Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Guðmunduverðlaunin fyrir árið 2021 voru afhent í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í gær og hlaut þau Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður. Anna Rún er fædd árið 1980, nam við Listahá- skóla Íslands og fór að því loknu í framhaldsnám í Concordia- háskólann í Montréal í Kanada. „Verk hennar hafa vakið athygli jafnt hér heima sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sín- um á milli Reykjavíkur og Berl- ínar,“ segir í tilkynningu og að með- al nýlegra sýningarverkefna hennar séu einkasýning í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín í fyrra og einka- sýning í D-sal Hafnarhúss árið 2017. Þá sýndi Anna Rún verkið „Garð“ sem nú er í safneign Lista- safns Reykjavíkur. Anna Rún mun taka þátt í sýningunni Iðavellir sem sett verður upp í Hafnarhúsi í júní, verður þar ein fimmtán listamanna sem yfirtaka bygginguna. „Í verkum sínum teflir Anna Rún saman tækni og náttúru þar sem lögmál tækni og náttúru taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt og verkin mótast meðan á sýningum stendur. Vélbúnaður skapar heim fegurðar í endurteknu ferli sem Anna Rún hefur sett af stað. Þannig verður listaverkið til fyrir augum áhorf- enda. Náttúran og hið manngerða mætast í sjálfvirkni sem skapar feg- urð fulla af tilviljunum þar sem ferl- ið sjálft er jafn mikilvægt og end- anleg útkoma – sem raunar getur verið erfitt að sjá fyrir hver verði. Þótt verk Önnu Rúnar séu þaul- hugsuð og mörg flókin í fram- kvæmd er tilviljunin og fegurðin sem felst í flæði lita og forma alltaf nálæg,“ segir í tilkynningu. Guðmunduverðlaunin eru við- urkenning Guðmundusjóðs Errós en Erró stofnaði þau árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur. Styrk- ur úr sjóðnum er veittur framúr- skarandi listakonu og helst árlega. Styrknum er ætlað að vera hvatn- ing til frekari dáða á sviði mynd- listar, eins og segir í tilkynningu og er peningaupphæðin, ein milljón króna, ein æðsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi. Styrkurinn er nú veittur í 21. sinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Styrkur Anna Rún hlaut eina milljón króna í gær úr Guðmundusjóði Errós. Guðmunduverðlaunin veitt  Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í gær milljón króna styrk úr Guðmundusjóði Errós  21 listakona hefur nú hlotið styrk Óljóst landslag er heiti samsýn- ingar sem ljósmyndararnir Guð- mundur Óli Pálmason og Sig- urður Mar Halldórsson opna í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 17. Á sýningunni eru um tuttugu ljósmyndir þar sem listamenn- irnir nálgast landslagið á nýstár- legan hátt en með aðferðum sem byggjast á gamalli hefð. Allar myndirnar eru teknar á filmu. Guðmundur Óli lærði listræna ljósmyndun við University of the Arts í London. Viðfangsefni hans er hin grófgerða og oft drunga- lega náttúra Íslands. Eyðibýli eru Guðmundi hugleikin og eru myndirnar eins konar minning um draum eða fortíð, sem þó aldrei var. Guðmundur vinnur eingöngu með útrunnar polaroid- filmur og prentar myndirnar á álplötur. Sigurður Mar lærði ljósmyndun í Gautaborg. Hann hefur síðustu ár glímt við að aftengja ljós- myndina við raunveruleikann; þá hugmynd að ljósmynd eigi alltaf að skrásetja veruleikann. Hann notar einfaldar og frumstæðar myndavélar og myndirnar verða því býsna langt frá stafrænni of- urskerpu nútímans. Ljósmyndararnir verða með listamannaspjall á morgun, laugardag, kl. 15. Guðmundur Óli og Sigurður Mar sýna óljóst landslag Óljóst Eitt ljósmyndaverka Guðmundar Óla Pálmasonar á sýningunni í Mjólkurbúðinni. Hljóð og mynd sameinast í Ásmund- arsal um helgina í samstarfi Sig- tryggs Bjarna Baldvinssonar mynd- listarmanns og Ólafar Sigursveins- dóttur sellóleikara. Verkefnið snýst um sjöttu sellósvítu J.S. Bachs sem þau túlka á ólíkan hátt. Það hefur lengi verið draumur Ólafar að takast á við verkið, eitt mikilvægasta sellóverk tónbók- menntanna. Sigtryggur hefur lengi haft áhuga á tengslum tónlistar og lita og segir liti og tóna að mörgu leyti skynjaða á sambærilegan hátt og beri sameiginlegur orðaforði tónlistar og litafræði þess merki. Í þessu samstarfsverki, Hljóðmynd – Sjötta svítan, hlustaði Sigtryggur endurtekið á svítu Bachs og dró úr verkinu þá liti sem hann „heyrði“. Málaði þá síðan á 46 stangir. Af- raksturinn má sjá í Ásmundarsal í dag og um helgina. Þá leikur Ólöf svítuna tvisvar þar á tónleikum en uppselt er á hvora tveggja. Túlka 6. svítu Bachs á selló og í litum Ljósmynd/Magnús Óli Sigurðsson Tónalitir Sigtryggur Bjarni við verk sitt. Fyrsta einasýning ungrar listakonu, Öldu Ægisdóttur, stendur nú yfir, fram á sunnudag, í galleríinu Flæði á Vesturgötu 17. Sýninguna kallar Alda „Herbergi til leigu í hundrað- og-einum“ og eru á henni margs konar verk sem hún hefur unnið að síðastliðin ár, „gegnum unglingsald- urinn“, eins og segir í tilkynningu og þar á meðal er innsetning sem sýn- ingin er nefnd eftir. „Verkin eru í bæði þrívídd og tví- vídd en tilheyra öll sama hugar- heimi þar sem kafað er ofan í hryll- ing þess hversdagslífs sem víða fyrirfinnst í okkar nútímasamfélagi, þó á gáskafullan hátt. Í þeim tvinna ég saman alls kyns tækni – t.d. mál- un, skúlptúr og saumaskap,“ skrifar Alda. Hún fæddist árið 1999, er menntuð í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík og stefnir á nám við Listaháskólann. „Herbergi til leigu …“ – sýning Öldu Á sýningunni Alda kveðst í verkunum kafa ofan í hrylling hversdagslífsins. Hálfur álfur, fyrsta heimildamynd Jóns Bjarka Magnússonar í fullri lengd, hefur verið valin í aðal- keppni RAI Film Festival, kvik- myndahátíðar hinnar konunglegu mannfræðistofnunar Bretlands, sem fram fer í mars. Hátíðin er afar virt á sviði mannfræðilegra kvik- mynda. Hálfur álfur er á meðal þrettán mynda sem keppa til tvennra verðlauna í aðalflokkum hátíðarinnar. Hálfur álfur var forsýnd á Skjaldborgarhátíðinni síðastliðið haust, hlaut þar dómnefndar- verðlaunin „Ljóskastarann“ og hef- ur síðan verið sýnd á nokkrum evr- ópskum kvikmyndahátíðum og verið tilnefnd til verðlauna, meðal annars sem „bjartasta vonin“ á Nordisk Panorama. Hálfur álfur keppir á RAI-hátíðinni Úr Hálfum álfi Myndin fjallar um vitavörð- inn Trausta sem tengist sínum innri álfi á meðan hann undirbýr aldarafmæli sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.