Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.02.2021, Qupperneq 35
Forkeppni HM karla B-riðill: Slóvakía – Ísland .................................. 79:94 Kosovó – Lúxemborg........................... 89:99 Ísland 5 4 1 431:371 9 Lúxemborg 5 2 3 397:409 7 Slóvakía 5 2 3 390:386 7 Kosovó 5 2 3 382:434 7  Ísland er komið áfram í aðra umferð for- keppninnar sem fer fram í ágúst. A-riðill: Portúgal– Hvíta-Rússland .................. 75:57 Kýpur – Albanía ................................... 88:66 Portúgal 5 4 1 363:317 9 Hvíta-Rússland 5 4 1 405:275 9 Kýpur 5 1 4 302:397 6 Albanía 5 1 4 319:400 6  Portúgal og Hvíta-Rússland eru komin áfram í aðra umferð forkeppninnar sem fer fram í ágúst. NBA-deildin Orlando – New York .......................... 107:89 Boston – Atlanta............................... 114:122 Philadelphia – Houston.................... 118:113 Chicago – Detroit ............................. 105:102 Minnesota – Indiana................. (frl.)128:134 Washington – Denver ...................... 130:128 Memphis – Oklahoma City .............. 122:113 New Orleans – Portland .................. 124:126 Golden State – Miami............... (frl.)120:112 LA Clippers – Utah............................ 96:114   ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021 Eitt ogannað  Sænski vinstri bakvörðurinn Jo- hannes Vall er genginn til liðs við Ís- landsmeistara Vals í knattspyrnu. Þetta staðfesti félagið á samfélags- miðlum sínum í gær en Vall, sem er 28 ára gamall, lék með Ljungskile í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann byrjaði 27 leiki liðsins í deildinni en varnarmaðurinn er uppalinn hjá Falkenbergs í Svíþjóð. Hann hefur einnig leikið með Norrköping og Ös- ters á ferlinum og þá á hann á að baki leiki með yngri landsliðum Svíþjóðar.  Endurhæfing Raúl Jiménez, fram- herja enska knattspyrnufélagsins Wolves, gengur vel en hann er byrj- aður að æfa og hreyfa sig eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik með liðinu í nóvember. Mexíkóinn var borinn af velli eftir slæmt höfuðhögg gegn Ars- enal í nóvember og er enn ólíklegt að hann geti spilað meira á þessu tíma- bili.  Danska stórskyttan Mikkel Hansen gæti verið á heimleið sumarið 2022 en hann leikur nú með franska stórliðinu PSG. TV2 heldur því fram að Hansen, 33 ára, hafi gert samkomulag við danska meistaraliðið Aalborg þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, en þeir voru á sínum tíma liðsfélagar hjá AG.  Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er með kórónuveiruna. Félag Heimis í Katar, Al-Arabi, segir frá þessu á samfélags- miðlum sínum í gær. Kemur þar fram að Heimir sé með veiruna og að hann verði því ekki á hliðarlínunni í næstu leikjum liðsins. Freyr Alexand- ersson er að- stoðarþjálfari Heimis og gæti því stýrt næstu leikjum en landsliðs- fyrirliðinn Aron Ein- ar Gunn- arsson er einnig á mála hjá liðinu. Orri Hlöðversson, formaður knatt- spyrnudeildar Breiðabliks, verður nýr formaður ÍTF, íslensks topp- fótbolta, og tekur hann við af frá- farandi formanni, Haraldi Haralds- syni en Orri staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Greint var frá því í gær að Geir Þorsteinsson væri einnig að sækjast eftir formennsku ÍTF en hann ákvað að draga framboð sitt til baka á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. ÍTF eru hags- munasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna. Orri verður formaður ÍTF Formaðurinn Orri Hlöðversson verður nýr formaður ÍTF. Tvö Íslendingalið voru að spila í Meistaradeild Evrópu í handknatt- leik í gærkvöldi og unnu þau bæði sannfærandi sigra í riðlum sínum. Pólska liðið Kielce vann 39:29- sigur á Elverum frá Noregi en Sig- valdi Björn Guðjónsson átti góðan leik fyrir Kielce, skoraði fimm mörk í leiknum. Kielce er með tveggja stiga forystu á Flensburg á toppi A-riðilsins, með 17 stig eftir 11 leiki. Þá vann Aalborg 38:29- sigur á Zagreb á heimavelli sínum í Danmörku. Arnór Atlason er að- stoðarþjálfari danska liðsins. AFP Drjúgur Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm í Meistaradeildinni. Sannfærandi í Meistaradeild HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Petar Jokanovic átti stórleik fyrir ÍBV þegar liðið heimsótti Aftureld- ingu í úrvalsdeild karla í handknatt- leik, Olísdeildinni, að Varmá í Mos- fellsbæ í tíundu umferð deildarinnar í gær. Jokanovic varði nítján skot í markinu, þar af tvö vítaköst, en hann hélt Eyjamönnum inni í leiknum með nokkrum frábærum vörslum í fyrri hálfleik. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 15:14, en í síðari hálfleik náðu Eyjamenn þriggja marka for- skoti þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka og innbyrtu 34:29-sigur í leikslok. Hákon Daði Styrmisson skoraði níu mörk fyrir Eyjamenn og þá átti ungstirnið Arnór Viðarsson mjög góðan leik og skoraði sjö mörk. „Eyjamenn nýttu sér veikleika Mosfellinga sem er fyrst og fremst reynsluleysi. Það var mjög augljóst hvernig Mosfellingar misstu allt sjálfstraust eftir því sem leið á leik- inn og það sást best á því að þeir köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað eftir að Eyjamenn náðu yfir- höndinni í leiknum. Það má ekki gegn jafn góðu hraðaupphlaupsliði og ÍBV og þrátt fyrir frábæra byrjun á mótinu mun það reynast Mosfellingum erfitt að safna stigum í næstu leikjum með marga lykilmenn í meiðslum. Á sama tíma fá yngri leikmenn liðsins afar dýrmæta reynslu í deild þeirra bestu sem mun fleyta liðinu langt á komandi árum,“ skrifaði undirrit- aður meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Ævintýraleg endurkoma Það virtist allt stefna í sigur Vals á Akureyri þegar liðið heimsótti KA í KA-heimilið en Valsmenn leiddu með þremur mörkum þegar rúm mínúta var til leiksloka, 27:24. Jóhann Geir Guðmundsson minnkaði muninn í 25:27-fyrir KA og Ari Bragi Eyjólfsson minnkaði mun- inn í eitt mark þegar tæp mínúta var til leiksloka. Valsmenn töpuðu boltanum í næstu sókn og Sigþór Gunnar Jóns- son tryggði Akureyringum jafntefli með lokamarki leiksins. „KA var að elta allan seinni hálf- leikinn en munurinn var alltaf tvö til fimm mörk. Valsmenn sigldu fram úr þegar styttist í leiknum og þeir voru fimm mörkum yfir þegar fimm mínútur lifðu. Á einhvern óskiljanlegan hátt náði KA að jafna leikinn. Valsmenn misstu menn út af og spiluðu óskyn- samlega úr sínu og því fór sem fór hjá þeim,“ skrifaði Einar Sigtryggs- son meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. FH-ingar á toppinn Þá er FH komið í efsta sæti deild- arinnar og upp fyrir Hauka eftir fimm marka sigur gegn ÍR í Kapla- krika, 34:29, en Haukar eiga þó tvo leiki til góða á FH. Sigur Hafnfirðinga var aldrei í hættu en þeir náðu snemma fimm marka mun, 8:3. FH-ingar juku for- skot sitt jafnt og þétt og náðu mest tíu marka forskoti í fyrri hálfleik, 19:9. Breiðhyltingar náðu að minnka forskot FH í fimm mörk í síðari hálf- leik en virkuðu þó aldrei líklegir til þess að koma til baka. Birgir Már Birgisson átti stórleik fyrir Hafnfirðinga, skoraði átta mörk, og þá skoruðu þeir Ásbjörn Friðriksson og Leonharð Þorgeir Harðarson sjö mörk hvor. Ólafur Haukur Matthíasson skor- aði níu mörk úr níu skotum fyrir ÍR en það dugði ekki til. Á Akureyri vann Stjarnan sjö marka sigur gegn Þór frá Akureyri í Höllinni þar sem þeir Tandri Már Konráðsson og Ólafur Bjarki Ragn- arsson skoruðu fimm mörk hvor fyr- ir Garðbæinga. Stjarnan leiddi með fjórum mörk- um í hálfleik, 12:8, en Garðbæingar náðu mest tíu marka forskoti um miðjan síðari hálfleikinn, 20:10. Ihor Kopyshyskyi var at- kvæðamestur í liði Þórs með sjö mörk. Þá vann Grótta sinn annan leik í deildinni í vetur þegar Framarar komu í heimsókn í Hertz-höllina á Seltjarnarnesi. Framarar byrjuðu leikinn af krafti og náðu mest fimm marka for- skoti í fyrri hálfleik, 15:10. Seltirn- ingar minnkuðu forskotið í eitt mark og Fram leiddi 17:16 í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi síðari hálfleiks en þegar fimm- tán mínútur voru til leiksloka tók Grótta frumkvæðið í leiknum og hélt því það sem eftir lifði leiks. Birgir Steinn Jónsson var marka- hæstur Seltirninga og skoraði sjö mörk og Daníel Örn Griffin fimm. Þá átti Stefán Huldar Stefánsson stór- leik í markinu og var með 45% mark- vörslu eða 22 skot varin. Vilhelm Poulsen var markahæst- ur Framara með sex mörk. Eyjamenn and- lega sterkari í Mosfellsbæ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Drjúgur Mosfellingar réðu illa við hinn 19 ára gamla Arnór Viðarsson.  KA kom til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir á lokamínútunum Katla Björg Dagbjartsdóttir úr Skíðafélagi Akur- eyrar hafnaði í 34. sæti í stórsviginu á HM í Cortina á Ítalíu í gær. Katla fór ferðirnar tvær á samtals 2:44,85 mín- útum og náði 34. sæti þótt hún hafi verið með rás- númer 75 sem þýddi að brautin var orðin afar erfið þegar hún fór niður í fyrri ferðinni. Raunar voru að- stæður krefjandi og margar snjallar skíðakonur keyrðu út úr brautinni. Katla verður 22 ára í haust en hún kemur úr mikilli skíðafjölskyldu því systur hennar, Tinna og Hrefna, voru báðar í landsliðinu. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármanni komst einnig niður brautina í báðum ferðunum og tími hennar samtals var 2:49,37 mínútur. Hafnaði Hólmfríður í 35. sæti en hún var með rásnúmer 58 og keppti fyrst Íslendinga á mótinu. Hólmfríður var með á HM fyrir tveimur árum og hafnaði þá í 49. sæti í stórsvigi og er því á uppleið. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir úr ÍR keyrði út úr í síðari ferðinni en var í 45. sæti eftir fyrri ferðina og var með rásnúmer 66. Hjördís Ingvadóttir úr Ármanni var dæmd úr leik eftir fyrri ferðina og fór af leiðandi ekki í þá síðari. Var hún með rásnúmer 77. Annað gullið hjá Gut-Behrami Lara Gut-Behrami frá Sviss varð heimsmeistari og hefur þá unnið tvær greinar á HM því hún sigraði einnig í risasviginu. Gut-Behrami skaust naumlega fram fyrir Mikaelu Shiffrin frá Bandaríkjunum sem var með forystuna eftir fyrri ferðina og virtist líkleg til að næla í sitt fyrsta gull í stórsvigi á HM. Svo fór ekki og Gut-Behrami sigraði og varð 0,02 sekúndum á undan Shiffrin. Þar með hafa svissnesku konurnar náð í fjögur gull í fyrstu fimm greinunum í kvenna- flokki en einungis keppni í svigi er eftir. sport@mbl.is Katla Björg í 34. sæti á HM Ljósmynd/Skíðasambandið Krefjandi Katla Björg Dagbjartsdóttir stóð sig vel við afar erfiðar aðstæður á Ítalíu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.