Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 11
Það var handagangur í öskjunni fyrir utan hönnunarverslunina Scintilla Hospitality á Laugaveg- inum í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Þar voru mæðginin Linda Björg Árna- dóttir og Styr Júlíusson að ferja fleiri tugi kassa af varningi inn í búð. Þeim hafði sem sé verið að berast sending af eigin framleiðslu, sem er hönnuð á staðnum. Það eru fyrst og fremst vönduð sængurföt. Að sögn Lindu Bjargar hefur verið nokkur gestagangur í versl- uninni undanfarið en mestu varðar að ferðaþjónustan hrökkvi aftur í gang, enda eru textílvörurnar frá Scintilla einkum ætlaðar hótelum, enda þótt þær séu einnig seldar ein- staklingum á heildsöluverði. Við hliðina á Scintillu er ferða- mannaverslunin Ísbjörninn, þar sem vænta má að þess sé beðið af enn meiri eftirvæntingu að ferða- þjónusta hefjist aftur hér á landi. Um sinn verður Scintilla að reiða sig á innlenda verslun og Linda hef- ur ekki sérstakar áhyggjur af henni, enda sé Laugavegurinn á góðu róli þessi dægrin. Lagerinn á Lauga- vegi fylltur Morgunblaðið/Eggert Textílvörur Scintilla á Laugaveginum tók á móti nokkrum brettum af sængurfötum í gær. Mest af því er ætlað ferðaþjónustunni, þegar hún fer aftur í gang.  Fá hönnunar- sængurföt í förmum FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Immortelle blómið. Dýrmætur æskuelixír náttúrunnar Gullna andlitsolían okkar inniheldur nú hið nýja Immortelle ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum sem er náttúrulegur valkostur fyrir retínól. Olían hjálpar sýnilega við að draga úr hrukkum, endurheimtir ljóma húðarinnar og gerir hana silkimjúka. Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur? Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is aeilíf ! „Þegar barn sýnir streitumerki eða verður óttaslegið þegar sími gefur frá sér hljóð eða önnur merki um rafræn skilaboð getur það verið vísbending sem að það sé þolandi neteineltis. Það er mun algengara en fólk heldur og er stærsta ógnin sem börn og ung- menni standa frammi fyrir,“ segir Sema Erla Serdar, framkvæmda- stýra Æskulýðsvettvangsins, sem í gær stóð fyrir rafrænu námskeiði um birtingarmyndir, afleiðingar og vís- bendingar um neteinelti og leiðir til að sporna gegn því. Sema segir það eina stærstu ógnina sem börn og ung- menni standa frammi fyrir í dag. Æskulýðsvettvangurinn er sam- starfsvettvangur Bandalags ís- lenskra skáta, KFUM og KFUK á Ís- landi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Þessir aðilar vinna að sam- eiginlegum hagsmunum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðs- starfi og stuðla að uppbyggilegum, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi, segir í tilkynningu. Sema bendir á að vísbendingar um að neteinelti eigi sér stað séu margar. Flestar eigi þær það sameiginlegt að breytingar verða á hegðun þolanda. Á heimasíðu Æskulýðsvettvangs- ins, www.aev.is, eru alls kyns upplýs- ingar og verkfæri og hægt að til- kynna óæskilega hegðun. Netnámskeiðið í barnavernd er aðgengilegt hér: https://namskeid.aev.is Dæmi Netofbeldi gegn börnum er algengt og veldur miklum skaða. Ógn af netofbeldi í garð barna  Námskeið hjá Æskulýðsvettvangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.