Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 AMAL RÚN QASE lést laugardaginn 23. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún var drottning. Skúli Isaaq Skúlason Qase Ástkær eiginmaður minn, elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN ÁRNASON framhaldsskólakennari, Markarflöt 41, Garðabæ, lést af slysförum miðvikudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars klukkan 13. Marsibil Ólafsdóttir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson Vésteinn Stefánsson Kolbrún Hanna Jónasdóttir Bryndís Stefánsdóttir Jens Jónsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkraliði, áður til heimilis í Brautarási 10, Reykjavík, lést á Hrafnistu Boðaþingi mánudaginn 8. febrúar. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðalsteinn Sigurgeirsson Lea Hjörbjörg Björnsdóttir Sigríður Sigurgeirsdóttir Ragnar Þór Jónasson Hansína Sigurgeirsdóttir Þorkatla Sigurgeirsdóttir Jón Þórhallur Sigurðsson Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Bergdís Ósk, Gunnlaugur og Heimir Sigmarsbörn barnabörn og aðrir afkomendur ✝ Sólveig ÞóraJónsdóttir fæddist í heimahúsi á Hlíðarvegi í Kópavogi 20. júní 1958. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 6. febr- úar 2021. For- eldrar hennar voru hjónin Fanney Sölvadóttir, f. 1. september 1927, d. 1. febrúar 1996, og Jón Helga- son, f. 12. nóvember 1921, d. 8. ágúst 2010. Systkini Sólveigar eru Guðríður Þóra Snyder, f. 19. inmaður Sólveigar á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Rósen- berg, f. 23. ágúst 1977, og Petru, f. 6. maí 1982. Rósenberg á eina dóttur, Ingibjörgu Rannveigu, Petra á þrjár dætur, Kristeyju Söru, Agnesi Elísabetu og Mar- gréti Mjöll. Sólveig vann aðallega við verslunarstörf eftir grunnskóla. Hún sótti ýmis námskeið en þar ber hæst nám í skrifstofutækni hjá Tölvuskóla Reykjavíkur en þar útskrifaðist hún árið 1989. Í beinu framhaldi af náminu hjá Tölvuskóla Reykjavíkur var hún ráðin til starfa hjá Sendibíla- stöðinni hf. Þar tók hún fljótlega við starfi framkvæmdastjóra og gegndi því starfi til dánardags. Útför Sólveigar fer fram frá Lindakirkju í dag, 19. febrúar 2021, og hefst athöfnin klukkan 14. nóvember 1943, d. 26. júlí 2011, Viðar, f. 1947, Helgi, f. 1949, Guðrún Katr- ín, f. 1954, gift Páli Breiðfjörð Sig- urvinssyni, og Katrín, f. 1963, sambýlismaður hennar er Sváfnir Hermannsson. Sólveig giftist Hólmgrími Rósen- bergssyni 11. apríl 1987. Þau eiga eitt barn, Hólmgrím Daníel Snæ, f. 21. febrúar 1988, hann á eina dóttur, Söru Lillý. Eig- Elsku mamma mín. Mér finnst þetta allt svo ótrúlegt enn, það var bara um jólin sem við vorum að spjalla um hvað við ætluðum að gera í vor og sumar en þau plön verða víst að bíða elsku mamma mín. Ég trúi því varla hve fljótt þetta allt saman gerðist og mun seint skilja það. Þú varst manneskja sem allir elskuðu og varst svo góð við alla, jafnvel fólki sem þú ekki þekktir varst þú að biðja fyrir ef það var að ganga í gegnum erfiðleika, sem lýsir þinni persónu vel, þess vegna skiljum við ekki hvers vegna þú þurftir að fara svona skyndilega. Ég gat alltaf leitað til þín, sama hvað það var þá fannst þú lausn á því, það var ekkert of flókið fyrir þig. Ég vissi alltaf hvað þú þráðir heitt að eignast barnabarn og er ég því rosalega hamingjusamur að hafa fengið það tækifæri að gefa þér hana Söru Lillý okkar og veit ég hve heitt þú elskaðir hana og hún þig. Alltaf þegar við komum til þín fóruð þið beint upp í herbergi að leika og spjalla því þú varst trúnaðarvinur henn- ar sem hún gat spjallað við og sagt öll sín leyndarmál og þú hélst þeim því ekki fékk ég að heyra þau. Ég og Sara eigum eftir að sakna þessa tíma mjög og það vantar mikið eftir að þú fórst mamma mín. Ég á eftir að sakna þín svo rosalega mikið og veit ekki alveg hvernig framtíðin verður án þín elsku mamma mín. Þú varst stór hluti af mínu lífi og áttir svo miklu meira eftir að manni finnst, en eitt veit ég: Ég mun aldrei gleyma þér og því sem þú kenndir mér og ég mun alltaf elska þig af öllu mínu hjarta og minnast þín að eilífu mamma mín. Þinn sonur, Hólmgrímur Daníel Snær. Elsku amma mín. Þú varst með hjarta úr gulli, svo góð við allt og alla. Það var alltaf svo gott að koma upp í sveit til þín og afa, þú tókst á móti mér með hlýjan faðminn og gafst bestu knúsin. Það var svo gaman að leika með þér og spjalla í sveitinni og þú vildir alltaf leika við mig, sama hvað það var, þú varst til í að gera allt. Ég sakna þín svo mikið amma mín, ég verð alltaf þakklát fyrir tímann sem við áttum saman. Amma, ég elska þig og ég mun aldrei gleyma þér. Minning þín lifir í hjarta mínu að eilífu. Þín Sara Lillý. Uppáhaldssystir, félagi í gleði og sorg, er dáin. Orða er vant, hvar á að byrja þegar svona áfall verður? Á byrjuninni hvíslaði innri rödd. Sólveig, ástkær systir mín, kom í heiminn heima á Hlíð- arvegi í Kópavogi, sólríkan og fallegan dag í júní 1958. Ég var átta ára og þótt ég vissi að mamma væri að fæða barn þá gerði ég mér ekki fulla grein fyr- ir hvernig það gerðist. Það fór ekkert á milli mála að mikið lá við. Pabbi var á nálum og mamma var inni í borðstofu ásamt lækni og ljósmóður. Svo heyrðist barnsgrátur úr borð- stofunni; þú varst komin í heim- inn. Ekki get ég lýst hvaða áhrif fæðing þín hafði á mig en fullviss er ég að á þeirri stundu mynd- uðust tengsl milli okkar. Þau tengsl hafa haldist alla tíð síðan og ef eitthvað er þá hafa þau styrkst með hverju ári sem liðið er frá þessum fallega degi. For- eldrar okkar gáfu þér nafn sem hæfði þér einkar vel elsku systir. Þótt nokkur aldursmunur hafi verið á okkur þá man ég að við lékum okkur oft saman. Þinn karakter kom fljótt í ljós, glað- værð, heiðarleiki og vináttuþel voru eiginleikar sem maður kunni að vel að meta. Auk þessa varstu ákaflega heilsteypt og traustur vinur. Á fullorðinsárum einkenndist samband okkar af gagnkvæmri virðingu, umhyggju og systkina- kærleik. Eiginmaður þinn var og er ljúfmenni og heimili ykkar hefur ætíð borið merki þess hve ástúð og heilindi skipa stóran sess í lífi ykkar. Gott er að sækja í minn- ingabrunn sem hefur að geyma ótalmargar góðar stundir frá heimsóknum til ykkar hjóna; sama hvort sem var, hátíðar- eða hvunndagsheimsókn. Þá var samband þitt og sonar afar ást- úðlegt; móðurást og sonarást á móti var sýnileg til lokastundar. En fráfall þitt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þú varst of stutt hjá okkur; snögg og illvíg veikindi komu öllum að óvörum. Enn er næstum óraun- verulegt að þú sért farin. Þín verður sárt saknað af mörgum en þó mest af þeim sem voru hluti af lífi þínu, eiginmanni, syni og ömmubarni, sólargeislanum þínum. Enginn getur sett sig í þeirra spor nema sá sem hefur misst jafn mikið og þau. Sagt er að maður komi í manns stað. Það gerist þó aðeins að hluta. Sólveig systir skilur eft- ir sig skarð sem aldrei verður fyllt aftur. En skarðið er ekki al- veg tómt. Eftir standa minning- ar. En minningar duga skammt til að deyfa sársauka. Þær geta samt yljað örlítið hjartarætur þeirra sem eftir lifa; þeirra sem höfðu kynnst sál okkar ástkæru systur. Þá getur maður aðeins huggað sig við að systir lifir áfram í huga okkar. Sorgin er mikil hjá systkinum, ættingjum og vinum. Dýpst ristir hún hjá eiginmanni og syni. Sól- veig var trúuð kona, hún trúði á ást og kærleika. Eiginmanni og syni votta ég mína dýpstu samúð og vona að trú og kærleikur verði þeim styrkur í sorg sinni. Nú ertu komin á framandi stað elsku systir; viss er ég um að þú ert jafn velkomin þar og þú varst hér. Vonandi eigum við eft- ir að hittast á ný. Helgi bróðir. Nú er hún Sólveig systir farin, það er svo óraunhæft. Þetta skeði allt svo hratt. En þegar ég lít til baka er ég svo þakklát fyrir allar minningarnar, þær eru svo góðar, uppátækin í barnæsku og á unglingsárum og öll símtölin sem voru ansi mörg og um allt á milli himins og jarðar. Sólveig var góðum gáfum gædd og gekk vel í öllu námi. Sem krakki var hún mjög uppátækjasöm þannig að manni leiddist aldrei með henni, hún gat alltaf fundið eitt- hvað spennandi að gera. Ég þakka fyrir að hafa átt þig sem systur, þú kenndir mér svo margt og hjálpaðir mér líka með marga hluti. Með söknuð í hjarta kveð ég þig og segi: Takk fyrir allt, sjáumst seinna, góða ferð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín systir, Katrín Jónsdóttir. Sólveig Þóra Jónsdóttir ✝ GuðmundurFriðriksson fæddist 12. ágúst 1926 á Raufarhöfn. Hann lést 10. febr- úar 2021 á hjúkr- unarheimilinu Lög- mannshlíð á Akureyri. Foreldrar hans voru Guðrún Hans- dóttir, f. 20. ágúst 1903, d. 14. júlí 1989, og Friðrik Guðmundsson, f. 24. september 1887, d. 13. ágúst 1957. Systkini Guðmundar í ald- ursröð, en Guðmundur var næst- elstur, eru Klara, látin; Kristín, látin; Þorbjörn, látinn; Sigríður, látin; Ólöf; Hallsteinn, látinn; Kári; Hrefna; Guðrún; Bryndís, látin; og Friðrik. Guðmundur var giftur Helgu Guðrún Ýr, f. 22. júní 1975, í sam- búð með Páli Jónssyni og eiga þau eina dóttur, Heiðu Karen, fyrir átti Guðrún Ýr dóttur með Sævari Jóhannessyni, Sigrúnu Nönnu. c) Karen Henný, f. 5. ágúst 1983, í sambúð með Arnari Sindra Magnússyni og eiga þau tvo stráka, Jóhannes Dreka og Benjamín Mána, fyrir átti Arnar Sindri dótturina Moniku Mel- korku. 2) Hallsteinn, f. 13. maí 1955, giftur Elínborgu Þorgríms- dóttur f. 4. nóvember 1952. Börn þeirra eru: a) Þorgrímur, f. 19. febrúar 1974, giftur Vilborgu Önnu Garðarsdóttur og eiga þau tvo stráka, Garðar Helga og Ing- ólf Hrafn. b) Sólveig, f. 19. júlí 1984, og á hún tvo syni með Franklíni Jóhanni Margrétar- syni, Ágúst Helga og Maron Veigar. c) Helgi Hrafn, f. 11. jan- úar 1989, og á hann með Brynju Vilhjálmsdóttur dótturina Birtu Karen. 3) Sigrún, f. 7. júlí 1958, og á hún einn son, Guðmund, f. 8. febrúar 1981, hann er í sambúð með Karen Halldórsdóttur og eiga þau tvær dætur, Katrínu Tönju og Söndru Marín, en fyrir átti Guðmundur með Lilju Frið- riksdóttur dótturina Arnrúnu Evu. 4) Marta Kristín, f. 16. des- ember 1959, d. 13. maí 2018, eignaðist hún eina dóttur, Helgu, f. 3. desember 1973, og á hún þrjú börn, Sigfús Örn, Mörtu Kristínu og Guðrúnu Kristínu. Faðir Helgu er Örn Guðnason, f. 1954. 5) Ása, f. 21. september 1967, gift Viktori Ingimarssyni, f. 25. októ- ber 1965. Börn þeirra eru: a) Jó- hannes Rúnar, f. 24. nóvember 1989, í sambúð með Þóru Aldísi B. Axelsson. b) Ásdís Inga, f. 12. júlí 1997, í sambúð með Pétri Elv- ari Sigurðssyni, fyrir átti Viktor soninn Inga Berg og á hann tvö börn, Erik Berg og Sylvíu Vildísi. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Höfðakapellu á Akureyri í dag, 19. febrúar 2021, klukkan 11. Hann verður jarðsettur á Raufarhöfn sama dag. Streymt verður frá útför, Jarðarfarir úr Höfðakapellu - beinar útsend- ingar. Stytt slóð: https://tinyurl.com/aw5xuf8w Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Kristínu Lúðvíks- dóttur, f. 31. júlí 1935, d. 26. mars 2017. Foreldrar hennar voru Magn- ús Marteinn Lúðvík Önundarson, f. 1. ágúst 1904, d. 10. mars 1995, og Sig- urveig Jóhann- esdóttir, f. 21. febr- úar 1905, d. 9. janúar 1988. Börn Guðmundar og Helgu: 1) Bjarni Jóhannes, f. 13. ágúst 1951, d. 22. júní 2018, giftur Sig- rúnu Kjartansdóttur, f. 4. mars 1955. Dætur þeirra eru: a) Helga, f. 31. júlí 1973, gift Stefáni Ás- geiri Ström og eiga þau tvö börn, Fjölni Frey og Önnu Margréti, fyrir átti Helga son með Jóni Örvari Baldvinssyni, Alex Bald- vin, og á hann eitt barn, Henry. b) Það var skrýtinn draumurinn sem mig dreymdi aðfaranótt þriðjudagsins 9. febrúar sl. Í stuttu máli var amma Helga komin að láta vita að hún vildi fá afa til sín. Miðvikudaginn 10. febrúar svaraði afi kallinu. Þegar ég hugsa um afa sé ég hann fyrir mér í eldhúsinu í Lyngholti á Raufarhöfn þar sem þau amma bjuggu þegar ég var barn. Minn- isstætt er þegar það var soðin ýsa í matinn, mér fannst hún ekkert góð en þegar afi skoraði á mig í kappát gaf ég ekkert eftir og úð- aði í mig fiskinum – í minning- unni vann ég alltaf. Það var alltaf veisla að heimsækja ömmu og afa, kökur og kex á borðum og iðulega var afi með einhverja stórsteik í ofninum. Stubbarnir mínir voru heldur ekki lengi að finna súkkulaðirúsínuskápinn hjá langafa, en þeir voru ekki sér- staklega hrifnir af fíkjunum sem afi vildi bjóða upp á. Í dag kveðjum við afa og lang- afa – hann er kominn til ömmu Helgu, Jóa, Mörtu og allra hinna. Hvíl í friði elsku afi. Sólveig (Solla), Ágúst Helgi og Maron Veigar. Guðmundur Friðriksson legar stundir saman með fjöl- skyldum og líka tvær einar. Stundum duttum við í Magnúsar- húmorinn og skemmtum okkur vel þó að öðrum væri ekki skemmt og við áttum óteljandi gleðistundir saman sem ég er endalaust þakk- lát fyrir. Kærleiksrík ást ykkar Baldvins hefur gefið af sér yndislega fjöl- skyldu, sem ég er svo þakklát fyr- ir að hafa fengið að njóta og vera með, þannig að grínast var með að ég væri næstum ættleidd. Mikið var þakklæti þitt til þeirra fyrir hvernig þau báru þig á höndum sér síðasta spölinn. Húmorinn þinn var aldrei langt undan og ætlaðir þú að tala við Guðna for- seta um að fjölskyldan þín myndi hljóta fálkaorðuna fyrir frammi- stöðu sína í veikindum þínum. Elsku Baldvin, Tinna, Ívar og Fannar, tíminn læknar ekki öll sár en fallegar minningar geta hjálp- að sárum að gróa. Sársauki, sorg, missir, söknuð- ur, tár, en þakklæti yljar mér fyrir okkar yndislegu vináttu. Þegar þú ert sorgmædd, skoð- aðu þá hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Sjáumst elsku vinkona með sól í sinni. Inga B. Árnadóttir. Í dag kveðjum við góðan félaga og samstarfskonu. Hafdís Engil- bertsdóttir var kraftmikil, metn- aðarfull, glæsileg kona sem eftir var tekið með bjart og fallegt bros, hlýja og góða nærveru. Hún var leiðtogi og fyrirmynd okkar sem yngri vorum í flugfreyjustarfinu. Hafdís söng með okkur í Flug- freyjukór Icelandair um árabil, var notalegur félagi með skemmti- legan húmor. Kraftur hennar, ein- lægni og æðruleysi einkenndi bar- áttu hennar við hörð veikindi sem lögðu hana að velli. Eitt lag er okkur í Flugfreyju- kór Icelandair sérlega kært, Ljóssins englar, eftir Magnús Kjartansson, stjórnanda kórsins, við texta Kristjáns Hreinssonar. Með þetta lag og ljóðlínur í huga kveðjum við Hafdísi, þökkum samfylgdina í gegnum árin um leið og við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð. Ljóssins englar Líður þú um loftin blá og leitar heimahögum frá, þá munu ljóssins englar ávallt fylgja þér. Siglir þú um heimsins höf og hljótir mikla reynslu að gjöf, þá bíða ljóssins englar, hvar sem er. Þó farir þú um fjarlæg lönd og farir langt frá þinni heimaströnd, þá munu ljóssins englar ávallt fylgja þér. Í huga þínum ljósin lýsa, landið mun úr hafi rísa. Englarnir þeir eru með þér, þú átt að vita að þeir munu veginn lýsa, vita að þeir munu veginn lýsa. Ljóssins englar lýsa þér og leiðin heim svo greiðfær er. Nú munu ljóssins englar ávallt fylgja þér, þó farir þú um fjarlæg lönd og farir langt frá þinni heimaströnd, þá munu ljóssins englar ávallt fylgja þér, já hvert sem er. (Kristján Hreinsson/Magnús Kjart- ansson) Fyrir hönd félaga í Flugfreyju- kór Icelandair, Bergþóra Kristín Garðarsdóttir og Signý Jóhannesdóttir. Hafdís Engilbertsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hafdísi Engilberts- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.