Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
konu sinni. „Hún erfði hús þar,
okkur leist vel á það og eftir að
hafa mátað okkur við staðinn
ákváðum við að flytja hingað. Það
tekur bara tvo og hálfan tíma að
keyra til Akureyrar og hálftíma að
fljúga. Það er flogið þangað alla
virka daga og er líklega ódýrara en
að keyra.
Fjölskylda
Eiginkona Finnboga er Sigrún
Lára Shanko, f. 13.10. 1955, lista-
maður. Foreldrar Sigrúnar Láru:
Walter Shanko og Hulda Þorgríms-
dóttir, f. 11.5. 1928, d. 27.6. 2015.
Kjörfaðir Sigrúnar er Gunnar Her-
mannsson, f. 2.10. 1935, vélstjóri í
Hafnarfirði og ekkill Huldu. Fyrri
eiginkona Finnboga er Aðalheiður
Kristjánsdóttir, f. 28.2. 1955, skrif-
stofumaður.
Sonur Finnboga og Estherar H.
Guðmundsdóttur er Steinbergur, f.
30.7. 1973, lögfræðingur í Reykja-
vík, Kona hans er Hrafnhildur
Valdimarsdóttir og dætur þeirra
eru Dagmar Linda, f. 1999, og
Matthildur, f. 2002. Dóttir Finn-
boga og Aðalheiðar Kristjánsdóttur
er Geirþrúður Hjörvar, f. 7.8. 1977,
listamaður í Reykjavík. Börn Sig-
rúnar Láru eru María Ásmunds-
dóttir Shanko, f. 2.2. 1978, og Atli
Grímur Ásmundsson, f. 12.6. 1979.
Börn Maríu eru Kjartan Skarphéð-
insson, f. 1998, Alexandra Díana
Hjaltadóttir, f. 2009, og Sigrún Ása
Bjarnardóttir, f. 2015.
Systkini Finnboga: Bergljót, f.
3.1. 1946, d. 8.3. 1946; Tryggvi, f.
16.10. 1954, ljósmyndari, búsettur í
Reykjavík; Jóhanna, f. 7.9. 1957,
skrifstofumaður, búsett í Chicago í
Bandaríkjunum, og Þormóður, f.
22.8. 1963, flugrekstrarfræðingur,
búsettur í Montréal í Kanada.
Foreldrar Finnboga voru hjónin
Þormóður Hjörvar, f. 24.5. 1922, d.
31.12. 1970, loftsiglingafræðingur
og Geirþrúður Finnbogadóttir
Hjörvar, f. 17.6. 1923, d. 6.6. 2019,
sjúkraliði. Þau voru búsett í
Reykjavík og Garðabæ.
Finnbogi Rútur
Þormóðsson
Eyrún Jónsdóttir
húsfreyja á Árgilsstöðum í Hvolhr.,Rang.
Kristján Jónsson
bóndi á Árgilsstöðum
Jóhanna Kristjánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Finnbogi Rútur Ólafsson
rafvirki í Reykjavík
Geirþrúður Finnbogadóttir
sjúkraliði í Garðabæ
Guðrún Aradóttir
húsfreyja í Múla
Ólafur Kristjánsson
bóndi og sjómaður í Múla í Gufudalssveit
Guðbjörg Sigríður Jóhannesdóttir
húsfreyja á Litla-Vatnshorni í
Haukadal,Dal. og í Reykjavík
Daði Daðason
bóndi á Litla-Vatnshorni, síðar
verkamaður í Reykjavík
Rósa Daðadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Helgi Hjörvar
útvarpsmaður og rithöfundur í Reykjavík
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Drápuhlíð
Salómon Sigurðsson
bóndi í Drápuhlíð í Helgafellssveit
Úr frændgarði Finnboga Rúts Þormóðssonar
Þormóður Hjörvar
loftsiglingafræðingur
í Garðabæ
DR . MATTHEW
WALKER
DR . ERLA
BJÖRNSDÓTTIR
Svefn
22 . NÓVEMBER 2021
SVEFN ER EINSTÖK RÁÐSTEFNA ÞAR SEM FARIÐ
VERÐUR ÍTARLEGA YFIR MIK ILVÆGI SVEFNS FYR IR
EINSTAKLINGINN, FJÖLSKYLDUNA , FYR IRTÆKI OG
SAMFÉLAGIÐ Í HEILD .
KYNNTU ÞÉR RÁÐSTEFNUNA Á B E T R I S V E F N . I S
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á TIX . I S
spéspegill
„AMMA GRÆDDI DÁGÓÐA SUMMU ÞEGAR
HÚN SELDI GÖMLU FÓTBOLTAMYNDIRNAR
ÞÍNAR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga alltaf
varasjóð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN.
HUNDURINN MINN FER ALLTAF
UPP Í SÓFA. HVAÐ Á ÉG AÐ
GERA?”
VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF!
SITTU Á
GÓLFINU
HVERS VEGNA ERTU SVONA
ÁHYGGJUFULLUR? ÞAÐ ER
EKKI SKÝ Á HIMNI!
HÁLT Í
BLEYTU
Ég fékk gott bréf frá gömlumvini þar sem stendur: „Árni
Gunnarsson kvikmyndagerð-
armaður frá Flatatungu í Skaga-
firði skrifar:
„Julian Veith járnaði fyrir mig
Djarf frá Flatatungu, en Djarfur er
í umsjón Þórgunnar dóttur Siggu
systur (prests) og Tóta.“ – Til skýr-
ingar skal þess getið að Sigga er
Sigríður Gunnarsdóttir sókn-
arprestur á Sauðárkróki og Tóti er
Þórarinn Eymundsson, hinn lands-
þekkti knapi og hestamaður.
Julian var að járna Djarf,
járnum Djarfur svellið svarf.
Þar mun hann styrkur standa,
studdur af heilögum anda.
Jón Kristjánsson fyrrverandi al-
þingismaður og ráðherra skrifar:
„Ég sá á Facebook mynd af Árna
Björnssyni pottfélaga mínum, þar
sem hann var í byrgi Fjalla-
Eyvindar inni í Herðubreið-
arlindum fyrir rúmlega þremur
áratugum. Þetta rifjaði upp að fyrir
nokkrum árum var afhjúpað minn-
ismerki á Hveravöllum um Eyvind
og Höllu sem heitir „Fangar frels-
isins“ ef ég man rétt. Verkið er eft-
ir Magnús Tómasson. Hjálmar
Jónsson og Guðni Ágústsson
kynntu þennan viðburð í fjölmiðlum
og sögðu að að lokinni afhjúpun
yrði gestum boðið upp á kjötsúpu
að hætti Fjalla-Eyvindar. Sagan
segir að kjöt Eyvindar hafi ekki
verið vel fengið. Af því tilefni setti
ég þetta saman“:
Þá má sjá á fjöllum fingralanga
þá féið er í sumarhögum laust,
á björtum degi blærinn strýkur vanga
en bændur ættu að smala snemma í
haust.
Ingólfur Ómar gaukaði að mér
vísu sem hann orti á mánudags-
morgun og var að fara til vinnu:
Saman bind ég línur ljóðs
lund í skyndi hlýnar.
Meðan kyndir ylur óðs
Andans lindir mínar.
Hallgrímur Jónasson kvað:
Einhver draugalýsulog
leika um jökulrætur;
nú er kalt á Kili og
kannske reimt um nætur.
Guðmundur Pjetursson bók-
bindari orti:
Leiður víst við ljáinn minn
læðist í mig geigur:
Á ég að trúa að andskotinn
ætli að verða deigur?
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af hestinum Djarfi
og föngum frelsisins