Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
Árósaklúbbnum sendum Baldvini,
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur á
þessari stundu sorgar og saknaðar.
Blessuð sé minning elsku Haf-
dísar og minning hennar mun ætíð
lifa með okkur.
Fyrir hönd Árósaklúbbsins,
Gróa.
Í dag kveðjum við Hafdísi okk-
ar. Hún lést á heimili sínu eftir
snarpa baráttu við krabbamein.
Hugrökk og einbeitt barðist hún
til síðasta dags með bjartsýni að
leiðarljósi.
Hafdís skipaði sérstakan sess í
okkar lífi alveg frá fyrstu kynnum.
Hún var einstaklega vönduð og
frammúrskarandi manneskja,
glaðlynd, hvetjandi, hlý og um-
hyggjusöm. Alltaf var hún boðin
og búin að rétta fram hjálparhönd
þegar mikið lá við, hress og dríf-
andi með sitt fallega bros. Enda
var hún vinsæl og hvers manns
hugljúfi.
Hafdís og Baldvin voru einstak-
lega samstiga hjón sem kunnu svo
vel listina að lifa. Saman gerðu
þau allt svo fallega. Heimili þeirra
bar þess merki, allt var þar fallegt,
hlýlegt og þar leið manni vel. Þau
voru okkur fjölskyldunni afar
kær. Við eigum dýrmætar minn-
ingar um samverustundir með
allri fjölskyldunni. Það verður erf-
itt að hugsa sér lífið án Hafdísar,
við munum sakna hennar sárt.
Við vottum elsku Baldvini,
Tinnu, Ívari, Fannari og fjölskyld-
um þeirra okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan Guð að styrkja þau
á þessum erfiðu tímamótum.
Snorri Steindórsson og Ingi-
björg Þóra Ingólfsdóttir.
Það var veturinn sem ég var í
12 ára E í Hlíðaskóla að ný stelpa
kom í bekkinn það var Hafdís, hún
fékk sæti við hliðina á mér og með
okkur tókst strax mikil vinátta.
Við bjuggum þá báðar á Háaleit-
isbrautinni, hún í neðstu blokkinni
og ég í efstu. Það var mikið líf og
fjör heima hjá henni því hún átti
fjögur yngri systkin en ég ekkert.
Fljótlega varð ég nokkurs konar
aðstoðarbarnapía Hafdísar þegar
foreldrarnir brugðu sér af bæ.
Hafdís var mjög uppátækjasöm
og höfum við oft hlegið að því hvað
hún var dugleg að finna upp á alls
konar brellum. Man ég sérstak-
lega eftir tímum í matreiðslu.
Einnig þegar við vorum að labba
heim úr skólanum hvað okkur var
kalt, því þá var sko ekki flott að
vera með vettlinga, eða húfu og
hvað þá að vera í stígvélum. Ferm-
ingardagurinn okkar kemur einn-
ig upp í hugann þar vorum við
einnig hlið við hlið og hvísluðumst
á. Eftir skólaskylduna fór hún í
landspróf í Vogaskóla, sem þá var
undirbúningur fyrir menntaskóla,
en við héldum áfram vinskapnum
þótt við værum ekki lengur í sama
skóla. Á eldri unglingsárunum
hittist þannig á að aftur bjuggum
við í sömu götu, þá í Stóragerðinu.
Hún fór síðan í Menntaskólann í
Reykjavík, þá var hún búin að
hitta Baldvin sinn sem varð svo
eiginmaður hennar og saman áttu
þau þrjú börn og yndislegt líf.
Vorið 1974 byrjuðum við svo báð-
ar að fljúga sem flugfreyjur, hún
hjá Flugfélagi Íslands og ég hjá
Loftleiðum sem síðan varð Ice-
landair, sumarstarf í byrjun, sem
varð svo síðan ævistarf okkar
beggja. Hún tók svo að sér að
kenna okkur hinum flugfreyjun-
um öryggisatriði um borð, en hún
var í raun brautryðjandi fyrir þá
kennara sem síðar komu. Við náð-
um að fara saman í margar eft-
irminnilegar ferðir í vinnunni þar
á meðal pílagrímaflug. Hafdís bjó
sig vel undir allt sem hún tók sér
fyrir hendur og það var svo margt
sem henni datt í hug að gera, eins
og að fara ein í spænskuskóla á
Spáni, læra að synda betur og
margt fleira. Allt gerði hún af mik-
illi vandvirkni hvort sem það var
að prjóna, búa til góðan mat, að
standa sig vel í vinnunni eða hafa
notalegt og fallegt í kringum sig.
Hún var svo mikil stemnings-
kona. Mörg voru þau símtölin á
milli okkar þar sem við ræddum
lífsins gang og öll bréfin sem við
skrifuðum hvor annarri, þegar við
bjuggum hvor í sínu landinu, það
var stór bunki, sem við fyrir
nokkrum árum skiptum svo, hún
fékk bréfin sem hún skrifaði mér
og ég fékk bréfin sem ég skrifaði
henni.
Oft á lífsleiðinni hef ég hugsað, í
einhverjum aðstæðum, hvað
myndi Haddý gera núna? Við
spjölluðum saman síðast á gaml-
ársdag í myndsíma og sendum
hvor annarri fingurkoss með
þakklæti fyrir allt gamalt og gott
sem var vel við hæfi á þessum degi
en hefur allt aðra þýðingu fyrir
mig í dag. Með sorg í hjarta kveð
ég mína kæru vinkonu og votta
Baldvini, Tinnu, Ívari, Fannari og
barnabörnum, einnig systkinum
Hafdísar, mína innilegustu samúð.
Aðalbjörg Ragna
Hjartardóttir.
Látin er elskuleg vinkona okk-
ar Hafdís Engilbertsdóttir.
Leiðir okkar lágu saman í Árós-
um í Danmörku þar sem við vor-
um við nám eða störf frá 1975 til
1980. Með tímanum urðu Hafdís
og Baldvin okkur mjög kær. Við
áttum mörg sameiginleg áhuga-
mál, fórum í golfferðir, gönguferð-
ir, hjólaferðir, útilegur og borðuð-
um saman og kynntumst börnum
hvert annars.
Við vinahjón Hafdísar og Bald-
vins eigum í hugskoti okkar ótal
margar minningar um þessar
samverustundir. Hafdís var mikill
gestgjafi og vildi að við enduðum
hvert matarboð með því að dansa
og átti hún gjarnan sitt uppá-
haldslag. Hún kenndi okkur án
þess að vita það að vera skemmti-
legri, glaðari, umhyggjusamari,
greiðviknari og einlægari. Hún
var jákvæður leiðtogi og okkur
fyrirmynd á mörgum sviðum.
Hafdís lagði mikla áherslu á að
rækta og halda vel utan um fjöl-
skylduna sína, sýndi henni og
reyndar okkur vinunum mikinn
áhuga og lét sig alltaf varða hvern-
ig okkur vegnaði í lífinu. Hún var
einlæg í trú sinni á æðri mátt þótt
hún talaði sjaldan um það, en okk-
ur vinum hennar var ljóst að þessi
trú var henni mjög mikilvæg, ekki
síst síðustu tvö árin. Haustið 2018
greindist Hafdís með alvarlegan
sjúkdóm sem ef til vill var farinn
að skjóta rótum í síðustu hjóla-
ferðinni okkar. Hún tókst á við
sjúkdóminn með æðruleysi, þraut-
seigju og ást sinni á lífinu, að lífið
skipti öllu máli og það ætti að
njóta þess án þess að afneita dauð-
anum, hann kæmi hvort sem er.
Við söknum Hafdísar, en gleðj-
umst yfir því að hafa átt samleið
með henni og njótum minning-
anna.
Við sendum Baldvini, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegustu samúðarkveðjur.
Jóhanna og Wilhelm,
Elfa og Jóhann.
Minni kvenna
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matthías Jochumsson)
Berglind Hafsteinsdóttir, for-
maður Flugfreyjufélags Íslands.
Hafdísi vinkonu minni kynntist
ég fyrir rúmum tuttugu árum þeg-
ar hún réð mig til starfa í þjálfun
flugfreyja og flugþjóna hjá Ice-
landair. Hafdís var óhrædd við að
gera breytingar og hún kom með
nýjar áherslur og ferskan blæ inn
í þjálfunina. Hún hafði þann hæfi-
leika að fá alla með sér með sínu
ákveðna en ljúfa fasi. Það var allt-
af gaman að kenna með Hafdísi og
maður lærði ávallt eitthvað nýtt.
Hún var fyrirmynd okkar allra og
ég er ein af þeim sem eiga henni
gríðarlega mikið að þakka.
Eftir að Hafdís hætti að kenna
hittumst við því miður sjaldnar en
við héldum ávallt sambandi. Það
var mikill heiður að fá að fara með
Hafdísi í síðasta flugið hennar og
gleðjast á eftir með henni á ynd-
islegu heimili þeirra Baldvins með
fjölskyldu og vinkonum í tilefni
starfsloka.
Allt sem Hafdís tók sér fyrir
hendur gerði hún vel. Eitt af því
var golfið og það var einmitt á
golfvellinum sem við hittumst í
síðasta skiptið. Við fórum Landið
og næst átti að spila Ána. Þegar ég
mætti tilkynnti Hafdís mér að nú
væri keppni og að sjálfsögðu stóð
hún uppi sem sigurvegari. Því
miður tókst henni ekki að sigra
meinið en það var aðdáunarvert
að sjá hvernig hún nýtti tímann
með fjölskyldu og vinum þrátt fyr-
ir veikindin.
Elsku Baldvin og fjölskylda, ég
votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð. Hafdísar verður sárt sakn-
að en hún skilur eftir sig góðar
minningar sem ylja.
Sigrún Stefanía Kolsöe.
Það er komin kveðjustund.
Minningarnar hrannast upp og
allar góðar. Það segir kannski
mest um Haddý, kæra vinkonu og
eina af okkur 20 skvísum sem hafa
haldið hópinn og spilað golf saman
í meira en 20 ár. Það var okkur
mikið áfall þegar hún greindist
með illvígan sjúkdóm og um leið
ótrúlegt því að hún hafði alltaf
hugsað svo vel um sig, bæði á lík-
ama og sál. Hún var mikill lífs-
kúnstner, orkubolti sem elskaði að
hreyfa sig, hjóla, synda og lét sig
ekki muna um að spila 18 holur
fyrri part dags og var mætt til
vinnu seinni partinn í flug til New
York! Vel á minnst – Haddý kaus
frekar að ganga völlinn en að sitja
í golfbíl.
Hún kunni vel að njóta, var
dugleg að sækja leikhús og tón-
leika þar sem djassinn var í miklu
uppáhaldi. Haddý hafði afskap-
lega fallega og góða nærveru, hún
bar umhyggju fyrir okkur öllum
og hlustaði þegar til hennar var
leitað og var með eindæmum
ráðagóð. Vandamál voru til að
leysa.
Ekkert drama, takk! Hún hafði
góðan húmor og alltaf var hlátur-
inn og glettnin skammt undan.
Haddý var mikil smekkmann-
eskja sem m.a. endurspeglaðist í
hennar fallega heimili. Við dáð-
umst að þessari fallegu vinkonu
okkar, einstökum styrk hennar,
bjartsýni og hógværð.
Ekki alls fyrir löngu hældi ég
henni fyrir hógværðina og lífs-
leiknina, hún var snögg til svars:
„Ég er nú búin að vera svo lengi
með góðan sálfræðing,“ og vísaði
þar í Baldvin, manninn sinn. Hans
missir, barna og barnabarna er
mestur og vottum við þeim og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð. Haddý kveðjum við með
söknuði og minnumst hennar
ávallt með virðingu og þakklæti.
Hvíl í friði elsku Haddý, ljúfan
okkar.
Fyrir hönd golfhópsins nalúK,
Guðný Eysteinsdóttir.
Hafdís, elsku vinkona mín, ég
er svo þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast þér í lífinu.
Orkubolti, næm, hnyttin, já-
kvæð, lausnamiðuð og hláturmild
eru orð sem koma til mín þegar ég
hugsa til þín.
Þegar ég kom í fjölskylduna tók
ég eftir konu sem gustaði af, afar
smart og hafði góða nærveru.
Ég hlakkaði alltaf til að hitta
þig og ég gat vitað að það var ávís-
un á skemmtilegan dag ef þú áttir
bókaðan tíma. Það voru gefandi
samtöl, góð ráð, nærandi samvera
og að fara yfir það nýjasta í hönn-
un hverju sinni. Þú varst ein af
mínum uppáhaldskonum og ég lít
upp til þín um ókomna tíð.
Ég hef aldrei vitað um neinn
sem lifði lífi sínu eins vel og þú
gerðir. Þú nefnilega nýttir tímann
svo vel. Þú gerðir eflaust meira en
tvær manneskjur myndu ná að
gera á sinni ævi. Svo létt á fæti og
allt einhvern veginn ekkert mál.
Þú varst svakalega næm og flink
að lesa í aðstæður. Þú hafðir nefni-
lega eitthvað svona auka sem erf-
itt er að útskýra.
Takk fyrir að hafa verið til stað-
ar og takk fyrir að hafa sýnt mér
og mínum áhuga. Takk fyrir að
fegra heiminn svo um munar fyrir
okkur hin. Smekkleg frá a-ö, hvort
sem það var í klæðaburði, hári,
tísku eða innanhússhönnun. Al-
gjör heimskona og alltaf einu
skrefi á undan.
Elsku vinkona, þú varst ein af
mínum uppáhaldsmanneskjum.
Hvernig þú varðir þínum síðustu
mánuðum hér á jörðu er aðdáun-
arvert að horfa til. Styrkur þinn,
jákvæðni og að leggja áherslu á
það sem skipti þig máli er ákveðin
listgrein út af fyrir sig. Þú ert mér
fyrirmynd og samband ykkar
Baldvins algjörlega einstakt. Svo
falleg hjón og samrýnd.
Takk fyrir allt elsku Hafdís. Ég
mun sakna þín mikið. Þangað til
næst. „Love you.“
Edda Sif
Guðbrandsdóttir.
Elsku vinkona okkar Rúnars,
Hafdís, er látin eftir harða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Rúnar
kynnti mig fyrir vinum sínum
Hafdísi og Baldvini þegar við vor-
um nýbyrjuð saman fyrir rúmum
50 árum. Síðan höfum við verið
vinir og hafa samskipti okkar auk-
ist með árunum.
Það var mikið áfall að fá þær
fréttir fyrir rúmum tveimur árum
að Hafdís hefði greinst með
krabbamein. Hvernig gat það ver-
ið? Hún svo full af orku og dugn-
aði. Hafdís bauð okkur oft heim til
sín í mat. Það voru yndislegar
samverustundir þar sem við
ræddum um lífið og tilveruna yfir
frábærum mat og drykk.
Við eigum yndislegar minning-
ar með vinum okkar þeim Hafdísi
og Baldvini á þessum 50 árum. Á
Þýskalandsárunum var ekkert
mál að pakka 2 ungum börnum í
aftursæti á litlum FIAT og keyra
250 km frá Heidelberg til Konst-
anz til að hitta vini okkar í 2-4 klst.
og keyra svo til baka að kvöldi.
Takk, elsku vinir, fyrir yndis-
lega samveru. Skíða- og golfferðir
til Austurríkis og ferðin til Suður-
Afríku og svo allar samverustund-
irnar á Spáni. Yndislegar minn-
ingar sem eru núna svo mikilvæg-
ar. Við söknum elsku Hafdísar.
Elsku Baldvin, Tinna, Ívar,
Fannar og fjölskyldan öll. Innileg-
ar samúðarkveðjur til ykkar.
Megi guð gefa ykkur styrk í sorg
ykkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Jóhanna og Rúnar.
Ég kem inn á Lynghaga í litlu
íbúðina þar sem Haddý og Bald-
vin hófu sinn búskap. Sú sýn er
mér ógleymanleg. Í eldhúsinu sit-
ur Tinna litla á koppnum, vær og
góð, og Haddý stendur við elda-
vélina að baka með annarri og
elda með hinni. Hún var alltaf með
mörg járn í eldinum og svo óend-
anlega dugleg.
Við kynntumst í þriðja bekk í
MR og fljótlega tókst með okkur
náin og falleg vinátta. Við mennt-
uðum okkur síðan hvor í sínum
geiranum, hún sem kennari og ég
sem meinatæknir, en við störfuð-
um sem flugfreyjur alla tíð.
Haddý varð síðan öryggiskennari
hjá Icelandair, enda var hún
fæddur kennari. Ári seinna sótti
ég um kennslu með Haddý og
fékk starfið sem var mér mikið
gæfuspor, enda aldrei lognmolla í
kringum hana Haddý mína. Nem-
endur okkar gáfu hverjum kenn-
ara álit með einni setningu. Um
okkur sögðu þau: Haddý og Þór-
eyju getum við ekki tekið í sundur.
Þær eru eins og eitt, eða réttara
sagt eins og gömul hjón sem tuða
og þrasa, en allt í góðu.
Ferðalög okkar og þeirra hjóna
voru alltaf ávísun á gleði og gaman.
Skíðaferðir í Alpana voru margar.
Vandamálið fyrir mig var að það
virtist óhjákvæmilegt að fara niður
svartar brekkur. Á efstu brún á
einni slíkri titraði ég og skalf og
hvíslaði að Haddý: „Ég þori bara
ekki niður.“ Hún leit á mig og sagði
þessa gullvægu setningu: „Þórey,
við látum það ekki spyrjast að við
förum ekki niður!“ Þá var það
ákveðið. Á Ströndum bröltum við
upp og niður erfið fjöll með allt á
bakinu en sælan var mikil þegar
stríðið var unnið. Sumar-og vetr-
arferðir á Mýri og svo Spánarferðir
má nefna, en þar voru Haddý og
Baldvin á heimavelli. Já, líf okkar
hefur verið samtvinnað.
Við hjónin giftum okkur í sept-
ember 1974, og ákváðum að fara
saman í brúðkaupsferð á 20 ára af-
mælinu.
Við ætluðum að sigla um Kar-
abíska hafið. Dag einn stóð ég í
eldhúsi í flugvél og nefni að við
Haddý séum að fara saman í þessa
ferð. Þá kvað við þessi dásamlega
setning: „Er mönnunum ykkar
boðið með?“
Vorið 2019 fórum við Haddý í
slökunarferð. Hún hafði lokið
meðferð og okkur fannst lífið
blasa við. Við fórum á jógasetur á
Spáni.
Þarna vorum við í viku og lifð-
um á grasi og jurtatei. Við sökn-
uðum ýmislegs og síðasta daginn
erum við rétt lagðar af stað í
göngutúr á ströndinni þegar
Haddý segir: „Sérðu þetta fallega
kaffihús, það er örugglega æðis-
legt kaffi þarna!“ Þessi setning
ómar trekk í trekk og loks læt ég
bara vaða og segi: „Haddý, við er-
um að fara á morgun og nú fáum
við okkur kaffi og sitjum og horf-
um yfir sjóinn.“ Við vorum eins og
litlar stelpur að óþekktast.
Hjónaband Haddýjar og Bald-
vins var einstaklega fallegt og ein-
kenndist af virðingu og mikilli vin-
áttu.
Elsku Baldvin, Tinna, Ívar,
Fannar og fjölskyldur, hugur
minn er hjá ykkur. Megi Guð
styrkja ykkur í sorginni. Minning-
in um stórkostlega konu mun lifa
með okkur öllum.
Elsku besta Haddý mín, við
sjáumst í Sumarlandinu eins og
við töluðum um og ég veit sem er
að þú verður búin að gera og
græja eins og þér einni er lagið.
Ég kveð þig að sinni, þín að ei-
lífu,
Þórey Björnsdóttir.
Margs er að minnast eftir rúm-
lega fimmtíu ára kynni, sem hóf-
ust í Vogaskóla.
Hafdís vinkona okkar var dug-
leg, kjörkuð og félagslynd. Hún
var einnig hugmyndarík, ef átti að
gera sér dagamun datt henni allt-
af eitthvað í hug.
Fyrir um þrjátíu og fimm árum
ákváðum við vinkonurnar að hitt-
ast reglulega yfir kaffibolla eða
góðum mat. Þá voru dægurmálin
tekin fyrir, fjölskyldumál og allt
milli himins og jarðar krufið. Við
gátum rætt hlutina og verið vissar
um að það sem um var rætt færi
ekki lengra.
Hún hugsaði vel um heilsuna,
kom til dæmis oft langar leiðir
hjólandi að hitta okkur. Hún ekki
aðeins hjólaði, hún stundaði skíði,
golf, göngur og sund, alltaf tilbúin
að reyna eitthvað nýtt.
Haddý, eins og hún var alltaf
kölluð í okkar hópi, var smekk-
kona, alltaf fallega klædd og þau
Baldvin áttu einstaklega fallegt
heimili.
Okkur er sérlega minnisstætt
þegar Sigrún bjó í London og við
vinkonurnar fórum í heimsókn.
Sigrún búin að undirbúa allt af
kostgæfni. Skoðuðum allt það
markverðasta, borðuðum góðan
mat og fengum okkur meira að
segja „afternoon tea“ að breskum
sið. Hlógum mikið og skemmtum
okkur. Ógleymanlegir dagar.
Nú kveðjum við góða vinkonu
og sendum Baldvini, Tinnu Björk,
Ívari, Fannari og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Málfríður, Kristín og Sigrún.
Haddý hefur kvatt okkur allt of
snemma. Hún er umvafin birt-
unni, hugulseminni, fegurðinni og
kærleikanum sem hún skapaði
sjálf með lífinu sínu. Of snemma,
fyrir elsku Baldvin, börnin sín og
barnabörn, of snemma fyrir systk-
ini sín, alla vinina sína, en ekki síst
fyrir sig sjálfa, hafði svo margt á
prjónunum, svo skemmtilegt fram
undan, svo margar góðar minn-
ingar að skapa með sínum. En
henni tókst, með lífi sínu, að upp-
skera birtu og skínandi minningar
sem standa fallegar hlið við hlið í
flæðandi röðum. Þökkum henni
fyrir þær.
Hafdís Engilbertsdóttir er fyr-
irmynd, hún stendur ávallt í
stafni, kletturinn sem aðrir leita
til, ábyrgðarfulla dóttirin, systirin,
tengdamóðirin, vinurinn. Leiftr-
andi sposk og uppfinningasöm á
skemmtilegar hugmyndir, lausna-
miðuð, hreinskiptin, heiðarleg, yf-
irveguð, sett í ábyrgðarstöður.
Hún sýndi glögglega úr hverju
hún var gerð í veikindum sínum.
Æðruleysið bar við himin, auð-
mýktin gagnvart þessum vonda
gesti var alger. Við grátum hana
gengna, en þökkum eilíflega sam-
veruna með henni, hlýjuna, um-
hyggjuna, gleðina og röggsemina.
Við höfum átt samleið ríflega í
hálfa öld, bekkurinn okkar í MR
staðið þétt saman, saumaklúbbur-
inn okkar, Síta, jafngamall sólinni.
Við urðum samferða í KHÍ og
Tinna Björk varð skábarnið okkar
allra um tíma. Ekkert benti til að
við eltumst neitt að ráði, lífið var
alltaf jafn skemmtilegt og spenn-
andi. Við erum nú harkalega
minnt á eilífðarverkefnið. En sam-
tímis minnir Haddý okkur á að
brosa gegnum tárin, muna það allt
sem hún gaf okkur með sjálfri sér,
muna að við höfum verk að vinna,
enn um stund. Það vorar á ný.
Ég votta Baldvini, Tinnu Björk,
Ísak og Fannari, Kristjáni, Sif,
Evu og Andra sérstaklega samúð
mína.
Fyrir hönd saumaklúbbsins
Sítu og bekkjarsystkinanna úr
KHÍ,
Áslaug Kirstín.
„Sjáumst elskan“ var kveðja
þín er við föðmuðum hvor aðra
með auðmýkt
og tárum, við vissum báðar í
hvað stefndi en ekki hvenær.
Sagt er að sorgin og gleðin séu
systur tvær. Meðan ég beið eftir
mínu öðru ömmubarni í Gauta-
borg sofnaðir þú vært inn í bjarta
ljósið í Sumarlandinu, sem við
höfðum rætt um og vorum svo
sammála um, eftir hetjulega bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm.
Elsku Haddý mín, þú ert og
verður mín stóra fyrirmynd, við-
horf þín til lífsins og tilverunnar
eru svo falleg og gefandi. Vinátta
okkar hefur verið kærleiksrík og
vaxandi í yfir 40 ár frá því á ljós-
unum á Randersvej þegar litla
fjölskyldan þú, Baldvin og Tinna
voruð að flytja frá Þýskalandi til
Árósa.
Mér vefst tunga um tönn að
reyna að lýsa þér. Falleg, mynd-
arleg, úrræðagóð, jákvæð, lífs-
glöð, létt í lund, traust, stoð mín og
stytta. Þú kynntir mér golfið eins
og margar aðrar nýjungar og við
eignuðumst fallegan sælureit á
Campo þar sem við áttum yndis-
SJÁ SÍÐU 26