Morgunblaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ekkert lát var á frosthörkum og
vetrarveðri í Bandaríkjunum í gær
og voru milljónir manna enn án
hita og rafmagns í suðurhluta
landsins. Rúmlega þrjátíu manns
eru sagðir hafa látist af völdum
veðursins, en því er spáð að kulda-
kastið muni vara fram að helginni
hið minnsta.
Þá varaði veðurstofa landsins við
því í gær að stór vetrarstormur
myndi nú fikra sig upp eftir aust-
urströnd Bandaríkjanna og valda
mikilli snjókomu allt frá Virginíu-
ríki í suðri og upp til Pennsylvaníu.
Orkufyrirtæki í Texas-ríki tóku í
gær að gera við raflínur og fram-
leiðslustöðvar, en enn mátti stór
hluti íbúa ríkisins búa við kulda og
vosbúð vegna vetrarveðursins.
Var áætlað að enn væru um
500.000 heimili í ríkinu án raf-
magns í gærmorgun, og um
175.000 fyrirtæki og stofnanir.
Hafa yfirvöld í Texas því opnað um
300 neyðarstöðvar þar sem fólk
getur komið til að hlýja sér.
Ótengt orkunet skapar vanda
Eitt af því sem hefur flækt stöð-
una þar er að raforkukerfi ríkisins
er að mestu leyti sjálfstætt frá öðr-
um raforkukerfum Bandaríkjanna,
og hefur Texas því ekki getað sótt
varaafl til hinna ríkjanna.
Frosthörkurnar höfðu sums
staðar í Texas einnig leitt til þess
að vatnsleiðslur frusu eða rofnuðu,
þannig að fólk hafði ekki lengur
aðgang að vatni. Í ofanálag biluðu
nokkrar af vatnshreinsistöðvum
ríkisins. Fengu því tæplega sjö
milljónir Texas-búa þau fyrirmæli í
fyrrinótt að sjóða allt neysluvatn
sitt, þar sem ekki væri hægt að
tryggja hreinlæti þess öðruvísi.
Náðu fyrirmælin meðal annars til
San Antonio og Houston.
Krefjast afsagnar stjórnar
Hörð gagnrýni hefur borist frá
fulltrúum beggja stjórnmálaflokk-
anna á viðbrögð yfirvalda við
kuldakastinu.
Gagnrýnin hefur einkum beinst
að ERCOT, raforkustofnun Texas-
ríkis, en Bill Magness, forstjóri
hennar, sagði í gær að starfsmenn
sínir legðu nú nótt við nýtan dag
til þess að koma rafmagninu aftur
á.
Kallaði Magness eftir því að beð-
ið yrði með að leita sökudólga þar
til neyðarástandið væri liðið hjá, en
Greg Abbott ríkisstjóri hefur kall-
að eftir því að stjórn stofnunar-
innar segi af sér vegna málsins.
Beto O’Rourke, fyrrverandi fram-
bjóðandi Texas-demókrata til öld-
ungadeildarinnar, sagði hins vegar
að ástandinu í Texas mætti líkja
við „þrotríki“, sem hefðu brugðist
íbúum sínum.
AFP
Kuldakast Vetrarríkið náði einnig
til höfuðborgarinnar Washington.
Milljónir enn án hita og rafmagns
Rúmlega þrjátíu manns hafa látist í vetrarveðrinu vestanhafs Ekkert lát á kuldakastinu fram að
helgi Fjöldi Texas-búa án rafmagns og gert að sjóða neysluvatn Hörð gagnrýni á raforkustofnun
Stjórnvöld í Bretlandi og Kanada til-
kynntu í gær að þau hygðust setja
viðskiptaþvinganir á hershöfðingja í
herforingjastjórninni í Búrma í refs-
iskyni fyrir valdarán hersins í upphafi
febrúar. Slást ríkin þar með í hóp með
Bandaríkjamönnum, sem áður höfðu
fryst eignir herforingjanna vestan-
hafs.
Dominic Raab, utanríkisráðherra
Breta, sagði í yfirlýsingu sinni í gær,
að Bretland fordæmdi bæði valdarán-
ið sem og handtöku Aung San Suu
Kyi og annarra leiðtoga réttkjörinna
stjórnvalda. Beinast aðgerðir Breta
að þremur herforingjum, sem sjá m.a.
um varnarmál og innanríkismál í her-
foringjastjórninni, en auk þess hyggj-
ast bresk stjórnvöld skoða leiðir til
þess að koma í veg fyrir að bresk
fyrirtæki geti átt viðskipti við herfor-
ingjana.
Kanadamenn beina sínum aðgerð-
um að níu af helstu leiðtogum hersins,
og sagði Marc Garneau, utanríkisráð-
herra Kanada, að með aðgerðum sín-
um vildu Kanadamenn senda skýr
skilaboð um að þeir samþykki ekki
herforingjastjórnina eða virðingar-
leysi hennar fyrir vilja almennings.
Mótmæli gegn valdaráninu héldu
áfram í Búrma, sem einnig er þekkt
sem Mjanmar, í gær. Lokuðu mót-
mælendur götum í Jangon, stærstu
borg landsins, með því að skilja bíla
sína eftir með vélarhlífina opna, og
láta þannig sem um vélarbilun væri
að ræða.
Þá beindu tölvuþrjótar spjótum
sínum að heimasíðum opinberra
stofnana á borð við seðlabanka lands-
ins, ríkisfjölmiðilinn MRTV, hafnar-
stofnun landsins og lyfjaeftirlit. Þá
fékk áróðursvefsíða hersins einnig að
kenna á reiði tölvuþrjótanna, en her-
foringjastjórnin hefur lokað fyrir net-
ið í landinu undanfarnar nætur í
þeirri von að þannig megi draga úr
getu almennings til mótmæla.
Setja þvinganir á
valdaræningjana
Tölvuþrjótar ráðast á opinberar síður
AFP
Valdarán Mótmælandi í París held-
ur hér á mynd af Aung San Suu Kyi.
Gíorgí Gak-
haria, forsætis-
ráðherra
Georgíu, sagði
af sér í gær
vegna áforma
um að láta
handtaka Nika
Melia, einn af
leiðtogum
stjórnarandstöð-
unnar.
Sagði Gakharia að komið hefði
upp ósætti innan ríkisstjórn-
arinnar vegna dómsúrskurðar,
sem féll á miðvikudaginn, þar
sem veitt var handtökuheimild á
hendur Melia. Mikil pólitísk
óvissa hefur ríkt í Georgíu síðan í
október síðastliðnum, en þá fóru
fram þingkosningar, sem stjórn-
arandstaðan neitaði að við-
urkenna. Kröfðust leiðtogar
hennar í gær að kosið yrði aftur
vegna afsagnar Gakharia.
Bandaríkjastjórn og ESB lýstu
bæði yfir áhyggjum sínum vegna
handtökuheimildarinnar og
hvetja til þess að viðræður fari
fram um ástandið í landinu.
GEORGÍA
Segir af sér vegna
handtökunnar
Gíorgí
Gakharia
Geimfar bandarísku geimferðastofn-
unarinnar NASA lenti í gærkvöldi á
yfirborði Mars, en um borð voru
könnunarfarið Perseverance, eða
Þrautseigja, og drónaþyrlan Ingen-
uity, eða Hugvit, en þeim er m.a.
ætlað að leita að ummerkjum um ör-
verur, sem kunna að hafa lifað á
rauðu plánetunni fyrir milljörðum
ára, en þá var bæði hlýrra og rakara
á Mars en nú.
Hugvits-þyrlan verður fyrsta vél-
knúna farartækið til að hefja sig til
flugs á Mars, en hún vegur um 1,8
kílógrömm og treystir á sól-
arrafhlöður til þess að knýja sig
áfram. Er stefnt að því að dróninn
muni fljúga fimm sinnum á næstu 30
dögum.
NASA bindur miklar vonir við að
hægt verði að nýta drónaþyrlur í
framtíðinni til að rannsaka Mars og
hefur stofnunin m.a. veitt um 3,1
milljón Bandaríkjadala til til-
raunaflugs hér á landi, en það mun
fara fram sumarið 2022.
Leitað að
lífi á rauðu
plánetunni
Ingenuity-þyrlan (Hugvit): fyrsta vélknúna flugið á Mars
Smáþyrla NASA lenti á Mars með könnunarfarinu Perseverance í gær
fest við Perseverance-farið
losnaði frá könnunarfarinu
1
2
3 settist á yfirborð Mars
2,2 m
Heimild: NASA/JPL-Caltech
MEGINTILGANGUR
Fyrsta tilraun til að fljúga
vélknúnu tæki á annarri
reikistjörnu
Flugtak, flug og lending
samkvæmt fyrirfram-
sendum skipunum
FLUGHÆÐ:
allt að 5 metrar
ÞYNGD ÞYRLUNNAR:
1,8 KG á jörðu
0,68 KG á Mars
DRÆGNI: allt að 300 m
UMHVERFIÐ Á MARS:
Mjög þunnt andrúms-
loft
Spaðar
Vænghaf: 1,2 m
Rafhlöður
Loftnet
Sólarsellur
Aflið dugar í
90 sekúndna flugferð á dag
Flugstýri-
kerfi
Skynjarar,
myndavélar
Fætur
Tilraunaflug innan
30 Marsdaga*
tímabils
*Marsdagur: 24 st. 37 mínútur
Jarðardagur: 23 st. 56 mínútur
HUGVIT:
PERSEVERANCE
KÖNNUNARFAR
Kynntu þér úrvalið í vefverslun www.danco.is www.danco.is
Heildsöludreifing
Loksins eru Greppikló og aðrar persónur sögunnar
fáanlegar sem yndislega fallegir og mjúkir bangsar.
- Tilvalið fyrir aðdáendur að safna þeim öllum.
Sagan um Greppikló hefur notið mikilla vinsælda víða um heim undanfarin ár.
Íslensk þýðing Þórarins Eldjárns á bókinni er vel þekkt í skólum og
leikskólum og meðal allra bókaunnenda hérlendis.
Greppikló 23 cm
Greppikló 41 cm
Músin 23 cm Músin 41 cm
Greppikló
- fingrabrúður
5 teg. 20 cm
Greppikló
- tuskudýr 5 teg.
Displ-12. 18 cm
Greppikló
- lykklakippa
12 cm