Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
FASTEIGNIR
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Efnistökin er t.d þessi:
• Hvernig er fasteigna-
markaðurinn að
þróast?
• Viðtöl við fólk sem
elskar að flytja.
• Hvernig gerir þú
heimili tilbúið fyrir
fasteignamyndatöku?
• Viðtöl við
fasteignasala.
• Innlit á heillandi
heimili.
• Góðar hugmyndir
fyrir lítil rými.
Pöntun auglýsinga:
Sigrún Sigurðardóttir
569 1378
sigruns@mbl.is
Bylgja Sigþórsdóttir
569 1148
bylgja@mbl.is
KEMUR ÚT
26.
feb
búning sýningarinnar hafi orðið ljóst
að frásögnin, höfundareinkenni
Errós, yrði ráðandi þáttur í þeim
verkum sem valin yrðu. Úir þar og
grúir af táknum og tilvísunum, eins
og því er lýst, bæði í listasöguna og
sjónmenningu daglegs lífs.
Titill sýningarinnar er sóttur í
verk eftir Erró, „Raw Power“, og vís-
ar í þann ótamda sköpunarkraft sem
finna má bæði í verkum hans og ann-
arra sýnenda. Titillinn vísar í plötu
The Stooges þar sem Iggy Popp fór
fremstur í flokki og hann má sjá í ein-
hvers konar tilraunatanki í verki
Errós, vígalegan á svip og dálítið
pirraðan yfir meðferðinni.
Vísa í og vinna með listasöguna
Hinir listamennirnir 15 sem eiga
verk á sýningunni vinna í ólíka miðla,
m.a. skúlptúra, ljósmyndir, gjörn-
inga og málverk, og umfjöllunarefnin
eru margvísleg. „Samtímalistin í dag
er svo fjölbreytt og auðvitað er stór
hluti myndlistarmanna í dag gagn-
gert að vísa í og vinna með listasög-
una og það myndi ég segja að væri
stefið hérna,“ segir Birgir og í sum-
um verkanna eru vísanirnar býsna
augljósar en í öðrum öllu óljósari. Má
þar m.a. nefna málverk eftir Lukas
Bury, sjálfsmynd sem vísar greini-
lega til þekkts málverks Caspars
Davids Friedrichs þar sem göngu-
maður horfir yfir víðfeðmt landslag
og þríleik ljósmynda af gjörningi
Katrínar Ingu Jónsdóttur. Þetta
verk er tileinkað Carolee Schnee-
mann og Erró og verki hennar „Eye
Body: 36 Transformative Actions for
Camera“ frá 1963. Erró ljósmyndaði
nokkra gjörninga Schneemann og
bendir Birgir á að ef hann hefði ekki
gert það væru færri heimildir til í
dag um gjörningana.
Æpandi peysa
Birgir segist hafa dottið niður á tit-
ilinn þegar hann koma auga á fyrr-
nefnt verk Errós þar sem Iggy Pop
er í öndvegi með sinn dýrslega kraft.
„Við notuðum íslensku þýðinguna
„dýrslegur kraftur“ og hún setti líka
dálítið tóninn fyrir verkaval og
stemningu sýningarinnar,“ segir
Birgir og að hann hafi upphaflega
haft 30 listamenn á lista og endað
með helming þeirra á sýningunni.
Hinn dýrslegi kraftur birtist með
ýmsu móti, m.a. í tveimur peysum
eftir Ýri Jóhannsdóttur en á annarri
er opinn munnur sem tveir hand-
leggir lafa niður úr og á hinni út-
saumuð sjálfsmynd af listakonunni/
hönnuðinum að borða hamborgara
og franskar og drekka bjór. Peysan
með munninum er norsk og hinn æp-
andi munnur væntanlega vísun í
norska myndlistarmanninn Munch
og „Ópið“ hans víðfræga. Birgir segir
norsku peysuna í anda Errós að því
leyti að hún sé ákveðin „appropri-
ation“ eða eignarnámslist, listamað-
urinn sé í raun að vísa í og endur-
vinna líkt og Erró hefur til dæmis
gert í klippiverkum sínum og má
rekja mun aftar í tíma en til popp-
listar.
Ratleikur óþarfi
„Ég vildi ekki hafa tengingarnar of
augljósar en fannst líka óþarfi að búa
til algjöran ratleik,“ segir Birgir um
starf sitt sem sýningarstjóri. Hann
segir margar nálganir hafa verið
mögulegar, hann hefði til dæmis get-
að valið pólitísku leiðina en mikla
pólitík hefur mátt sjá í stórum hluta
verka Errós á löngum listamanns-
ferli hans. „Ef hann hefði starfað
meira í íslensku samfélagi værum við
að sjá miklu gagnrýnni verk á ís-
lenskt samfélag og stofnanir,“ bendir
Birgir á. Erró hafi alltaf speglað sinn
samtíma og oft á ögrandi hátt og
verk eftir hann, því til dæmis, verið
fjarlægð af sýningum.
Birgir nefnir að lokum að sannar-
lega sé líf og kraftur í sýningunni og
áhugavert að hann sé að stýra slíkri
sýningu þar sem hann sé þekktur af
sínum daufu og fíngerðu málverkum.
„Þegar þessu lýkur hverf ég aftur inn
í minn daufa heim,“ segir hann kím-
inn. Frekari upplýsingar um sýn-
inguna og sýningarskrá má finna á
listasafnreykjavikur.is.
Ótaminn sköpunarkraftur
Verkum 15 myndlistarmanna er stillt upp með verkum Errós á sýningunni Dýrslegur kraftur
Áhrif Errós meiri á íslenska myndlist en við gerum okkur grein fyrir, segir sýningarstjórinn
Ljósmynd/Eyþór Árnason
Sýningarstjórinn Birgir Snæbjörn Birgisson með stórt verk eftir Erró í bakgrunni á sýningunni.
Kraftur „Raw Power“, klippimynd eftir Erró frá 2009.
Áhrif Ljóshærð kona í bleikri loðpeysu, málverk eftir
Baldur Helgason sem er undir áhrifum af Erró.
Líkamslist Ein ljósmynd af þremur
í verki Katrínar Ingu Jónsdóttur
Hjördísardóttur, List er okkar eina
von! sem er tileinkað Carolee
Schneemann og Erró, verki hennar
Eye Body: 36 Transformative Act-
ions for Camera frá 1963.
Auk Errós eiga verk á sýning-
unni eftirfarandi listamenn:
Arngrímur Sigurðsson
Baldur Helgason
Einar Lúðvík Ólafsson
Gabríela Friðriksdóttir
Helgi Þorgils Friðjónsson
Jóhann Ludwig Torfason
Katrín Inga Jónsdóttir
Hjördísardóttir
Kristinn Már Pálmason
Lukas Bury
Sara Riel
Sigurður Ámundason
Valgerður Guðlaugsdóttir
Ýmir Grönvold
Ýr Jóhannsdóttir
Þórdís Aðalsteinsdóttir
15 listamenn
ÞAU SEM SÝNA MEÐ ERRÓ
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Við getum sagt að hér sé brotið blað
því loksins megum við snerta hann
og vera með honum og hann með
okkur,“ segir Birgir Snæbjörn Birg-
isson, sýningarstjóri nýrrar samsýn-
ingar sem opnuð var í gær í Lista-
safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og
ber titilinn Dýrslegur kraftur. Með
„honum“ á Birgir við Erró en á sýn-
ingunni er fléttað saman völdum
verkum eftir hann og verkum eftir 15
listamenn af ólíkum kynslóðum.
Samsýningar á borð við þessa, þar
sem verk Errós eru tengd við verk
yngri listamanna, eru fátíðar og
minnist Birgir þess ekki að slík sýn-
ing hafi verið haldin áður í safninu.
„Ég held að þetta sé eitthvað sem vel
mætti halda áfram með,“ segir Birgir
og bendir á að unnið hafi verið með
slíkt stefnumót kynslóða með verk
Ásmundar Sveinssonar og Jóhann-
esar Kjarvals, svo dæmi séu tekin.
„Ég veit alveg að Erró hefur haft
miklu meiri áhrif á íslenska myndlist
en við gerum okkur grein fyrir. Ég
tala líka af eigin reynslu, hann hefur
haft gríðarleg áhrif á mig og ég vona
líka að hér birtist kannski – af því
Erró hefur alltaf fylgst vel með okk-
ur – möguleiki á að sjá hvaða áhrif
við höfum haft á hann. Það er spenn-
andi líka og auðvitað er öll list al-
þjóðleg þannig að við erum í al-
þjóðlegu samhengi líka. Hér eru
listamenn sem eru að sýna alþjóðlega
og þetta er bara eitt tungumál, það er
ekki flókið og gaman að eiga þátt í að
koma á slíku samtali,“ segir Birgir.
Frjór og kraftmikill heimur
Á sýningunni má sjá verk eftir
Erró frá ólíkum tímum og þau sett í
samhengi íslenskrar samtímalistar.
„Verkin á sýningunni eru fjölbreytt
og vísa til og/eða endurspegla á einn
eða annan hátt þá fjölmörgu miðla
sem Erró er þekktur fyrir og þann
frjóa og kraftmikla hugmyndaheim
sem birtist okkur í verkum hans,“
segir á vef safnsins og að við undir-