Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Snorri Másson snorrim@mbl.is Níu eru í haldi lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu vegna morðsins á hinum albanska Armando Beqirai í Rauðagerði í Reykjavík um liðna helgi. Tveir voru handteknir í gær en fyrir voru sjö í gæsluvarðhaldi. Það kemur í ljós í dag hvort lög- regla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim sem var fyrstur handtekinn vegna morðsins, en úrskurður um hans varðhald rennur út kl. 16. Einn sakborninga í málinu er frá Íslandi og er talinn gegna veiga- miklu hlutverki í undirheimum á Ís- landi en aðrir frá Spáni, Litháen og Albaníu. Landsréttur á eftir að stað- festa varðhald yfir tveimur, en allir kærðu úrskurð um gæsluvarðhald til dómsins. Má ætla að dómurinn af- greiði þau mál á allra næstu dögum en almennt eru litlar líkur á að úr- skurðum í eins umfangsmiklum mál- um fáist hnekkt. Málið síður en svo stopp Lögreglan hefur þegar gefið út að hún telji sig hafa skotmanninn í haldi. Yfirheyrslur og húsleitir hafa verið áherslan síðustu daga. Mar- geir Sveinsson yfirlögregluþjónn, sem fer með málið, segir að rann- sókninni miði vel áfram miðað við umfang málsins, sem er verulegt. Hann segir að það sé ekki stopp: „Þegar við fáum fólk í gæslu- varðhald hlýtur það að vera eitthvað sem við höfum. Ég held að það hljóti að segja sig sjálft.“ Morgunblaðið hefur undir hönd- um ljósmyndir af skammbyssu sem hafa verið í dreifingu um samfélags- miðla. Heimildarmenn blaðsins telja að hún geti hafa verið notuð við verknaðinn. Margeir biðst undan því að tjá sig um það hvort lögreglan hafi þegar lagt hald á drápsvopnið og tekur ekki afstöðu til mynda sem fara í dreifingu í tengslum við málið. Vegna rannsóknarhagsmuna tjáir lögreglan sig ekki um einstaka þætti rannsóknarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögregla Rannsókn er enn í fullum gangi og hefur síðustu daga falist í umfangsmiklum húsleitum og handtökum. Varðhaldið rennur út síðdegis í dag að óbreyttu  Tveir handteknir í gær eftir umfangsmiklar húsleitir Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Rauðagerði Morðinu á Armando Beqirai hefur verið lýst sem aftöku. Guðni Einarsson Höskuldur Daði Magnússon Enginn greindist með kórónuveiru- smit innanlands í fyrradag, sjötta daginn í röð. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að ógreind kórónuveirusmit geti verið í sam- félaginu og minnti á það á upplýs- ingafundi í gær að ekki væri búið að útrýma veirunni. Bólusetningardagatal, með upp- lýsingum um forgangshópa og hve- nær áformað er að bólusetja þá, á að vera tilbúið til birtingar í dag. Ef það næst ekki þá á það að birtast sem fyrst eftir helgina, samkvæmt upp- lýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Dagatalið var gert í ráðuneytinu í samvinnu við sóttvarnalækni. Upp- lýsingarnar verða birtar með fyrir- vara um mögulegar breytingar á áætlunum um afhendingu bóluefna. Reiknað er með að um sjö þúsund skammtar af bóluefni gegn Covid-19 komi til landsins í næstu viku, viku 8. Þá verður haldið áfram að bólusetja eldri borgara og starfsfólk á hjúkr- unar- og dvalarheimilum. Í byrjun mars, viku 9, er svo ætlunin að bólu- setja heilbrigðisstarfsfólk í hópi 5. Hans Jakob Beck lungnalæknir, Pétur Magnússon forstjóri og Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækn- inga, sem allir starfa á Reykjalundi, skrifuðu grein sem birtist í Morgun- blaðinu 17. febrúar. Miðstöð endurhæfingar Þar sögðu þeir að Reykjalundur hefði lagt til að stofnuninni yrði falið „að starfrækja tímabundið miðstöð ráðgjafar og stuðnings vegna lang- vinnra afleiðinga Covid hér á landi“. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra var spurð hvort grípa þyrfti til sértækra aðgerða til að bregðast við eftirköstum Covid. „Heilbrigðisráðherra fól Sjúkra- tryggingum Íslands á liðnu ári að gera samninga við til þess bærar stofnanir um að sinna endurhæfingu sjúklinga með alvarleg eftirköst Covid-19. Ráðherra veitti 200 millj- ónir króna til samningsgerðar um þessa þjónustu. Reykjalundur er án efa réttur staður til að þróa þessa meðferð en margt er enn óljóst um hvernig greiningu og endurhæfingu þessa sjúkdóms skuli best háttað,“ sagði í skriflegu svari Svandísar. En er hún sammála því sem fram kom í greininni að erfitt sé að sinna þess- um vandamálum í núverandi kerfi? „Eftirköst Covid-19 eru nýr sjúk- dómur og því ekki óeðlilegt að heil- brigðiskerfið þurfi að aðlagast því hvernig best verði tekist á við grein- ingu og meðferð hans. Grunnstoðir kerfisins eiga þó að geta tekist á við þetta viðfangsefni eins og þær hafa hingað til gert með góðum árangri í Covid-faraldrinum,“ sagði Svandís. Hún sagði einnig aðspurð að hug- myndir greinarhöfunda um miðstöð greiningar og meðferðar við eftir- köstum Covid á Reykjalundi væru í samræmi við stefnu heilbrigðisyfir- valda og þegar til skoðunar í ráðu- neytinu. Von á 7.000 skömmtum í næstu viku  Bólusetningardagatal í samráði við sóttvarnalækni  Forgangshópur 5 bólusettur í byrjun mars  Ráðuneytið skoðar að gera Reykjalund að miðstöð greiningar og meðferðar við eftirköstum Covid Morgunblaðið/Eggert Upplýsingafundur Þórólfur minnti á að ekki sé búið að útrýma veirunni. „Þetta er óhikað gert á sama hátt og þeir gerðu í seðlabankamálinu,“ seg- ir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, um umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks, um viðskipti Sam- herja í Namibíu og Kýpur, sem sýndur var á RÚV í gærkvöld. Þorsteinn segir umfjöllunina áframhaldandi aðför Ríkisút- varpsins að Sam- herja og starfs- mönnum hans. Í þættinum voru forsvarsmenn Samherja sakaðir um sviksamlegt athæfi, m.a. gagnvart samstarfsfólki sínu í Namibíu sem með þeim ráku útgerðina Arcticnam. Höfundar skýrslu um rannsókn sem téðir samstarfsmenn hafa látið gera fullyrða að Samherjamenn hafi gerst sekir um að draga að sér fjármuni með því að ofgreiða félögum Sam- herja eða þeim tengdum fyrir þjón- ustu. „Þarna kemur ekkert fram sem ekki er hægt að hrekja. Verulegar skattgreiðslur voru greiddar til Ís- lands vegna skipa sem aldrei komu til Íslands,“ segir Þorsteinn. Hann bætir því við að hann hafi nýlega fengið skýrslu rannsakenda sem ráðnir voru af fyrrverandi sam- starfsmönnum Samherja í Namibíu undir hendur og segir hana uppfulla af fyrirvörum. „RÚV hefur mikið af gögnum sem enginn annar hefur og sýndi okkur engin gögn.“ Fullyrð- ingar um að fiskur hafi verið seldur á undirverði hafi verið settar fram með þeim fyrirvara að rannsakendur hafi ekki séð fisksölureikninga. „Það eru mjög margir fyrirvarar í þessari skýrslu sem við munum svara fyrir. Fyrirvörunum sér RÚV ekki ástæðu til að gera grein fyrir,“ segir Þor- steinn. „Ég verð ekki andvaka yfir þessum þætti í nótt.“ Varðandi skýrslu vegna rannsókn- ar sem Samherji lét gera um eigin starfsemi segir Þorsteinn að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hún verði gerð opinber bráðlega. karitas@mbl.is „Ekkert sem ég missi svefn yfir“  Minnir Þorstein á seðlabankamálið Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.