Morgunblaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 14
Hvernig væri að
hlusta á lögregluna?
M
argoft á undanförnum árum
hefur lögreglan varað við
uppgangi skipulagðra
glæpasamtaka. Ísland hefur
verið tiltölulega friðsælt og
öruggt land og þannig viljum við að það
verði áfram.
Í vikunni ræddi ég á Alþingi við ráðherra
lögreglumála um fréttir af voðaatburði hér í
borg og þær áhyggjur sem finna má í sam-
félaginu af þróuninni. Fólki bregður eðli-
lega við þegar svo alvarlegir atburðir eiga
sér stað og undrast þá hörku sem virðist
viðgangast í undirheimunum.
Staðreyndin er reyndar sú að þetta ætti
ekki að koma á óvart. Greiningardeild rík-
islögreglustjóra hefur margsinnis bent
stjórnvöldum á aukna hættu á uppgangi
skipulagðra glæpahópa, oft með erlendum tengingum,
t.d. í skýrslum 2017 og aftur 2019. Greinarhöfundur
hefur ítrekað, úr ræðustól Alþingis, bent á þessar al-
varlegu viðvaranir innan úr lögreglunni og vorið 2018
efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um málefnið.
Í síðustu skýrslu greiningardeildar 2019 er áhættan
af skipulagðri glæpastarfsemi metin gífurleg, sem er
hæsta stig áhættu. Þar er berum orðum sagt að geta
íslensku lögreglunnar til að sporna við skipulagðri
glæpastarfsemi teljist lítil. Veikleikar sem
raktir eru í skýrslunni eru taldir til þess
fallnir að auka líkur á að magna neikvæðar
afleiðingar af þessari brotastarfsemi.
Vísbendingarnar hafa verið skýrar og
lögreglan hefur sjálf ítrekað varað við
hættunni. Í skýrslum greiningardeild-
arinnar er málið talið varða þjóðaröryggi.
Þessi staða er með öllu óviðunandi. Ég
tel að ekki hafi verið brugðist nægilega við
ítrekuðum ábendingum embættis ríkislög-
reglustjóra. Skipulögðum glæpahópum
virðist vaxa ásmegin. Af þessu tilefni gætu
einhverjir spurt: Hvað á að gera?
Hvernig væri að hlusta á lögregluna?
Efla þarf lögregluna eins og margoft
hefur verið kallað eftir. Auka þarf rann-
sóknarheimildir lögreglu. Bent hefur verið
á að rannsóknarúrræði eru ekki fullnægjandi hér-
lendis miðað við önnur lönd. Gæslu á landamærum
þarf að stórefla. Markvissar úrbætur eru nauðsyn-
legar til að lögreglan geti tekist á við þessa hættulegu
starfsemi og með því stuðlað að auknu öryggi þjóð-
arinnar.
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrum
lögreglustjóri. kgauti@althingi.is
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Engin kór-ónuveiru-smit hafa
greinst innanlands
í tíu daga að frá-
töldum fjórum
smitum í sömu fjöl-
skyldu fyrir viku vegna manns,
sem bar kórónuveiruna með sér
frá útlöndum. Mun lengra er
síðan smit greindist hjá fólki
utan sóttkvíar. Þar með er ef til
vill ekki hægt að fullyrða að
tekist hafi að útrýma veirunni
hér á landi, en ljóst er að hún á
verulega undir högg að sækja
hér á landi öfugt við það sem
gerist víða í kringum okkur.
Þessi staða vekur spurn-
inguna hvað þurfi til að aflétta
þeim hömlum, sem settar hafa
verið til að stöðva faraldurinn
og hafa skilað þessum góða ár-
angri.
Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir sagði í gær að
hann óttaðist ógreind kór-
ónusmit og veiran gæti því enn
leynst einhvers staðar. Thor
Aspelund, prófessor í líftöl-
fræði við Háskóla Íslands, sagði
sömuleiðis ótímabært að lýsa
yfir að Ísland væri með fullu
veirulaust. Líklega væri skyn-
samlegt að bíða í viku. Hann
tók fram að nú væri ekki verið
að vinna nein spálíkön, enda
smitin svo fá að engin forsenda
væri til að spá.
Undanfarið ár hafa ríkt hér
hömlur af einhverjum toga.
Ýmist hefur verið hert á sótt-
vörnum eða slakað
á þeim. Aldrei hef-
ur komið fram
hvort til væri
ákveðið viðmið um
tíðni smita eða um-
fang sem gengið
væri út frá þannig að fólk gæti
haft það til hliðsjónar við skipu-
lag í lífi og starfi.
Ákveðið hefur verið að herða
viðbúnað á landamærunum til
þess að draga úr líkunum á því
að veiran berist inn í landið eins
og unnt er. Það gefur enn meira
svigrúm innan lands.
Þegar er farið að tala um til-
slakanir, en það hlýtur að koma
að því að tala megi um að af-
létta aðgerðum. Það myndi ekki
þýða að allir færu að hegða sér
eins og áður og vitaskuld yrði
áfram að sýna sérstaka aðgát á
hjúkrunarheimilum og sjúkra-
húsum.
Einhvern tímann á liðnu ári
féll á blaðamannafundi með
þríeykinu spurning um það
hvort hægt væri að aflétta öll-
um hömlum þegar hjarðónæmi
væri náð. Svarið var á þann veg
að það væri ekki víst.
Á einhverjum tímapunkti
hlýtur það hins vegar að verða
víst; hlýtur áhættan af því að
aflétta að verða minni en skað-
inn, sem hlýst af því að halda
aðgerðum áfram. Veiran er
vissulega skaðleg, en það eru
aðgerðirnar gegn henni líka.
Því þarf að upplýsa: Hvað þarf
til?
Kórónuveiran er
vissulega skaðleg,
en það eru aðgerð-
irnar gegn henni líka}
Hvað þarf til?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samfélagsmiðillinn Facebooklokaði í gærmorgun fyriraðgang Ástrala að face-book-síðum innlendra sem
erlendra fjölmiðla. Þá var fólki í
Ástralíu gert ókleift að deila fréttum
á facebook-síðu sinni og allir ástr-
alskir fréttamiðlar hurfu af Face-
book, sama hvar í veröldinni viðkom-
andi var staddur.
Aðgerðir Facebook voru sagðar
fyrirbyggjandi, en nú liggur fyrir
ástralska þinginu frumvarp, sem
mun gera Facebook og leitarvélinni
Google skylt að greiða áströlskum
fjölmiðlafyrirtækjum fyrir afnot af
fréttum þeirra.
Ákvörðun Facebook vakti mikla
reiði í Ástralíu, og sagði Scott Morr-
ison, forsætisráðherra landsins, að
Facebook hefði ákveðið að „afvina“
Ástralíu. Hét Morrison því að ríkis-
stjórnin myndi ekki hætta við fyrir-
hugaða lagasetningu, og sagði hann
aðgerðir fyrirtækisins hafa valdið
„jafnmiklum vonbrigðum og þær
voru hrokafullar“.
Stafaði gagnrýnin ekki síst af
því að lokað var fyrir slysni fyrir
facebook-síður ýmissa ríkisstofnana
landsins, sem sumar hverjar hafa
með höndum að miðla mikilvægum
upplýsingum um t.d. almannavarnir
eða stöðu heimsfaraldursins til Ástr-
ala. Opnaði Facebook þær síður á ný
smátt og smátt og baðst velvirðingar
á mistökunum, en á sama tíma voru
facebook-síður fyrir áströlsk góð-
gerðarsamtök og krabbameinsfélög
teknar niður.
„Falsfréttir“ lifa fréttabannið
Áströlum var hins vegar áfram
frjálst að dreifa ýmsum falsfréttum
og samsæriskenningum á facebook-
síðum sínum, þar á meðal frá „frétta-
miðlum“ sem hafa iðulega orðið upp-
vísir að því að birta rangar fregnir í
áróðursskyni. Vakti það sérstaka at-
hygli í ljósi þess hversu langt Face-
book hafði gengið í að loka úti ástr-
alska fjölmiðla.
Stéttarfélag blaða- og lista-
manna í Ástralíu, MEAA, fordæmdi
ákvörðun Facebook í yfirlýsingu
sinni, og sagði að blaðamennirnir
sem félagið væri í forsvari fyrir hefðu
unnið mikið og þarft starf við að
koma í veg fyrir útbreiðslu ósann-
inda og falsfregna.
Greg Hunt, heilbrigðisráðherra
Ástralíu, sagði tímasetninguna einn-
ig óheppilega, þar sem ríkisstjórnin
hyggst hefja bólusetningarherferð
sína gegn kórónuveirunni í næstu
viku, og að brýnt væri að fólk gæti
fengið réttar upplýsingar, frekar en
samsæriskenningar um gildi bólu-
setningarinnar.
Talsmaður Facebook sagði hins
vegar að fyrirtækið hefði ekki breytt
um stefnu í baráttu sinni gegn miðl-
un rangra upplýsinga á síðu sinni, og
að Ástralar gætu áfram sótt réttar
upplýsingar um stöðu heimsfarald-
ursins í sérstaka upplýsingamiðstöð
Facebook um Covid-19-sjúkdóminn.
Útgefandi eða veita?
Dagblaðið The Australian, sem
er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts
Murdochs, benti á það í gær, að
ákvörðun Facebook staðfesti endan-
lega að samfélagsmiðillinn væri út-
gefandi eða fjölmiðill en ekki nokk-
urs konar upplýsingaveita eða tækni-
fyrirtæki sem ekki eigi að lúta sömu
ábyrgð um efnistök og fjölmiðlar.
Mark Zuckerberg, stofnandi
Facebook, hefur ítrekað haldið hinu
síðarnefnda fram, meðal annars í
yfirheyrslum á Bandaríkjaþingi, þar
sem meðal annars var farið yfir ásak-
anir á hendur fyrirtækinu um að það
hefði ekki beitt sér nægilega vel
gegn miðlun rangra upplýsinga.
Munurinn á þessu tvennu getur
skipt gríðarlegu máli, bæði hvað
varðar heimildir Facebook til þess að
loka á fólk, sem og einnig hvaða
verndar fyrirtækið nýtur gegn því að
bera ábyrgð á þeim skoðunum sem
fólk hefur þar í frammi.
Lokunin í Ástralíu er því vís til
þess að hella olíu á eld sem þegar
brann um það hvert hlutverk Face-
book væri sem og hvort félagið sé að
gera nóg til að draga úr flæði fals-
frétta og óhróðurs á síðu sinni.
Hvað eiga miðlarnir að fá?
Síðasti anginn sem málið snertir
og um leið kveikjan er svo spurn-
ingin um það hvort og þá hvernig
þurfi að rétta stöðu hefðbundnari
fjölmiðla gagnvart tæknirisum eins
og Facebook og Google, sem fái nú
nánast óhindraðan og ókeypis að-
gang að miklu efni sem kostar sitt að
framleiða og hirði um leið tekjur af
dreifingu þeirra.
Facebook heldur því fram, að
deiling frétta á miðlum sínum skili
fjölmiðlunum auknum auglýsinga-
tekjum, en áströlsk stjórnvöld segja
ljóst að Google og Facebook hirði þó
megnið af þeim tekjum sem deiling
fréttanna skapar, en stjórnvöld hafa
áætlað að Google fái 53% allra aug-
lýsingatekna á netinu og Facebook
28%. Afganginum er svo skipt milli
fjölda aðila.
Málið hefur vakið nokkra at-
hygli utan Ástralíu, þar sem vitað er
að önnur ríki myndu horfa til þess
hvernig gengi þar, áður en þau
ákvæðu hvort þau myndu setja sam-
bærilegar reglur hjá sér, með til-
heyrandi tekjutapi fyrir Facebook og
Google. Ólíklegt er þó að Facebook
myndi grípa til svipaðra aðgerða
gegn t.d. Bandaríkjastjórn eða Evr-
ópusambandinu, en sérfræðingar í
málefnum fyrirtækisins segja að slík
tilraun myndi höggva ansi stórt
skarð í tekjuöflun þess.
„Afvinun“ Ástrala
vekur reiði
AFP
Facebook Ákvörðun samfélagsrisans fékk ekki mörg læk í Ástralíu.
Ofurrisar upplýs-ingaveitna sem
stækkað hafa með
ógnarhraða hafa
náð að gera almenn-
ing um víða veröld
hættulega háðan
sér. Svo er því kom-
ið að þeir telja sér
alla vegi færa og þurfi héðan af
hvorki að hlusta á eða spyrja
kóng eða prest og eru þeir pót-
intátar í þessu tilviki lýðræð-
islega kjörin stjórnvöld í henni
veröld.
Einu stjórnvöldin sem þessir
aðilar bukta sig enn og beygja
fyrir eru handhafar alríkisvalds
sem enginn í þeim löndum getur
andæft án þess að hafa verra af.
Samstarf risanna í Kína og yf-
irvalda er frægt af endemum og
hefur þó einungis yfirborð þess
komið fyrir flestra sjónir.
Í aðdraganda kosninga litu
risarnir svo á að þeir gætu úr-
skurðað án allra andmæla hvar
sannleikur allra mála lægi og
hverjir væru réttir handhafar
hans og fylgdi það mat nærri al-
farið sjónarmiðum áróðurs-
meistara flokks demókrata í
kosningunum vestra í nóvember.
Nú er hafinn slagur á milli
ráðamanna Fésbókar í heim-
inum og stjórnvalda
í Ástralíu og hika
fyrrnefndir ekki við
að beita fulltrúa al-
mennings afli og lítt
dulbúnum hót-
unum. Málið snýst
m.a. um það hvort
þeim sé heimilt að
taka verk annarra og nýta án
þess að sanngjarnt endurgjald
komi til.
Íslensk fyrirtæki kaupa um-
hugsunarlaust auglýsingar af
þessum risum sem engin gjöld
eða skatta greiða af starfsemi
sinni og hafa stjórnvöld hér ekki
borið við að leiðrétta þá augljósu
samkeppnisskekkju.
Fram hefur komið að Google
hefur að hluta kosið að fara aðra
og mildari leið að fjölmiðlakóng-
inum Rupert Murdock og þeim
stórfyrirtækjum sem hann
stendur fyrir eða veldi hans
tengjast. Upplýsingafyrirtækin
náðu þeim árangri að ráða
mestu um úrslit í seinustu for-
setakosningum í Bandaríkj-
unum og sýnast hafa tekið að
þjást af nokkru oflæti síðan. En
það skyldi þó ekki sannast í
þeirra tilvikum eins og stundum
áður að „skamma stund verður
hönd höggi fegin“.
Hvers vegna trúum
við ómerkilegum
tölvurisum fyrir
leyndarmálum
okkar?}
Heimur á hættuslóðum