Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 9

Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Húnavatnshreppur vinnur að undir- búningi vegna stórs gangnamanna- skála við Gedduhöfða á Grímstungu- heiði. Áætlað er að skálinn rísi á þessu ári og verði um 500 fermetrar að grunnfleti, auk hesthúss og ann- arrar aðstöðu. Þar geti gist um 60 gangnamenn, en einnig verði hægt að leigja aðstöðuna út vegna hestaferða um heiðarnar. Einar Kristján Jónsson, sveitar- stjóri Húnavatnshrepps, segir áætl- aðan kostnað á þessu ári verða 23 milljónir króna og er framkvæmdin ein sú stærsta á vegum sveitarfé- lagsins í ár. Hann áætlar að í heildina fari kostnaður yfir 30 milljónir og er þá ótalin sjálfboðavinna bænda við uppbygginguna. Hreppurinn hefur fest kaup á vinnubúðum sem áður voru notaðar við gerð Vaðlaheiðar- ganga og verða þær fluttar á fram- kvæmdastað sumarið 2021, þegar til- skilin leyfi liggja fyrir. Aðstaðan við Gedduhöfða verður byggð frá grunni, að sögn Einars, en nýi skálinn á að koma í staðinn fyrir eldri skála á Grímstungu- og Haukagilsheiðum; Álkuskála, Öldumóðuskála og Fljóts- drög. Einnig á Húnavatnshreppur Áfangaskála á Auðkúluheiði og Buga- skála, Galtarárskála og Ströngukvísl- arskála á Eyvindarstaðaheiði með Skagfirðingum. Hesthús eru á öllum þessum stöðum, en einnig á milli Friðmundarvatna, við Kúluvísl og við Hveravelli. Skálar frá þarsíðustu öld Á Eyvindarstaðaheiði eru tveir gamlir gangnamannakofar, í Svörtu- tungum og Áfangaflá, og á Auðkúlu- heiði við Kúlukvísl og Hveravelli eru aðrir tveir. Allir eru þessir fjórir skál- ar byggðir á þarsíðustu öld og þar er í raun um minjar að ræða, sem reynt er að sinna, að sögn Einars. Gera þarf breytingu á aðalskipu- lagi hreppsins áður en ráðist verður í framkvæmdir og var óskað eftir um- sögn Umhverfisstofnunar. Í umsögn- inni vísar stofnunin m.a. til nokkurra greina í náttúruverndarlögum, m.a. um óbyggð víðerni, vernd vistgerða og votlendis, svipmót lands og að mikilvægt sé að halda raski í lág- marki. Nýta vinnubúðir í gangna- mannaskála við Gedduhöfða  Kemur í stað þriggja eldri skála á Grímstunguheiði Gedduhöfði Grunnkort/Loftm yndir Gedduhöfði Fyrirhugaður gangnamannaskáli við Gedduhöfða Gedduvatn GaltarvatnGRÍMSTUNGUHEIÐI Annual General Meeting Icelandair Group hf. 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu 5. Skýrsla og tillögur tilnefningarnefndar um skipan stjórnar 6. Kosning stjórnar félagsins 7. Kosning endurskoðanda 8. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd 9. Heimild til kaupa á eigin bréfum 10. Önnur mál löglega fram borin 1. The Board of Director’s report on Icelandair Group’s operations in 2020 2. Confirmation of Annual Accounts and decision on the handling of profit or loss for the financial year 3. Decision on payments to Board Members 4. Proposal of the Board of Directors regarding the Remuneration Policy 5. Report and proposal from the Nomination Committee regarding Board Membership 6. Election of Board Members 7. Election of Auditors 8. Election of two members of the Nomination Committee 9. Authorization to purchase Treasury Shares 10. Other lawfully submitted matters Hluthafar sem hyggjast taka þátt í aðalfundinum skulu skrá sig með 5 daga fyrirvara fyrir fundinn. Skráning á fundinn fer fram á www.icelandairgroup.is/agm. Hluthafar eiga rétt á að leggja fram mál og/eða ályktunartillögur fyrir fundinn ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. í síðasta lagi kl. 16 þriðjudaginn 2. mars 2021. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekið fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér hvernig þeir skuli bera sig að á aðalfundarvef félagsins www.icelandairgroup.is/agm. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu atkvæða, form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðgangur að fundinum á Hilton Reykjavík Nordica verður opinn með fyrirvara um samkomutakmarkanir. Allar kosningar og umræður fara þó fram rafrænt. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, tillögur að samþykktabreytingum, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu á boðunardegi sem og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á aðalfundarsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm. Hluthöfum er bent á að skv. samþykktum félagsins skal tilkynna skriflega, minnst sjö dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Skal framboðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi föstudaginn 5. mars 2021 kl. 16:00. Það sama gildir um framboð í tilnefningarnefnd. Hægt er að senda inn framboð á netfangið compliance@icelandairgroup.is. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn, föstudaginn 26. febrúar 2021 kl. 16:00. Komi tillögur frá hluthöfum á tímabilinu 26. febrúar 2021 til 2. mars 2021 þá verða uppfærðar tillögur og dagskrá birtar að lágmarki þremur dögum fyrir fund. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm. Reykjavík, 19. febrúar 2021. Stjórn Icelandair Group hf. Frekari upplýsingar: Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur Netfang: ari@icelandairgroup.is Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn rafrænt föstudaginn 12. mars 2021. Streymt verður frá Hilton Reykjavík Nordica og hefst fundurinn kl. 16:00. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Landsréttar yfir Þórhalli Guð- mundssyni miðli, þar sem hann er fundinn sekur um að hafa fróað manni á tvítugsaldri gegn hans vilja, þegar maðurinn þáði þjón- ustu Þórhalls sem heilara árið 2010. Ákæran kom ekki fram fyrr en 2016, ári eftir að fórnarlambið hafði hafið að sækja sér sálfræði- þjónustu. Hann og Þórhallur eru þeir einu sem eru til frásagnar um samskipti þeirra á legubekk á heimili Þórhalls, en dómurinn mat framburð þolandans sem trúverð- ugan. Neitaði allri sök og krafðist sýknu Þórhallur neitaði allri sök í hér- aðsdómi, Landsrétti og loks Hæstarétti og krafðist sýknu. Í staðinn er honum með dómi Hæstaréttar gert að sæta 18 mán- aða fangelsi og greiða þolanda 800 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Maðurinn kynntist Þórhalli á miðilsfundi þremur eða fjórum ár- um áður en brotið var framið. Hann fór reglulega í tíma til Þór- halls sem hafi orðið eins og góður vinur mannsins. Þórhallur hafi hins vegar farið að sýna af sér vafasama hegðun í byrjun árs 2010. Hann hafi tekið á móti manninum í bol og stuttbuxum eða náttbuxum og farið að taka manninn úr bolnum og farið að teygja á honum. Færði sig upp á skaftið Síðan fór Þórhallur, að því er segir í dómnum, „smátt og smátt að færa sig upp á skaftið“ í sam- skiptum við þolandann. Loks hafi hann fróað honum þar sem hann lá á bekknum. Í dómnum er sagt að með háttsemi sinni hafi Þórhallur þar með „freklega rofið það traust sem brotaþoli bar til hans“. snorrim@mbl.is Staðfesti dóm yfir Þórhalli miðli  Gert að sæta 18 mánaða fangelsi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.