Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilegaHotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn meðÁstu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavnmeðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson AÐVENTUFERÐIR ELDRI BORGARA TIL KAUPMANNAHAFNAR 2021 Síðast seldust allar ferðirnar upp 1. ferð: 21.–24. nóvember 3. ferð: 5.- 8. desember 2. ferð: 28. nóv.–1. des Verð: 149.500 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 29.500 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Farþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina og einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum. Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Bókanir fara fram hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið hotel@hotelbokanir.is eða hafa samband í símum 783-9300 og 783-9301. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast á heimasíðu okkar www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Sunnudaginn 20. júní vígir biskup Ís- lands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, kelt- neskt útialtari í landi Esjubergs á Kjal- arnesi. Það er reist í minningu fyrstu kirkju sem getið er í íslensk- um ritheimildum, reist um 900. Kirkjan er kennd við Örlyg gamla Hrappsson og helguð írska dýrlingnum Kólumkilla. Samkvæmt Landnámabók og Kjalnesinga sögu sigldu kristnir, keltneskir og norrænir menn frá Ír- landi og eyjum Skotlands og settust að á Vestur- og Suðvesturlandi. Rannsóknir Íslenskrar erfðagrein- ingar á erfðamengi Íslendinga sýna fram á skyldleika Íslendinga og Kelta. Í kirknaskrá Páls Jónssonar Skál- holtsbiskups frá 1200 er kirkja á Esjubergi nefnd. Fornleifarann- sóknir fóru fram í landi Esjubergs árin 1901 og 1981. Engar minjar fundust til staðfestingar því að kirkja hafi staðið þar. Mikil skriðu- föll úr Esju hafa orðið og líklega spillt vegsummerkjum um kirkju og hulið minjar frá liðnum öldum. Í örnefnaskrám Esjubergs vísa örnefni þar til helgihalds, t.d. Kirkjutóft eða Bænhústóft, Kirkju- flöt, Kirkjugarður og Bænhúshóll. Örnefni lifa lengi í munnmælum og fornleifafræðingar styðjast við þau í rannsóknum sínum. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi var stofnað 2010, til minningar um Þorstein Broddason, kæran vin og kennara við Klébergsskóla. Frá árinu 2010 hefur Sögu- félagið Steini, í sam- starfi við sóknarnefnd Brautarholtskirkju, ár- lega haldið guðsþjón- ustu í landi Esjubergs. Hugmyndin um að minnast kirkju Örlygs gamla með einhverjum hætti er áratugagömul en Sögufélagið Steini hefur haft veg og vanda af því að framkvæmdir hófust við bygginguna. Vorið 2016 tók biskup Íslands fyrstu skóflu- stungu ásamt formanni Sögufélags- ins Steina, sóknarnefndarformanni Brautarholtssóknar, fermingarbarni og prófasti Kjalarnesþings. Hönnun og hugmyndavinna við kross og altari er eins konar þróun- arverkefni stjórnar Sögufélagsins þar sem allir lögðu hönd á plóg í sjálfboðaliðsvinnu. Þetta hefði þó aldrei ræst án aðstoðar fjölmargra styrktaraðila sem komu að verkefn- inu með gjöfum, sjálfboðaliðsstarfi og fjárframlögum. Nefna skal dýr- mæt framlög einstaklinga og fyr- irtækja. Mikinn stuðning veittu einnig héraðssjóður Kjalarnespró- fastsdæmis, kristnisjóður þjóðkirkj- unnar og samfélagssjóður Kaup- félags Kjalarnesþings. Í lögun er altarið eins og kelt- neskur sólkross. Í miðju þess er alt- arissteinn, bjarg úr landi Esjubergs. Við byggingu altaris var lögð áhersla á að efni þess og vinnukraft- ur kæmi sem mest af Kjalarnesi. Á altarissteininum stendur krossinn og er heildarhæð beggja um þrír metrar. Krossinn er að ytra sniði smækkuð eftirmynd af keltneskum sólkrossi frá miðri áttundu öld. Sá kross var helgaður Jóhannesi post- ula og reistur á eynni helgu Iona, einni af Suðureyjum Skotlands, þar sem heilagur Kólumkilli stofnaði klaustur og fræðasetur. Í miðju altariskrossins eru kelt- nesk-kristin þrenningartákn báðum megin. Samfléttaðir þræðir tákn- anna birta náttúrufyrirbrigði, en tengsl manns og náttúru voru mik- ilvæg í keltneskri kristni. Þrenning- artáknin vitna um þríeiningu guð- dómsins. Krossinn hefur því á sér bæði ís- lenskan og keltneskan svip. Í honum eru inngreyptir steinar úr Kjal- arnesfjöru sem börn í leikskólanum Bergi og Klébergsskóla á Kjalarnesi söfnuðu og gáfu til krossins. Einnig eru þar nokkrir fjörusteinar frá Iona og Lindisfarne. Báðir keltnesk- kristnir sögustaðir. Steinar krossins tengja því saman keltnesk menning- arsvæði Bretlandseyja og Íslands. Viðburðir eru við útialtarið auk árlegs helgihalds. Barnamenning- arhátíð var vorið 2018, sem börn á leikskólanum Bergi og í Klébergs- skóla eiga heiður af. Sögufélagið Steini minnist hins alþjóðlega mann- réttindadags, 10. desember, ár hvert. Upp á Kerhólakamb er gönguleið og útialtarið er í leiðinni. Það er því ákjósanlegur áningarstaður göngu- fólks, í fagurri náttúru Esjuhlíða. Allir eru velkomnir að keltneska úti- altarinu! Sögufélagið Steini á Kjalarnesi færir öllum innilegar þakkir fyrir stuðninginn! Greinin er skrifuð fyrir hönd Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi en auk undirritaðrar eru aðrir stjórn- armenn Bjarni Sighvatsson varafor- maður, Guðlaug H. Kristjánsdóttir ritari, Sigríður Pétursdóttir með- stjórnandi, Theodór Theodórsson gjaldkeri, sr. Gunnþór Ingason og Þorbjörn Broddason varamenn. Heimildir Brynjúlfur Jónsson. Kirkjutóft á Esju- bergi. Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 17. árg. 1. tbl. 1902, 33-35. Fundargerðir Sögufélagsins Steina, 2010- 2021. Guðmundur Ólafsson. Rannsókn á „kirkju Örlygs“ á Esjubergi: sumarið 1981. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 1981. Íslensk erfðagreining. The majority of Ice- landic female settlers came from the Brit- ish Isles deCODE genetics / The Making of a Human Population Uncovered Through Ancient Icelandic Genomes – deCODE genetics Kjalnesinga saga (1. kap.). Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1959. Landnámabók (Hauksbók 15, Sturlubók 15). Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1986. Páll Jónsson. Kirknaskrá. Íslenzkt forn- bréfasafn (12. b.), 1200-1554. Reykjavík: Hið íslenzka bókmentafélag, 1923-1932. Örnefnaskrár Esjubergs í vörslu Árna- stofnunar. Keltneskt útialtari á Esjubergi vígt Eftir Hrefnu Sigríði Bjartmarsdóttur »Hönnun og hug- myndavinna við kross og altari er eins konar þróunarverkefni stjórnar Sögufélagsins þar sem allir lögðu hönd á plóg í sjálfboðaliðs- vinnu. Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir Höfundur er formaður Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi. hsb3@hi.is Útialtarið að Esjubergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.