Morgunblaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is 19. febrúar 2021Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.21 Sterlingspund 179.23 Kanadadalur 101.79 Dönsk króna 20.95 Norsk króna 15.255 Sænsk króna 15.515 Svissn. franki 144.18 Japanskt jen 1.218 SDR 185.77 Evra 155.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.0571 Hrávöruverð Gull 1788.85 ($/únsa) Ál 2096.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.15 ($/fatið) Brent hið rétta væri að hún væri á bilinu 1-2%, eða 9-18 bitcoin á dag. Annað sem Kjartan minnist á og rætt er í minnisblaðinu er að því sé haldið fram að rafmyntir séu taldar „hornsteinn í ýmissi ólöglegri starf- semi“. Hið rétta sé að áætlað væri að um 0,34% af viðskiptum með raf- myntir hefðu tengst ólögmætri starfsemi árið 2020 en það hlutfall hefði stöðugt lækkað síðustu ár. Þáttaskil á síðasta ári Einnig er bent á að þáttaskil hafi orðið í sögu bitcoin á síðasta ári en þá hafi fjárfestingarsjóðir, vogunar- sjóðir og fjármálafyrirtæki hvers konar tekið við sér og talið sé að fjármagn þessara aðila hafi verið ein helsta ástæða mikilla verðhækk- ana myntarinnar á síðari hluta 2020. Kjartan segir að umræðan hér á landi síðustu daga beri þess merki að stjórnmálamenn hafi takmarkað haft fyrir því að kynna sér nýjar áherslur og breytta tíma í þeim að- stæðum sem nú einkenna bitcoin. Keyptu bitcoin fyrir 600 m.kr. AFP Mynt Fjárfestingarsjóðir, vogunarsjóðir og fjármálafyrirtæki fjárfesta.  Í fyrsta skipti yfir 50.000 dali  1-2% á Íslandi  Rafmyntaráð segir úreltar upplýsingar á kreiki BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í síðasta mánuði keyptu Íslending- ar rafmyntina bitcoin fyrir 600 milljónir króna hjá fyrirtækinu Myntkaupum ehf. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Rafmynta- ráð Íslands hefur sent frá sér og kynnti á fundi með Sjálfstæðis- flokknum fyrr í vikunni. Þar segir að Myntkaup bjóði lögmæta, ein- falda og örugga leið til þess að kaupa bitcoin á Íslandi. Í minnisblaðinu segir að Íslend- ingar hafi tekið mikið við sér í við- skiptum með bitcoin síðustu mánuði samhliða aukinni umfjöllun og verð- hækkunum á rafmyntinni. Fjöldi viðskiptavina Myntkaupa hafi þann- ig nær þrefaldast á síðustu tveimur mánuðum og séu nú um þrjú þús- und talsins, samkvæmt minnis- blaðinu. Verð á bitcoin hefur sveiflast mikið síðustu misseri og ár eins og fram kemur í minnisblaðinu, og fyrr í vikunni fór verð á einni bitco- in yfir fimmtíu þúsund bandaríkja- dali í fyrsta skipti. Til samanburðar kostaði bitcoin 400 dali við lok árs 2016 en var komið upp í tuttugu þúsund dali í desember 2017. Verð- ið hrundi svo árið 2018 um 80% og fór undir fjögur þúsund dollara. Úreltar upplýsingar Kjartan Ragnars, framkvæmda- stjóri Rafmyntaráðs, segir í samtali við Morgunblaðið að í fjölmiðla- umfjöllun síðustu daga hafi talsvert borið á alvarlegum staðreyndavill- um og úreltum upplýsingum sem Rafmyntaráð finni sig knúið til að leiðrétta og er vísað til umfjöllunar Fréttablaðsins í þessu samhengi. Þar sagði til dæmis, eins og bent er á í minnisblaðinu, hinn 11. febrúar, að átta prósent af námuvinnslu raf- myntarinnar færu fram á Íslandi en Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framtakssjóðurinn TFII slhf., sem er í vörslu og stýringu Íslenskra verðbréfa, og Hópsnes ehf., sem er eigandi Hringrás- ar og HP gáma, hafa komist að samkomulagi um að TFII eignist helmingshlut í Hringrás og HP gámum með kaupum á hlutafé af Hópsnesi og með því að leggja sameinuðu félagi til nýtt hlutafé. Hlutafjáraukningin verður nýtt til frekari uppbyggingar. Hrafn Árnason, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslensk- um verðbréfum, segir kaupverðið trúnaðarmál Fyrirtækin Hringrás og HP gám- ar voru sameinuð í ársbyrjun. Fjöl- skyldufyrirtækið Hópsnes átti fyrir- tækin tvö fyrir sameininguna en fram kom í Morgunblaðinu 12. jan- úar að velta þeirra væri áætluð um þrír milljarðar í ár. Hrafn segir fram- takssjóðinn sjá tækifæri á markaðn- um. Sjóðurinn eigi 86% hlut í félaginu Hreinsitækni og hafi horft til úr- gangs- og umhverfismála. „Við höfum verið að kynnast þess- um heimi og komið auga á mikil tæki- færi. Þetta eru samfélagslega ábyrg verkefni sem eru arðsöm fyrir þjóð- félagið og hluthafana á sama tíma.“ Spurður hvort hann sjái tækifæri til að sameina Hringrás og HP gáma annars vegar og Hreinsitækni hins vegar segir Hrafn ekki horft til þess til að byrja með en miklir möguleikar felist í samstarfi félaganna. Því fylgi mikið hagræði að hafa sameinað HP gáma og Hringrás um áramótin. Mikil verðmæti í sorpinu Spurður hvar tækifærin liggja bendir Hrafn á leiðir til að sækja meiri verðmæti í úrganginn. „Við erum að flytja út hátt í 100 þúsund tonn af brotajárni og málm- um og dekkjum frá Íslandi á ári en sem dæmi komast 25 tonn í einn 40 feta gám. Eins og [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] umhverfisráðherra hefur bent á eru verðmæti í sorpi. Það þarf aðeins að flokka það og gera meira úr því,“ segir Hrafn. Hringrás hyggist taka í notkun búnað til að kurla málma í Álhellu í Hafnarfirði. Með því verði hægt að flokka málm- ana betur og þannig auka verðmætið. Um leið sé dregið úr umfangi afurð- anna við útflutning og með því sé kol- efnisfótsporið lágmarkað. Samtalið hófst fyrir páska Spurður um aðdraganda kaupanna segir Hrafn að samtalið við Hópsnes- fjölskylduna hafi hafist fyrir páska í fyrra. Óvissa hafi þá verið um lóða- leigusamning Hringrásar í Kletta- görðum. Með því að þeirri óvissu var aflétt með kaupum Hringrásar á at- hafnasvæðinu í Álhellu hafi viðræður hafist á ný. Með samstarfinu við framtakssjóðinn TFII njóti fyrir- tækin tvö þess að hafa bakhjarl sem hafi almennt meira bolmagn en einkafjárfestar til fjárfestinga. Loks segir Hrafn engar breyting- ar fyrirhugaðar á stjórnun eða starfsmannamálum félaganna. Alex- ander G. Edvardsson og Jörgen Þór Þráinsson verði áfram framkvæmda- stjórar sameinaðs félags, en þeir voru framkvæmdastjórar Hringrás- ar og HP gáma fyrir sameininguna. Kaupir helmingshlut í Hringrás og HP gámum  Framtakssjóðurinn TFII slhf. kaupir nýsameinuð félög Hrafn Árnason Síminn hf. hagnaðist um rösklega einn milljarð króna á lokafjórðungi síðasta árs. Hagnaður félagsins óx um 39% milli ára, en hagnaður Símans var 760 milljónir króna á sama tímabili ár- ið á undan. Sé horft til ársniðurstöðu fé- lagsins þá nam hagnaður fyrir- tækisins rúm- lega 2,9 milljörð- um árið 2020 og dróst lítillega saman, en hagnaðurinn var tæp- lega 3,1 milljarður árið á undan. Eignir Símans námu í lok tíma- bilsins rúmum 65 milljörðum króna og stóðu nánast í stað milli ára. Eigið fé félagsins er 37,3 milljarðar og jókst lítillega, en það var 36,6 ma.kr. í lok árs 2019. Eiginfjárhlut- fall Símans er 57,2%. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að rekstrarnið- urstaða ársins 2020 sé vel ásætt- anleg. „Eins og þekkt er settu stór- ir heimsatburðir mark sitt á þetta óvenjulega ár, en samstæða Sím- ans komst ágætlega frá þeirri raun.“ Árið byrjaði vel Hann segir að árið hafi byrjað mjög vel hjá samstæðunni, en ýmis rekstraráhrif hafi komið fram í lok fyrsta ársfjórðungs þegar farald- urinn skall á. Reikitekjur hafi horf- ið að mestu og kostnaður í erlendri mynt aukist í krónum talið. Milljarðs hagnað- ur hjá Símanum  Heildarhagnaður ársins 2,9 ma.kr. Orri Hauksson Á köflum virðist mega skilja umræðuna á þann veg að milljarðar séu að streyma út úr íslenska hagkerfinu í þessari starfsemi. Það er auðvitað al- rangt og á ekkert skylt við raunveruleika málsins. Námuvinnsla rafmynta er einungis viðtekin hugtakanotkun um tölvur sem staðfesta áreiðan- leika og réttmæti færslna á bálkakeðjum á netinu. Sú tölva sem stað- festir færsluna fær verðlaun, eða svokölluð bálkaverðlaun (e. block reward), sem er ákveðið magn af þeirri rafmynt sem í hlut á. Í tilviki bitcoin er það 6,25 bitcoin. Sú mynt fer svo á bitcoin-addressu í umráð- um þess fyrirtækis sem stundar námuvinnsluna. Engir peningar fara því út úr íslenska hagkerfinu, ekki með nokkru móti. Tölvan fær verðlaun ÚR MINNISBLAÐI RAFMYNTARÁÐS ÍSLANDS ● Síðastliðinn þriðjudag var aðal- meðferð í deilu Fosshótela Reykjavík hf. og Íþöku fasteigna ehf. fyrir Héraðs- dómi Reykjaness. Athygli vekur að lög- maður Íþöku á með óbeinum hætti hagsmuna að gæta gagnvart Fosshót- elum. Í málinu er deilt um lögbann sem Fosshótel Reykjavík, sem er í eigu Ís- landshótela, fékk gagnvart leigusala sínum, Íþöku, og hvort sanngjarnt væri að fella niður leigugreiðslur félagsins tímabundið vegna óvæntra og ófyrir- séðra aðstæðna, sem sköpuðust vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Lögmaður Íþöku er Magnús Pálmi Skúlason en hann er varaformaður stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins. Sjóð- urinn á 9,25% hlut í fjárfestingarfélag- inu Kjölfestu sem aftur á 26,36% hlut í öðru fjárfestingarfélagi, S38. Síðast- nefnda félagið á 24,2% hlut í Íslands- hótelum, sem rekur Fosshótel, eins og greint var frá hér að framan. Lögmaður Íþöku með tengsl við Fosshótel Deila Fosshótel Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.