Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
30 ára Anna Margrét er
Dalvíkingur og býr í
Kópavogi en er að flytja
til Lundar í Svíþjóð. Hún
er tannlæknir að mennt
frá Háskóla Íslands en
er í fæðingarorlofi. Anna
Margrét situr í ársþings-
og endurmenntunarnefnd og einnig
skemmtinefnd Tannlæknafélags Íslands.
Maki: Daníel Alexandersson, f. 1991,
læknir.
Sonur: Óskírður, f. 2020.
Foreldrar: Kristín Aðalheiður Sím-
onardóttir, f. 1964, og Bjarni Gunnarsson,
f. 1963. Þau eiga og reka Dalvík Hostel og
Kaffihús Bakkabræðra á Dalvík. Þau eru
búsett á Dalvík.
Anna Margrét
Bjarnadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of
með þín mál. Gefðu áhyggjunum frí í dag,
vonandi sérðu að þær eru óþarfar með öllu
og breyta engu.
20. apríl - 20. maí
Naut Eitt og annað mun koma í leitirnar
sem þú taldir vera týnt og tröllum gefið.
Gefðu af tíma þínum þeim sem það þarf.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur ástæðu til að vera hik-
andi varðandi ástamálin. Láttu það samt
ekki fæla þig frá því að leita sannleikans.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst eins og þú náir ekki til
fólks og ættir því að endurskoða með hvaða
hætti þú talar til þess. Léttu á verkefnalist-
anum þínum og þá öðlastu þá ró sem þú
þarfnast svo mjög.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Kipptu þér ekki upp við það, þótt þú
fáir óvenulegar fréttir í dag. Samband hang-
ir á bláþræði. Dæmdu þig mildilega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er rétti tíminn til að kynnast fólki
og komast í sambönd við rétta aðila. Magn
er oft ekki það sama og gæði, þú kynnist
því á eigin skinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú heldur inni í þér tilfinningu sem þarf
að komast út. Hverjum ertu að hlífa? Þér
finnst ekki gaman að bera ábyrgð á öllu,
vertu duglegri við að deila út verkefnum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú elskar að vinna með hönd-
unum, ekki síst ef þú ert að fást við eitthvað
sem þú hefur ekki prófað áður. Fylgdu góð-
um ráðum aðila sem þú þekkir ekki mikið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur áhyggjur af velferð
fjölskyldu þinnar og annarra sem standa
þér næst. Dagurinn mun snúast um blessuð
börnin.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér lætur vel að leiða aðra í
starfi. Hafðu ekki allt á hornum þér þótt þig
langi til þess. Þolinmæði er dyggð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert full/ur orku þessa dag-
ana en að sama skapi hugsanlega dálítið til-
finningasamari en ella. Leyfðu öðrum að
njóta sín, þú þarft ekki alltaf að vera í sviðs-
ljósinu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dugnaður þinn verður til umræðu,
en kannski ekkert endilega meðal þeirra
sem þú vilt að hæli þér. Ánægjan skín af þér
og smitar út frá sér.
F
innbogi Rútur Þor-
móðsson fæddist 19.
febrúar 1951 í Reykja-
vík og ólst þar upp í
Hlíðunum. „Ég var
ekki í sveit,“ segir Finnbogi að-
spurður. „En eiginmaður Sólveigar
Hjörvar, föðursystur minnar, Þor-
steinn Eiríksson, var skólastjóri í
Brautarholti á Skeiðum og ég var
þar hjá þeim á sumrin í einhvern
tíma. Ég kynntist sveitinni þar í
kring og á unglingsárunum ferðað-
ist ég um landið með ferðafélaginu
Farfuglum.“
Finnbogi gekk í Ísaksskóla og
Hlíðaskóla og þreytti landspróf síð-
an í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
við Vonarstræti. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1972, BS-prófi í
líffræði við Háskóla Íslands 1980 og
doktorsprófi Ph.D. í taugalíffræði
frá Cornell University Graduate
School of Medical Sciences (heitir í
dag Weill Cornell Graduate School
of Medical Sciences) í New York-
borg 1990. Doktorsverkefnið fjallaði
um endurvöxt sjóntaugar í gull-
fiskum.
Finnbogi var aðstoðarmaður á
rannsóknarstofu ÍSAL 1972-75, var
kennari við MK 1980-83, stundaði
rannsóknarstörf sem nýdoktor við
læknadeild Yale University í
Bandaríkjunum 1990-92. „Þar var
ég að skoða heilaþroska í rottum.
Ég tók þetta því í nokkrum skref-
um, fyrst gullfiskar, svo rottur og
síðan mannfólkið, og nýlega hef ég
verið að skoða enn stærri heila, í
stórhvölum.“ Milli 1992 og 2011
sinnti Finnbogi rannsóknastörfum
og kennslu, fyrst sem sérfræðingur
og síðan sem fræðimaður, við
læknadeild Háskóla Íslands.
Meginrannsóknaráhersla hans hef-
ur verið á sviði arfgengrar íslenskr-
ar heilablæðingar. „Ég er enn að
skoða þessa séríslensku heilablæð-
ingu sem var fyrst greind við
norðanverðan Breiðafjörð og ég
kom að því, en í fyrra var ég með-
höfundur að grein um þessa hluti.“
Árið 2008 tók Finnbogi þátt í
stofnun nýsköpunarfyrirtækisins
ValaMed ehf., sem sérhæfði sig í
þróun lyfjanæmis prófa til að hnit-
miða krabbameinslyfjameðferðir.
Hann starfaði þar við rannsóknir
og síðar einnig stjórnun, en starf-
semin hefur legið niðri frá 2017.
Jafnframt starfaði hann að rann-
sóknaverkefnum fyrir Genís hf. og
síðar við verkefnastjórnun hjá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Nú
starfar Finnbogi sem prófessor við
heilbrigðisvísindasvið Háskólans á
Akureyri.
„Ég gerði samning við háskólann
og er núna prófessor emeritus og
sinni kennslu og rannsóknum þar.
Ég er núna ásamt fleirum að koma
upp rannsóknaaðstöðu á Akureyri,
m.a. í samvinnu við fyrirtækið Arc-
tic Therapeutics sem Hákon
Hákonarson barnalæknir stýrir, en
það fæst við þessa arfgengu heila-
blæðingu. Ég er einnig í samstarfi
við Genís og mun leiðbeina dokt-
orsnema sem er starfsmaður Gen-
ís.“ Finnbogi hefur samið ýmsar
fræðigreinar og ritgerðir er tengj-
ast rannsóknum hans og námi.
Helsta áhugamál, auk áhuga
Finnboga á taugavísindum, tauga-
þroska og þróun, er tónlist. „Ég hef
áhuga á sígildri tónlist og flestum
formum dægurtónlistar, sögu henn-
ar og uppruna.“ Finnbogi hefur
einnig áhuga á stórborgum og þá
sérstaklega New York, sögu hennar
og menningu. „Pabbi var loftsigl-
ingafræðingur hjá Loftleiðum og
strax sem unglingur fór ég í flug
með honum, yfirleitt á haustin þeg-
ar pláss var í vélunum, og hann
hafði brennandi áhuga á New York
og maður dróst inn í það. Svo bjó
ég þarna í sjö ár og hef stúderað
borgina. Ég hef líka gengið mikið
um París og London.“
Finnbogi býr á Vopnafirði ásamt
Finnbogi Rútur Þormóðsson prófessor – 70 ára
Með systkinum og móður Frá vinstri eru systkinin Tryggvi, Jóhanna,
Þormóður og Finnbogi ásamt Geirþrúði, móður þeirra.
Rannsakar séríslenska
arfgenga heilablæðingu
Í Toskana Finnbogi og Sigrún Lára
í smábænum Loro Ciuffenna.
Vísindamaðurinn Finnbogi við
frumurækt hjá ValaMed árið 2012.
30 ára Daníel er
Akureyringur en býr í
Kópavogi. Hann er
læknir að mennt frá
Háskóla Íslands. Daní-
el vinnur á augndeild
Landspítalans, en er
að flytja til Lundar til
áframhaldandi sérnáms í augnlækn-
ingum.
Maki: Anna Margrét Bjarnadóttir, f. 1991,
tannlæknir.
Sonur: Óskírður, f. 2020.
Foreldrar: Alexander Benediktsson, f.
1960, fv. framkvæmdastjóri, og Anna
Lísa Brynjarsdóttir, f. 1963, kennari að
mennt og vinnur við bókhald. Þau eru
búsett á Akureyri.
Daníel
Alexandersson
Til hamingju með daginn
Kópavogur Drengur Daníelsson
fæddist 22. desember 2020 kl. 21.05 á
Landspítalanum. Hann vó 3.790 g og
var 52 cm langur. Hann verður skírður
í dag, á 30 ára afmælisdegi foreldra
sinna, í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans
eru Anna Margrét Bjarnadóttir og
Daníel Alexandersson.
Nýr borgari
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og he
Elskaðu. Lifðu. Njóttu.
Endurheimtu
jafnvægið með
Femarelle
Égmæli hiklaust með Femarelle.
Í byrjun árs fór ég að finna fyrir
hitaköstum bæði á daginn og einnig
á nóttunni, sem var mjög skrítið því
mér var venjulega alltaf svo kalt.
Þetta ágerðist svo meira þegar leið á
sumarið og ég fór að velta fyrir mér
hvað væri í gangi.
Ég las um Femarelle sem konur á mínum aldri væru
að taka með góðum árangri. Ég ákvað að prófa og
fann mikinn mun strax eða á u.þ.b. þremur vikum.
Þórunn Elfa Magnúsdóttir.