Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
✝ GuðmundurKristinsson
fæddist á Akranesi
29. ágúst 1944.
Hann lést á heimili
sínu, Maltakri 7,
Garðabæ, 8. febr-
úar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
inn Jónsson, f. 1.9.
1912, d. 9.7. 2007
og Guðbjörg Run-
ólfsdóttir, f. 16.11. 1918, d.
1.10. 1990.
Systkini Guðmundar eru
Guðjón Kristinsson, f. 13.7.
1941, d. 21.10. 1941 og Sig-
urborg Kristinsdóttir, f. 21.1.
1943, gift Kára Valvessyni.
Guðmundur giftist 2.8. 1969
Írisi Lilju Sigurðardóttir, f.
2.5. 1949, d. 4.3. 2004. For-
eldrar hennar voru Sigurður
Sigurðsson, f. 7.12. 1924, d.
16.8. 2008 og Olga Gísladóttir,
f. 25.7. 1923, d. 1.1. 2007.
Börn þeirra eru Olga, f.
23.5. 1968, maki Pétur Smári
Richardsson, börn þeirra eru
Anna Íris og Guðmundur
Smári.
Kristinn Þór, f.
9.7. 1972, maki
Friðrikka Auð-
unsdóttir, börn
Kristins frá fyrra
sambandi eru
Hinrik Geir og
Christian Marel.
Erlendur Guð-
laugur, f. 14.6.
1976, maki Hildur
Brynja Sigurð-
ardóttir. Börn
þeirra eru Emil Snær, Ívar
Elí, Íris Embla og Hlynur
Esra.
Guðmundur byrjaði ungur
á sjó á Akranesi og lauk námi
frá Stýrimannaskólanum
1967. Fljótlega eftir útskrift
byrjaði hann að sigla fyrir
Eimskip þar sem hann átti
farsælan starfsferill allt til
2012.
Útförin fer fram frá
Vídalínskirkju 19. febrúar
2021 klukkan 13.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/ukstpvar
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku pabbi
Mér finnst svo erfitt að geta
ekki bara tekið upp símann og
hringt í þig.
Ég hugsa mikið um síðasta
símtal þegar þú hringdir í mig á
laugardaginn og sagðir mér að þú
mættir til með að segja mér einn
góðan brandara. Svoleiðis byrj-
uðu mörg af okkar símtölum þar
sem við hringdumst á og sögðum
hvor öðrum brandara. Húmorinn
var stór partur af okkar sam-
bandi.
Elsku pabbi, það er svo erfitt
að missa föður og besta vin á
sama tíma. Allar þær góðu minn-
ingar með þér í veiðitúrum og
dagana fyrir veiðina þar sem við
vorum alltaf orðnir svo spenntir
að við hringdumst á daglega þeg-
ar fór að nálgast veiðina. Það var
hringt, „áttu nóg af flugum?“ og
„hvað tekur þú mikið af þessu?“
Svo gerðum við grín að hvor öðr-
um með allar þessar spurningar
og var það stundum grínþráður-
inn í túrnum af því við keyptum
of mikið eða þurftum ekki að nota
það sem keypt var. Þú varst svo
góður pabbi, vinur og afi. Þú
varst svo mikill gleðigjafi. Þegar
þú komst brosandi birti yfir öllu
enda kallaður Guðmundur Smile
eða Smæli. Ég sakna þín elsku
pabbi og góða ferð.
Þinn
Erlendur (Elli).
Elsku Gummi, uppáhalds-
tengdapabbi. Ekki að það hafi
verið samkeppni en við göntuð-
umst oft með þetta þar sem ég
var lengi vel uppáhaldstengda-
dóttir þín (og sú eina) uns önnur
bættist við fjölskylduna, þá svo
sannarlega gerðir þú ekki upp á
milli okkar. Það er svo óraun-
verulegt að þú sért farinn. Ég
átti von á mun lengri tíma með
þér enda hefur mér fundist þú
vera að yngjast með hverju árinu
og síðast þegar við Elli buðum
þér í mat höfðum við einmitt orð
á því hvað þú litir vel út. Þú
brostir og þakkaðir fyrir hrósið
og sagðir að þér liði einnig svo
vel.
Það er margs að minnast og
vera þakklátur fyrir. Húmorinn
þinn var stórkostlegur og það
sem þú gast þulið upp af brönd-
urum og skemmtisögum. Þú
varst þeirri náðargáfu gæddur að
segja svo skemmtilega frá svo
allir lögðu hlustir við.
Þú varst mikill einfari og þér
leið vel með það enda skipstjóri
til margra ára og vel þjálfaður í
því að vera fjarri fjölskyldu og
vinum. Þú gast farið einn í leik-
hús, út að borða, í bíó, til útlanda
og fleira í þeim dúr sem margur á
erfitt með að gera einn síns liðs,
þú varst líka sérstaklega
skemmtilegur félagsskapur.
Samhliða því að vera einfari
varstu líka mikil félagsvera. Þú
naust þess að hitta vini, gamla
skólafélaga, fara á frímúrafundi
og þegar við fjölskyldan hittumst
öll og borðuðum saman.
Þú sagðir okkur reglulega
hversu vænt þér þótti um okkur
öll og hversu stoltur þú værir af
okkur. Við vorum öll alveg
„mega“ flott. Með sorg í hjarta og
söknuð færi ég þér þakkir fyrir
okkar samverustundir, þína
væntumþykju, veittan styrk og
öll hlátrasköllin. Minning um
góðan tengdapabba mun ætíð
lifa.
Saknaðarkveðja,
þín tengdadóttir,
Hildur.
Elsku afi.
Þú ert svona karakter sem
enginn getur einu sinni líkt eftir.
Þegar ég var krakki kenndirðu
mér ljóð. Þú kenndir mér eina
línu í einu og fékkst mig til þess
að endurtaka þær fyrir þig þegar
þú varst í landi. Ég elskaði ljóð
og þessar stundir eru mér mjög
kærar. Þú kenndir mér nokkur,
en það er eitt sem minnir mig
alltaf á þig.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð við nærveru sálar.
(Einar Ben.)
Þetta ljóð á svo vel við þig. Þú
áttir alltaf bros handa öllum, það
var aldrei leiðinlegt í kringum
þig. Þú tókst alltaf á móti manni
með brosi og brandara.
Við vorum alltaf miklir fé-
lagar, enda sérvitur á nákvæm-
lega sama hátt. Mér fannst svo
gott að heimsækja þig. Við gátum
talað um allt milli himins og jarð-
ar. Þú kunnir líka brandara um
allt milli himins og jarðar og
sagðir hvern einasta þeirra að
minnsta kosti fimmtán sinnum.
Svo nú kann ég þá líka og þykir
vænt um þá, því þeir minna mig á
allar góðu stundirnar.
Það skipti líka ekki máli
hversu oft þú sagðir sama brand-
arann, hann var alltaf fyndinn.
Þú varst frábær sögumaður og
allar sögur lifnuðu við þegar þú
sagðir þær. Ég sá ljóslifandi fyrir
mér sjóferðir og ókunn lönd þeg-
ar ég hlustaði á þig segja frá.
Heimurinn er svo miklu fátæk-
ari eftir að þú fórst, en mikið
vona ég að þú hafir loks hitt
ömmu aftur.
Anna Íris Pétursdóttir.
„Þannig týnist tíminn.“ Nú
hefur hann Guðmundur bróðir
minn kvatt þessa jarðvist. Óvænt
var það, hann sem alltaf var svo
hress, kátur og virtist heilsu-
hraustur. Hann var mikill göngu-
maður og mikið þurfti til að hann
sleppti sinni daglegu göngu, allt-
af með það að markmiði að bæta
sig aðeins.
Við vorum fædd og uppalin á
Akranesi, á svokölluðum Niður-
skaga þar sem fjaran og klettarn-
ir við Krókatún voru leiksvæði
okkar krakkanna. Ekki var að
spyrja að fótboltaáhuganum á
Skaganum og á Grundartúni léku
strákarnir sér í fótbolta fram á
kvöld.
Gummi var snemma vinmarg-
ur og hafa þau vináttubönd hald-
ið fram til síðasta dags. Bekkj-
arsystkinahópurinn frá barna- og
gagnfræðaskólaárum hélt vel
saman og voru þeir vinirnir Ingv-
ar, Þórður, Kiddi og Gummi alla
tíð miklir mátar. Það var gaman
vera í kringum Gumma og var oft
mikið hlegið. Hann hafði gott
auga fyrir spaugilegum hliðum
tilverunnar. Strax frá barnæsku
hafði hann gaman af að fylgjast
með fólki og gat sagt ótal sögur
af mönnum og málefnum á sinn
gamansama hátt.
Það varð hans hlutskipti að
byrja ungur á sjó, á bátum frá
Skaganum. Þar með var sá ör-
lagaþráður spunninn. Hann fór í
Stýrimannaskólann og lauk far-
mannaprófi 1967. Þá réðst hann
til Eimskipafélags Íslands og
starfaði þar sem stýrimaður og
skipstjóri mestan hluta starfsæv-
innar. Á þeim tíma sem Gummi
var í siglingum varð mikil breyt-
ing í vöruflutningum, skipin urðu
stærri og gámaflutningar hófust.
Ný tækni krafðist stöðugt nýrrar
þekkingar og breyttra vinnu-
bragða. Þar var hann á heima-
velli enda fljótur að tileinka sér
nýjungar.
Síðsumars 1969 giftist hann
Írisi Lilju Sigurðardóttur. Fyrir
átti Íris litla dóttur, Olgu, sem
Gummi gekk í föðurstað. Fjöl-
skyldan settist að í Norðurbæn-
um í Hafnarfirði sem þá var í ör-
um vexti. Þar bættust synirnir
tveir í hópinn, Kristinn og Er-
lendur. Íris lést árið 2004 og eftir
það bjó Gummi einn, en þó ekki
einmana. Hann átti í góðu sam-
bandi við fjölskylduna sína og
naut þess að vera með henni.
Hann var stoltur af fólkinu sínu
og mátti vera það.
Það var mikil breyting að
koma í land eftir áratuga sjó-
mennsku og tileinka sér breytta
lífshætti en hann lét ekki deigan
síga og virtist aðlagast því vel.
Síðustu árin bjó hann í Garðabæ,
í nágrenni við æskuvin sinn Ingv-
ar og hans ágætu konu Erlu sem
var systir Írisar. Þeir Ingvar
voru miklir félagar, horfðu á bolt-
ann og borðuðu oft saman. Ég
gæti trúað að Erlu hafi stundum
fundist nóg um þegar vinirnir
komust í gang með að rifja upp
sögurnar af Skaganum.
Nú þegar lífsgöngu Guðmund-
ar bróður míns er lokið minnist
ég góðs bróður og vinar og votta
fólkinu hans mína dýpstu samúð.
Sigurborg (Bobba systir).
Það er sárt að kveðja kæran,
góðan vin og einstakan öðling.
Þegar ég byrjaði á Múlafossi I
sem skipstjóri um áramótin 1977-
78 var Guðmundur yfirstýrimað-
ur þar.
Þarna hófst mjög ánægjulegt
tímabil á mínum sjómannsferli,
en þetta varð líka upphafið að
einstökum vinskap okkar Guð-
mundar. Það var mjög gott að
vinna með honum. Eins og geng-
ur komu stundum upp erfið verk-
efni og aðstæður sem þurfti að
leysa. Gaman var að vinna úr
svona málum með Guðmundi því
alltaf gat hann fundið eitthvað
spaugilegt við hlutina og allt sem
hann gerði var gert með bros á
vör. Það var ótrúlegt hvað hann
var fljótur að hugsa og koma með
bráðskemmtileg og hnyttin inn-
legg í umræðurnar.
Þegar við hittumst var oft rifj-
aður upp þessi tími á Múlafossi
og siglingarnar í Eystrasaltið.
Hann var einstaklega minnugur,
mundi svo margt skemmtilegt og
hafði gaman af að rifja upp og
segja frá, því hann var góður
sögumaður og hafði einstakt lag
á að koma manni til að hlæja.
Þegar Múlafoss var fastur í ís
á leið til Riga fengum við okkur
göngutúr á ísnum og síðar þegar
var hlýrra um sumarið fengum
við okkur sundsprett á svipuðum
stað.
Margt fleira skemmtilegt væri
hægt að rifja upp sem við upp-
lifðum saman, allt góðar minn-
ingar.
Einu sinni sagði Guðmundur
við mig og hló: „Við þekkjum orð-
ið svo vel hvor annan að við vitum
hvað hinn er að hugsa!“
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
var ekki nokkur leið að fá Guð-
mund með á djasstónleika, en við
fórum saman í enska sunnudags-
messu í fallegu Temppeliaukio-
kirkjunnni í Helsinki.
Eftir samstarfið á Múlafossi
sigldum við saman á tveimur
Dettifossum, IV og V, og Lagar-
fossi V. Aldrei bar skugga á sam-
starfið og átti geðslag Guðmund-
ar sannarlega sinn þátt í því þar
sem hann var einstaklega þolin-
móður, geðgóður, skemmtilegur
og duglegur í sínum störfum.
Það var alltaf tilhlökkun að
hitta Guðmund í mánaðarlegu
Sundakletts-kaffi hjá Eimskip og
rifja upp skemmtilega tíma.
Við Katrín sendum aðstand-
endum Guðmundar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði kæri vinur. Minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Matthías og Katrín.
Um miðjan sjöunda áratuginn
voru ævintýralegir tímar í ís-
lenskum sjávarútvegi. Mokveiði
var á miðunum, aðallega vegna
tækniframfara sem ollu miklum
tímamótum.
Ungir sjómenn úr flestum
sjávarplássum flykktust á haust-
in í Stýrimannaskólann og horfðu
áfjáðir til framtíðar. Einn þeirra
kom frá Akranesi og hét Guð-
mundur Kristinsson. Við vorum
bekkjarbræður og urðum fljótt
miklir mátar. Hann var glaðsinna
með auga fyrir spaugilegum að-
stæðum og næmur á sérkenni
fólks. Þarna lifðum við þægilega
tíma, lutum hæfilegum aga, höfð-
um ágæta kennara og eignuð-
umst góða vini í röðum skóla-
félaga. Í lokin fjaraði undan
síldarævintýrinu og Guðmundur
fór ekki aftur á veiðiskip eftir að
skóla lauk vorið 1967. Hann sneri
sér að farmennsku og lengst
starfaði hann sem stýrimaður og
síðar skipstjóri hjá Eimskip, eða
þar til hann lét af störfum sökum
aldurs. Ég veit að hann skorti
ekki hæfileika og tók öllum
breytingum, sem hlutu að verða í
ábyrgðarmiklu og oft erfiðu
starfi, af festu og öryggi. Engan
hef ég hitt sem ber honum ekki
vel söguna.
Guðmundur missti konu sína
þegar börn þeirra voru um það
bil að stofna eða höfðu stofnað
eigin fjölskyldur. Það var mikil
raun sem hann bar þó ekki utan á
sér. Eftir það bjó hann einn og
sinnti sínu. Vel að manni, þéttur á
velli og tók einverunni eins og
hún kom fyrir, bæði til sjós og
lands. Við vorum tengdir fjöl-
skylduböndum og ég sakna hans
þaðan. Líka þess góða vinar sem
ég átti, þegar við vorum báðir
ungir menn í skóla.
Kári Valvesson.
Við vorum fullir tilhlökkunar
útskriftarnemarnir úr farmanna-
deild Stýrimannaskólans í
Reykjavík árið 1967 eftir
skemmtilegt þriggja ára nám.
Ævintýrin í hinum stóra heimi
biðu, það voru ekki svo mörg
tækifærin sem menn höfðu til að
skoða heiminn önnur en siglingar
á þeim árum. Þeir sem höfðu lesið
sögur af landnámsmönnunum
okkar sem sigldu um öll heimsins
höf og komust aftur heim var eitt-
hvað sem togaði. Að vera sigldur
og geta sagt frá ævintýrum sín-
um og kynnum af öðrum þjóðum
þótti gaman. Ævintýraljómi var
því yfir farmennskunni en í
Hávamálum segir um þá sem
ferðast:
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið,
hverju geði
stýrir gumna hver
sá er vitandi er vits.
(Úr Hávamálum)
Guðmundur var einn af þess-
um ungu mönnum árið 1967 sem
fór brosandi út í heiminn en Guð-
mundur var einstaklega glaðvær
maður og góður félagi. Í þessum
hópi var mikil samstaða og löng-
un til að fylgjast hver með öðrum
og höfum við hist í gegnum ævina
með mökum okkar til að gleðjast.
Það var oft erfitt að ná hópnum
saman, sumir jafnvel á erlendum
skipum suður í höfum, en það
tókst þó ótrúlega oft. Eftir að við
félagarnir vorum komnir á aldur,
eins og sagt er, þá fórum við að
hittast reglulega og fá okkur kaffi
saman og segja sögur. Höfum við
gjarnan komið saman á Hrafnistu
í Reykjavík þar sem einn félagi
okkar ræður ríkjum með miklum
sóma. Þær eru margar gaman-
sögurnar sem fljúga þá um loftið
enda margt skemmtilegt sem
hefur drifið á dagana eftir langa
og viðburðaríka ævi. Guðmundur
vinur okkar var einn af þeim sem
gaf mikið af sér og hló dátt á okk-
ar mánaðarlega hittingi. Hans
verður sárt saknað en sögurnar
hans svífa yfir vötnunum og afrek
hans á löngum skipstjórnarferli.
Við félagar hans í árgangi 1967
viljum að leiðarlokum þakka Guð-
mundi fyrir öll hin gömlu ár og
ævilangan vinskap. Viljum við
votta fjölskyldu hans og vinum,
okkar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Guðmundar Kristins-
sonar skipstjóra.
Kristján Pálsson.
Guðmundur Kristinsson vinur
okkar er látinn. Gummi, eins of
hann var oftast kallaður, var ein-
stakur maður og góður vinur.
Fljótlega eftir að ég flutti á Akra-
nes, þá 11 ára gamall, urðu
Gummi, Jonni og Þórður mínir
bestu vinir. Við vorum saman alla
daga í skólanum og spiluðum
saman fótbolta og handbolta og
ýmislegt fleira. Eftir gagnfræða-
skólann fórum við sumir á sjóinn,
en þá voru Kiddi og Kristófer
komnir í okkar vinahóp. Þá tóku
við sveitaböllin hjá okkur ungu
mönnunum, sem við vinirnir vor-
um duglegir að sækja. Síðan fór-
um við fjórir í Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík, þar sem við
Gummi útskrifuðumst saman úr
farmannadeild árið 1967. Síðar á
því ári urðum við stýrimenn hjá
Eimskip, en þar sigldum við með-
al annars saman í þrjú ár á Múla-
fossi. Tíminn á Múlafossi var frá-
bær, en þar áttum mjög góðan
tíma saman og fórum ferðir með
konurnar okkar og stundum
börnin. Fyrir þremur árum bauð
Rikki skipstjóri á Dettifossi okk-
ur Gumma með sér í ferð með
skipinu sínu til Evrópu, en
Gummi og Rikki voru búnir að
sigla mikið saman síðustu árin og
orðnir miklir vinir. Þessi ferð var
ógleymanleg og skemmtileg í alla
staði. Við Gummi kvæntumst
systrum, hann Írisi og ég Erlu.
Leiðir okkar lágu áfram saman,
en við keyptum fyrstu íbúðir okk-
ar í sömu blokk í Hafnarfirði árið
1970. Gummi missti Írisi þegar
hún var 55 ára og var það mikill
sársauki og eftirsjá þegar hún dó.
Rétt áður en hann hætti að sigla
flutti hann í Garðabæinn, rétt hjá
okkur Erlu, þannig að við hitt-
umst mjög oft síðustu ár. Gummi
kom og borðaði með okkur á
kvöldin og við horfðum á enska
boltann saman. Við héldum ekki
með sama liðinu, en það skipti
engu. Við fórum saman í fótbolta-
ferðir til Englands bæði til Liver-
pool að sjá liðin okkar spila, Ars-
enal hans lið og Liverpool mitt
lið, og svo fórum við ógleyman-
lega ferð til London með syni
mínum og tengdasyni hans. Við
töluðum saman í síma oft í viku
stundum tvisvar á dag. Þar voru
á dagskrá boltinn, skipin og eitt-
hvað sem snerti Skagann, fólkið
og allt sem snerti okkar fólk þar.
Samtal okkar byrjaði alltaf eins
hvort sem ég hringdi eða hann,
hann sagði alltaf: Sæll vinur. Ég
á eftir að sakna þessara orða
hans.
Elsku Olga, Pétur, Kiddi,
Friðrikka, Elli, Hildur og börn,
missir ykkar er mikill en minn-
ingin um góðan pabba, tengda-
pabba og afa mun lifa hjá ykkur
um ókomin ár. Við Erla sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur
og minnumst Gumma með þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman.
Blessuð sé minning Guðmund-
ar Kristinssonar.
Ingvar Friðriksson,
Erla Fríður Sigurðardóttir.
Guðmundur
Kristinsson
Þau voru ófá
sporin sem voru
gengin yfir tré-
brúna á Stöðvar-
firði, frá Borgar-
gerði 8 í Heiðmörk 11, þar sem
Einar og Sigga „systir“ bjuggu.
Þar var manni tekið opnum
örmum og mikið var brallað á
uppvaxtarárunum, hvort sem það
var hárgreiðsluleikur með stelp-
unum eða að fá að fara upp í fjár-
hús og jafnvel kíkja í hænsnakof-
ann. Stundum fékk maður að fara
í bíltúr með Einari, oftar en ekki
að Vík.
Við systkinin eigum margar
góðar minningar frá skemmtileg-
um samverustundum með fjöl-
skyldunni í Heiðmörk 11.
Einar Már
Stefánsson
✝ Einar MárStefánsson
fæddist 10. júlí
1947. Hann lést 23.
janúar 2021.
Útför hefur farið
fram.
Svo líða árin og
allir flytja þvers og
kruss um landið en
alltaf var gaman að
hittast aftur.
Elsku Einar, með
hárbeittan húmor-
inn og sposkur á
svip, þín verður
saknað.
Takk fyrir allt.
Svo viðkvæmt er lífið
sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar-
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Fyrir hönd krakkanna í Borg-
argerði 8,
Saldís, Hólmfríður,
Bjarki og Ísak.