Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 34
FORKEPPNI HM Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska landsliðið í körfuknattleik karla er komið áfram í aðra umferð forkeppni HM 2023 eftir að hafa unnið góðan 94:79 sigur gegn Sló- vakíu í Pristína í Kósóvó í gær. Ís- land er þar með búið að vinna B- riðil fyrstu umferðar forkeppn- innar. Ísland mætir Lúxemborg, einnig í Pristínu þar sem liðið dvelur í „búbblu“ á sunnudaginn kemur í lokaleik riðilsins. Leikurinn skiptir ekki máli fyrir liðið upp á end- anlega niðurstöðu riðilsins, en hver sigur er þó mikilvægur í viðleitni landsliðsins til þess að klífa upp FIBA-listann og koma sér í hærri styrkleikaflokk. Önnur umferð í forkeppni HM 2023 hefst í ágúst. Ásamt Íslandi hafa Hvíta-Rússland og Portúgal þegar tryggt sér sæti í aðra um- ferð og á sunnudaginn kemur í ljós hvort Slóvakía, Kósóvó eða Lúx- emborg fylgi Íslandi upp úr B- riðlinum. Þau átta evrópsku lið sem komast ekki áfram á EM 2022 koma svo inn í aðra umferð for- keppni HM og þar með munu 12 lið bítast um að komast í þriðju umferð, undankeppnina sjálfa. Sex lið af þessum tólf munu komast áfram í undankeppnina, þar sem þau hitta fyrir evrópsku liðin 11 sem hafa þegar tryggt sér sæti á EM. Af þessum 17 Evrópuliðum komast svo 12 í lokakeppnina sem mun fara fram í Indónesíu, Japan og Filippseyjum í ágúst-september árið 2023. Stungu af í þriðja leikhluta Eftir mikið jafnræði í fyrri hálf- leik í leiknum gegn Slóvakíu í gær var íslenska liðið með fjögurra stiga forystu, 43:39, að honum loknum. Íslensku leikmennirnir mættu hins vegar af gífurlegum krafti til leiks í þeim síðari og spiluðu frábæran sóknarleik, sér- staklega í þriðja leikhluta, þar sem liðið náði 24 stiga forystu í leikhlut- anum. Þar með var ekki aftur snúið fyr- ir Slóvaka, sem reyndu þó hvað þeir gátu að koma sér inn í leikinn á ný og voru sterkari aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum, þar sem sóknarleikur íslenska liðsins gekk illa. Þegar tæp mínúta var eftir af leiknum höfðu Slóvakar enda minnkað muninn niður í 10 stig, 89:79. Íslenska liðið komst þó að lokum yfir þennan skelk sem Slóvakarnir höfðu skotið því í bringu, skoruðu næstu fimm stig og unnu að lokum sterkan 15 stiga sigur. Jón Axel og Tryggvi öflugir Jón Axel Guðmundsson lék frá- bærlega í sigrinum gegn Slóvakíu og var stigahæstur Íslendinga með 29 stig, þar af sex þriggja stiga körfur úr 10 tilraunum. Auk þess tók hann 6 fráköst og gaf 5 stoð- sendingar. Þá náði Tryggvi Snær Hlinason tvöfaldri tvennu þrátt fyr- ir að lenda í villuvandræðum snemma leiks með þrjár villur. Var hann næststigahæstur Íslendinga með 17 stig og tók 14 fráköst, auk þess að gefa tvær stoðsendingar. Þetta framlag Jóns Axels og Tryggva reyndist afar mikilvægt þegar upp var staðið og þá má ekki gleyma framlagi Elvars Más Frið- rikssonar, sem náði einnig tvöfaldri tvennu. Skoraði hann 16 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók fjögur frá- köst. Þriggja stiga körfur Sig- tryggs Arnars Björnssonar reynd- ust sömuleiðis mikilvægar, en öll 12 stig hans í leiknum komu eftir þriggja stiga skot. Kári Jónsson átti þá góða innkomu af vara- mannabekknum og skoraði 11 stig. Ísland vann riðilinn í fyrstu umferð forkeppni HM  Íslenska liðið áfram í aðra umferð  Grunnurinn lagður í þriðja leikhluta Ljósmynd/FIBA Drjúgur Jón Axel Guðmundsson skorar eina af sex þriggja stiga körfum sín- um í sigrinum gegn Slóvakíu. Hann var stigahæstur í leiknum með 29 stig. 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Evrópudeild UEFA 32-liða úrslit, fyrri leikir: Olympiacos - PSV .................................... 4:2  Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. Benfica - Arsenal ..................................... 1:1  Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahópi Arsenal. Dynamo Kiev – Club Brugge .................. 1:1 Wolfsburger – Tottenham....................... 1:4 Real Sociedad – Manchester United ...... 0:4 Rauða stjarnan – AC Milan..................... 2:2 Slavia Prag – Leicester............................ 0:0 Braga – Roma........................................... 0:2 Krasnodar – Dinamo Zagreb .................. 2:3 Young Boys – Bayer Leverkusen........... 4:3 Antwerp – Rangers .................................. 3:4 Salzburg – Villarreal ................................ 0:2 Molde – Hoffenheim................................. 3:3 Granada – Napoli ..................................... 2:0 Maccabi Tel Aviv – Shakhtar Donetsk... 0:2 Lille – Ajax................................................ 1:2 Grikkland Smyrnis - Lamia....................................... 0:1  Theódór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður í uppbótartíma hjá Lamia. Danmörk B-deild: Silkeborg - Kolding ................................. 3:0  Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn með Silkeborg og skoraði. Patrik Gunnars- son var í markinu.  Manchester United er í ansi væn- legri stöðu í 32-liða úrslitum Evr- ópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 4:0-útisigur á Real Sociedad í fyrri viðureign liðanna í gærkvöldi. Að vísu var um hálfgerðan útileik fyrir bæði lið að ræða, leikið var í Torino á Ítalíu þar sem Englendingar eiga erfitt með ferðalög til Spánar vegna kórónuveirunnar. Liðin mætast aftur á Old Trafford í Man- chester eftir viku og þurfa Spán- verjarnir þar að vinna upp fjögurra marka tap, miðað við leikinn í gær eru það draumórar. United hefur ekki fagnað sérlega góðu gengi gegn spænskum and- stæðingum undanfarin ár og var liðið til að mynda ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum sínum gegn liði frá Spáni. Þá hefur Real Socie- dad spilað vel heima fyrir í vetur og bjuggust flestir við jafnari leik. Portúgalinn Bruno Fernandes tók hins vegar málin í eigin hendur, eins og svo oft fyrir rauðu djöflana, og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en þeir Marcus Rashford og Daniel James bættu við. „Ég vil skora eins mörg mörk og ég get en mitt eina alvörumarkmið er að vinna titla,“ sagði Portúgalinn svo sigurreifur við BBC í leikslok. Unit- ed hefur leikið fjórum sinnum í undanúrslitum, í bikarkeppnum heima fyrir og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð, frá því að Fern- andes var keyptur fyrir rúmu ári. Nú þarf liðið að reyna að stíga næsta skref og takist það er alveg á tæru að Portúgalinn, sem er búinn að skora 21 mark í 36 leikjum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 58 leikjum fyrir United, verður að- almaðurinn í þeirri velgengni. United stendur vel að vígi í Evrópu AFP Marksækinn Bruno Fernandes skoraði tvö mörk í gærkvöldi. „Við áttum mjög góðan síðari hálfleik. Það tók okkur smá tíma að finna taktinn og finna út úr því hvað við ætluðum að gera í leiknum. Mér fannst leikmennirnir gera mjög vel í að sýna ákefð í síðari hálfleiknum og stóðu sig mjög vel í sóknarleiknum. Þeir bjuggu til pláss fyrir bakverðina fyrir utan teig en einnig fyrir Tryggva inni í teig,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Pedersen sagði vörnina þó hafa skapað sig- urinn „Ég tel að lykilinn að sigrinum hafi verið varnarleikurinn. Við náðum að halda þeim niðri og pirra þá á stundum. Það hjálpaði svo auðvit- að sókninni, sérstaklega í þriðja leikhlutanum, þegar við náðum talsvert af góðum skyndisókn- um og létum boltann ganga mjög hratt.“ Hann sagðist heilt yfir vera ánægður með frammistöðuna. „Það voru auðvitað tímapunkt- ar í fyrri hálfleik þar sem hlutirnir gengu ekki alveg nægilega smurt fyrir sig. Stundum þegar liðið hefur ekki spilað lengi saman tekur það smá tíma fyrir leikmenn að finna sameiginlegan takt á ný. Sem betur fer fundum við hann.“ Í þriðja leikhlutanum jók íslenska liðið for- ystuna úr fjórum stigum í 24 stig. „Þriðji leik- hlutinn var afar sterkur hjá okkur og við náð- um að stinga þá svolítið af. Það var að sjálfsögðu frábært.“ En hverju breytti liðið í síðari hálfleiknum? „Við ræddum aðeins hvernig við töpuðum boltanum í fyrri hálfleiknum og hvað við gæt- um mögulega gert til þess að forðast slík mis- tök með ýmsum hætti. Leikmennirnir gerðu mjög vel í að laga þessa hluti í síðari hálf- leiknum og héldu boltanum betur. Okkur tókst að finna útfærslur sem voru að virka fyrir okk- ur og náðum að framkvæma þær vel,“ sagði Pedersen. Hann sagðist einnig afar ánægður með fram- lag varamannanna. „Annað sem var mikilvægt í að ná fram sigrinum var sú staðreynd að leik- mennirnir sem komu inn af bekknum stóðu sig frábærlega. Þeir fengu margir hverjir mjög verðmætar mínútur svo Tryggvi, sem átti í smá villuvandræðum, og aðrir lykilmenn gætu feng- ið hvíld,“ sagði Pedersen að lokum í samtali við Morgunblaðið. gunnaregill@mbl.is Ljósmynd/FIBA Einbeittur Craig Pedersen var ánægður með varnarleik íslenska landsliðins í sigrinum í gær. Vörnin lykillinn að sigrinum Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – Selfoss ................... 19.30 Knattspyrna Deildabkikar karla, Lengjubikarinn: Laugardalur: Þróttur R. – Breiðablik..... 18 Samsung-völlurinn: Stjarnan – ÍA .......... 18 Origo-völlurinn: Valur – Grindavík ......... 19 Í KVÖLD! Olísdeild karla Afturelding – ÍBV ................................ 29:34 Þór Akureyri – Stjarnan...................... 20:27 KA – Valur ............................................ 27:27 FH – ÍR ................................................. 34:29 Grótta – Fram....................................... 30:27 Staðan: FH 10 6 2 2 294:264 14 Haukar 8 6 1 1 233:199 13 Afturelding 10 6 1 3 255:256 13 Stjarnan 10 5 1 4 271:264 11 Selfoss 8 5 1 2 216:193 11 ÍBV 9 5 1 3 265:249 11 Valur 10 5 1 4 288:280 11 KA 9 3 4 2 239:222 10 Fram 10 4 1 5 244:251 9 Grótta 10 2 3 5 244:249 7 Þór Ak. 10 2 0 8 224:265 4 ÍR 10 0 0 10 230:311 0 Meistaradeild karla A-RIÐILL: Kielce - Elverum.................................. 39:29  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla.  Kielce 17, Flensburg 15, Meshkov Brest 11, Paris SG 10, Pick Szeged 10, Porto 8, Elverum 4, Vardar 3. B-RIÐILL: Aalborg - Zagreb................................. 38:29  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg.  Barcelona 24, Veszprém 17, Aalborg 12, Motor Zaporozhye 12,, Kiel 9, Nantes 8, Celje 6, Zagreb 0. Evrópudeild karla D-RIÐILL: RN Löwen - Trimo Trebnie ............... 31:28  Ýmir Örn Gíslason skoraði 2 mörk fyrir Löwen. Kadetten - Tatabánya......................... 27:23  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.  RN Löwen 15, Eurofarm Pelister 9, GOG 8, Kadetten 8, Trimo Trebnje 4, Tatabánya 0. Þýskaland Göppingen - Stuttgart ........................ 27:17  Janus Daði Smárason var ekki með Göppingen vegna meiðsla.  Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Stuttgart og Elvar Ásgeirsson ekkert. Melsungen - Leipzig............................ 31:28  Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Füchse Berlín - Flensburg.................. 29:33  Alexander Petersson var ekki með Flensburg vegna meiðsla. Staða efstu liða: Flensburg 29, RN Löwen 23, Füchse Berl- ín 23, Kiel 22, Magdeburg 21, Göppingen 21, Wetzlar 19, Leipzig 19, Bergischer 18, Melsungen 17.  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.