Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 34
Margföld umframeftirspurn var í
hlutafjárútboði Íslandsbanka sem
lauk á þriðjudaginn. Heildareftir-
spurn nam samtals 486 milljörðum
króna. Verð á hverjum útboðshlut er
79 krónur.
Bjarni Benediktsson fjármála- og
efnahagsráðherra fagnar niðurstöð-
unni í tilkynningunni. Hann segir að
hluthafar í Íslandsbanka verði þann-
ig flestir af öllum skráðum félögum á
íslenskum markaði, eða um 24 þús-
und talsins. „Leiðir þetta ekki síst af
þeirri ákvörðun að heimila áskriftir
allt niður í 50 þúsund krónur og að
láta áskriftir einstaklinga allt að
einni milljón króna óskertar,“ segir
Bjarni.
Ábatasöm fyrir ríkissjóð
Hann segir söluna ábatasama fyr-
ir ríkissjóð og komi sér vel í þeirri
uppbyggingu sem fram undan er.
Í kjölfar útboðsins mun seljandi
fara með 65% eignarhlut í Íslands-
banka. Gera má ráð fyrir að aðrir
innlendir fjárfestar fari með um 24%
og erlendir fjárfestar með um 11% af
heildarhlutafé bankans. Áætlað er
að viðskipti með bréfin hefjist í
kauphöllinni þriðjudaginn 22. júní.
Heildarsöluandvirði útboðsins
nemur 55,3 milljörðum króna
Um er að ræða stærsta frumútboð
hlutabréfa sem farið hefur fram hér
á landi.
Morgunblaðið/Eggert
Banki Markaðsvirði Íslandsbanka
er 158 ma.kr. eftir útboðið.
Margföld um-
frameftirspurn
- Bjarni Bene-
diktsson fagnar
niðurstöðunni
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
17. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.57
Sterlingspund 170.87
Kanadadalur 99.74
Dönsk króna 19.795
Norsk króna 14.6
Sænsk króna 14.596
Svissn. franki 135.08
Japanskt jen 1.1045
SDR 174.89
Evra 147.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.1617
Hrávöruverð
Gull 1863.85 ($/únsa)
Ál 2458.5 ($/tonn) LME
Hráolía 73.03 ($/fatið) Brent
« Ísland stendur í stað í 21. sæti af 64 í
samkeppnishæfniúttekt IMD-
viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppn-
ishæfni ríkja árið 2021, eftir að hafa
lækkað um eitt sæti í fyrra.
Í tilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands
segir að heilt yfir megi segja að Ísland
hafi staðið í stað síðustu ár en árið 2017
var Ísland í 20. sæti. Áhrif heimsfarald-
ursins á íslenska hagkerfið hafi verið
óvenju mikil miðað við önnur hátekjuríki,
sem endurspeglist í niðurstöðunum. Þó
megi greina jákvæða þróun í mörgum
undirþáttum sem og tækifæri til úrbóta.
Áhyggjuefni sé að Ísland hafi ekki verið
jafn langt frá hinum Norðurlandaþjóð-
unum frá árinu 2013, en þær raða sér í
þrjú af sex efstu sætunum.
Í efnahagslegri frammistöðu er Ísland
í 55. sæti en hækkar um þrjú sæti milli
ára. Þar togast á betri útkoma á inn-
lendu hagkerfi og lægra atvinnustig.
Skilvirkni hins opinbera stendur í stað
og mælist Ísland þar í 17. sæti.
Ísland stendur í stað í samkeppnishæfniúttekt
STUTT
heimtaugina þar sem framkvæmdin
við skiptinguna er kostnaðarsöm.
„Þá er það bara frágengið, því
framkvæmdin sjálf er dýrust.“
Sigurður Ástgeirsson, forstjóri Ís-
orku, tekur undir með Ragnari.
„Fjölgun hleðslustöðva er búin að
vera í eðlilegum takti þrátt fyrir
heimsfaraldur og annað. Við erum
að fara að setja upp hraðhleðslu-
stöðvar í samstarfi við Samkaup,“
segir Sigurður og bætir við: „Inn-
viðabygging fyrir rafbíla er bara í
skrambi góðu standi. Það eina sem
er að trufla innviðauppbygginguna
er aðkoma Orku náttúrunnar inn á
samkeppnismarkað sem við teljum
að fyrirtækið eigi ekkert erindi inn
á.“
Ákveðin mýta í gangi
Sigurður segir að fólk haldi að erf-
itt sé að setja upp rafhleðslustöðvar í
fjölbýlishúsi en það sé einfaldlega
ekki rétt. „Það er ákveðin mýta í
gangi að það sé flókið að eiga rafbíl í
fjölbýlishúsi en það er engin tækni-
leg fyrirstaða. Svo er kostnaðurinn á
þessu minni í krafti fjöldans þegar
íbúar taka sig saman,“ segir Sigurð-
ur.
Hann segir að innviðir fyrir raf-
bíla á Austurlandi séu ekki nógu
góðir. „Það er verið að reyna leysa
það með sem bestum hætti en þetta
gengur hægt. Það eru auðvitað
ákveðnir þröskuldar í dreifikerfinu.
Markaðurinn mun leysa það þegar
rafbílum fjölgar, en þá er einhver
sem sér hag sinn í því að fjárfesta til
þess að svara þeim kostnaði. Eins og
staðan er núna stendur slík fjárfest-
ing ekki undir sér.“
N1 tilkynnti í vikunni kaup á nýj-
um hleðslustöðvum frá Öskju og
Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmd-
arstjóri N1, segir að mikil fjölgun
verði á uppsetningu rafhleðslu-
stöðva á þeirra lóðum í sumar.
Fjölga stöðvum við Staðarskála
„Fyrsta staðsetningin sem við
ætlum að fjölga hleðslustöðvum á er
uppi í Staðarskála. Þar sem við erum
nánast í þessu töluðum orðum að
klára samkomulag við RARIK um
að fá öflugri heimtaug inn og þannig
munum við bæta hressilega við í
Staðarskála í sumar. Planið okkar er
að fjölga hleðslustöðvum við þjóð-
veginn á okkar lykilstöðum og
tryggja að fleiri en tveir eða fjórir
bílar geti hlaðið í einu,“ segir Hinrik.
Hann segir einnig að gríðarleg
spurn sé eftir nýjum rafhleðslu-
stöðvum og oft sé biðin í kringum
fjórtán til sextán vikur eftir afhend-
ingu. „Það eru auðvitað einhver Co-
vid-áhrif á framleiðsluna og síðan er
gríðarleg eftirspurn eftir hleðslu-
stöðum úti í heimi þannig að verk-
smiðjur hafa ekki á undan.“
Ekki flókið að eiga rafmagnsbíl
Morgunblaðið/Hari
Rafmagn Rafhleðslustöð í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu.
- Mikil fjölgun þrátt fyrir heimsfaraldur - 45% nýrra seldra bíla þurfa raftengil - Gríðarleg spurn eft-
ir hleðslustöðvum - „Innviðabygging í skrambi góðu standi“ - „Engin tæknileg fyrirstaða“
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Rafhleðslustöðvum hefur fjölgað
mikið hérlendis, bæði í heimahúsum
og á almenningsstöðum. Rafbílabylt-
ingin hefur farið hratt af stað og það
sem af er ári hefur sala nýrra bíla
sem hafa þörf fyrir raftengil stór-
lega aukist, bæði hvað varðar ten-
giltvinnbíla og hreina rafmagnsbíla.
Mörg ný fyrirtækja hafa sprottið
upp í þessum geira og segist Ragnar
Þór Valdimarsson, forstjóri Fara-
dice, finna sérstaklega fyrir veru-
legri aukningu á sölu á heima-
rafhleðslustöðvum og sölu á
rafhleðslustöðvum til fjölbýlishúsa.
„Það er búin að vera töluverð
aukning,“ segir Ragnar.
Spurður að því hvaða rafhleðslu-
stöð henti best fyrir heimahús og
fjölbýli segir Ragnar að það sé alveg
nóg að hafa 3,6 kWh hleðslustöð þar
sem nógur tími gefst til þess að
hlaða bílinn á nóttinni og því ekki
nauðsynlegt að kaupa dýrustu raf-
hleðslustöðina sem hleður bílinn
hraðar. Hann hvetur húsfélög, sem
ætla að fara í framkvæmdir og fá sér
nýja heimtaug, til að fá sér bestu
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Raðaðu saman þínum skáp
Framleitt í eik nat, hvítaðri eik og svertuð eik
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
34
Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna!
Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna.
Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna.