Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 24

Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 ✝ Hafdís Eng-ilbertsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1951. Hún lést á heimili sínu 3. febrúar 2021. For- eldrar hennar voru Engilbert Eggerts- son vélstjóri, fædd- ur á Kolviðarhóli í Ölfusi 14.11. 1928, d. 22.11. 1995 og Laufey Kristjáns- dóttir frá Djúpavogi, f. 20.5. 1931, d. 10.11. 2012. Systkini Hafdísar eru: Krist- ján, albróðir hennar, f. 14.3. 1954, sammæðra eru; Sif, f. 16.11. 1960, Eva Mjöll, f. 22.6. 1962 og Andri Már, f. 17.10. 1963, samfeðra; Björk, f. 16.1. 1961 og Örn, f. 28.4. 1963. Hafdís óx upp í Reykjavík, dvaldi einnig oft hjá ömmu sinni og afa í Hveragerði á sumrin. Hún lauk landsprófi frá Voga- skóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972. Hafdís lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1975. Hafdís hitti snemma lífs- förunaut sinn, Baldvin H. Stein- stundaði framhaldsnám. Á með- an þau bjuggu í Danmörku starf- aði Hafdís sem grunnskólakenn- ari. Eftir heimkomu kenndi Hafdís við Mýrarhúsaskóla í eitt ár en hóf síðan störf sem flug- freyja hjá Flugleiðum/Icelandair þar sem hún starfaði síðan. Um tíma leiddi hún uppbyggingu ör- yggisþjálfunar flugfreyja og –þjóna og starfaði þá um árabil eingöngu við þjálfun og kennslu. Hafdís söng í Flugfreyjukór Ice- landair um árabil. Hafdís hafði mörg áhugamál. Fjölskyldan stundaði skíða- mennsku um árabil bæði heima og víða erlendis. Hjólaferðir um Evrópu og lengri gönguferðir víða um Ísland, ýmist með vinum eða hjónin tvö, urðu margar. Þau hjón höfðu einnig stundað golf um árbil og Hafdís tilheyrði öfl- ugum kvennahópi í Golffélagi Reykjavíkur. Þau hjón hafa átt heimili á Suður-Spáni ásamt vin- konu sinni í tvo áratugi. Hún kenndi sér hins vegar al- varlegs meins fyrir rúmum tveimur og hálfu ári, rétt undir það síðasta fjaraði hratt undan. Hafdís verður jarðsungin í Ás- kirkju í dag 19. febrúar 2021 klukkan 15. Steymt verður frá útför: https://promynd.is/portfolio-items/ hafdis Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat dórsson sálfræðing, f. 2.5. 1951, aðeins 16 ára gömul, þeirra samband hef- ur því staðið í 54 ár. Þau giftu sig í sept. 1974. Börn þeirra eru: 1) Tinna Björk, sjálfstætt starfandi sálfræðingur, f. 20.9. 1973, maki: Þórður Birgir Bogason fram- kvæmdastjóri, f. 15.7. 1969. Börn þeirra eru: a) Aron Baldvin, f. 19.9. 1995; b) Dara Sóllilja, f. 14.8. 2003; c) Stígur Diljan, f. 4.1. 2006; d) Snæfríður Eva, f. 26.2. 2015. 2) Ívar, doktor í verkfræði, f. 26.4. 1985, starfar hjá Lands- virkjun, er í sambúð með Lísu Lind Björnsdóttur verkfræðingi. 3) Fannar, flugumferðarstjóri hjá ISAVIA, er í sambúð með Snædísi Sif Benediktsdóttur, BS í verkfræði, sonur hennar er Breki Þór Kristjánsson, f. 3.7. 2016. Hafdís starfaði á sumrin sam- hliða háskólanámi sem flug- freyja. Frá 1975 til 1980 bjó fjöl- skyldan í Þýskalandi og Danmörku, þar sem Baldvin Sex dögum áður en þú kveður var þróttleysið farið að gera vel vart við sig og þurftirðu hjálp við allar líkamlegar athafnir. Ég leiði þig fram úr svefnherberginu og inn í stofuna þar sem þú færð þér sæti því okkur langaði að hlusta á músík enda bæði tónelsk með ein- dæmum. Ég þóttist vita hvaða lög myndu hreyfa við þér. „Sister gol- den hair“ kemur á fóninn og ég sný mér við, þú hafðir staulast sjálf upp og þrátt fyrir mjög tak- markaða hreyfigetu dansaðirðu þannig að ástríðan og ánægjan skein af þér. Ég hleyp til þín og gríp í hendurnar á þér og við döns- um saman í hátt í tvær mínútur þar til þrótturinn sem til þurfti hafði dvínað. Magnað að finna taktfestuna þína í svona útkeyrðum líkama. Þessi dans vó þyngra en allir aðrir okkar dansar því ég vissi að þetta yrði okkar síðasti í þessari veröld. Ég fæ vart orða bundist hvað ég er þér þakklátur fyrir allt sem þú skildir eftir þig. Þrátt fyrir þungmelt örlög þá er það endalaust þakklæti sem stendur hæst upp úr enda varst það þú sem kenndir mér að hafa jákvæðnina að vopni þegar á móti blæs. Þakklátur ævinlega fyrir alla þolinmæðina sem þú sýndir mér, leikgleðina og alla trúna sem þú hafðir á mér. Skilyrðislaus ást. Ég á ykkur pabba allt að þakka. Þakklátur fyrir samband ykkar pabba. Eins ólík og þið eruð þá náðuð þið að besta hvort annað. Þvílíku forréttindin að fá að upp- lifa ástina, vináttuna og virð- inguna sem þið báruð hvort til annars allt fram á síðasta andar- drátt. Þakklátur fyrir að fá að vera þér svo nálægt í lokaundirbúningi þínum fyrir sumarlandið. Vissu- lega ætlaðir þú ekki þangað strax en það hjálpaði okkur öllum hugs- andi það að þú héldir áfram æv- intýrunum einhvers staðar annars staðar. Þakklátur fyrir að þú hélst áfram að kenna og vera fyrirmynd fram á síðasta andardrátt. Æðru- leysið gagnvart örlögunum, auð- mýktin gagnvart ferðalaginu fram undan og jákvæðnin gagnvart að- stæðum. Ég er svo stoltur af þér og af því að vera sonur þinn elsku mamma. Þú ert mér kennari, fyrir- mynd, yndisleg móðir og minn besti vinur. Þú hefur alltaf verið og munt alltaf verða stormurinn minn. Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur. Þú skefur burt fannir af foldu og hól, þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól, og neistann upp blæs þú og bálar upp loga og bryddir með glitskrúði úthöf og voga. Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi, andhreinn um jörðina fer; þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandi hvarvetna vekur. Og þegar þú sigrandi’ um foldina fer, þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér. Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir, ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir. Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð, með ólgandi blóði þér söng minn ég býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður; hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður. (Hannes Hafstein) Fannar Baldvinsson. Lífsgleði, kraftur, bros, æðru- leysi, núvitund, fyrirmynd. Þetta var Haddý. Það hafa skapast margar dásamlegar minningar síðan við hittumst fyrst sumarið 2018, minningar sem munu lifa áfram. Dans og hlátur í Hólmvaðinu, Rod Stewart á fóninum. Arfatínsla á fallegum sumardegi í Safamýr- inni, Haddý að drífa okkur Ívar áfram í verkið. Notalegar stundir yfir mat og drykk í Efstaleitinu, heimili okkar Ívars. Hún sem mikill fagurkeri hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom heimili okkar og var oftar en ekki leitað til hennar við ýmsar ákvarð- anatökur. Hún hikaði aldrei við að segja skoðun sína og það var nákvæm- lega þannig sem við vildum hafa það. Lífsgleði hennar og kraftur munu lifa áfram í hjarta okkar. Dag í senn, eitt andartak í einu. Það er sárt að kveðja en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast elsku tengdamóður minni, sólargeisla kærleikans, Hafdísi. Lísa Lind Björnsdóttir. Elsku tengdamanna. Nú er komið að kveðjustund sem ég hefði viljað hafa mun síðar. Ég var svo lánsamur að kynnast þér fyrir tæpum 30 árum, þökk sé Tinnu dóttur þinni, er við hófum okkar tilhugalíf. Þú sagðir mér það síðar að þú hefðir kallað á vinkonur í út- tekt er þú hafðir veður af því að ég væri væntanlegur í heimsókn. Ekki alveg einhugur í hópnum en ekki man ég hvort það voru Na- lúkkur, Árósaklúbbur, fermingar- systur, pílukastshópur, plokkhóp- ur, MR-gengið eða hvað þessir klúbbar allir heita, en lokaein- kunnin var ásættanleg. Þetta er afar lýsandi fyrir þig Haddý mín, hafa skoðanir, kafa ofan í hlutina, rækta vinasambönd og fjölskyld- una af atorku og áhuga. Það er mín tilfinning að þegar ég náði þér í lambaskankana mína, fáeinum dögum áður en þú kvaddir, þá fannst mér matið hafa hækkað. Það er gagnkvæmt, heldur betur, og frá fyrsta degi að mínu áliti. Innilegar þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin okkar. Ég hef nú aldrei skilið þessa tengdamömmubox-samlík- ingu en fyrir mér varstu aftur í og fyrir miðju og skellihlæjandi. Enda horfum við strákarnir til móður maka í skoðun, sem er kannski ekki ráðandi þáttur í makavali, en getur hjálpað til. Ekki kveið ég því að eldast með henni Tinnu minni. Ég hafði fregnir af því að ekki væri hægt að rækta krabbamein í hákörlum. Það sagði ég við þig fyrir nokkru er þú komst til mín og sagðir stolt að læknarnir hefðu ekki fundið mein í þér. Mér fannst skrýtið að meinið hefði á annað borð vogað sér í þig upphaflega. Það var eftir mikla vinnu af þinni hálfu og þessi barátta var að skila sér. Ég var allan tímann viss um að þú myndir sigrast á þessu meini. Ég hafði rangt fyrir mér í þetta sinn. En eins og Snæfríður Eva okkar segir stundum: það er alltaf hægt að tala við ömmu með huganum! Þinn tengdasonur, Þórður Birgir Bogason. Fyrir rétt rúmum tveimur ár- um, áður en amma veiktist, hvarfl- aði aldrei að mér að styttist í henn- ar hinsta dans. Lífið spyr þó ekki að því en þó er ljóst að dansar hennar í gegnum lífið voru við- burðaríkir og fullir af orku. Orku í afar víðtækri merkingu sem ein- kennir hennar karakter. Áhuga- málin hennar voru óteljandi og úr öllum áttum eins og golf, spænska, yoga, eldamennska og kórsöngur. Ömmuhlutverkið einkenndist einnig af slíkri orku. Til dæmis er það henni einni að þakka að ég er með bílpróf í dag. Amma skildi ekki að ég væri orðinn 19 ára og ekki enn kominn með prófið. Enda var hún með ofnæmi fyrir leti og haugaskap. Hún setti því upp tveggja vikna skipulag þar sem ég mætti til hennar í dýrindishádeg- ismat í hvert sinn og í framhaldi kláraði ökutímana, prófin og öllu sem því tilheyrir. Þegar ég fékk loks prófið buðu amma og afi mér út að borða á Vegamótum sem var afar dýrmæt stund. Amma og afi gerðu þó fleira en að bjóða mér út að borða. Þegar ég var 11 ára tók amma mig með sér í tveggja daga flugfreyjustopp til New York. Hver einasta sekúnda í ferðinni var skipulögð. Amma passaði að ég fengi að upplifa stórborgina til hins ýtrasta á aðeins tveimur sól- arhringum og gerði ferðina ógleymanlega. Seinna meir þegar ég útskrifaðist sem stúdent úr Menntaskólanum við Sund buðu amma og afi mér til Parísar og í þetta sinn fékk afi að koma með. Það var svo gaman og lærdóms- ríkt að upplifa túrisma með ykkur í slíkri stórborg. Síðast einkenndist barátta ömmu við veikindi hennar einnig af mikilli orku og er ég afar stoltur af henni. Amma fór í tvennar strangar æfingabúðir í Mexíkó og Dubai að vinna í veikindum sínum á náttúrulegan hátt. Ég er viss um að það hafi átt mikinn þátt í að gefa henni styrk til þess að halda áfram að lifa hennar hefðbundna lífi eins og að fara í gólf, stunda útivist, hitta vinkonur sínar og fjölskyldu fram að nánast síðasta degi. Það er svo sárt að þú sért farin elsku amma mín en um leið er ég þakklátur fyrir þitt stóra hlutverk í mínu lífi. Þitt elsta barnabarn, Aron Baldvin Þórðarson. Mín kæra systir og mágkona, Hafdís Engilbertsdóttir, hefur nú kvatt okkur eftir hetjulega bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Í þeirri baráttu sýndi hún einstakan vilja- styrk, reisn og æðruleysi. Hafdís var einstök. Hún geisl- aði af lífskrafti og gleði og ekkert verkefni var henni óyfirstíganlegt. Baráttuandann fékk hún í vöggu- gjöf. Sá eiginleiki gerði henni kleift að takast á við hvaða áskor- un sem lífið bar í skauti sér með glæsibrag og af auðmýkt. Við systkinin nutum þessara einstöku eiginleika hennar alla tíð. Hún var okkar kjölfesta og fyrirmynd. Þol- inmæði hennar og alúð verður aldrei fullþökkuð. Hafdís systir var afar farsæl í starfi og einkalífi, lífsglöð og sinn- ar eigin gæfu smiður. Í mennta- skóla felldu hún og Baldvin Stein- dórsson hugi saman og þar kviknaði sú ást sem aldrei slokkn- aði. Yndislegri og samheldnari hjón er varla hægt að hugsa sér. Hún og Baldvin voru mjög vin- mörg enda félagslynd og gestris- in. Þau voru hluti af mörgum vina- hópum og ófáa vini átti Hafdís allt frá barnæsku. Ávöxtur Hafdísar er ekki síst glæsilegur barna- og barnabarna- hópur þeirra Baldvins sem öll búa yfir þeim mannkostum sem flestir óska sér. Hún var vakandi yfir vel- ferð þeirra og ávallt til taks til að miðla af reynslu sinni og visku. Hún hafði því einstaklega jákvæð áhrif á börn sín og barnabörn sem öll hafa tileinkað sér hennar mannkosti. Á æviskeiði sínu hefur mín kæra systir því markað djúp spor í líf margra. Styrkur og lífsvilji hennar lýsti sér síðan í hetjulegri baráttu við krabbameinið; þar var ekkert gefið eftir og hún var ákveðin í að vinna sigur svo lengi sem von var um bata. Hún tókst á við sjúkdóminn af sama hugrekki og hafði einkennt allt hennar lífs- hlaup. Fyrir rúmum tveimur árum fór Hafdís á eftirlaun og litu þau hjón- in með mikilli tilhlökkun til þeirra mörgu spennandi viðfangsefna sem þau höfðu áformað. Því miður reyndist sá tími styttri en hana og okkur öll óraði fyrir … á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt (H.P.). Nú þegar komið er að ferðalok- um erum við óendanlega þakklát fyrir þann einstaka kærleika og vináttu sem Hafdís sýndi okkur. Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan hún hélt ræðu við brúðkaup okkar fyrir tæpum 30 árum og hafsjó af ógleymanlegum og fal- legum minningum eigum við um okkar samveru. Við sendum Bald- vini, börnum þeirra, Tinnu Björk, Ívari og Fannari, barnabörnum og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð almáttugur blessa minningu kærrar systur og mágkonu, Haf- dísar Engilbertsdóttur. Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Kristinn Sv. Helgason. Það er erfitt að setja í orð þenn- an missi sem er að systur minni henni Hafdísi. Okkur var ætíð vel til vina og gat ég ráðfært mig við Hafdísi því hún var skynsöm, hag- sýn og gefandi. Frá því ég man eftir mér var Hafdís skapandi. Henni var umhugað um að skapa falleg samskipti, fallegt heimili, gleði og vellíðan og það geislaði af henni. Hún opnaði faðminn, heim- ilið og sjálfa sig. Hún vildi njóta, gleðjast og gleðja aðra. Hún var undirbúin, sá fyrir sér hvernig hún vildi leysa verkefnin og fram- kvæmdi samkvæmt því. Sem litla systir hef ég fylgst með henni frá því ég fæddist og veit að hún tók sitt hlutverk sem stóra systir al- varlega. Ég mun alltaf geyma hana í hjarta mínu. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. (Jónas Hallgrímsson) Baldvin mági mínum, börnum og barnabörnum votta ég samúð mína. Sif Jónsdóttir. Það er svo fráleitt að setjast hér niður og reyna að hripa fátækleg orð á blað í minningu kærrar mág- konu minnar og vinkonu. Það er eins og ég meðtaki ekki að hún sé farin frá okkur. Hafdís sem alltaf var svo sterk, orkumikil og geislandi, þetta bara passar ekki. Getur bara ekki passað. Hafdís hefur alla tíð verið fyr- irmynd mín eins og eflaust svo margra annarra. Ég var bara þriggja ára þegar hún og Baldvin bróðir urðu kærustupar. Fjöl- skyldan okkar er náin, kærleikur og samgangur mikill. Vinátta Haddýjar og trygglyndi við mömmu og pabba var alla tíð ein- stök og hún reyndist þeim afar vel þegar hallaði undan fæti hjá þeim á efri árum. Haddý var sannkallaður lífs- kúnstner. Fór svo vel með lífið og þennan tíma sem okkur er gefinn. Fallega, skemmtilega, klára, röska Haddý sem alltaf var gaman að hitta og vera með. Sama hvort um var að ræða spjall yfir tebolla, göngutúr, fjölskylduboð, prjón- astund, flutninga eða tiltekt og þrif. Hún geislaði frá sér einstakri orku sem við öll samferðafólkið nutum svo góðs af. Hún Haddý var svo margt og allt þetta gerði hún vel. Eiginkon- an, mamman og amman, vinkon- an, flugfreyjan, kennarinn, ferða- langurinn, golfarinn, heilsugúrúinn, listakokkurinn og gestgjafinn, húmoristinn og skemmtanastjórinn, skipuleggj- andinn og alltaf flotta, smekklega, glæsilega skvísan. Lengi væri hægt að bæta við þennan lista. Maður er magnvana og finnur til algjörs hjálparleysis. Það er sumt í þessu lífi sem því miður enginn hefur stjórn á. Illvígur sjúkdómur læddist að. Haddý sýndi einstakan baráttukjark, seiglu og æðruleysi og horfði hnarreist fram á við. En nú er bar- áttunni lokið og eftir sitjum við döpur í tómarúminu. Minningin lifir um kæra góða vinkonu sem ég mun sakna sárt. Þakkir fyrir allar samveru- stundirnar og hlýjuna. Missir elsku Baldvins, Tinnu Bjarkar, Ívars, Fannars og fjöl- skyldna er mestur. Blessuð sé minning elsku Haf- dísar okkar. Anna María. Það er erfitt að ná utan um það að Haddý sé dáin. Meira kjarna- kvendi er líklega vandfundið. Haddý var svo ofsalega hlý og skemmtileg, atorkusöm og hrein og bein. Hún var mér mikil fyr- irmynd. Ég kveð hana með hlýju og þakklæti fyrir svo margt. Allar gjafirnar hennar frá útlöndum, hvatninguna, beinskeytnina sem hún sýndi mér á unglingsárum þegar ég þurfti á því að halda, þegar hún kenndi mér svo þegar ég var skiptinemi í Berlín og við hittumst þar ásamt Baldvini, að panta bjór á þýsku, og þegar hún og Baldvin komu í heimsókn að sjá nýfæddan son minn og hún sagði það sem ég þurfti að heyra í brasi sængurlegunnar, sem ég hafði ekki heyrt frá neinum áður. Haddý mun lifa áfram með mér og öllum sem fengu að kynnast henni og hún mun halda áfram að gefa. Eva Rún Snorradóttir. Hafdís hún var ein af okkur í Árósaklúbbnum (Århuspigerne), við vorum 16 en nú hefur fækkað í hópnum og við stöndum hnípnar 15 stelpur og söknum hennar. Tíminn er afstæður, hann á það til að villa manni sýn, stundum sýn- ast þeir sem eru jafnaldrar okkar ekki eldast frekar en maður sjálf- ur, en allt í einu eru þeir horfnir, farnir. Haddý er þeim sem kynntust henni ógleymanleg, einstaklega dugleg og skemmtileg og gat verið alger fjörkálfur á góðum stund- um. Kunni marga leiki og var oft glatt á hjalla hjá okkur. Í minning- unni er hún glæsilega vinkonan; flugfreyja, eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma. Konan sem gerði allt með stæl. Hún var ein af þessum orkumiklu konum sem sópaði að. Stofnaður var saumaklúbbur kvenna sem voru búsettar í Árósum í Danmörku, annaðhvort við nám eða í vinnu, á áttunda áratug síðustu aldar. Á þessum samkomum var flestallt gert nema vera með handavinnu, það var þó helst að Haddý væri með eitthvað á prjónunum enda svona týpa sem féll aldrei verk úr hendi. Við í Árósaklúbbnum erum allar afar ólíkar, en okkur þykir óskap- lega vænt hverri um aðra og þessi hópur er okkur afar kær. Við höf- um ýmislegt brallað gegnum tíðina enda er þessi félagsskapur að nálg- ast fimmta tuginn. Við höfum hist reglulega hver heima hjá annarri, farið saman í helgarferðir í sum- arbústaði hér á landi en einnig í nokkrar ferðir til útlanda, til Dan- merkur og Lúxemborgar. Fyrir nokkrum árum fórum við allar 16 vinkonurnar í sælkeragönguferð til Garda á Ítalíu. Þetta var vikuferð sem var einstaklega vel heppnuð, alger „gúmmelaðisferð“ með mat- arveislum úr héraði, gönguferðum og alveg sérlega skemmtilegt ferðalag. Við vorum farnar að ræða um að nú væri kominn tími á aðra ferð saman, en það verða ekki allar með í þeirri ferð, Haddý er farin í sína hinstu ferð. En þó að krabba- meinið hafi sigrað hana má segja að í vissum skilningi hafi Hafdís verið ósigrandi; sterkur persónu- leiki hennar hverfur ekki þó að jarðvistinni sé lokið. Hver minning um hana er dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi og hin ljúfu og góðu kynni skulu af alhug þökkuð hér. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að verða samferða henni í gegnum lífið og það er sárt að missa trausta, góða og yndislega vinkonu úr hópnum okkar. Mestur er þó missir hennar nánustu fjöl- skyldu sem hugur okkar hvarflar nú til með samúð. Við stelpurnar í Hafdís Engilbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.