Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
✝ Sveinsína Guð-mundsdóttir
fæddist 6. janúar
1930 á Berserkja-
hrauni í Helgafells-
sveit, Snæfellsnesi.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Lundi á
Hellu 4. febrúar
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Sigurðsson, f. 26.
ágúst 1887, d. 24. september
1946, og Kristín Pétursdóttir, f.
24. ágúst 1887, d. 6. des 1976.
Systkini Sveinsínu sem eru
látin eru Halldór Lárus, Sig-
urður, Ingvi, Guðrún, Sigríður
Inga, María, Pétur Breiðfjörð,
Andrea og Jón, á lífi er Guðlaug
Halldóra.
Dætur Sveinsínu og Ingólfs
Eggertssonar eru: Ólafía, f. 30.
maí 1952. Maki Guðmundur Elí-
asson. Hún á fjögur börn, níu
barnabörn og eitt langömmu-
barn. Gróa, f. 9. febrúar 1953.
Maki Sveinn Sigurðsson, d. 2017.
Hún á fjögur börn, níu barna-
börn og eitt langömmubarn.
Sveinsína giftist 17. júlí 1955
Ægi Breiðfjörð Friðleifssyni, f.
Vann þar við ýmislegt, s.s. sem
ráðskona og við þjónustustörf.
Sveinsína fékk berkla 1950 og
þurfti að dveljast á Vífilsstöðum í
13 mánuði. Var henni ráðlagt að
flytja í sveit í heilnæma loftið og
fluttu þau Ægir í Gaulverjabæj-
arhrepp í Árnessýslu vorið 1958.
Þar stunduðu þau hefðbundinn
búskap, fyrst á Rútsstöðum, síðan
Vallarhjáleigu og loks á Hamri til
ársins 1983 er þau fluttu á
Stokkseyri.
Um tíma bjó hún á Hvolsvelli
og vann þá hjá SS. Á Stokkseyri
vann Sveinsína á Kumbaravogi
þar til hún hætti störfum vegna
aldurs. Á haustmánuðum 2001
flutti Sveinsína í þjónustuíbúð
fyrir aldraða í Grænumörk á Sel-
fossi og átti þar heimili þar til í
nóvember 2019 að hún fer á Dval-
arheimilið Lund á Hellu.
Sveinsína hafði gaman af allri
tónlist, spilaði á harmóniku og
gítar og söng í kirkjukórum í
mörg ár. Þá var hún félagi í
Kvenfélagi Gaulverjabæjar-
hrepps.
Útför hennar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 19. febrúar 2021,
klukkan 14. Jarðsett verður í
Stokkseyrarkirkjugarði. Vegna
aðstæðna í samfélaginu verður
einungis stórfjölskyldan viðstödd.
Streymt verður frá útförinni á:
https://selfosskirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
17. júlí 1934, d. 1.
febrúar 1999. For-
eldrar hans voru
Karólína Þórð-
ardóttir og Frið-
leifur Valdimar
Þórðarson. Þeirra
börn eru: 1) Krist-
inn Karl, f. 28. maí
1956. Maki Hrönn
Baldursdóttir. Þau
eiga þrjú börn og
átta barnabörn. 2)
Guðrún Breiðfjörð, f. 28. júlí
1958. Maki Kjartan Jóhannsson.
Hún á tvær dætur og fimm
barnabörn. 3) Friðleifur Valdi-
mar, f. 12. júlí 1960. 4) Fjóla
Breiðfjörð, f. 31. maí 1963. Maki
Þorsteinn Þorvaldsson. Þau eiga
einn son og hún á þrjú börn og
fjögur barnabörn. 5) Guð-
mundur Breiðfjörð, f. 24. júlí
1965. Maki Annemarie Bæk Æg-
isson.
Þau eiga þrjú börn og hann á
tvö börn og þrjú barnabörn. 6)
Björg Elísabet, f. 30. apríl 1967.
Maki Björg Þorkelsdóttir, f.
1964.
Sveinsína ólst upp á
Berserkjahrauni til 16 ára ald-
urs og fór þá til Reykjavíkur.
Þá er mamma farin í sum-
arlandið, undarlegt til þess að
hugsa að geta aldrei faðmað
hana aftur eða hringt og spjall-
að um allt milli himins og jarð-
ar, eins og við gerðum svo oft.
Ótal minningar streyma fram
og lífsspeki hennar og hvernig
hún ól okkur börnin sín átta
upp með vinnusemi og elju sem
hefur komið sér vel á lífsleið-
inni. Hún var klettur og ef eitt-
hvað var að var gott að leita til
hennar. Það voru margir sem
gerðu það, enda var hún úr-
ræðagóð.
Hún var líka mjög hvetjandi;
ef ég var að efast um að ég gæti
gert eitthvað, þá var viðkvæði
hjá henni að hún hefði fulla trú
á mér og ég gæti gert allt ef ég
ætlaði mér það.
Við Björg konan mín fengum
þann heiður að fá mæður okkar
sem giftingavotta þegar við fór-
um í staðfesta samvist, sem var
ómetanlegt og dýrmæt stund.
Mamma og Björg áttu gott
samband og fór Björg oft til
hennar, mikill léttleiki og hlátur
fylgdi ætíð þeirra samskiptum.
Hún var alltaf hjá okkur á að-
fangadag og þar var haldið í
hefðir að vera með aspassúpu í
forrétt, það verður skrýtið að
halda upp á fæðingu frelsarans
án þín elsku mamma.
Við Björg fórum með henni
nokkrar ferðir til Kanarí og
voru það dásamlegar samveru-
stundir. Hún elskaði að vera
þar og naut sín vel.
Þá fórum við alltaf á uppá-
halds kínverska veitingahúsið
okkar, hún fékk knús frá kon-
unni sem átti staðinn og svo var
pöntuð appelsínuönd, sem var í
algjöru uppáhaldi hjá okkur.
Músík var alltaf í kringum
hana og hún spilaði á gítar,
skemmtara og söng. Svo var út-
varpið alltaf í gangi og átti hún
geislaspilara og þó nokkuð af
diskum, Þar voru í uppáhaldi
Roger Whittaker, Kenny Ro-
gers og flestöll kántrímúsík,
ásamt íslensku gömlu og góðu
lögunum, sem við sungum svo
með hástöfum.
Það var dýrmætt að fá að
vera hjá þér þegar þú kvaddir
endanlega, þótt það hafi verið
erfitt að kveðja. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að hafa þig
svona lengi í lífi mínu og þakklát
fyrir hvað þú varst sjálfbjarga
og skýr í hugsun allt til enda.
Ég veit að þú verður alltaf
mér við hlið og beinir mér
áfram á réttan veg. Ég mun
alltaf geyma þig í hjartanu.
Hafðu þökk fyrir allt elsku
mamma og tengdamamma.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín ham-
ingjudís,
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Björg Elísabet Ægisdóttir,
Björg Þorkelsdóttir.
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
– láta sig í vöku dreyma,
sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þessi texti á vel við nú þegar
ég sest niður og skrifa nokkur
minningarorð um hana mömmu
sem kvaddi þetta líf 4. febrúar
síðastliðinn, 91 árs að aldri.
Þó söknuðurinn sé sár og
dagarnir skrítnir síðan þú fórst,
ekki hægt að hringja í þig, kíkja
á þig og spjalla, þá er þakklætið
svo mikið fyrir það að hafa haft
þig svona lengi í lífi okkar.
Þakklætið fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig, allan stuðning-
inn, allar flíkurnar sem þú
saumaðir og prjónaðir, allar
fataviðgerðirnar og allt sem þú
kenndir mér.
Má þar nefna flatkökurnar
og kleinurnar sem Lauga
frænka segir að séu þær bestu
á Íslandi. Svona gæti ég lengi
talið.
Á einhverjum tímapunkti átt-
uðum við okkur báðar á því að
sauma- og prjónaskapurinn átti
ekki alveg við mig svo ég dró
meiri lærdóm af öllu sem tengd-
ist matargerð, bakstri og heim-
ilisverkum, fyrir það er ég
óendanlega þakklát.
Þú sagðir við mig undir það
síðasta, þegar ég kvaddi þig:
„Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig.“ Mamma mín,
þakka þér ennfremur fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
mína!
Mér þykir það við hæfi að
enda þessi orð á bæn sem þú
fórst svo oft með yfir okkur öll-
um.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Guð geymi þig, elsku
mamma, þar til við sameinumst
á ný.
Þín
Fjóla.
Nú er elsku amma okkar
komin í Sumarlandið södd líf-
daga. Þar er hún eflaust búin að
reiða fram kaffi og meðlæti og
situr að spjalli við fólkið sitt.
Hver veit nema hún sé búin að
baka flatkökur og kleinur og
sennilega er hún búin að taka
fram harmonikkuna. Þar verður
án efa spilað, sungið og dansað
langt fram eftir kvöldi. Við
minnumst góðra stunda með
ömmu, við eldhúsborðið með
kaffibolla eða mjólkurglas að
ræða lífsins gang. Hún gaf sér
alltaf góðan tíma til að spjalla
um daginn og veginn við sóm-
ana sína og var áhugasöm um
það sem við vorum að taka okk-
ur fyrir hendur.
Hún hafði líka sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum,
sem ekki spillti fyrir.
Fyrstu minningar okkar eru
frá þeim tíma sem amma og afi
bjuggu á Hamri. Þar var nú
aldeilis ævintýraveröld með
hænum, öðrum skepnum, vatn-
inu, brúnni og öllu því. Iðulega
vorum við að hjálpa til við að
tína og hreinsa egg, stússast
eitthvað í búskapnum eða baka
með ömmu.
Síðar fluttu þau á Stokkseyri
og hænurnar fengu að fylgja
með sem ömmu þótti svo vænt
um. Þar fengu hænurnar gott
atlæti og gæddu sér meðal ann-
ars á pizzum.
Þegar amma flutti svo á Sel-
foss þurftu þær frá að hverfa en
þá tók hún ástfóstri við smá-
fuglana og passaði alltaf að gefa
þeim.
Amma átti stóran hóp afkom-
enda sem eru mjög samheldin.
Á hverju ári hittumst við stór-
fjölskyldan að minnsta kosti
tvisvar á ári, í kringum afmæl-
isdaginn hennar og svo í kring-
um afmælið hans afa í sum-
arútilegu. Þar er alltaf mikið líf
og fjör, sungið og trallað eins
og ömmu finnst skemmtilegast
og hápunkturinn er svo Ham-
arsleikarnir þar sem ungir og
aldnir etja kappi.
Takk fyrir samfylgdina og
allar minningarnar, elsku amma
Sveina, við munum kyssa sóm-
ana þína reglulega.
Kristín Þóra, Stefán,
Guðfinna og Berglind.
Hún er skrítin og sár tilfinn-
ingin sem fer um mann þegar
maður kveður í hinsta sinn
manneskju sem hefur fylgt
manni alla ævi.
Manneskju sem er manni svo
kær og á erfitt með að hugsa
sér lífið án. Hún amma var
þessi manneskja. Alla tíð hefur
hún spilað stórt hlutverk í mínu
lífi.
Hún var sú sem ég leitaði til
ef ég var ráðþrota og þurfti góð
ráð. Hún hafði svo mikla rétt-
lætiskennd, var alltaf hreinskil-
in, hafði upplifað svo margt og
hafði svo óbilandi trú á mér
(sem ég stundum skildi ekki
sjálf). Amma hafði líka þann
hæfileika að láta manni alltaf
líða betur eftir símtal eða heim-
sókn til hennar. Hún passaði
upp á sína og mátti ekkert aumt
sjá. Það reyndist henni því
mjög erfitt að þurfa vanmáttug
að horfa upp á okkur Guðmund
missa barn í slysi árið 2011. En
hjálpin sem við fengum frá
ömmu á þeim tímum var ómet-
anleg. Símtölin og knúsin, sam-
verustundir þar sem við hlógum
og grétum til skiptis og allt hitt.
Ég vona að hún sjái nú allt í
skýrara ljósi, svo hún geri sér
grein fyrir því hve ómetanlegt
var að eiga hana að þegar erf-
iðleikarnir voru að yfirbuga allt.
Þær eru svo margar minn-
ingarnar sem fara nú um hug-
ann. Minningar sem koma til
með að ylja mér alla ævi og fyr-
ir það er ég þakklát. Ljúfu
stundirnar sem við áttum sam-
an þegar ég plokkaði og litaði á
henni augabrúnirnar. „Dekur-
kvöldin“ eins og við kölluðum
það. Stundum kom ég heim eft-
ir slíka kvöldstund og átti erfitt
með að slaka á því við vorum
búnar að hlæja svo mikið að það
jaðraði við að maður þyrfti vöð-
vaslakandi eftir samveruna.
Eða þegar ég kom í nýju rifnu
gallabuxunum til hennar. Já,
hún amma var hreinskilin og
mikið ofboðslega þótti henni
buxurnar mínar ljótar svona
rifnar. Hana klæjaði alveg í
fingurna því hana langaði svo
að „laga“ þær. Þarna fengum
við algjört hláturskast og hún
tók af mér loforð að þurfa aldr-
ei að sjá mig í þeim aftur. Það
loforð stóð ég að sjálfsögðu við!
Fyrsta bílinn sem ég eign-
aðist keypti ég af ömmu. Toyota
Corolla ’91. Ég stend enn í
þeirri trú að það hafi verið
bestu kaup sem ég hef gert,
þótt ég hafi ekki endilega verið
snyrtilegasti eigandinn. Nú
hlær amma örugglega.
Elsku amma, ég átti að skila
innilegri kveðju frá krökkunum
og Guðmundi. Hann Sigmar
Darri minn, sem er svo lán-
samur að deila með þér afmæl-
isdegi, sagði að ég ætti að segja
þér að þú værir svo falleg og að
hann saknaði þín svo mikið.
Mikið ofboðslega er erfitt að
enda þessa lokakveðju. Þau eru
fá orðin sem lýsa því hversu
sárt og tómlegt lífið er núna.
Það er því við hæfi að enda
þetta á ljóði sem ég samdi bara
fyrir þig því þú varst svo ein-
stök.
Brostið hjarta sem opið sár
og hug minn átt þú allan.
Síðasta kveðjan með rennandi tár,
á ömmu englarnir kalla.
En þrátt fyrir sorg og söknuð í
hjarta,
það huggar mig nefnilega
að fylgi þér nú að ljósinu bjarta
vinir sem áður kvaddir með trega.
Þakklæti mig umvefur.
Ekkert ráð þú gafst brugðist hefur.
Stóllinn og kistill mér áfram mun
fylgja
og minna á ömmu sem sefur.
Ég elska þig.
Þín
Íris Rán.
Elsku amma Sveina hefur
fengið hvíldina. Eins erfitt og
það er að kveðja þá er þakklæti
efst í huga fyrir þann tíma sem
við nutum nærveru hennar.
Amma var alltaf svo ljúf og
góð við alla, mátti ekkert aumt
sjá.
Hún gerði aldrei mannamun,
fyrir henni voru allir jafnir, ljúf-
ir og miklir sómar. Minningin
um yndislegu, glaðværu ömmu
okkar mun lifa.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Hvíldu í friði elsku amma.
Sveinn Ægir,
Steinunn Guðný,
Hildur Kristín og
Sigurður Bjarni.
Elsku hjartans amma mín.
Eins erfitt og sárt og það er
að kveðja þig, fagna ég þinni
löngu ævi, það fá ekki allir að
verða 91 árs.
Við tvær höfum alltaf náð
mikið vel saman og áttum aldrei
í vandræðum með að tala sam-
an. Þú varst svo opin, ræðin og
skemmtileg. Kaffibollarnir og
spjallið í Grænumörkinni með
þér og Frissa þótti mér ofur-
vænt um, við töluðum um svo
margt. Maður ætlaði oft bara
rétt að kíkja til þín en svo var
klukkutíminn liðinn og mann
langaði ekkert að fara, ég naut
þess svo að vera i kringum þig.
Það hefur alla tíð verið svo gott
að koma til þín, faðmlögin,
brosið þitt og umhyggja var svo
innileg.
Ég á eftir að sakna þín mikið,
elsku amma mín, og mun halda
minningu þinni á lofti.
Drottningin á Lundi átti vel
við þig eftir að þú fluttir á dval-
arheimilið Lund á Hellu. En
eins og ég sagði við þig þegar
þú opnaðir augun þegar ég
kvaddi þig, þá sjáumst við síðar.
Góða ferð í sumarlandið.
kveðja
Aðalbjörg (Adda).
Nú er komið að kveðjustund.
Það er alltaf erfitt að kveðja, en
mikið er maður þakklátur fyrir
að hafa haft þig hjá okkur allan
þennan tíma, alltaf hress og
kát.
Ég er þakklátur fyrir að
strákarnir mínir hafi fengið að
kynnast þér. Ekki fannst þeim
leiðinlegt að koma í heimsókn
til þín. Iðulega voru þeir fljótir
að kíkja í skálina góðu því þar
var alltaf gotterí.
Amma var alltaf hress og
kát. Mér er það alltaf minn-
isstætt eitt sumarið þegar við
vorum í fjölskylduútilegunni þá
tók ég krossarann minn með og
fór að leika mér á honum um
sveitina. Þegar ég kom til baka
á tjaldstæðið vakti hjólið mikla
athygli hjá krökkunum sem
varð til þess að þau fengu hjálm
og ég fór með þau hring á
túninu.
Fljótlega var amma komin
hjá skiptistöðinni og var að
fylgjast með. Þegar ég kem til
baka segi ég við ömmu „jæja
amma, þú ert næst“, og bjóst ég
við allt öðru svari frá henni, því
hún sagði bara „já“ og áður en
ég vissi var amma, þá 78 ára,
komin á rúntinn á krossaranum
með mér.
Alltaf var gott og gaman að
kíkja við hjá þér og detta í smá
spjall um daginn og veginn. Þú
varst alltaf með plön, og síðast
þegar ég heyrði í þér varstu
staðráðin í því að kíkja í kaffi í
nýja húsið hjá okkur með vor-
inu.
Nú er komið að síðasta spöln-
um og síðasta rúntinum líkt og
við ræddum eitt skiptið.
Takk fyrir alla hlýjuna og öll
knúsin elsku amma.
Hvíl í friði elsku amma mín.
Þinn
Gunnar Sveinn.
Sveinsína
Guðmundsdóttir
Aage kynntist ég
fyrst er ég hóf nám í
iðnrekstrarfæði við
Tækniskóla Íslands.
Hann var þá deildarstjóri rekstr-
ardeildar en kenndi jafnframt. Öll
kennsla miðaðist við að námið væri
hagnýtt; Aage valdi af kostgæfni
leiðbeinendur sem komu beint úr
atvinnulífinu og því var námið fjöl-
breytt og í sterkum tengslum við
það sem var að gerast. Áhersla var
lögð á verkefnavinnu í litlum hóp-
um og því kynntust nemendur vel.
Aage Steinsson
✝ Aage Steinssonfæddist 14.
október 1926. Hann
lést 5. febrúar
2021.
Útför Aage fór
fram 11. febrúar
2021.
Við tók framhalds-
nám í iðnaðartækni-
fræði, en það nám
hafði Aage einmitt
verið að skipuleggja
með þarfir atvinnu-
lífsins að leiðarljósi.
Námið tengdi saman
tækni og viðskipti í
takt við bakgrunn
Aage, sem var bæði
viðskiptafræðingur
og tæknifræðingur.
Tækniskólinn var ekki stór á þess-
um tíma og var Aage okkur nem-
endum nálægur bæði í kennslu og
þróun námsins. Má segja að þarna
hafi verið um að ræða nokkurs
konar gagnvirkt nám þar sem ósk-
ir nemenda um auknar eða nýjar
áherslur skiluðu sér í nýjum
áföngum. Þannig skipulagði Aage
starfsnám í fiskvinnsluskólanum
fyrir okkur sem höfðum enga
reynslu úr fiskvinnslu og tryggði
þar með innsýn og umbeðna þekk-
ingu á nauðsynlegum þáttum und-
irstöðuatvinnugreinarinnar. Nýtt-
ist það afar vel í námi og síðar við
störf. Í náminu var byggt á sam-
starfi við aðra skóla, til dæmis var
boðið upp á námskeið í rennismíði
við Iðnskólann í Hafnarfirði og
matvælafræði í Háskóla Íslands.
Er það til marks um áherslur Aage
á að auka gæði námsins með því að
nýta og vinna með öðrum stofn-
unum.
Ég á Aage mikið að þakka
vegna hvatningar og áhrifa sem
hann hafði á mig og minn starfs-
feril við markaðssetningu og sölu
á íslenskum fiski á Spáni. Fyrir
stuttu áttum við langt samtal og
náði ég að þakka honum fyrir
þetta framlag hans.
Með Aage er genginn merki-
legur maður. Ég votta fjölskyldu
hans samúð.
Magnús Bjarni Jónsson.