Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 TILBOÐ Í SÓL FRÁBÆRT FJÖLSKYLDUHÓTEL RÉTT VIÐ STÖNDINA GF ISABEL 4* COSTA ADEJE, TENERIFE WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS 23. - 30. JÚNÍ VERÐ FRÁ: 89.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN BEINT FLUGTIL TENERIFE INNIFALIÐ FLUG, GISTING, HANDFARANGUR OG INNRITAÐUR FARANGUR Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Nærri 60% barna á Vestfjörðum í 8. til 10. bekk sofa í sjö klukku- stundir eða minna á hverri nóttu. Þetta kom fram í kynningu emb- ættis landslæknis á lýðheilsuvís- um fyrir árið 2021. Marktækur munur er því á svefni ungmenna á Vestfjörðum samanborið við landið allt þar sem um 45% sofa í sjö klukkustundir eða minna. Ráðlögð svefnlengd fyrir þennan aldurshóp er átta til tíu klukku- stundir. Lýðheilsuvísarnir eru safn mælikvarða sem byggjast á norskri fyrirmynd sem gefa vís- bendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þar á. Þetta er sjötta árið sem vísarnir eru birtir en þeim er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heil- brigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika. Seinka skóladeginum Hæst hlutfall barna sem ná nægum svefni er á Austurlandi en um 40% barna þar segjast sofa í sjö klukkustundir eða minna. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis, sagði í kynningu sinni á vísunum að það geti meðal ann- ars stafað af því að Austurland er næst því að vera rétt staðsett miðað við klukkuna, varðandi gang sólar. Þá nefndi hún einnig að grunnskólar á Austurlandi hafa seinkað byrjun skólanna til klukkan níu. „Við hvetjum skóla- stjóra á öllu landinu til þess að skoða að seinka upphafi skóla- dagsins, sérstaklega fyrir ungl- ingastigið þar sem þetta virðist geta haft jákvæð áhrif,“ sagði Dóra. Hún nefndi í því samhengi tilraunaverkefni þar sem leitað er eftir skólum í Reykjavík til þess að rannsaka áhrif þess að seinka skóladeginum. Helmingur barna sefur því of lítið samanborið við fjórðung full- orðinna. Í hópi fullorðinna er al- mennt fækkun þeirra sem sofa of lítið eða í sex tíma eða minna. Á landsvísu árið 2020 sváfu um 25% fullorðinna of lítið en mest var um of lítinn svefn að ræða á Vest- urlandi og á Suðurnesjum eða í kringum 30%. Dóra nefndi á kynningunni að skýr tenging sé á milli svefns og vellíðanar en í lýðheilsuvísunum má sjá að vellíðan á meðal barna á unglingastigi er einnig verst á Vestfjörðum þar sem einungis um 3% skora hátt á alþjóðlegum vel- sældarkvarða. Á öllu landinu má þó einnig sjá lækkun á milli ára í vellíðan ungmenna en hæsta hlut- fallið er á Austurlandi, um 10%. 20% nota nikótínpúða Lýðheilsuvísarnir taka til fjölda þátta, meðal annars til áfengis- og tóbaksnotkunar. Í máli Dóru kom fram að jákvæð þróun hafi verið síðustu ár í áhættudrykkju og reykingum fullorðinna. Sama má segja um ölvunardrykkju ung- menna. Þó jókst hún á meðal barna í 10. bekk á höfuðborg- arsvæðinu. Í fyrsta skipti var mæld nikótínpúðaneysla fram- haldsskólanema en hún er um 20% í öllum umdæmum. Þá skera Vestfirðir sig sérstaklega úr þar sem um 37% nota púðana en minnst er notkunin á Vesturlandi, um 18%. Þá hefur neysla á gosdrykkjum aukist, bæði á meðal fullorðinna og barna en um 20% framhalds- skólanema drekka gos fjórum sinnum í viku eða oftar. Hamingja fullorðinna hefur minnkað á heildina litið frá 2019 til 2020 en árið 2020 mátu um 58% fullorðinna hamingju sína á bilinu 8-10 eða mjög hamingju- sama, samanborið við um 61% ár- ið áður. Þá eru fullorðnir á Vest- fjörðum hamingjusamastir eða um 4% meira en á landsvísu. Dóra segir þessar tölur vera áhugaverðar í samanburði við að einmanaleiki og streita voru minni árið 2020. Þá sé einkar áhugavert varðandi tölur sem varða ein- manaleika, en hann var minni á meðan samkomutakmarkanir voru sem mestar. Einmanaleiki jókst hins vegar þegar slakað var á tak- mörkunum um sumarið. Þá var mestur einmanaleiki árið 2020 á Austurlandi og Suðurnesjum þar sem hann var um 16% samanborið við 12% á landsvísu. Um 25% full- orðinna fundu oft eða mjög oft fyrir streitu í daglegu lífi en hún var minnst á Vestfjörðum og mest á Suðurnesjum. Dóra segir stöðn- un í ferðaþjónustunni líklega hafa mikil áhrif á streitu á Suðurnesj- unum en íbúafjölgun var mest þar árið 2020. Birting vísanna eftir heilbrigð- isumdæmum er liður í því að veita sýn yfir lýðheilsu í hverju um- dæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Gögn sem vísarnir styðjast við koma úr ýmsum átt- um meðal annars frá landlækn- isembættinu sjálfu, Hagstofu Ís- lands og Rannsóknum og greiningu. Um helmingur barna sefur of lítið - Nærri 60% barna á Vestfjörðum sofa of lítið - Fjórðungur fullorðinna sefur of lítið - Áfengis- og tóbaksnotkun minnkar - 58% fullorðinna mjög hamingjusöm - Streita og einmanaleiki minni Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Ungmenni Um 45% barna á landsvísu í 8. til 10. bekk sofa í sjö klukkustundir eða minna á hverri nóttu. Svefn barna og fullorðinna eftir landshlutum Hlutfall af íbúafjölda 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Suðurnes Vesturland Norðurland Suðurland Austurland Vestfirðir Höfuðborgar- svæðið 23 43 33 49 30 45 26 43 27 41 23 40 26 57 Fullorðnir sem sváfu að jafnaði 6 klst. eða minna á nóttu árið 2020 Hlutfall barna í 8.-10. bekk sem sofa að jafnaði 7 klst. eða minna á nóttu árið 2021 Heimild Embætti landlæknis Landsmeðaltal, börn í 8.-10. bekk,44% Landsmeðaltal, fullorðnir,25% Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Sérfræðingar á vegum Minjastofnun- ar rannsökuðu í gær sérlega furðuleg- an stein á Fagradalsheiði í Vestur- Skaftafellssýslu. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, segir stein- inn algjöra ráðgátu en hvetur fólk til þess að tala við Minjastofnun áður en það grefur í kringum fornleifar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag gróf bóndinn Jónas Er- lendsson steininn upp úr þúfu en afi hans hafði fyrst bent honum á hann fyrir rúmum 50 árum. Steinninn var þá sýnilegur en þegar Jónas fór aftur að leita hans var steinninn hulinn torfi. „Ég held örugglega að þetta sé manngert, að þarna sé búið að klappa þessa skál ofan í með meitli og hömr- um. En í rauninni er voðalega erfitt að segja til um hvenær það hefur verið gert,“ segir Uggi. Hann segir þó mögulegt að greina gjóskuna í mold- inni og álykta út frá því. Svæðið verði rannsakað gaumgæfilega af Minja- stofnun í sumar. Uggi segir ljóst að töluverð vinna hafi farið í að klappa steininn niður. „Það fyrsta sem maður hugsaði var að smalar hafi meitlað þetta þegar þeim leiddist. En þetta er greinilega meira en svo að einhverjir krakkar hafi verið að gera. Þetta er í rauninni bara ráð- gáta.“ Steinninn var sýnilegur um miðbik síðustu aldar en Uggi segir að gjarnan hafi þjóðsögur verið tengdar við sýni- legar fornminjar á þeim tíma. Hann veit þó ekki til þess að nokkrar þjóð- sögur tengist steininum og sætir það furðu. Einhverjir hafi viðrað þá hug- mynd að steinninn sé frá tímum papa en Uggi segir ómögulegt að segja til um réttmæti þeirrar tilgátu. Í örnefnaskrá kemur fram að þarna sé bátslaga stein og naust hlaðin í kringum. Því gæti mögulega verið um einhvers konar líkan að ræða. „Auðvit- að voru til sérvitringar í gegnum ald- irnar. Mögulega hefur einhver tekið sig til og gert þetta því honum þótti þetta sniðugt,“ segir Uggi. Hann ítrekar að menn eigi almennt ekki að grafa í kringum slíkar minjar ef þeir finna þær. Þótt enginn skaði hafi orðið í þessu tilfelli sé alltaf best að hafa samband við Minjastofnun þegar fólk verður vart við fornminjar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Minjar Uggi (t.v.) og Kristinn Magnússon (t.h.), sérfræðingar Minjastofn- unar, virða steininn fyrir sér. Svæðið verður rannsakað gaumgæfilega. Bátslaga steinninn í Skafta- fellssýslu algjör ráðgáta - Skálin innan í steininum er manngerð og safnar regnvatni vel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.