Morgunblaðið - 19.02.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Íslendingar eru ofarlega á blaði í
Evrópu hvað varðar magn heimilis-
úrgangs og hafa oft verið í 3.-4. sæti í
samanburði við önnur Evrópulönd,
samkvæmt upplýsingum frá Um-
hverfisstofnun. 2019 skilaði hver íbúi
Íslands að meðaltali 664 kílóum af
heimilisúrgangi. Tölurnar lækkuðu
frá 2018, eftir að hafa hækkað á
hverju ári í áratug frá og með 2009.
Af þjóðum Evrópusambandsins
tróna Danir á toppnum með 844 kíló
að meðaltali á íbúa, samkvæmt töl-
um Hagstofu Evrópu, Eurostat. Síð-
an koma Lúxemborg með 791 kíló,
Malta með 694 kíló, Kýpur með 642
kíló og í Þýskalandi nam heimilis-
sorpið 609 kílóum á íbúa að meðal-
tali. Noregur og Sviss eru einnig
mjög ofarlega í þessum samanburði,
en þau eru ekki í ESB, frekar en
Bretland. Minnst var af heimilis-
úrgangi í Rúmeníu, 280 kíló á íbúa.
Pólland, Eistland og Ungverjaland
voru einnig undir 400 kílóum í þess-
um samanburði.
Hálft tonn á mann
Alls nam heimilisúrgangur í lönd-
um Evrópusambandsins tæplega
225 milljónum tonna 2019. Það sam-
svarar 502 kílóum á mann og jókst
lítillega frá árinu á undan, en er
minna en metárið 2008 þegar með-
altalið var 518 kíló.
Aldrei hefur meira verið endur-
unnið af heimilissorpi í Evrópusam-
bandinu en 2019. Alls fóru 107 millj-
ón tonn til efnisendurvinnslu og
jarðgerðar það ár, 239 kíló á íbúa.
Magnið hefur tæplega þrefaldast á
aldarfjórðungi, en það var 37 millj-
ónir tonna eða 87 kíló á íbúa 1995.
Tvöföldun hefur orðið á sama
tímabili á heimilisúrgangi sem fer í
sorpbrennslu, magnið var 30 millj-
ónir tonna 1995, en 60 milljónir
tonna 2019. Stórlega hefur hins veg-
ar dregið úr urðun á þessum tíma,
magnið var 121 milljón tonn 1995, en
54 milljónir 2019.
Heimili og rekstraraðilar
Heimilisúrgangur fellur til bæði
hjá heimilum og rekstraraðilum, en í
drögum að breytingu á lögum vegna
innleiðingar hringrásarhagkerfis er
að finna eftirfarandi skilgreiningu á
heimilisúrgangi (sorpi):
i. blandaður úrgangur frá heim-
ilum og úrgangur frá heimilum sem
er sérstaklega safnað, þ.m.t. pappír
og pappi, gler, málmar, plast, líf-
úrgangur, timbur, textíll, umbúðir,
raf- og rafeindatækjaúrgangur, not-
aðar rafhlöður og rafgeymar og
rúmfrekur úrgangur, þ.m.t. dýnur
og húsgögn,
ii. blandaður úrgangur af öðrum
uppruna og úrgangur af öðrum upp-
runa sem er sérstaklega safnað og
sem er svipaður að eðli og samsetn-
ingu úrgangi frá heimilum.
Heimilisúrgangur felur ekki í sér
úrgang frá framleiðslu, landbúnaði,
skógrækt, fiskveiðum, rotþróm, frá-
veitukerfum, þ.m.t. seyru, úr sér
gengin ökutæki eða byggingar og
niðurrifsúrgang.
Um 664 kíló af heimilissorpi á íbúa
Íslendingar ofarlega á blaði í Evrópusamanburði Danir tróna á toppnum Minnst af
heimilisúrgangi frá íbúum Rúmeníu Aldrei meira endurunnið í Evrópusambandinu en 2019
Magn heimilisúrgangs 2019*
Kg á hvern íbúa
Þróunin á Íslandi 2001-2019, kg á hvern íbúa
800
650
500
350
200
'01 '03 '05 '07 '09 '11 '13 '15 '17 '19
D
a
n
m
ö
rk
L
ú
xe
m
b
o
rg
N
o
re
g
u
r
S
vi
ss
M
a
lt
a
Ís
la
nd
K
ýp
u
r
Þ
ýs
ka
la
n
d
Ír
la
n
d
A
u
st
u
rr
ík
i
F
in
n
la
n
d
Fr
a
kk
la
n
d
G
ri
kk
la
n
d
P
o
rt
ú
ga
l
H
o
lla
n
d
S
ló
ve
n
ía
Ít
a
lía
E
S
B
- m
e
ð
a
lt
a
l
T
é
kk
la
n
d
S
p
á
n
n
L
it
h
á
e
n
B
re
tl
a
n
d
S
ví
þ
jó
ð
K
ró
a
tí
a
Le
tt
la
n
d
Ty
rk
la
n
d
S
ló
va
kí
a
B
e
lg
ía
B
ú
lg
a
rí
a
U
n
g
ve
rj
a
la
n
d
A
lb
a
n
ía
E
is
tl
a
n
d
S
e
rb
ía
P
ó
lla
n
d
R
ú
m
e
n
ía
844
791 776
709 694664 642
609 598 588 566 546 524 513 508 504 504502500 476 472 463 449 445 439 424 421 416 407 387 381 369 338 336
280
469
659
413
712
664
*Úrgangur sem fellur
til bæði hjá heimilum
og rekstraraðilum
(e. municipal solid
waste). Tölur eru frá
2019 eða nýjustu
fáanlegu tölur.
664 kg af heimilis- úrgangi á
hvern íbúa féllu til á
Íslandi árið 2019
... sem er
32% meira en meðal-tal ESB-landa
Heimild: Eurostat
og Umhverfi sstofnun
Morgunblaðið/Eggert
Sorpa Unnið við að setja upp nýja
flokkunarlínu í Gufunesi í fyrra.
GAJA, gas- og jarðgerðarstöð
SORPU, tók á móti 1.192 tonn-
um af efni til meðhöndlunar í
janúar. Með hverju tonninu sem
berst til GAJU dregur SORPA
úr losun gróður-
húsalofttegunda frá
úrgangsmeðhöndlun höfuð-
borgarsvæðisins, segir í frétt
frá fyrirtækinu.
GAJA er mikilvægur liður í
að hætta að urða lífrænan úr-
gang á höfuðborgarsvæðinu og
hætta alfarið urðun í Álfsnesi
árið 2023. Í janúar voru tæp-
lega 7.600 tonn af efni urðuð á
urðunarstaðnum í Álfsnesi en
voru tæplega 9.500 tonn í jan-
úar í fyrra. Samdráttur í urðun
nemur því um það bil 1.900
tonnum á fyrsta mánuði ársins,
eða um 20 prósentum.
Gasvinnsla er hafin í GAJU
en hún hefur farið stöðugt vax-
andi frá því að stöðin var gang-
sett í takt við það magn sem
hefur borist til hennar. Stjórn-
endur SORPU hafa þegar lagt
grunninn að ráðstöfun á
stórum hluta þess metans sem
verður til í GAJU. Það var gert
með undirritun viljayfirlýsingar
um kaup á allt að milljón norm-
alrúmmetrum af metangasi við
malbiksstöðina Fagverk og
með samningi við Te & kaffi um
kaup á metani til kaffiristunar.
1.192 tonn
meðhöndluð
GAS- OG JARÐGERÐAR-
STÖÐIN Í ÁLFSNESI
Landsvirkjun hagnaðist um rétt
rúmlega 10 milljarða króna á síðasta
ári samkvæmt ársreikningi félags-
ins. Hagnaðurinn árið 2019 nam hins
vegar um 14,8 milljörðum króna og
dregst því saman um ríflega 31%
milli ára.
Rekstrartekjur félagsins lækkuðu
um 11% frá fyrra ári og námu alls
57,6 milljörðum íslenskra króna.
Þrátt fyrir þessa lækkun tókst félag-
inu að lækka skuldir um tvo millj-
arða króna á árinu 2020. Voru þær í
árslok 212,8 milljarðar og lækkuðu
vaxtagjöld um 1,5 milljarða króna.
„Rekstur og afkoma Landsvirkj-
unar árið 2020 lituðust óhjákvæmi-
lega af áhrifum heimsfaraldursins,
sem hafði mikil áhrif á efnahagslífið
á Íslandi og í heiminum öllum. Við-
skiptavinir okkar drógu margir úr
framleiðslu vegna minnkandi eft-
irspurnar og lækkandi afurðaverðs,
auk þess sem orkuverð lækkaði mjög
á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að
nokkru gengið til baka síðla árs,“ er
haft eftir forstjóra Landsvirkjunar,
Herði Árnasyni, í fréttatilkynningu.
Bendir hann á að hluti af raf-
orkusamningum fyrirtækisins sé
tengdur álverði og verði á raforku á
Nord-Pool-markaðnum. Segir Hörð-
ur árið 2021 hafa byrjað vel enda
hafi álverð hækkað.
10 milljarða hagnaður Landsvirkjunar
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ísland er með öruggustu löndum
Evrópu samkvæmt glæpavísitölu
Numbeo. Aðeins fjögur lönd af 40
öðrum Evrópulöndum eru talin laus-
ari við glæpi. Sæti Íslands í röðinni
er óbreytt frá vísitölunni í fyrra.
Athygli vekur að Svíþjóð sker sig
úr hópi Norðurlanda og er í 4. sæti í
Evrópu hvað glæpi varðar. Fer
ástandið þar þó lítillega skánandi, en
í fyrra var Svíþjóð í 2. sæti og þar á
undan í efsta sæti.
Finnland, Danmörk og Noregur
þykja mun öruggari, en þó er
ástandið í Noregi ögn lakara en hjá
hinum.
Meðal annarra granna okkar eru
Bretar og Írar meðal þeirra landa
þar sem glæpir þykja mestir. Frakk-
land er í 2. sæti listans, aðeins á eftir
Hvíta-Rússlandi þar sem glæpir eru
taldir mestir í Evrópu.
Matskennd mæling
Vísitalan er tekin saman af fyrir-
tækinu Numbeo, en það sérhæfir sig
í samanburði á löndum og borgum
um allan heim fyrir fólk, sem íhugar
að vinna á framandi slóðum. Vísital-
an er reiknuð út frá skoðanakönn-
unum, þar sem erfitt þykir að bera
saman opinbera tölfræði um glæpi
milli landa. Hún kann að vera gerð á
ólíkum forsendum og lagaramminn
mismunandi, mjög er misjafnt hvort
glæpir séu tilkynntir, lögregla sinnir
hinum ýmsu tegundum glæpa mis-
mikið og þar fram eftir götum.
Því er t.d. spurt um hvort fólk hafi
sjálft orðið fyrir barðinu á glæpum,
hvort fólk telji sig óhult á götum eftir
að rökkva tekur, hvort það taki því
að tilkynna smærri glæpi til lögregl-
unnar, skipulögð glæpastarfsemi sé í
landinu o.s.frv. Þar getur huglægt
mat haf sín áhrif, svo þessi aðferð er
ekki óyggjandi frekar en opinbera
tölfræðin.
Ísland eitt öruggasta landið
Glæpir mestir í Hvíta-Rússlandi Slæmt ástand í Svíþjóð
Glæpavísitalan 2021
Ríki Evrópu skv. glæpavísitölu Numbeo Heimild; Numbeo
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
60,27
49,20
48,28
47,20
46,56
45,26
45,02
44,37
44,17
44,14
43,01
41,64
41,61
40,13
38,93
38,59
38,26
38,12
37,21
36,12
Hvíta-Rússland
Frakkland
Úkraína
Svíþjóð
Moldova
Bretland
Írland
Ítalía
Belgía
Grikkland
Bosnía
Albanía
Svartfjallaland
Rússland
Malta
Makedónía
Serbía
Búlgaría
Lettland
Kosovo
21.
22.
23.
24.
25.
26.
27.
28.
29.
30.
31.
32.
33.
34.
35.
36.
37.
38.
39.
40.
41.
35,42
34,81
33,84
33,35
33,13
32,15
29,89
29,74
29,32
28,35
27,22
27,01
26,72
25,31
25,23
24,91
24,13
23,38
21,79
21,35
20,79
Þýskaland
Ungverjaland
Litháen
Noregur
Spánn
Lúxemborg
Portúgal
Slóvakía
Pólland
Rúmenía
Holland
Finnland
Danmörk
Tékkland
Austurríki
Króatía
Ísland
Eistland
Slóvenía
Sviss
Mön