Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Páll Ragnarsson félagsmálunum þar sem hann sinnti formennsku í Tindastóli til fjölda ára og tók einnig þátt í bæjarmálapólitíkinni á Krókn- um. Palli var samviskusamur, virkur og umfram allt jákvæður dáðadrengur. Aldrei var hik þegar þurfti að slá saman í eitt- hvað til styrktar Val og hann ræktaði vinskapinn og tengslin vel og var farinn að taka tengdasynina með á hið árlega herrakvöld félagsins. Að standa í öllu þessu kallaði á sterkt bakland og þar var hon- um til stuðnings hin trausta eig- inkona Margrét Steingríms- dóttir og börnin; Ragnar, Helga Margrét og Anna Rósa. Fyrir öll hans góðu störf var Páli sýndur mikill sómi af ýmsum aðilum og var það vel. Valsmenn kveðja góðan félaga og senda fjölskyldunni og vinum innilegustu samúðarkveðjur. F.h. fulltrúaráðs Vals, Halldór Einarsson. Fallinn er í valinn einn öflug- asti og traustasti máttarstólpi Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði, Páll Ragnarsson tannlæknir. Páll skipaði sér þegar í sveit okkar sjálfstæðisfólks þegar hann hafði lokið námi og kom aftur heim til að starfa við sér- grein sína. Og þar sem hann lagði hönd á plóg, þar munaði um hann. Ekki girntist Páll að taka sæti á opinberum vettvangi, svo sem á vettvangi sveitarstjórnarmála, en lagði hverju því máli traust lið sem hann taldi að horfði til heilla og framfara fyrir bæ og hérað, meðal annars í gegnum nefndir og ráð. En flestu ofar var ást hans og metnaður fyrir framgangi Ung- mennafélagsins Tindastóls og þá sérstaklega knattspyrnudeilda félagsins sem voru honum allt, enda sjálfur afburðaleikmaður sem minnst mun verða lengi eftir frækna framgöngu með Val á námsárum sínum. Skagafjörður hefur nú séð á bak afburðamanni á besta aldri sem vissulega hefði að öllu jöfnu átt að eiga eftir mörg góð ár til að sinna fjölskyldu og hugðar- efnum. Við leiðarlok eru Páli þökkuð frábær störf og traust vinátta, um leið og fjölskyldu hans eru sendar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Skagfirðinga, Jón Daníel Jónsson. Að setjast niður og ætla að setja minningarorð á blað um Pál Ragnarsson er alveg ótíma- bært og mér nær um megn. Páll var enn að stunda sína vinnu og var tannlæknir af guðs náð og hjálpaði mörgum auralitlum námsmanninum. Minningarnar hrannast upp við þessa andlátsfregn. Páll var formaður UMF Tindastóls, ekki aðeins á pappírum, hann fylgdist með öllu og barðist fyrir íþrótta- hreyfinguna, ég leyfi mér að segja til hinstu stundar. Við fjöl- skyldan misstum 15 ára son í vinnuslysi og sonur okkar hafði sótt mikið allar íþróttir og gekk það vel, það fór ekki framhjá Páli Ragnarssyni. Ég leitaði til hans í sambandi við útför Rúnars Inga og það var auðsótt mál. Síðan var stofnaður minning- arsjóður við félagið sem hann að- stoðaði við og var jafnframt for- maður sjóðsins. Mig langar að lýsa frá okkar hlið fórnfýsi Páls. Í 20 ár kom hann til okkar á afmælisdegi Rúnars Inga og dvaldi út kvöld- ið. Stundum kom séra Hjálmar eða jafnvel konur þeirra beggja og hafi hann ætíð þakkir fyrir. Það sem Páll gaf var ómetanlegt fyrir okkur og virðing við látinn sem við þökkum af alhug alla tíð. Við þökkum samleið á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heil hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (VE) Elsku Margrét, Ragnar, Helga Margrét, Anna Rósa, tengdasynir og afabörn. Við vottum okkar dýpstu sam- úð, megi algóður guð styrkja ykkur og styðja. Lilja Amalía og Björn. Við Páll röktum ættir okkar til Þorsteins Pálssonar frá Steins- stöðum og Sjávarborgar- hjónanna Guðrúnar, dóttur Þor- steins, og Borgar-Bjarna. Þar mátti víða reika um stóran frændgarð sem skemmti okkur ævinlega. Önnur ætt Páls kom utan frá Siglufirði með viðkomu í sveitunum inn með hlíðum Skagafjarðar og þar varð okkur líka skrafdrjúgt þó upphafleg er- indi mín til hans væri einvörð- ungu að njóta tannlækninga. Og þær brugðust heldur ekki, stund- irnar sem eru þó mjög afmark- aðar eins og flestir þekkja. Aukastund frammi á kaffi- stofu gafst stundum fyrir litla vísu eða sögu. Við tilheyrðum sama stúd- entaárgangi og hittumst þar á jú- bilárum okkar. Iðjumaðurinn Páll sinnti vel sjúklingum sínum og glatt var stundum á hjalla á biðstofunni þeirra kolleganna Ingimundar Guðjónssonar, gleði, mas og hlý- legt tal. Með vísu Stephans G. kveð ég þennan ósérhlífna og ráðagóða skólabróður minn og vin sem stóð keikur eins og stálfjöður við stólinn því nær til lokadægurs: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. (St.G.St.) Ingi Heiðmar Jónsson. Við óvænt og ótímabært frá- fall vinar setur okkur hljóð. Minningar leita á hugann, og tíma tekur að átta sig á raun- veruleikanum. Vinur okkar Páll Ragnarsson er allur. Við sem þekktum Palla vissum að þar fór hreinskiptinn maður og vinur vina sinna. Með þeim stóð hann, í blíðu og stríðu, óþreytandi að leggja lið. Fyrir um 35 árum mynduðum við nokkrir félagar, áhugamenn um knattspyrnu, félagsskap sem við síðar kusum að nefna Mill- jón. Vikulega yfir vetrartímann hittumst við, skeggræddum knattspyrnu og spreyttum okkur á enska getraunaseðlinum, oft með bærilegum árangri. Í tímans rás hefur kvarnast úr hópnum og með Palla fer ein styrkasta stoð- in. Palli var áhugamaður um all- ar íþróttir og þar var knatt- spyrna í fyrirrúmi enda var hann knattspyrnumaður í fremstu röð á sínum yngri árum. Þessi litli hópur hefur gefið okkur félögun- um mikið og við bundist vina- böndum. Með mökum okkar höf- um við ferðast víða í þeim tilgangi á fara á knattspyrnu- leiki, skoða okkur um í leiðinni og njóta lífsins. Þorrablótin okk- ar hafa líka verið fastur liður og þar dró Palli ekki af sér í söngn- um, enda gekk hann heill að öllu sem hann gerði. Í starfi var Palli fagmaður og í einkalífinu gæfumaður. Fjöl- skyldan var í fyrirrúmi og grannt fylgdist hann með sínu fólki. Kæri vinur, þessi fáu minning- arorð fylgja þér úr hlaði. Starfs- ferill var hér ekki rakinn, aðeins rifjuð upp kynni við gegnheilan vin. Elsku Magga, þér og fjöl- skyldunni allri sendum við Elín hugheilar samúðarkveðjur. Það er bjart yfir minningunni um góðan dreng. Jón Örn Berndsen. Páll Ragnarsson kollegi minn og vinnufélagi í meira en 30 ár er fallinn frá eftir stutt stríð við ill- vígan sjúkdóm. Mín fyrstu kynni af Palla voru þegar ég steig mín fyrstu skref á fótboltaæfingum hér á Sauðár- króki á sjöunda áratugnum. Palli var þá þjálfari okkar litlu strák- anna. Síðan vissi ég af honum að spila fótbolta með Val í efstu deild á Íslandi á þeim árum er hann nam tannlækningar við Há- skóla Íslands. Síðar flutti Palli aftur á Krókinn og setti upp sína tannlækningastofu sem hann starfrækti allt til dauðadags. Þegar ég ákvað að fara í tann- læknanám var það alltaf mín ætl- an að flytja aftur á Krókinn og starfa þar. Þegar sá tími rann upp hafði Palli flutt tannlækn- ingastofu sína á Sæmundargöt- una. Þar var pláss fyrir annan tannlækni og það var fastmælum bundið að ég fengi þar inni með minn tannlæknastól. Þetta var árið 1988 og þarna höfum við verið síðan, í sameiginlegu hús- næði, hvor með sinn rekstur. Palli var alla tíð dugnaðar- forkur til vinnu, vann oft langa og þéttbókaða vinnudaga. Aldrei heyrði ég hann kvarta undan vinnuálagi og þeir voru örfáir dagarnir í öll þessi ár sem hann mætti ekki vegna veikinda. Oft- ast fór hann gangandi í vinnuna og var gjarnan búinn að sópa eða moka snjó af stéttinni ef þurfti, þegar ég mætti. Palli var fram- úrskarandi í sínu fagi og sinnti sínum sjúklingum vel. Ekki þarf að fjölyrða um að það hefur verið dýrmætt fyrir samfélagið hér í Skagafirði og nágrannabyggðum að hafa aðgang að þeirri þjón- ustu sem hann veitti öll þessi ár. Þó að ýmislegt væri ólíkt með okkur Palla gekk okkur vel að starfa saman að því sem sneri að sameiginlegum hlutum í rekstri okkar. Við vorum t.d. ekki sam- stíga í pólitíkinni og höfðum oft mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum og ekki áttum við sama uppáhaldslið í enska bolt- anum. Palli hafði mjög ákveðnar og fastmótaðar skoðanir á flest- um hlutum, lét þær heyrast ef svo bar undir og kvikaði ekki frá þeim. Hann var mjög minnugur, hafði gaman af ættfræði og gat oft frætt mig um frændgarð fólks sem barst í tal okkar á milli. Til hans á stofuna kíktu stundum gamlir félagar úr Val. Var þá oft nefnt hversu mikill keppnismaður Palli hafði verið. Eitt sinn sem oftar hringdi sím- inn á stofunni hjá Palla og Ey- rún aðstoðarkona hans svaraði. Spurt var í símann: „Er Sigur- páll við?“ Eyrún kváði og enn var spurt: „Já er þetta ekki á tannlækningastofunni hjá Sig- urpáli?“ „Af hverju kallar þú hann Sigurpál?“ spurði Eyrún á móti. „Það er einfalt, hann þolir ekki að tapa“ var svarað. Eyrún fór þá til Palla og sagði honum að það væri spurt eftir Sigurpáli í símanum. Það kom glott á karl- inn, hann fór í símann og þar upphófust líflegar samræður með miklum hlátrasköllum drykklanga stund. Þá var þetta gamall liðsfélagi Palla úr Val sem hringdi, hinn þjóðþekkti og hressi Hemmi Gunn. Hlutirnir gerðust hratt í kringum fráfall Palla. Þann 6. janúar sagði hann mér frá ný- greindum sjúkdómi og rúmum þrem vikum síðar var þessi kappi allur. Ég vil þakka Palla fyrir samstarfið og samfylgdina þessi rúmlega 30 ár sem við deildum vinnustað. Við Hulda sendum Möggu og öllu fólkinu þeirra Palla okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Ingimundur Kr. Guðjónsson ✝ Halldóra Kar-velsdóttir fæddist á Ísafirði 5. september 1939. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 12. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Halldóra S.G. Veturliðadóttir, f. 24. mars 1910, d. 5. des. 1994 og Karvel Lindberg Olgeirs- son, f. 18. janúar 1907, d. 12. nóvember 1968. Systkini Hall- dóru eru Sverrir, f. 20.2. 1938, d. 10.4. 2018, Jónína, f. 23.7. 1943, Hafdís, f. 6.2. 1946, Júl- íana, f. 8.7. 1947 og Karvel, f. 13.3. 1952. Halldóra giftist 17. sept- ember 1961 Brynjari Guðbirni Ívarssyni, f. 8.7. 1932, d. 25.9. 2003 en foreldrar hans voru Sigrún Hólmfríður Guðbjörns- dóttir og Ívar Möwel Þórðarson. Börn Halldóru og Brynjars eru fimm: 1) Örn Ægir, f. 4.8. 1959. 2) Ómar Guðbjörn, f. 4.8. 1959. 3) Halldóra Berglind, f. 8.6. 1961, gift Andrési Einari Einarssyni, þau eiga fjögur börn, þau eru Sandra Ösp, Krist- ín Lind, Brynjar Már og Einar Logi. 4) Sigurður Ívar, f. 1.8. 1962, kjör- sonur Leifs Ívars- sonar, kvæntur Jenný Parimarn. Úr fyrra hjóna- bandi á Sigurður þrjú börn, þau eru Ása Laufey, Svan- laug Nína og Ívar Karl. 5) Hlöð- ver Már, f. 25.8. 1965, kvæntur Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, þau eiga tvö börn, þau eru Þóra Björk og Halldór Ingi. Hlöðver á son, Ragnar Andra, úr fyrri sambúð. Langömmubörnin eru 15. Halldóra ólst upp á Ísafirði en flutti svo suður rúmlega tví- tug. Hún starfaði við umönnun og afgreiðslu á yngri árum og fór svo í nám í Sjúkraliðaskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1979 og starfaði sem sjúkraliði til starfsloka. Útför Halldóru fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín, það er svo erfitt að kveðja þig, ég á eftir að sakna þín svo oft og svo mikið, þvílíkt æðruleysi og styrkur sem þú sýndir í veik- indum þínum í baráttu við krabbameinið, uppgjöf var ekki til í þínum orðaforða. Ég er svo þakklát fyrir hvað þú bara ætl- aðir þér að vera með okkur eins lengi og mögulegt væri og jafn- vel aðeins lengur en það. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Halldór Jónsson frá Gili) Ég elska þig. Halldóra Berglind (Dóra Lind). Elsku amma það sárt er að kveðja, við áttum saman svo indælar stund- ir. Minningarnar mig ávallt munu gleðja, þó fáir verði í viðbót þessir fundir. Að lýsa þér er kona af bestu gerð, hlédræg en ákveðin, falleg og fróð. En þó umfram allt mikilsverð, yndisleg, ljúf og góð. Þegar ég súkkulaðimola fæ mér, mun ég hugsa um þig. Og prjónaskapurinn af fingrum þér, mun hlýja mér um mörg hitastig. Ég minnist þín og í hjarta mínu geymi, allar góðu minningarnar í hjólhýsinu og prjónakennslunni. Vonandi hittumst við aftur í draumaheimi, og rifjum upp allt alveg frá grunni. Að guðsvilja við lútum, hann náði í hana ömmu mína. En ég trúi því og treysti, hann varðveiti sál þína. Nú fylgjum við þér, til stjarnanna þú svífur. Mér er sagt, þar verði maður eilífur. Það hlýjar mér um hjarta, og auk þess ég veit, afi tekur á móti þér, með sinni heiðurssveit. Þín barnabörn, Þóra Björk og Halldór Ingi. Ég sit hér og hugsa um síð- asta símtalið sem við áttum ör- fáum dögum áður en þú kvaddir okkur elsku Doja mín en þar vorum við að hlæja og rifja upp svo margt frá því í gamla daga. Manstu að við ætluðum til Kína þegar við yrðum níræðar gaml- ar konur! Já, það er ófátt sem kemur upp í hugann, við hlóg- um og grínuðumst oft með svo margt, leikfangið sem þú fékkst þegar við vorum smástelpur og þú þurftir að fara á sjúkrahús og ég hafði víst eyðilagt fyrir þér. Minningar hlaðast upp nú þegar ég sit og hugsa um öll yndislegu árin okkar elsku frænka og vinkona. Kappið í okkur hver yrði fyrst að hringja á afmælisdaginn, vera á undan öllum öðrum. Halldóra eða Doja eins og hún var ávallt kölluð í daglegu tali var ljúf og góð kona, ein- staklega lagin hannyrðakona og hafði fjölskyldu sína, börn og barnabörn ávallt í fyrirrúmi. Ég á mikið eftir að sakna sím- tala okkar en held í ljúfar minn- ingar. Ég bið guð að styrkja börnin hennar og fjölskyldu og votta þeim mína dýpstu samúð. Þín frænka og vinkona, Kristjana (Dúa). Þetta verður víst síðasta bréfið. Ég vildi að þau yrðu miklu fleiri. Það er svo stutt síðan ég sá þig og sagði þér allt sem var að frétta af mér og stelpunum, svo ég hef litlu við það að bæta, en í staðinn langar mig að tala um þig, elsku amma, svona til til- breytingar. Mig langar að segja þér hversu spenntur ég var alltaf á leiðinni til Reykjavíkur í heim- sókn til ykkar afa, tala nú ekki um ef það var útileiga í kort- unum. Galtalækur mun alltaf eiga sérstakan stað hjá mér. Ég held líka að ég hafi ekki komið nægilega til skila hvað mér þykir ótrúlega vænt um uppáhaldslopapeysuna mína og alla hina fjársjóðina sem þú prjónaðir fyrir mig. Ég var einmitt að sortera veiðidótið mitt um daginn og rakst á lopabjórhaldarann sem þú hannaðir og prjónaðir handa mér fyrir mína fyrstu þjóðhátíð. Þú hefðir orðið milljónamær- ingur hefðirðu deilt þessari hönnun þá, en lést þér nægja að gleðja barnabarnið. Mig langar líka að segja þér hvað mér leið alltaf vel eftir að hafa kíkt í heimsókn til þín. Áhugi þinn á því sem maður sagði þér frá var eins og gæða- stimpill, en það er eitt af því sem þú gerðir svo vel. Að sýna fólkinu í kringum þig áhuga, spyrja hvernig það hefði það og hvað væri að frétta, og hlusta á hverju það svaraði, sem gerði það að verkum að allir sóttu í félagsskap þinn. Elsku amma mín, ég sé ykk- ur afa fyrir mér sólbrún og sæl, örugglega strax komin í skíða- gallana. Ég mun sakna þín. Brynjar Már Andrésson. Elsku amma mín. Ég á svo erfitt með að kveðja þig. Ég skil ekki af hverju tím- inn stoppar ekki svo ég geti bara grátið og saknað þín þang- að til ég hætti að finna svona til. Tómarúmið er svo stórt. Í öll mín ár hefur þú verið amma mín, vinkona mín og klappstýr- an mín. Þú hafðir alltaf ofurtrú á mér og öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú varst alltaf svo skemmti- leg blanda af hefðarfrú og fjör- kálfi. Ég var búin að gera þig að langömmu þegar þú skellir þér í sápubandí með mér á einu ættarmótinu, mér fannst þú svo flott og ég var svo stolt af því að þú værir amma mín. Þú hafðir líka alltaf svo gaman af ferðalögum og ég fékk svo sannarlega að njóta góðs af því. Ég verð ævinlega þakklát fyrir ferðalögin með þér og afa, skíðaferðin í Kerlingarfjöll, ferðin til Mallorka og útileg- urnar um verslunarmannahelg- ar standa þar ávallt upp úr. Þú varst svo mikill klettur, aldrei nokkurn tímann heyrði ég þig kvarta og þú tókst öllu af svo miklu æðruleysi. Alveg fram á síðasta dag. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig og hvað þú kvaddir friðsæl og sátt. Það er plástur á sálina þar til sárið grær með minningum um stórkostlega ömmu. Ég bið að heilsa afa og veit að nú dansið þið loksins aftur línudansana og samkvæmis- dansana saman inn í eilífðina. Elsku amma, takk fyrir allt. Ég elska þig. Þín Sandra Ösp. Elsku amma mín. Það er með trega í hjarta að ég kveð þið í síðasta sinn. En gangur lífsins ræður ríkjum og nú var víst kominn tími til að segja bless. Allt mitt minninga- flóð um allar okkar stundir saman ryðst nú fram og fram- kallar bros á vanga. Við áttum ótal margar stundir saman og þú sýndir mér og kenndir mér svo margt. Það sem einkennir minningar mínar með þér eru útilegur, náttúra, gleði, dans og dillandi hlátur þinn. Og elsku amma mín, ég get nú ekki talað um þig án þess að minnast á prjónaskap. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir smitað mig með prjónaáhuganum og við áttum sannarlega góðar prjón- astundir saman. Við létum ekki fjarlægðina koma í veg fyrir að þú gætir kennt mér rétt handtök, heldur sýndir þú mér þetta bara á Skype þegar á því þurfti að halda. Ég stærði mig ætíð af þér, amma mín, og ég mun halda því áfram alla mína daga. Þú varst svo einstök, hlý, skemmtileg, forvitin, dásamleg, með svo góða nærveru og svo var alltaf svo stutt í barnslegu leikgleðina. Ég naut þess alltaf að vera með þér og ég er svo þakklát fyrir það að börnin mín hafa fengið að kynnast þér. Elsku amma, það er með tárvot augu og sár í hjarta að ég kveð þig nú en ég veit að minning- arnar munu bæði þurrka tárin og lækna hjartað. Bless bless, amma mín, skil- aðu ástarkveðju til afa. Ég elska þig. Kristín Lind. Halldóra Karvelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.