Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 8

Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Óhugnanlegt manndráp í Rauða-gerði hefur vakið fólk til um- hugsunar um skipulagða glæpa- starfsemi hér á landi og aðkomu erlendra hópa að þeirri starfsemi. Á þingi varð þetta tilefni orðaskipta undir störfum þingsins. Þar vör- uðu Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, við því að vopnavæða lögregluna á Íslandi frekar.    Birgir Ármannsson, þingmaðurSjálfstæðisflokksins, sagðist sammála Olgu og Kolbeini upp að vissu marki, þ.e. að rannsókn- arheimildir og valdbeitingar- heimildir lögreglu verði að sæta takmörkunum og eftirliti. En hann sagðist líka vilja að málið yrði tek- ið upp í þingnefnd til að fá fram hvaða hugmyndir séu uppi um hugsanlegar breytingar á heim- ildum. Þá sagði hann eðlilegt að ræða hvort stíga þyrfti frekari skref í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi.    Þingmenn ræða þetta af mikillivarfærni og það er eðlilegt upp að vissu marki, en þeir verða líka að taka á þessu af fullri al- vöru. Í skýrslum ríkislög- reglustjóra á undanförnum árum hefur verið varað við vaxandi hættu af starfsemi erlendra glæpa- hópa en töluvert hefur vantað upp á að lögreglan hafi fengið þann stuðning sem nauðsynlegur er til að vinna bug á þessari glæpastarf- semi.    Vonandi er það ekki um seinan,en það er í öllu falli ekki seinna vænna fyrir þingið að efla lögregluna svo hún geti tekist af fullum þunga á við þessa nýju ógn. Birgir Ármannsson Ný ógn, sem hefur þó verið varað við STAKSTEINAR Bekkur Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Árni Magnús Emilsson, fyrrverandi sveitar- stjóri í Grundarfirði og útibússtjóri, lést á Landspítalanum aðfara- nótt 17. febrúar, 77 ára að aldri. Árni fæddist í Vest- mannaeyjum 14. apríl 1943, sonur hjónanna Emils Jóhanns Magn- ússonar og Ágústu Kristínar Árnadóttur, en ólst upp á Þórshöfn frá þriggja ára aldri og til 1952. Þá flutti fjöl- skyldan í Grundarfjörð þar sem Árni var búsettur til 1986 er hann flutti í Garðabæ þar sem hann hefur búið síðan. Árni kenndi við Barnaskóla Grund- arfjarðar frá 1963, sinnti verslunar- störfum hjá föður sínum í Verslunar- félaginu Grund í Grundarfirði um skeið, var sveitarstjóri Grundar- fjarðar 1970-79, var framkvæmda- stjóri fiskvinnslufyrirtækisins Sæ- fangs í Grundarfirði 1979-82, útibússtjóri Búnaðarbankans í Grundarfirði 1982-86, útibússtjóri Búnaðarbankans í Garðabæ 1986- 2002, útibússtjóri aðalbanka Kaup- þings í Austurstræti 2002-2004 og við Landsbankann 2004-2010 er hann lét af störfum. Árni æfði og keppti í knattspyrnu, körfubolta og öðrum íþróttagreinum á veg- um UMFG. Hann var mikill áhugamaður um skák og var nokkur ár gjaldkeri Skáksam- bands Íslands. Hann beitti sér fyrir ýmsum skákmótum, stóð fyrir frægu skákmóti í Grundarfirði, í tilefni af 200 ára verslunarsögu Grundarfjarðar, og er upphafsmaður að Frið- riksmótinu sem haldið hefur verið á vegum Landsbankans frá 70 ára afmæli Friðriks. Hann var einn af stofn- endum Félags ungra sjálfstæðis- manna á Vesturlandi og fyrsti for- maður þess, sat í fulltrúaráði og kjördæmisráði flokksins á Vestur- landi, starfaði í sjálfstæðisfélagi í Garðabæ og sótti landsfundi um ára- tuga skeið. Hann sat í stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og var formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um skeið. Árni var, ásamt Sturlu Böðvars- syni, ritstjóri hins fjögurra binda rits, Ísland – 2010 atvinnuhættir og menn- ing. Eftirlifandi eiginkona Árna er Þór- unn Björg Sigurðardóttir. Börn Árna og Þórunnar eru Orri, Arna og Ágústa Rós. Barnabörnin eru fjögur. Andlát Árni Magnús Emilsson „Samanborið við það sem við lögðum upp með í samningaviðræðunum er þetta verra en versta mögulega nið- urstaða,“ sagði Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, í samtali við mbl.is í gær um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands við ríkið. Úrskurður gerðadóms var birtur á vef ríkissáttasemjara í gær og segir Guðmundur gerðardóminn hafa komist að þeirri niðurstöðu að kjara- samningur flugvirkja hjá Landhelg- isgæslunni til næstu tveggja ára byggi á kröfugerð ríkisins frá því í október. Ólöglegt fyrirkomulag Verkefni gerðardóms var að skera úr um hvort tenging milli kjara- samninga flugvirkja Landhelgis- gæslunnar og flugvirkja Icelandair skuli vera óbreytt. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að óheim- ilt sé samkvæmt lögum að kjara- samningur flugvirkja við Gæsluna taki sjálkrafa mið af kjarasamningi þriðja aðila. Þess vegna skuli út- færsla kjarasamnings vera „í sam- ræmi við fyrirkomulag annarra starfsstétta hjá Landhelgisgæsl- unni“. „Það var ekkert hlustað á sjónar- mið flugvirkja í þessum dómi,“ segir Guðmundur. Flugvirkjar ósáttir við gerðardóm  Óheimilt að binda kjarasamning við LHG við samning flugvirkja við þriðja aðila Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ósáttir Flugvirkjar ekki hressir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.