huga. Í raun skortir mig orð til
að þakka fyrir þá umhyggju,
traust, tryggð og fórnfýsi sem
hann sýndi fjölskyldunni og sjálf-
sagt öllum þeim er til hans leit-
uðu. Sagt er að tíminn lækni öll
sár. Á stundum sem þessum get
ég ekki tekið undir þau orð.
Eftir stendur minning um ein-
stakan, heilsteyptan dreng og
hugprúðan bróður.
Ekki má hjá líða að geta þátt-
töku Möggu í öllu lífi, störfum og
síðan veikindum Palla. Hún átt-
aði hún sig strax á alvarleika
þessa illvíga sjúkdóms sem skall
svo skyndilega og óvænt á, tók
því með ótrúlegu æðruleysi. Hún
stóð sem klettur við hlið Palla í
þeirri baráttu, þar til yfir lauk.
Ég votta Möggu og börnum
þeirra, Ragnari, Helgu Margréti,
Önnu Rósu og þeirra fjölskyld-
um mína innilegustu samúð.
Hugur minn er hjá þeim.
Leifur.
Það var alltaf lið í Palla og
öruggt að eiga hann sem bróður
að baki. Fráfall hans var óvænt
högg og þungt. Hann var heill og
vandvirkur í öllu, maður keppni
og dugnaðar, hvort sem það var
á fótboltavelli, í félagsmálum eða
tannlæknastól og skilaði drjúgu
verki. Hann var mikið tryggðar-
tröll, rækti vini frá öllum ævi-
skeiðum og brást þeim aldrei.
Hann var gegnheill og sprungu-
laus Tindastólsmaður, Valsari,
sjálfstæðismaður og Króksari og
lét ekkert hindra sig í að ná ár-
angri.
Ungmennafélagið Tindastóll
naut formennsku hans í þrjá ára-
tugi með mikilli uppbyggingu á
mörgum sviðum íþrótta og hann
lánaði bílinn sinn til keppnis-
ferðalaga, stóð sem lyftuvörður á
skíðasvæðinu, knattspyrnuþjálf-
ari og lék og söng á sviði í Tinda-
stólsrevíu í Bifröst til fjáröflunar.
Hann vildi réttsýni og ef maður
efaðist kom keppnis- og baráttu-
maðurinn með breiðsíðu,
óþvegna rökvísi og jafnvel
ósvífna, til þess að kæfa efa-
semdirnar. En tryggðin hélst
alltaf. Það er mikill missir að
Palla.
Palli var náttúrubarn, safnaði
eggjum fugla í æsku og síðar
uppstoppuðum fuglum, fiskum
og villtum spendýrum, þekkti
fuglahljóð, hegðan fugla og
varpsvæði, fylgdist með nátt-
úrunni og ljósmyndaði af áhuga
og næmni. Hann kunni að meta
allar árstíðir og að njóta þeirra
allra. Þegar vinnudegi lauk, oft
löngum degi, og hann stóð upp
frá tannlæknastólnum lá leiðin
sem fyrst út í náttúruna. Oftast
tóku félagsmálin þó við, einkum
á árum stjórnarformennsku í
Tindastóli og þá munaði um
Möggu sem var honum góður fé-
lagi og stuðningsmaður alla tíð.
Palli var góður íþróttamaður,
reglusamur og agaður og var að
skokka á Móunum fram undir
síðustu jól.
Hann var skíðamaður á vetr-
um og gekk á fjöll á sumrin,
veiddi í ám og vötnum, hirti um
hesta ásamt Ragnari sínum og
enginn var drýgri Sveini móður-
bróður okkar í hrossaræktinni
framan af. Það var honum eðli-
legt á áttræðisafmæli Ragnars-
Brúnku, fermingargjafar til föð-
ur okkar, að reisa henni minn-
isvarða á Úlfsstöðum í
Blönduhlíð þar sem hún var felld.
Palli var áhugamaður um land
og þjóð, fróður á þessum sviðum
og ættfróður líka. Mann grunaði
að hann þekkti ættir allra þeirra
sem settust í tannlæknastól hjá
honum. Hann fór samt ekki í
manngreinarálit og við sem stóð-
um nálægt honum töldum, þótt
það færi ekki hátt, að hann legði
mörgum lið sem áttu í erfiðleik-
um á einhverju skeiði. Þeir hafa
líka misst hollan og traustan liðs-
mann.
Margir hafa misst mikið við
fráfall Palla en missir Möggu og
fjölskyldunnar er mestur og sár-
astur. Minningin um góðan
dreng verði þeim styrkur.
Árni.
Það er með söknuði og sorg í
hjarta sem ég kveð minn kæra
bróður, Palla, sem lést 29. janúar
sl. eftir stutta og snarpa sjúk-
dómsbaráttu.
Það voru þrettán ár á milli
okkar og hann var að mestu
fluttur að heiman þegar ég fer að
muna eftir mér. Mínar fyrstu
minningar af honum og mínum
eldri systkinum eru flestar
tengdar komu þeirra heim í
jólafrí eða sumarfrí eftir skóla
eða vinnu. Og spennan og eft-
irvæntingin var að sjálfsögðu
mikil. Sem stráklingur, spark-
andi bolta öllum stundum, var ég
afar stoltur af mínum stóra bróð-
ur spilandi fótbolta með Val í
efstu deild og í Evrópukeppnum.
Eftir að hann svo flutti á Krók-
inn 1974 spiluðum við saman í
nokkur ár og samskiptin urðu
meiri og nánari.
Palli var einstaklega sam-
viskusamur, duglegur og ósér-
hlífinn. Hann gat verið harður í
horn að taka og gert kröfur en þó
mestar til sjálfs sín. Þannig spil-
aði Palli bæði innan og utan vall-
ar. Hann vann ótrúlegt starf í
þágu íþróttanna á Króknum og í
Skagafirði og var formaður
Tindastóls í áratugi. Hann fórn-
aði sér fyrir félagið og það var
sama hvort það var fjölskyldu-
bíllinn, veiðigræjurnar, gisting
eða fæði fyrir þá sem störfuðu í
kringum félagið, allt gat verið í
boði. Auðvitað var oft basl eins
og gengur í starfi og rekstri
íþróttafélaga og stundum velti
maður fyrir sér hvernig í ósköp-
unum hann nennti þessu. En það
var ekki hans háttur að gefast
upp þótt verkefnin væru erfið og
hann vann þau verk sem honum
var trúað fyrir eins og hann best
gat.
Hann rak sína tannlæknastofu
frá því hann flutti á Krókinn til
dánardags og leit á starf sitt
fyrst og fremst sem þjónustu, í
besta skilningi þess orðs, við íbúa
samfélagsins.
Palli var afar minnugur og
fróður, þekkti landið vel og ör-
nefni og kunni söguna. Kunnátta
hans og áhugi á ættfræði var
sönn og oftar en ekki missti mað-
ur þráðinn þegar hann var kom-
inn á skrið.
Palli reyndist mér og minni
fjölskyldu sérstaklega vel og veit
ég að við vorum ekki ein um að
njóta þess, hann reyndist mörg-
um afar vel. Hann var einstak-
lega tryggur og traustur og ef
eitthvað bjátaði á eða hann grun-
aði að einhver ætti erfitt var
hringt eða bankað upp á. Maður
vissi alltaf að maður átti hann að
og það var gott, veitti öryggi og
létti sporin.
Þegar Palli er kvaddur burt
svona snöggt og fyrirvaralaust
er það huggun harmi gegn að
minnast þess að hann naut gæfu
í sínu lífi. Hann átti yndislega
fjölskyldu. Magga stóð við hans
hlið og á auðvitað sinn þátt í öllu
því mikla starfi sem hann skilur
eftir sig. Börnin og barnabörnin
voru honum mikils virði og í afa-
hlutverkinu naut hann sín og
stóð sína plikt. Hann þekkti
marga gegnum leik og starf og
var þar ræktarsamur. Palli var
náttúruunnandi og þrátt fyrir
annir í vinnu og félagsstarfi naut
hann tómstunda í íþróttum og
útivist eins og í göngu- og veiði-
ferðum. Og þar til veikindin
bönkuðu svo óvænt á dyr fyrir
skemmstu hafði hann verið
heilsuhraustur.
Að leiðarlokum er ég þakklát-
ur fyrir samfylgdina og fyrir allt
sem hann var mér og mínum.
Örn.
„Ber er hver að baki, nema sér
bróður eigi.“ Það hefur aldrei átt
jafn vel við um neinn eins og
Palla frænda okkar og föður-
bróður.
Palli var hjálpsamur, trúr,
traustur og alveg ótrúlegur.
Hann var góður námsmaður,
mikill íþróttamaður og flottur
knattspyrnumaður, formaður
Tindastóls í áratugi og besti
tannlæknir í heimi. Á brúðkaups-
myndinni eru Palli og Magga
flottasta par sem við höfum séð.
Palli reyndist fjölskyldunni
vel. Ósjaldan kom Palli við
heima með eitthvað til að gefa.
Það gat verið poki með nýveidd-
um fiski, kassi með svartfugl-
seggjum, hrafntinna, Manchest-
er United-dót eða eitthvað
annað. Hann sagði að þetta væri
smotterí og að við gerðum hon-
um greiða með því að taka við
því. Það var hægt að leita til
Palla hvenær sem var um tann-
viðgerðir – eða sérfræðiálit ef
ekki var treyst á útlenska tann-
lækna. Palli skrifaði upp á enda-
laus námslán og fór með okkur
systkinin, maka og börn í veiði-
ferðir út á Skaga. Hann heim-
sótti mömmu sína upp á hvern
einasta dag. Þannig var Palli.
Hann klikkaði aldrei.
Það var gott að koma í heim-
sókn í Birkihlíðina, sitja í eldhús-
inu og fá kaffi og meðlæti að
hætti Möggu. Samspil þeirra
hjóna var skemmtilegt. Palli var
ekki mikið fyrir samræður upp á
punt, svo hann staldraði ekki
lengi við, en lét Möggu um að
spjalla. En ef umræðurnar voru
ónákvæmar og það vantaði upp á
upplýsingaflæðið, kom Palli á
hraðferð í gegnum eldhúsið,
stakk inn spurningu og var svo
jafnvel farinn áður en svarið
kom. Magga sá um rest.
Ástríðan fyrir fótbolta var
mikil og stundum meiri en geng-
ur og gerist. Palli studdi liðin sín,
Tindastól og Manchester United,
af heilum hug. Eitt sinn þegar
United var í harðri titilbaráttu
mætti Palli með VHS-spólu fyrir
leik og bað um að leikurinn yrði
tekinn upp. Skrapp svo í veiði.
Leikurinn tapaðist en það var
nauðsynlegt að geta greint hann
eftir á.
Kannski var Palli skapmikill,
en það var sennilega mest í fót-
boltanum. Hinsvegar upplifðum
við oft að hann gaf ekkert eftir
og mottó fjölskyldunnar, „sá
vægir sem vitið hefur minna“,
var óbrigðult, sérstaklega í rök-
ræðum um stjórnmál eða þegar
ættir voru raktar, allt að því aft-
ur til landnáms. Þar átti enginn
séns í að vita betur en Palli. Þeg-
ar börn áttu í hlut var hinsvegar
vandfundinn blíðari og viðmóts-
Páll Ragnarsson HINSTA KVEÐJA
Farðu í friði öðlingur.
Ljósið fylgi þér áfram.
Birna, Björn
og fjölskyldur.