Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 6

Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjörtur Smárason hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Visit Green- land og tekur við starfi ferða- málastjóra Grænlands 1. apríl í vor. Hlutverk hans verður m.a. að stýra uppbyggingu grænlenskrar ferða- þjónustu þegar kórónuveirufaraldr- inum linnir. „Mér þykir gríðarlega spennandi að fara til Grænlands og ég held að þetta sé frábær tímasetning. Þar eru svo miklir möguleikar, gríðarleg þróun og útlit fyrir mikinn vöxt. Ég sé Grænland sem land tækifær- anna,“ sagði Hjörtur. Hann nam mannfræði við Háskóla Íslands, stjórnmálafræði í Lundi og viðskipti við CBS í Kaupmannahöfn. Hjörtur hefur starfað mikið við markaðs- setningu landsvæða víða um heim síðustu ár. Grænlendingar eru að gera þrjá nýja alþjóðaflugvelli. Verið er að lengja flugbrautir í Ilulissat og í Nuuk. Svo á að byggja nýjan flugvöll í Qaqortoq í Suður-Grænlandi. Þeir eiga að geta tekið á móti þotum svo það sé hægt að vera með beint milli- landaflug þangað. Nú er millilanda- flug til Grænlands frá Íslandi og Danmörku. Þotur fljúga til Kanger- lussuaq-flugvallar á vesturströnd- inni. Þaðan er flogið með minni flug- vélum til Nuuk og tekur flugið um eina klukkustund þar á milli. Von um aukinn vöxt næstu ár „Markmiðið næstu þrjú árin er að kynna Grænland, auka áhugann á því og eftirspurnina. Einnig að byggja upp ferðaþjónustuna innan- lands svo hún geti tekið á móti fleiri ferðamönnum. Við eigum von á vexti með tilkomu nýju flugvallanna og vonandi koma fleiri flugfélög til með að fljúga til Grænlands,“ sagði Hjörtur. Engar flugsamgöngur eru nú á milli Grænlands og Norður- Ameríku. Hjörtur sagði að Air Can- ada sé að skoða möguleika á flugleið á milli Toronto, Nunavuk í Norður- Kanada og Nuuk en ekkert hefur verið ákveðið. Grænland er gríðarstórt, strjál- býlt og vegalengdir miklar. Hjörtur sagði t.d. að Austur-Grænland sé 1,4 milljónir ferkílómetra að stærð eða eins og samanlagt Stóra-Bretland, Frakkland og Þýskaland og meira til. Þar búa alls 3.500 manns. Strandlengja svæðisins er 22.000 kílómetrar eða lengri en er á milli heimskautanna. Lengsti vegurinn á svæðinu er sex kílómetra langur. Flugferð frá Ittoqqortoormiit við Scoresbysund til Kulusuk er um 800 kílómetrar eða jafn löng og á milli Berlínar og London. Nuuk er spennandi lítil borg Engir vegir eru á milli helstu byggðarlaga landsins. Grænlands- jökull er alls staðar nálægur og svo eru fjöll, klappir og firðir. Mjög dýrt væri að byggja upp vegakerfi á milli þorpa. Samgöngur innanlands byggja því á siglingum og flugi. Arc- tic Umiaq Line annast strandferðir við vesturströndina og hefur við- komu í mörgum höfnum. Hjörtur sagði að Austur- Grænland, sem Íslendingar þekkja ef til vill best, sé ekki dæmigert fyrir allt landið. „Nuuk er mjög spennandi og al- þjóðleg borg í örum vexti. Nú búa í Nuuk um 18 þúsund manns eða nærri því jafn margir og á Akureyri. Þar á meðal er fólk víða að úr heim- inum. Í Nuuk er öll þjónusta, mikið um framkvæmdir og mikið að ger- ast,“ sagði Hjörtur. Hann sagði að íbúar dreifist mun jafnar um Græn- land en Ísland. „Nokkrir miðlungs- stórir bæir eru víða um Grænland en á Íslandi búa 2⁄3 hlutar þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu og svo eru nán- ast eingöngu lítil þorp eða kaup- staðir annars staðar.“ Hjörtur sagði að kastljósið hefði beinst að Grænlandi undanfarin ár, ekki síst eftir að Donald Trump, þá- verandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa landið. Það vakti áhuga fjöl- miðla á Grænlandi. Eigum margt sameiginlegt „Miðað við þá uppbyggingu ferða- þjónustu sem hefur verið á Íslandi sjáum við að það eru gríðarmikil tækifæri á Grænlandi. Það geta líka verið mikil samlegðaráhrif með ferðaþjónustu á Grænlandi og á Ís- landi. Þessi lönd höfða að stórum hluta til sama markhóps. Margir er- lendir ferðamenn sameina ferðir sín- ar til Íslands og Grænlands. Í sum- um tilvikum er Ísland bara viðkomustaður á leiðinni til Græn- lands sem er aðaláfangastaðurinn eins og hjá mörgum ferðamönnum frá Asíu. Náttúran sem við eigum er á margan hátt svipuð og býður upp á jöklaferðir og sjóferðir. Norðursigl- ing á Húsavík hefur til dæmis verið með mjög spennandi ferðir til Scoresbysunds og Aurora Arktika á Ísafirði hefur einnig boðið upp á skemmtilegar ferðir til Austur- Grænlands. Ég vonast til að fá að sjá aukið samstarf á milli íslenskra og grænlenskra fyrirtækja í ferðaþjón- ustu,“ sagði Hjörtur. Grænland er land mikilla tæki- færa og vaxtar í ferðaþjónustu  Hjörtur Smárason nýr ferðamálastjóri Grænlands  Möguleikar á samstarfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamálastjóri Grænlands Hjörtur Smárason sér mikla möguleika í uppbyggingu ferðaþjónustu á Grænlandi. Kangerlussuaq Náttúra Grænlands er stórbrotin og oft hrikaleg, sem heillar marga ferðamenn. Margir Asíubúar vilja heimsækja landið. Vel veiddist af loðnu í grennd við Vestmannaeyjar í gær, austan við Landeyjahöfn. Nokkur íslensku veiðiskipanna fengu góðan afla á þessum slóðum af loðnu sem hentar vel til frystingar og voru fregnir um 19% hrognafyllingu. Loðna virðist vera á stóru svæði fyrir Suðurlandi. Fregnir bárust í gær af rekinni loðnu í Víkurfjöru. Færeysk og grænlensk skip voru að veiðum í Meðallandsbug og síð- ustu norsku skipin, sem eiga eftir að ná kvóta sínum, voru úti fyrir Aust- fjörðum. Norsku skipin áttu í gær eftir að veiða um þúsund tonn af heimildum sínum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Fiskistofu voru þau í gær búin að landa hér samtals rúm- lega tíu þúsund tonnum á vertíðinni. Hardhaus í flotann Eitt norsku skipanna, sem enn eru á miðunum, er Hardhaus, sem Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur keypt. Að lokinni vertíð Norðmanna er ráðgert að skipið fari á loðnuveið- ar og beri þá nafnið Álsey VE. aij@mbl.is Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Loðna Víða snýst lífið þessa dagana um þennan litla en verðmæta fisk. Ágætur loðnuafli við Eyjar  Þrjú veiðisvæði  19% hrognafylling Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og félagar hans Juan Pablo Mohr frá Síle og Muhammad Ali Sadpara frá Pakistan eru taldir af. Ráðherra ferðamála í pakist- anska héraðinu Gilgit-Baltisan greindi frá þessu á blaðamanna- fundi í gær. Rúm vika er síðan þeir týndust þegar þeir reyndu að komast upp á tind K2, sem er sá næsthæsti í heimi. Mikil leit hefur staðið yfir að þeim, án árangurs. „Lifa í hjörtum okkar“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra eru þeim færðar þakkir sem komið hafa að umfangsmikilli leit að þremenningunum. Sérstakar þakkir fá stjórnvöld í Pakistan, einkum pakistanski herinn, Síle og á Ís- landi. „John Snorri, Ali og Juan Pablo munu að eilífu lifa í hjörtum okkar,“ segir fjölskyldan. Hún er þess fullviss að þeir hafi komist á tindinn, miðað við síðustu staðsetn- ingu á síma Johns Snorra, og eitt- hvað hafi komið fyrir á niðurleið- inni. „Sérfræðingar í veðri, fjallgöngu- menn og sérfræðingar frá pakist- anska hernum hafa komist að þeirri niðurstöðu að manneskjan geti ekki lifað svona lengi við svona erfiðar aðstæður. Þess vegna erum við að tilkynna að þeir séu látnir,“ sagði ráðherrann Raja Nasir Ali Khan. Hann bætti við að leit að líkum þeirra myndi halda áfram. Telja að John Snorri og fé- lagar hafi komist á tindinn  John Snorri, Juan Pablo og Ali Sadpara taldir af á K2 Fjallgöngumaður John Snorri Sig- urðsson hefur verið talinn af á K2. Rauði krossinn á Íslandi hefur ósk- að eftir auknu samtali við stjórn- völd vegna gagnrýni sem rekstur spilakassa, sem eru í eigu félagsins og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, hefur orðið fyrir und- anfarna daga. Tilgangur samtals við stjórnvöld á að vera að finna aðrar leiðir til að fjármagna verkefni Rauða kross- ins. Þá kallar félagið eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu svokall- aðra spilakorta, en slík munu tak- marka hversu mikið hver ein- staklingur getur spilað fyrir á einhverjum ákveðnum tíma. Vilja skoða spilakort

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.