Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
VINNINGASKRÁ
131 11605 21659 31938 43915 52775 62456 71579
740 12099 22042 32129 44051 52997 62557 72550
1437 12528 22749 32141 44268 53262 63583 72849
1640 12570 24652 32473 44306 53374 63682 72880
2165 12857 24860 32584 44383 53406 63756 72887
2442 13202 25446 32628 44644 53723 64093 73280
2530 13580 25456 32971 44672 53763 64501 73933
2872 14246 25738 33093 44703 53857 64967 74398
2924 14335 25849 33441 44965 54315 65064 74497
3025 14415 27052 33509 45471 54334 65127 74614
3255 14793 27490 33831 45751 54396 65303 74918
3290 14885 27771 34359 46773 54435 65779 75107
3700 14980 28112 34795 47127 54671 65842 75124
4592 15212 28163 34964 47212 54829 65915 75200
4627 15238 28189 35058 47251 55004 65984 75618
4678 15248 28404 35392 47496 55238 66177 75635
5106 15274 28529 36290 47588 55588 66481 75752
5162 15462 28749 36817 48047 55748 66781 75780
5504 16018 29028 37258 48066 55776 66843 76324
5726 16047 29037 37713 48208 56106 67196 76474
5974 16375 29170 37979 48537 56442 67493 77129
6489 16801 29544 38059 48703 56680 67675 77174
6546 16891 29554 38152 48917 56925 67718 77455
6911 17435 29680 38327 48951 57244 68611 77526
7184 18524 29837 39378 49107 57254 68883 77819
7862 18555 30052 39697 49454 57417 68902 78506
8458 18786 30099 40042 49830 57492 69007 78658
8557 18944 30104 40085 50173 57618 69018 79571
8966 19122 30484 40262 50588 58027 69179 79572
8976 19671 30748 40844 51210 58832 69209 79896
9307 19672 30882 41343 51388 59284 69470 79922
9327 20081 30938 41505 51454 59335 69905
9776 20156 31064 41575 51632 59976 70116
10246 20473 31154 41893 51811 60616 70147
11281 20813 31241 41917 52162 60626 70479
11577 20963 31374 43386 52195 60700 70679
11587 21151 31544 43853 52403 61962 71419
2443 12938 21382 30115 36429 50174 63253 73726
4465 14864 21674 30398 36910 50598 63286 74515
5092 14999 22346 30790 38013 51656 65175 74623
5651 15424 23048 31415 38973 54138 67249 75633
6040 15505 24496 31491 40571 54674 68128 76767
6491 15595 24632 32334 41648 55305 68916 77223
6811 16142 25004 32413 44681 59074 70190 78636
6869 19019 26121 32964 44848 59840 70567 79074
7559 19626 27127 33716 44988 60998 71004 79684
7913 19649 27497 34403 46772 61064 71890
7932 20257 27629 34754 47876 61301 72181
10987 20842 27999 35006 48742 61601 72985
11244 21012 28438 35356 49551 62377 73122
Næsti útdráttur fer fram 25. febrúar 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
12366 17914 25223 40306 78325
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1928 8321 13258 42783 54082 64484
3130 8886 15752 43418 55685 64554
5461 10755 25226 43829 58569 75286
6887 12942 36539 49188 60039 77956
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 2.000.000 (tvöfaldur)
5 8 5 3
42. útdráttur 18. febrúar 2021
Árið 2019 sam-
þykkti borgarráð að
stefna að fækkun
bensínstöðva í borg-
arlandinu um helm-
ing til ársins 2025.
Ákvörðunin þótti í
samræmi við
áherslur borgarinnar
á fjölgun rafbíla enda
Ísland meðal fremstu
þjóða heims í rafbíla-
væðingu. Eftirspurn
eftir jarðefnaelds-
neyti myndi að lík-
indum dragast saman
en eftirspurn eftir
umhverfisvænni
orkugjöfum aukast.
Fjölmargir hafa
séð tækifæri í þjón-
ustu við rafbíla-
eigendur. Í dag situr
Orka náttúrunnar,
fyrirtæki í opinberri
eigu, hins vegar nær
ein að uppbyggingu
rafhleðslustöðva. Þó
nokkrir hafa reynt að sækja fram
en fallið í hamlandi jarðveg fá-
keppni. Fyrirtæki í eigu borgar-
innar hefur náð markaðsráðandi
stöðu á rafhleðslumarkaði vegna
náinna tengsla við landeigandann
Reykjavíkurborg, samstæðu-
sambands við einok-
unarfyrirtækið Veitur
og aðgengis að al-
mannafé. Fyrir-
komulagið stendur
frjálsri samkeppni á
rafhleðslumarkaði fyrir
þrifum.
Uppskipting
Orkuveitunnar
Orka náttúrunnar og
Veitur eru dótturfélög
innan samstæðu Orku-
veitunnar. Orka náttúr-
unnar virðist hins vegar
njóta fjárhagslega góðs
af samstæðusambandi
við Veitur. Í lögum um
Orkuveitu Reykjavíkur
er þess sérstaklega get-
ið að samkeppnis-
rekstur skuli ekki
niðurgreiddur af einka-
leyfisstarfsemi eða
verndaðri starfsemi.
Núverandi samstæðu-
samband virðist ganga í
berhögg við löggjöfina
og skekkir samkeppni á
markaði.
Á borgarstjórnarfundi síðastlið-
inn þriðjudag lagði Sjálfstæðis-
flokkur fram tillögu um uppskipt-
ingu rekstrareininga Orkuveitu
Reykjavíkur. Þannig yrði sam-
keppnisrekstur Orku náttúrunnar
annars vegar og Gagnaveitunnar
hins vegar að fullu aðskilinn frá
einokunarstarfsemi Veitna. Með
uppskiptingunni mætti ná fram
fjárhagslegum aðskilnaði og heil-
brigðara samkeppnisumhverfi –
auk heilmikils hagræðis af því að
leggja niður móðurfélagið Orkuveit-
una. Í stuttu máli var tillagan felld.
Fákeppni engum til gagns
Reykjavíkurborg hefur ákveðið í
skipulagi að fækka bensínstöðvum í
borgarlandinu. Samhliða ákveður
borgin að styðja við rafbílavæðingu.
Í kjölfarið fer Reykjavíkurborg svo
sjálf í samkeppni við einkaaðila um
þjónustu við rafbílaeigendur. Fyrir-
tæki í eigu borgarinnar nær mark-
aðsráðandi stöðu á rafhleðslumark-
aði og stendur frjálsri samkeppni
fyrir þrifum.
Það er enginn skortur á aðilum
sem vilja taka þátt í rafbílavæðing-
unni hérlendis. Það er engin mál-
efnaleg ástæða fyrir hið opinbera
að sitja eitt að framþróuninni – úti-
loka einyrkja, frumkvöðla og fyrir-
tæki frá tækifærum framtíðar.
Framþróun rafbílavæðingar og
uppbygging rafhleðslustöðva verður
að byggjast á frjálsri samkeppni.
Fákeppni er engum til gagns og
kemur fyrst og síðast niður á neyt-
endum.
Frjálsri samkeppni ógnað
Eftir Hildi
Björnsdóttur
» Fyrirtæki í
eigu borg-
arinnar nær
markaðsráðandi
stöðu á raf-
hleðslumarkaði
og stendur
frjálsri sam-
keppni fyrir
þrifum.
Hildur
Björnsdóttir
Borgarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
hildurb@reykjavik.is
Allt um sjávarútveg
14. febrúar sl. ritaði Egill Helga-
son þáttarstjórnandi hjá RÚV
færslu á Facebook þar sem hann
kvartar undan réttarfarskerfi
Bandaríkjanna fyrir að vera með
„refsileysi“ gagnvart fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna Donald
Trump. Lýsir þessi landskunni
starfsmaður RÚV yfir persónu-
legum áhyggjum af þessu „refsi-
leysi“ Bandaríkjanna. Með færsl-
unni birtir hann mynd af gálga og
snöru sem verður ekki öðru vísi
skilin en sem tillaga hans að refs-
ingu fyrir 45. forsetann svo áhyggj-
um hans sem opinbers starfsmanns
RÚV linni. Engin önnur tillaga um
að bæta úr refsileysinu kemur fram
í færslunni.
Augljóst er að Egill Helgason
sættir sig ekki við sýknu öldunga-
deildar Bandaríkjaþings vegna
kæru fulltrúadeildarinnar um að
fella Donald Trump vegna atburð-
anna við þinghúsið. Er það einnig
skoðun RÚV á málinu?
Endurspeglar Egill
Helgason mögulega
afstöðu stjórnar RÚV
að hengja beri 45. for-
seta Bandaríkjanna?
Eða af hvaða tilefni
er opinber starfs-
maður RÚV að birta
skoðun sína með slík-
um hætti á samfélags-
miðlum?
Að mínu mati er
hér um hatursumræðu
að ræða sem ekki er
forsvaranleg af hálfu
RÚV. Einhverjar
reglur hljóta að vera
til um að starfsmenn eigi ekki að
rýra trúverðugleika ríkisútvarpsins
með ámælisverðri framkomu,
skeytingarleysi um lög eða virðing-
arleysi við mannhelgi og mannrétt-
indi.
Ýmsir listamenn í Bandaríkj-
unum hafa látið ýmis óviðeigandi
ummæli falla til að láta í ljós andúð
sína og hatur á Donald
Trump. T.d. sagði
söngkonan Madonna
að það ætti að
„sprengja“ Hvíta hús-
ið, leikarinn De Niro
sagði að það ætti að
„kýla forsetann í and-
litið“ og leikarinn
Johnny Depp spurði
fullur heiftar á drama-
tískan hátt: „Hvenær
var forseti skotinn af
leikara síðast?“ Öll
þessi ummæli finnast
á netinu samtímis og
Twitter, Facebook og nokkrir aðrir
netmiðlar hafa lokað á möguleika
Donalds Trumps að tjá sig á net-
inu.
Telur Egill Helgason sig vera í
sambærilegum hópi og ofangreindir
listamenn og þá með svipaða frægð
og glans á Íslandi eins og þeir á
heimsvísu, að hann komist óáreitt-
ur upp með að efna til álíka haturs
gegn fyrrverandi forseta Banda-
ríkjanna?
Hefur RÚV tekið slíka stjórn-
málalega afstöðu í innanríkismálum
Bandaríkjanna sem beinlínis rétt-
lætir hatursumræðu um Donald
Trump?
Það væri fróðlegt ef t.d. útvarps-
stjóri vildi svara þessum spurn-
ingum svo áhorfendur/hlustendur
fái að vita hver opinber afstaða
RÚV er í þessum málum.
Er það hlutverk starfsmanna
RÚV að egna til haturs
gegn forseta Bandaríkjanna?
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason
»Endurspeglar Egill
Helgason mögulega
afstöðu stjórnar RÚV
að hengja beri 45. for-
seta Bandaríkjanna?
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er smáfyrirtækjarekandi
í Svíþjóð.