Morgunblaðið - 19.02.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2021
✝ AðalheiðurRíkarðsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. júní 1959. Hún
lézt á Landspít-
alanum 10. febrúar
2021.
Foreldrar Aðal-
heiðar voru Sigríð-
ur Þóra Magn-
úsdóttir, f. 19.
ágúst 1932 á Ytri-
Ósi í Steingríms-
firði, d. 17.08. 2007, og Ríkarður
Jónatansson, f. 25. desember
1932 á Hólmavík, d. 28. júlí
2002.
Eldri systir Aðalheiðar er
Sigríður Hugrún, f. 9. október
1957, hennar dóttir er Surya
Mjöll, f. 26. janúar 1994.
3. Lea Ösp, f. 20. október
1994.
Aðalheiður ólst upp í Hvassa-
leiti og Breiðholti og varð stúd-
ent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1979. Leiðir Að-
alheiðar og Höskuldar lágu
saman á menntaskólaárunum og
hófu þau búskap 1980. Þau
fluttu síðan búferlum til Dan-
merkur, þar sem Aðalheiður
stundaði nám við Danmarks
Tekniske Højskole. Í framhaldi
af verkfræðináminu útskrifaðist
hún sem kerfisfræðingur. Árið
2008 lauk Aðalheiður meist-
aranámi í mannauðsstjórnun frá
Háskóla Íslands.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 19.
febrúar 2021, kl. 15.
Athöfninni verður streymt á
Facebook/YouTube-síðu Graf-
arvogskirkju, stytt slóð:
https://tinyurl.com/4fz8uuhy
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https.//www.mbl.is/andlat
Eiginmaður
Aðalheiðar var
Höskuldur Hösk-
uldsson, f. 16. maí
1956.
Foreldrar Hösk-
uldar voru Sigrún
Anna Guðjónsdótt-
ir, f. 12. ágúst 1928,
d. 14. janúar 1970,
og Höskuldur Arn-
ar Þórðarson, f. 27.
júlí 1926.
Börn Aðalheiðar og Hösk-
uldar eru:
1. Jakob Hrafn, f. 1. desember
1988, d. 1. janúar 2008,
2. Rakel Sara, f. 16. ágúst
1990, gift Guðbjarti Erni, f. 13.
nóvember 1990, þeirra dóttir er
Elsa, f. 14. október 2020,
Systurdóttir mín Aðalheiður
Ríkarðsdóttir er fallin frá, langt
fyrir aldur fram, eftir hetjulega
baráttu við illkynja sjúkdóm.
Hún Alley var góð mann-
eskja í sterkustu merkingu
þessara orða og hún hafði ein-
staklega góða nærveru. Mér
þótti afskaplega vænt um hana.
Þegar ég hugsa til baka
finnst mér sem það hafi ríkt
einhver heiðríkja, gleði og já-
kvæðni yfir öllum okkar sam-
verustundum. Ég minnist heim-
sókna til þeirra hjóna meðan
þau voru í námi í Kaupmanna-
höfn, fjölmennra og glaðværra
fjölskylduboða á heimili þeirra í
Bröndukvíslinni, heimsókna í
Lýru og margt annað mætti
nefna.
Við ræddum oft saman í síma
á undanförnum mánuðum og
Alley bjó alltaf yfir sama æðru-
leysinu og jákvæðninni enda
þótt ljóst væri að á brattann
væri að sækja. Hún fékk svo
sannarlega sinn skerf af mót-
læti í lífinu og tókst á við það á
sinn hófstillta hátt alla tíð. Hún
var hetja.
Við erum fátækari eftir frá-
fall Aðalheiðar en minningin lif-
ir um frábæra manneskju, eig-
inkonu, móður og ömmu.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
sendi ég fjölskyldu Aðalheiðar
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og við biðjum þeim
blessunar um ókomin ár.
Þórarinn Magnússon
og fjölskylda.
Ástkær frænka okkar Aðal-
heiður Ríkarðsdóttir lést á
Landspítalanum 10. febrúar sl.
á sextugasta og öðru aldursári.
Alley eins og hún var ætíð
kölluð var okkur mjög kær og
hjartfólgin og áttum við með
henni margar ljúfar samveru-
stundir gegnum árin.
Sérstaklega eru okkur minn-
isstæðar heimsóknir á laugar-
dagsmorgnum í eldhúsið til
hennar og Höskuldar í Brön-
dukvísl forðum daga. Þar var
margt og mikið spjallað um
þjóðfélagsmál og landsins gagn
og nauðsynjar. Alley hafði þar
margt til málanna að leggja,
enda vel að sér um flesta hluti
og fylgdist vel með málum, inn-
anlands sem utan. Hún hafði og
heilbrigðar og skynsamlegar
skoðanir á flestum málum hins
daglega lífs.
Sérstaklega þykir okkur
vænt um hve vel hún annaðist
og aðstoðaði föðursystkinin,
Láru og Óskar, sem komin eru
á níræðis- og tíræðisaldurinn.
Umhyggja Alleyjar var þeim
mikils virði, sem þau meta og
þakka að leiðarlokum.
Alley hét í höfuðið á ömmu
sinni Aðalheiði Þórarinsdóttur
frá Hjaltabakka, sem sendi
dótturdóttur sinni eftirfarandi
vísu á fyrsta aldursári Alleyjar:
Á himni lífsins logar skær
og lýsir gæfustjarnan þín.
Mjög er afa og ömmu kær
yndislega nafna mín.
Við biðjum guð að blessa
minningu Alleyjar og færum
eiginmanni og dætrum hug-
heilar samúðarkveðjur.
Marta og Svavar.
Elsku Alley, það er sárt og
skrítið að sitja hér á Djúpavogi
og skrifa þessar línur og hugsa
til baka til bæði góðra og sárra
tíma í okkar lífi.
Það var snúið fyrir flesta að
átta sig á hversu skyld við vor-
um, feður okkar bræður og
mæður systur og því afar og
ömmur þau sömu, sveitin sú
sama og jólaboð, afmæli, ferm-
ingar og allt annað saman svo
við vorum stundum eins og
systkini.
Sem krakkar bjuggum við í
sömu blokkinni á Hvassaleiti 14
þar sem ég, litli ofvirki strák-
urinn, fékk að skottast með
ykkur Huggu systur þinni og
taka þátt í leikjum stóru krakk-
anna með leikritum í þvotta-
húsinu, feluleikjum á göngum
og þvottahúsi og öðru sem
krakkar gátu fundið upp á.
Á Ósi vorum við í sveit hjá
afa Magnúsi og ömmu Aðal-
heiði og fengum við að njóta
frelsis og ævintýra sem voru
okkur öllum verðmæt og þrosk-
andi. Heyskapur, smala-
mennska, heimilisverk inni og
úti, keyra traktor og svo að
vaska upp eitthvað sem amma
Aðalheiður vildi ekki að bitnaði
bara á ykkur stelpunum.
Laugardagsmorgnar á
Rauðó hjá afa og ömmu Jón-
atan og Þuríði og hjá Óss og
Láru voru fastir punktar og
frábær tími fyrir okkur að hitt-
ast og bralla eitthvað saman.
Minningar úr æsku þegar ég
var hjá ykkur á Urðarstekkn-
um og hitti Höska í fyrsta
skiptið á DS-inum.
Þegar við eltumst og fórum
til Danmerkur, þið til Kaup-
mannahafnar með Mídas en við
Líney og krakkarnir til Ála-
borgar.
Veturinn 1987 fórum við til
ykkar í heimsókn þegar allt var
ísilagt og hægt að rölta til Sví-
þjóðar frá ykkur. Kuldinn var
meiri en við áttum að venjast
frá Íslandi sem Dönunum
fannst skrítið.
Þegar við vorum bæði komin
með krakkana okkar lágu leiðir
saman í gegnum fjölskylduboð-
in, veislurnar hjá ykkur Höska
sem slógu flestu öðru við.
Sárasta augnablik lífs míns
var þegar Jakob Hrafn týndist
og við höfðum leitað með hjálp-
arsveit og lögreglu, þurftum að
lokum að horfast í augu við að
hann væri farinn.
Gleðin þegar ég hringdi í þig
eftir að Elsa litla fæddist og þú
varst orðin amma Aðalheiður
og ég var jú búinn að vera afi
Jónatan í mörg ár.
Ég geymi margar góðar
minningar um þann tíma sem
við áttum saman og mun
vernda þær minningar í hjarta
mínu meðan það slær. Að leið-
arlokum þakka ég fyrir allt
gott og veit að okkar leiðir
liggja saman þegar minn tími
kemur líka.
Við Líney vottum Höska,
Leu Ösp, Rakel Söru, Guðbjarti
og Elsu litlu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jónatan Smári
Svavarsson.
Það var sárt að heyra að þú
værir ekki lengur á meðal okk-
ar, elsku Alley. Það var ekki
hægt að vinna þessa síðustu
baráttu, þó svo að þú hafir
haldið bjartsýninni eins lengi
og mögulegt var.
Það var erfitt að fá frétt-
irnar, þótt ég hafi búist við
þeim, en svo streymdu fram
góðar minningar, mitt í sökn-
uðinum. Þú var alltaf svo já-
kvæð og bjartsýn, alveg fram á
okkar síðasta samtal. Og ein-
hvern veginn fannst mér það
skylda mín að láta góðu minn-
ingarnar ráða för.
Eftir að hafa búið erlendis í
marga áratugi eru flestar
minningar frá fyrri hluta ævi-
skeiðs okkar, en þeim hefur svo
verið haldið við í gegnum árin,
og nýjar bæst við. Sem krakki
fannst mér þið systurnar nærri
því að vera mínar eigin systur,
enda voru fjölskyldur okkar
mjög nánar.
Ég man vel eftir heimsókn
minni til ykkar Höska í Kaup-
mannahöfn á níunda áratugn-
um, þegar þið voruð að flytja til
Íslands eftir nám, og ég hafði
verið sendur í frí frá vinnunni í
Noregi. Ekki vissi ég nú þá, að
ég ætti eftir að setjast að í
Danmörku, og í raun bjó ég
ekki á Íslandi eftir það. Ekki
sem bein ákvörðun, þó. Það er
oft ófyrirsjáanlegt, þetta líf.
Ég minnist líka allra jólaboð-
ana, sem var um árabil fastur
liður hjá ykkur Höska. Ekki fór
maður nú svangur heim þaðan.
Ég var alltaf velkominn hjá
ykkur. Hvort sem það var í
boð, eða hvort ég bara kíkti við,
þegar ég var á landinu.
Ég passa vel upp á fjöreggið
sem þú gafst mér fyrir mörgum
árum. Núna er eins og það hafi
fengið nýja og kröftugri þýð-
ingu fyrir mig.
Elsku Alley. Þú þekktir mín-
ar mestu gleðistundir, og mín
erfiðustu tímabil. Það var alltaf
eitthvað svo innilegt samband
okkar á milli. Þótt þú sért ekki
meðal okkar eins og þú hefur
verið hingað til verður þú
áfram hjá okkur í anda.
Ég sakna þín, Alley mín,
góða frænka!
Magnús Heiðar
Svavarsson, Álaborg.
Yndislega hjartkæra Alley.
Það er þyngra en tárum taki
að þurfa nú að kveðja þig
hinstu kveðju. Þú varst okkur
gleðigjafi alla þína ævi, stoð og
stytta þegar ellin færðist yfir
okkur og við þörfnuðumst að-
stoðar og hlýju. Af henni áttir
þú svo mikið og sparaðir ekki.
Við erum ákaflega ósátt við al-
mættið, að þú fékkst ekki að
njóta þess að vera amma nema
svo fáa daga, en dótturdóttir
þín, hún Elsa litla, fæddist fyr-
ir bara örfáum vikum, svo þú
fékkst ekki að njóta samvista
hennar nema svo stuttan tíma.
Æ, svo sárt. En það er trú okk-
ar að þú sért nú hjá pabba og
mömmu og elskulegum drengn-
um þínum, Jakobi Hrafni, sem
fór svo ungur. Við áttum líka
svo mikið í honum, þeim góða
dreng. Guð blessi ykkur öll,
hjartkæra Alley.
Hjartans samúðarkveðjur til
vinar okkar Höskuldar, svo og
dætranna, tengdasonarins og
systur.
Óskar og Lára.
Við Alley kynntumst þegar
við byrjuðum í Menntaskólan-
um í Reykjavík 16 ára gamlar,
vorum í sama bekk öll árin og
urðum fljótt bestu vinkonur.
Alley var skarpgreind, hlédræg
í fyrstu en hristi það svo af sér.
Við fórum í framhaldsnám,
stofnuðum heimili, eignuðumst
börn og störfuðum hvor um sig
í eigin fjölskyldufyrirtækjum.
Alley setti börnin sín alltaf í
1. sæti. Hún var einstaklega
barngóð og natin. Börnin mín
nutu góðs af, hún kenndi þeim
að grilla pítsur og brauð og
föndra alls kyns hluti, heima og
í sumarbústaðaferðum okkar.
Hún hugsaði vel um sitt fólk,
var greiðvikin og óeigingjörn.
Oft fannst mér nóg um!
Alley var í tvíburamerkinu
og hafði vítt áhugasvið. For-
vitnu mig tókst henni meðal
annars að draga á námskeið í
trúarbragðafræði, í heilun, í
kríajóga og námskeið um hrá-
fæði, um basíska matargerð og
um mikilvægi góðrar þarmaf-
lóru. Eftirfylgnin var nú meiri
hjá vinkonu minni en mér. Hún
hafði gaman af matseld, var
listakokkur og höfðingi heim að
sækja. Viðkvæðið heima hjá
mér var iðulega ef ég bauð upp
á eitthvað sem átti að vera sér-
lega hollt var: „Fékkstu þetta
hjá Alley?“
Prógrammið okkar Alleyjar
var að fara saman í vikulega
göngutúra. Ef það tókst ekki
þá að tala saman í síma og ef
það gekk ekki þá hugsuðum við
til hvor annarrar. Við getum þó
haldið því áfram.
Alley var húmoristi, stundum
svolítið kaldhæðin. Það var gott
að geta hlegið saman líka þegar
lífið var ekkert hlægilegt. Það
var stundum grimmt og þung
spor voru að fylgja einkasyn-
inum til grafar. Í því sem öðru
sýndi Alley ótrúlegan styrk. En
lífið var líka gott. Fjölskyldan
búin að koma sér vel fyrir í
Urriðaholtinu. Allt stílhreint og
smekklegt að hætti Alleyjar.
Alley, Höski og Lea Ösp saman
en Rakel Sara og Guðbjartur í
næsta húsi með Elsu, litla sól-
argeislann, ömmubarnið.
Í veikindum sínum var Alley
mjög hreinskilin um líðan sína.
Þetta var erfið barátta sem var
háð af miklum lífsvilja. En eigi
má sköpum renna.
Mig dreymdi að við Alley
ætluðum að skreppa í kvöld-
verð til Parísar. Þegar dagur
rann upp, alhvítur og fagur,
kom í ljós að hún var lögð upp í
annað og lengra ferðalag. Sím-
talið sem ég hafði óttast um
skeið kom frá Höska. Þessari
jarðvist Alleyjar var lokið.
Við fjölskyldan kveðjum All-
ey með hlýhug og söknuði.
Hvíl í friði kæra vinkona.
Gerður Thoroddsen.
„Hæ krúttið mitt – erum við
orðnar svangar?“ Þetta var
ekki óvenjulegt upphaf símtals
við Alley mína. Við áttum oft
heillangan tíma saman í hádeg-
inu, sem gjarnan dróst á lang-
inn. Það var því eins gott að
dagurinn væri ekki þéttbókað-
ur þegar við áttum stefnumót.
Það var svo notalegt að vera
krúttið hennar Alleyjar og í
raun algjör forréttindi.
Við Alley kynntumst í HÍ
þegar við hófum nám í mann-
auðsstjórnun. Við smullum
strax saman. Það var einhver
orka umhverfis hana sem dró
skellibjölluna mig strax að
henni. Undir hæversku yfir-
borðinu leyndist stórkostleg
kona. Ég á ekki nógu mörg orð
til að lýsa mannkostum hennar
en hún var skarpgreind, ljúf,
hlý og með hárbeittan og oft af-
ar kaldhæðinn húmor sem mér
fannst alveg sérlega frábær og
fyndinn. Það var bara svo auð-
velt að elska hana. Stuttu eftir
að við kynntumst misstu Alley
og Höskuldur maðurinn hennar
elsta barnið sitt og einkason,
Jakob Hrafn, af slysförum. Á
svipuðum tíma missti ég ná-
kominn ástvin og eignaðist
yngra barnið mitt þremur vik-
um síðar.
Það er óhætt að segja að til-
finningarússíbaninn hafi verið
algjör á þessum tíma. En vin-
átta okkar óx og styrktist og ég
mun aldrei gleyma því hversu
ótrúlega vel hún reyndist mér,
þrátt fyrir allt sem hún var að
ganga í gegnum. Ég verð til að
mynda alltaf sérstaklega þakk-
lát fyrir það hvernig hún tækl-
aði svefnleysið hjá nýfæddri
dóttur minni og hætti ekki fyrr
en hún fann út hvað var að hrjá
hana og svo var það bara lagað,
hið snarasta. Alley gekk nefni-
lega alltaf hreint til verks og
græjaði hlutina, strax!
Við höfum í 14 ár grátið og
hlegið saman og stutt hvor aðra
í þeim verkefnum sem lífið hef-
ur fært okkur og það er svo
ótrúlega dýrmætt. Eins og við
vorum ólíkar áttum við samt
svo margt sameiginlegt. Eitt af
því var óskrifaða reglan um að
ekkert væri dýrmætara en
börnin (og mögulega eiginmað-
urinn). Við höfðum líka báðar
þann eiginleika að sjá glasið
miklu frekar hálffullt en hálf-
tómt. Það var alltaf mjög stutt í
hláturinn þegar við vorum sam-
an. Nema ef umræðan barst að
þvotti og sokkum, þá varð allt
vitlaust! Mér varð einhvern
tímann á að segja að það væri
svo ægilega mikil núvitund í að
tína sokkapörin út úr þurrk-
aranum og para þau saman.
Hún hvessti á mig augun og lét
mig vita að þetta væri viður-
styggilegasta verkefni sem til
væri og ef vel ætti að vera færi
maður bara einu sinni í parið
og henti því svo! Aldrei aftur
hætti ég mér út á þann hála ís
að ræða núvitund í tengslum
við samanbrot sokka.
Elsku Höski, Lea, Rakel,
Guðbjartur og Elsa litla ömmu-
stelpa, hugur minn og hjarta er
hjá ykkur öllum, alla daga. Þið
voruð henni svo óendanlega
mikils virði.
Elsku hjartans gullið mitt.
Ég er sannfærð um að Jakob
Hrafn hefur tekið vel á móti
mömmu sinni í sumarlandinu.
Takk fyrir allt sem þú varst og
takk fyrir allt sem þú gafst
mér. Ég er víðsýnni og örlítið
betri manneskja af því ég átti
þig að.
Ég elska þig alltaf og að ei-
lífu.
Þín
Kristín Berta.
Ég kynntist Alley fyrst þeg-
ar ég vann fyrir hana verkefni
og þurfti því oft að koma á fal-
legt og hlýlegt heimili hennar.
Þar var alltaf tekið vel á móti
mér með sterku kaffi og góðu
súkkulaði.
Fljótt komst ég að því að
hversu yndisleg manneskja All-
ey var og það var eins og ein-
hver hvíslaði að mér að þessari
konu þyrfti ég að kynnast bet-
ur. Með okkur tókst góð vinátta
og mér varð alltaf betur og bet-
ur ljóst hvað það var mikil
gæfa að fá að eiga hana sem
vin og sálufélaga.
Alley er einhver mesta hetja
sem ég gef kynnst á minni lífs-
leið og hún sýndi mér hvernig
hægt er að takast á við mikla
sorg og erfiðleika af æðruleysi.
Það var hægt að ræða við hana
um alla hluti milli himins og
jarðar og hún var ótrúlega góð-
ur hlustandi. Alley var líka
bráðskörp, vel að sér og mikill
húmoristi með smitandi hlátur.
Manni leið alltaf vel í hennar
félagskap, hún leyfði öðrum að
njóta sín og jákvæðni hennar
og einlægni verða mér ætíð
leiðarljós.
Þegar Alley sagði mér frá
veikindum sínum á síðasta ári
var eins og hún væri að segja
mér að hún væri með kvef sem
hún ætlaði að hrista af sér.
Stuttu fyrir andlátið var sama
hljóðið í henni, hún var ekki að
gefast upp. Alley hélt utan um
fjölskyldu sína af ást og um-
hyggju og ég vil trúa því að
hún haldi því áfram á þeim stað
sem hún er nú … í faðmi son-
arins sem einnig fór alltof
snemma.
Elsku Höskuldur, Lea, Rak-
el, Guðbjartur og Elsa. Hugur
minn er hjá ykkur og ég votta
ykkur mína innilegustu samúð.
Rut Káradóttir.
Aðalheiður
Ríkarðsdóttir
Elsku hjartans
vinur. Þín er sárt
saknað. Ég mun
aldrei gleyma því
hve góður þú varst alltaf við mig
elsku Villi minn.
Þótt við sæjumst bara með
nokkurra mánaða bili þá var það
alltaf bara eins og það hefði ein-
ungis liðið einn dagur.
Í hjarta mínu og í hjarta dótt-
ur minnar áttu stórt pláss. Frá-
sagnir þínar um líf þitt og um
hve heitt þú elskaðir hana Hörpu
þína og börnin þín voru svo fal-
legar og skemmtilegar.
Vilhjálmur Kristinn
Hjartarson
✝ VilhjálmurKristinn
Hjartarson fæddist
1. júní 1936. Hann
lést 28. janúar
2021. Vilhjálmur
var jarðsunginn 17.
febrúar 2021.
Takk fyrir fal-
legu og góðu vinátt-
una og væntum-
þykjuna elsku Villi
minn.
Takk fyrir að
vera til staðar fyrir
mig. Takk fyrir
samveruna hjartans
vinur.
Ég og Særún
Birta mín minn-
umst þín með gleði í
hjarta og þökk fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og elsku
Hörpu þinni.
Ég lofa því að vera dugleg að
hringja í Hörpu og fara til henn-
ar þegar ég er á Suðurlandinu,
þá skutlast ég austur fyrir fjall
og knúsa hana frá þér.
Megi allir englar Guðs geyma
þig góði vinur.
Þórdís Ísfeld og
Særún Birta.