Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 HEFILBEKKIR úr Beiki fyrir verkstæði, skóla og handverksfólk augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is = 1840x500x850mm LxBxH (með skrúfstykki) = 2000x650x850mm Verð 141.900 L Opið virka daga frá 9 -18 lau fr á 10- 16 Vefverslun brynja.is Ramia 2000 LxBxH Ramia 1500 LxBxH = 1340x500x850mm LxBxH (með skrúfstykki) = 1500x650x850 mm Verð 113.400 Ramia 1700 LxBxH = 1540x500x850mm LxBxH (með skrúfstykki) = 1700x650x850mm Verð 126.250 Ljósmæður og starfsfólk fæðingar- þjónustu Landspítala tóku í gær á móti fyrstu köku ársins 2021 frá fulltrúum bakara, Samtaka iðnaðar- ins (SI) og sælgætisfyrirtækinu Góu. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um köku ársins. Sigurvegari keppninnar var Garðar Sveinn Tranberg, bakarameistari hjá Bak- arameistaranum, og er kaka Garð- ars nefnd Góu-hraunkaka, með karamellumús og ferskju- og ástar- aldinfrómas. Sala á kökunni hófst í bakaríum um allt land í gær, í tilefni konu- dagsins sem er næstkomandi sunnudag. Kaka ársins verður til sölu það sem eftir er ársins. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu fyrstu kökunnar. Frá vinstri eru þar Helgi Vilhjálmsson forstjóri Góu, María Guðrún Þóris- dóttir yfirljósmóðir, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Garðar Sveinn Tranberg bakarameistari og Sig- urbjörg Sigþórsdóttir, formaður Landssambands bakarameistara. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Góðgæti Fulltrúar fæðingardeildar, bakara, Góu og Samtaka iðnaðarins með köku ársins 2021 fyrir utan húsnæði deildarinnar á Landspítalanum. Fengu köku ársins  Bakarameistarar, Góa og SI afhentu fæðingardeild LSH fyrstu kökuna Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ákvæði um hlutverk forseta Íslands í frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni koll- varpar ekki embætti forseta en end- urspeglar ekki fyllilega gildandi rétt og skilur eftir sig spurningar. Þetta kom fram í erindi Elínar Óskar Helgadóttur, að- júnkts við laga- deild Háskólans í Reykjavík, á mál- þingi í HR um lögfræðileg álita- efni um frum- varpið sl. mið- vikudag. Elín velti því m.a. upp hvort breytingarnar feli í sér efnislegar breytingar á hlutverki forsetans, einkum þegar um þingrof er að ræða. Í frumvarpinu hefur einum málslið verið bætt við ákvæði stjórn- arskrárinnar um þingrof þar sem segir: Áður en forseti tekur afstöðu til tillögu forsætisráðherra um þing- rof skal hann leita álits forseta Al- þingis og formanna þingflokka sem sæti eiga á Alþingi. Elín sagði þetta vekja ýmsar spurningar. „Hvað á forseti að gera í kjölfar þessara álitsumleitana, hefur hann efnislegt vald til þess að synja forsætisráðherra um þingrof og þarf forseti yfir höfuð að verja hagsmuni þingsins gagnvart forsætisráð- herra?“ sagði hún. Rifjaði hún upp þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi for- sætisráðherra, gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi for- seta, árið 2016 „og með í för var skjalataska. Það er deilt um það hvort var óskað formlega eftir þing- rofi en það er alla vega ljóst að for- setinn þáverandi taldi sér unnt að synja um þingrof,“ sagði hún. Í kjöl- farið hafi margir talið yfirlýsingar forseta stangast á við venjur en ekki reyndi á valdheimildir forsetans með beinum hætti. Benti hún einnig á að fram kæmi í frumvarpinu það sjónarmið að for- setinn verður ekki þvingaður til þess að gera neitt. „Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að sam- kvæmt gildandi reglum getur forseti ekki tekið ákvörðun um þingrof nema með atbeina ráðherra, sem ber ábyrgð á þeirri ákvörðun. Síðan er vísað í viðeigandi ákvæði stjórn- arskrár og svo segir: ,Með sama hætti fer ekki á milli mála að ráð- herra getur ekki þvingað forseta til að samþykkja tillögu um þingrof. Felur frumvarpið ekki í sér breyt- ingu að þessu leyti. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Elín. „Grundvallarvandinn er að ráðherra ber ábyrgð og því ætti forseti ekki að taka efnislega afstöðu en að sama skapi er undirskrift hans nauðsyn- leg en hann verður ekki þvingaður til þess að veita hana. Er ekki verið að gera þá kröfu að forsetinn meti efnislega hvort þingrof sé skynsam- legt hverju sinni? Ef samráð forseta við þingflokka leiðir í ljós að ekki sé samhugur um þingrof getur forseti þá bara synjað? Varla segir hann: Ókei, ég átti sko bara að hringja í ykkur en auðvitað hef ég ekkert vald,“ sagði hún. Að mati Elínar verður stjórnskip- unin líklega áfram óljós varðandi raunverulegt hlutverk forseta eða a.m.k. enn þá í þróun. Menn geti haft mismunandi skoðanir á því hvort forseti þurfi yfirhöfuð að verja hagsmuni þingsins gagnvart for- sætisráðherranum eins og nýja þingrofsákvæðið geri ráð fyrr en það þurfi að vera ljóst hvert hlutverkið á að vera og ríkja um það sæmileg sátt. „Stjórnarskrártuddinn“ Setti hún fram þá spurningu hvernig þessi stjórnskipun stæði sig undir raunverulegu álagi og hvort hægt væri að álagsprófa þessi ákvæði. „Hugtakið „constitutional hardball“ hjálpar okkur kannski. Það mætti yfirfæra á íslensku og tala um stjórnarskrártudda. Stjórn- arskrártuddi er sá sem fer strangt til tekið eftir því sem stendur í stjórnarskránni en ef eitthvað er óskýrt og ekki bannað þá gerir við- komandi það sem færir honum mest völd. Eftir því sem hlutverk forseta Ís- lands er óljósara í stjórnarskránni og byggir meira á óskráðum venjum og hefðum getur sá sem gegnir emb- ætti forseta Íslands hverju sinni mótað reglurnar og þannig aukið við hlutverk sitt og gert sig valdameiri. Sem betur fer eru ekkert rosalega miklar líkur á því að forseti Íslands sé stjórnarskrártuddi en það hafa líka margar aðrar þjóðir talið og annað hefur svo komið á daginn,“ sagði hún. Almennt sagði Elín um frumvarp- ið að það fæli í sér umfangsmestu og metnaðarfyllstu tillögur sem komið hafi frá ráðherra eða ríkisstjórn síð- an mannréttindakaflanum var bætt við stjórnarskrána árið 1995. „Ég átti sko bara að hringja í ykkur“  Stjórnarskrártillögur vekja spurningar um hlutverk forseta Morgunblaðið/Hari Alþingi Forseti Íslands flytur ávarp. Elín Ósk Helgadóttir Tillaga í frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni um að gera íslensku að ríkistungumáli mun að líkindum verða á kostnað þeirra Íslendinga og annarra íbúa landsins sem hafa ekki fullkomin tök á íslensku. Hún getur ekki orðið and- lag samfélagssáttmála allra Íslend- inga, en hún getur hins vegar orðið andlag samfélags- sáttmála þess meirihluta sem fer með mest völd í samfélaginu og talar íslensku. Þetta er mat Hauks Loga Karlssonar, ný- doktors við laga- deild Háskólans í Reykjavík, sem fram kom á málþingi um frumvarpið sem haldið var í HR. Haukur bendir á að tengsl valds og tjáningar séu vel þekkt og það að gefa tilteknu tungumáli forrétt- indastöðu í stjórnarskrá kunni að hafa áhrif á valdajafnvægi þegnanna. Mikil skammsýni og sóun á mannauði sé fólgin í því að skipa fólki á skör eft- ir því á hvaða tungumáli það hugsar. Umrædd tillaga frumvarpsins er svohljóðandi: Íslenska er ríkismál Ís- lands og skal ríkisvaldið styðja hana og vernda. Haukur sagði tillöguna m.a. rökstudda með þeim hætti að Ís- land hefði ákveðna sérstöðu þar sem hér búi ein þjóð með sameiginlegt tungumál. Íslenskt samfélag sé hins vegar í þróun og áhrif erlendra tungumála fari vaxandi og sam- félagið sé fjölþjóðlegra en áður. Ákvæðinu sé ætlað að verja íslenskt mál fyrir erlendum áhrifum. Í grein- argerð sé því svo haldið fram að vandséð sé að nokkur neikvæð áhrif geti fylgt frumvarpinu, enda muni það ekki draga úr réttindum minni- hlutahópa eða þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku til þess að nota tungumál sitt. Sagði Haukur að þarna dragi frumvarpshöfundur ályktun sem ekki fái staðist. Nokkuð auðvelt sé að sjá fyrir sér neikvæð áhrif af þessu ákvæði á þá Íslendinga sem ekki tali íslensku. „Þeim kann að vera áfram frjálst að nota sína tungu, en ef markmið frumvarpsins gengur eftir er ekki víst að sú tunga muni gagnast þeim til þess að bera réttindi og skyldur í samfélaginu með sama hætti og áður.“ 61 þúsund innflytjendur Benti Haukur á að samkvæmt töl- um Hagstofunnar væru hér á landi 61 þúsund innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð. Hann sagði að það væri gjarnan svo að ef staða ákveðins hóps er styrkt í stjórnarskrá sé það iðulega á kostnað einhvers annars. Stjórn- arskráin snúist um að koma á til- teknu æskilegu jafnvægi, sem sé þá andlag samfélagssáttmála. Tungu- mál geti klárlega verið andlag valds. Ákvörðun um að veita ákveðnu tungumáli sérstaka stöðu í stjórn- arskrá snúist einkum um að valdefla það form tjáningar sem fer fram á því tungumáli. Telja megi líklegt að ákvæðið sé ágætlega til þess fallið að stuðla að forvörslu íslenskunnar líkt og stefnt sé að. „En áhrifin væru líka þau að móðurmáli sumra Íslendinga væri skipað skör hærra en móðurmáli annarra Íslendinga, án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða til að vinna á móti slíkum áhrifum. Slíkt er til þess fallið að raska núverandi valda- jafnvægi á milli Íslendinga af ólíkum bakgrunni. Tillagan styrkir, með öðrum orðum, stöðu hinna valda- miklu og veikir stöðu hinna valda- lausu í íslensku samfélagi,“ sagði hann. Sagði Haukur tillöguna standa langt að baki útfærslu í nýrri stjórn- arskrá, sem kom frá stjórnlagaráði á sínum tíma, þar sem ekki sé gert upp á milli ólíkra tungumála. Tillagan um að gera íslensku að stjórnarskrár- bundnu ríkismáli sé verri kostur en að halda óbreyttu ástandi. omfr@mbl.is Verri kostur en óbreytt ástand  Ákvæði um ríkistungumál gagnrýnt Haukur Logi Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.