Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Nú er hún Kæja
tengdamamma mín
látin. Það er þannig
með Kæju að það
koma bara góðar minningar fram
þegar hugsað er til hennar.
Það eru orðin tæp 45 ár síðan
við Helena kynntumst. Mér var
strax tekið mjög vel af þeim
Kæju og Árna. Fljótlega flutti
Helena suður til mín. Það hlýtur
að hafa verið erfitt fyrir þau að
sjá á eftir henni svona ungri.
Reyndar er það svo að allar þrjár
dætur þeirra fluttu suður. Það
Karólína
Bernharðsdóttir
✝
Karólína Bern-
harðsdóttir
fæddist 14. október
1936. Hún lést 7.
júní 2021.
Útför Karólínu
fór fram 16. júní
2021.
hlýtur að hafa
reynst Kæju þung-
bært þótt hún
kvartaði ekki. Eftir
að Helena var flutt
suður vorum við
dugleg að fara norð-
ur. Það voru góðar
ferðir og dekrað við
okkur. Kæja var
alltaf með nýbakað-
ar lengjur sem voru
frábærar en hún
vissi að mér þóttu þær mjög góð-
ar. Svo var boðið upp á læris-
sneiðar í raspi. Lærissneiðarnar
hennar Kæju voru þær bestu í
heimi. Oft spiluðum við fjögur svo
Gosa saman um kvöldið. Það var
gaman. Hún Kæja var ekki alltaf
til í að hafa gleraugun á sér þann-
ig að það var oft hægt að hlæja
saman að útspilum hennar. Hún
hafði jafngaman af þessu og við
enda var hún ekkert að taka sig of
alvarlega.
Hún Kæja gekk ekki mennta-
veginn en hennar staður var
heimilið. Þar var hún akkerið.
Alltaf traust, alltaf hæglát, alltaf
til staðar. Hún lagði mikið upp úr
því að eiga fallegt og hreint heim-
ili. Ég velti því stundum fyrir mér
hvort virkilega væri þörf á því að
skúra allt á hverjum degi. Kæju
fannst það.
Kæju fannst mjög gaman að
vera fín, enda var hún falleg
kona.
Kæja var ekki mjög ræðin en
hún gat verið ansi góð í tilsvörum
og hún lét alveg heyra í sér þegar
henni fannst eitthvað ekki í lagi.
Þá var hún kannski ekki alltaf
voðalega pen í orðavali enda var
það alveg skýrt hvað hún meinti.
Kæja elskaði sólina. Við grín-
uðumst oft með það þegar við
vorum að ferðast að ef sólin lét
sjá sig þá var Kæja strax lögst í
sólbað. Hún var líka mjög dugleg
að tala um veðrið. Hún var ekkert
að skafa af því ef veðrið var ekki
sem best, þá gat verið „rigning-
arskítur“.
Það má segja að það sé líkn að
fá að kveðja þennan heim eftir að
hafa verið með alzheimersjúk-
dóminn í nokkur ár en þrátt fyrir
þennan illvíga sjúkdóm var Kæja
oftast glöð enda sagði starfsfólkið
á Hlíð, þar sem hún dvaldi hin síð-
ustu ár, að hún væri svo skemmti-
leg. Því góða fólki eru færðar
bestu þakkir fyrir góða umönnun.
Í þessum veikindum stóð hann
Árni tengdapabbi eins og klettur
við hlið Kæju. Það var þeim báð-
um mjög erfitt þegar Kæja varð
að flytja á Hlíð. Það er hræðilegt
að fólk sem er búið að fylgjast að
mestan hluta ævinnar þurfi að
vera aðskilið á ævikvöldinu. Von-
andi finnst betri lausn á þessum
málum í framtíðinni. Hann Árni
reyndi að heimsækja hana dag-
lega en það gat verið erfitt á vet-
urna í miklum snjó en hann er jú
ekkert unglamb lengur.
Það er gæfa að hafa fengið að
eiga svona góða tengdamömmu,
fyrir það er ég mjög þakklátur.
Minningar um góða konu, hvers-
dagshetju, munu ylja um ókomin
ár.
Magnús Kristbergsson.
Á vordögum árið
1982 var ég stödd í
heimsókn hjá Eyj-
ólfi eiginmanni
mínum þegar ég sá
Katrínu bregða fyrir í fyrsta
skipti. Mín fyrsta hugsun var
hversu glæsileg kona hún var og
smekklega klædd. Þegar við
kynntumst náðum við vel saman
og á milli okkar var alla tíð ein-
hver ólýsanlegur stengur. Mér
þótti alltaf mjög vænt um Katr-
ínu og við áttum einstakt vina-
samband. Katrín var líka mjög
skemmtileg kona og ég upplifði
sjaldan aldursbilið á milli okkar.
Hún fylgdist vel með þjóðmál-
Katrín
Eyjólfsdóttir
✝
Katrín Eyjólfs-
dóttir fæddist
6. ágúst 1928. Hún
lést 4. júní 2021.
Útför Katrínar
fór fram 16. júní
2021.
um, hafði sterkar
skoðanir og talaði
hreint út um menn
og málefni. Hún
lifði fyrir fjölskyldu
sína og var alla tíð í
mjög góðu sam-
bandi við hana.
Hún sinnti foreldr-
um sínum vel og
átti góðan tíma með
þeim þegar þau á
miðjum aldri fluttu
í Hafnarfjörðinn.
Katrín átti góðar æskuminn-
ingar frá Eskifirði þar sem hún
ólst upp við gott atlæti foreldra
sinna og fjölskyldu. Hún fer 14
ára gömul í nám til Reykjavíkur
og býr hjá Þorgeiri móðurbróð-
ur sínum og konu hans, Guð-
rúnu. Þar var Katrín búsett
næstu árin. Þorgeir og Guðrún
reyndust henni mjög vel og
sagði Katrín að Guðrún hefði
verið sér sem önnur móðir.
Katrín minntist þeirra með
miklum kærleika og þakklæti.
Katrín naut þess að vera ung
kona í Reykjavík og á KR-balli í
Tívolíinu voru örlög hennar ráð-
in þegar hún hitti þar ungan
myndarlegan mann, Braga
Reyni, sem seinna varð eigin-
maður hennar og lífsförunautur.
Katrín og Bragi reistu sér
hús í Faxatúni í Garðabæ og þar
ólust börnin þeirra fjögur upp.
Fljótlega var Bragi kosinn sókn-
arprestur í bænum og þjónaði
þar lengi. Katrín stóð við hlið
hans eins og klettur og tók þátt
af fullum krafti í starfi hans.
Ekkert safnaðarheimili var í
bænum og því var gestkvæmt á
heimilinu. Það áttu margir er-
indi við prestinn auk þess sem
hann var mjög virkur í ýmsum
félagsmálum. Hún hitaði kaffi og
tók til meðlæti fyrir gesti og
gangandi öllum stundum með
bros á vör. Síminn hringdi á öll-
um tímum sólarhringsins og
mikið álag var á heimilinu bæði í
gleði og sorg.
Smekkvísi Katrínar var við
brugðið, heimilið var prýtt fögr-
um hlutum sem hún hafði valið
af kostgæfni auk handverka
hennar sem settu mjög svip sinn
á heimilið. Á sama hátt má
nefna gjafmildi Katrínar, gjafir
valdar af kostgæfni og alúð.
Þegar ég hugsa til Katrínar
minnar eru það þessi orð sem
koma upp í hugann: Dugnaður,
þolinmæði, smekkvísi og gjaf-
mildi. Það var alveg sama hvað
var, mála húsið utan og innan,
vinna í garðinum fram á nótt,
halda veislur hvort sem það
voru matarboð eða kaffiboð.
Hún gat gert fábrotið hráefni að
dýrindismáltíð. Hún var mögnuð
kona hún Katrín.
Jólin voru hátíðleg og
skemmtileg í Faxatúni. Fjöl-
skyldan minnist mjög oft þess-
ara skemmtilegu tíma og ekki
síst bernskujólanna þegar jóla-
boð voru haldin sameiginlega til
skiptis hjá Katrínu og Eyjólfi
Ísfeld bróður hennar.
Katrín hélt góðri heilsu lengst
af en fyrir um tveimur árum fór
hún að gefa eftir. Hún kvaddi
þessa jarðvist södd lífdaga og
þakklát fyrir þá góðu ævi sem
hún hafði átt. Ég trúi því að nú
sé Katrín í faðmi Braga og þar
séu sannarlega fagnaðarfundir.
Hrönn Kjærnested.
Sveinn Eyjólfur
Tryggvason frá
Lambavatni, góð-
vinur minn, var
sviplega burtkallað-
ur úr jarðvistinni 30. maí. Hugur
minn náði því ekki fyrst í stað að
þannig væri komið. Síðan birtast
myndirnar. Hann horfinn frá
stóru fjölskyldunni sinni og Mar-
Sveinn Eyjólfur
Tryggvason
✝
Sveinn Eyjólf-
ur Tryggvason,
fæddist 26. maí
1972. Hann lést 30.
maí 2021.
Útförin fór fram
12. júní 2021.
grét nú ein eftir með
hópinn. Maður á
besta aldri, fáir jafn
öflugir á líkama og
sál, hann ævinlega
hress í bragði og
brosandi, hann sem
brást við hverri bón
á degi sem nóttu
nánast hvernig sem
á stóð, hver kemur í
staðinn? Hann sem
þræddi þau einstigi
og kleif þau björg sem flestum
eru ófær.
Það var að kvöldi föstudagsins
9. október 2014 að Sveinn Eyjólf-
ur hringdi í mig og við hófum al-
mennt spjall. Svo kom að því að
ég spurði hvort hann væri að
boða mig í smölun og sagðist
tæpast nenna því að þessu sinni.
Nei. Ég er ekki að biðja þig að
koma í smölun, ég ætla að biðja
þig að koma með mér til að ganga
fjörurnar undir Látrabjargi. Ég
er að fara að svipast um eftir lík-
amsleifum manns sem hvarf við
Látrabjarg fyrir nokkru. Það
viðrar sérlega vel til slíkrar ferð-
ar á morgun, hæg norðanátt og
bjart veður og það stendur vel á
sjávarföllum. Við eigum að hafa
góðan tíma til að fara fjörurnar
undir bjarginu áður en fellur að.
Eftir nokkra umhugsun og við-
ræður við eiginkonu mína kvaðst
ég koma í þessa ferð. En hvers
vegna ertu að biðja mig, er ekki
nægur mannafli í þetta? Svo var
ekki í þetta sinn. Við fórum fjórir
með Sveini í þessa ferð. Ég, þrír
samsveitungar, þeir Borgar Þór-
isson, Hvalskeri, Steinar Rúnars-
son, Neðri-Tungu, og Gunnbjörn
Skúli Magnússon, Stökkum.
Lögðum við upp frá Hvallátrum
þegar sjór tók að falla út. Þar
voru fyrir Borgar og Kristinn
Guðmundsson á Hvallátrum
ásamt yrðlingi með rautt háls-
band, tilbúnir með tvo slöngubáta
og þann búnað sem nauðsynlegur
taldist til farar. Við héldum síðan
fyrir Bjargtanga. Náðum við að
rekja flestar göngufærar fjörur
meðfram bjarginu. Sá Borgar um
að ferja okkur hina milli staða og
sigla bátnum inn í aðdjúpa voga
og bergskúta. Undraheim. Því
miður bar leitin ekki árangur og
þess tæpast von. Vindáttin hafði
um nokkurt skeið verið vestlæg
og öldugangur upp á bjargið.
Kom þeim Sveini Eyjólfi og
Borgari saman um það að ekki
hefðu þeir í mörgum ferðum ver-
ið í svo kyrrum sjó og mikilli blíðu
undir bjarginu. Meðan við sigld-
um fram hjá Saxagjá nefndi ég
það við Svein Eyjólf að mig lang-
aði að fara þar um. Sagði hann að
eins væri um sig. Hann hefði víða
farið um bjargið en aldrei Sax-
agjá. Við sammæltumst um að
fara slíka ferð saman seinna þeg-
ar aðstæður leyfðu. Strax daginn
eftir breyttist veðrið og ekki gaf
til annarrar leitar á þessum slóð-
um eftir það. Þessi lýsing er
dæmi um eitt þeirra fjölmörgu
viðfangsefna sem Sveinn Eyjólf-
ur tók að sér fyrir aðra.
Ég þakka Sveini Eyjólfi, góð-
um vini, samferðina og þá
fræðslu sem hann veitti mér um
umhverfi Rauðasands heima-
sveitar sinnar. Vottum við Helga
Margréti eiginkonu hans og
börnunum og móður hans og
systkinum innilegustu samúð
okkar.
Úlfar B. Thoroddsen.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR PÉTURSSON,
bóndi á Hjaltastöðum,
verður jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju
þriðjudaginn 22. júní kl 14.
Athöfninni verður streymt á:
https://www.youtube.com/watch?v=Tb_pK1uKtMY.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar.
Anna Jóhannesdóttir
Sigurður Þ. Þórólfsson
Sigríður Steinunn Þórólfsdóttir
Ragnheiður Þórólfsdóttir
Hafdís Huld Þórólfsdóttir
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir
Helga Björg Þórólfsdóttir
Pétur Óli Þórólfsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR FRIÐRIKKU JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Seltjarnar
og Landspítalans í Fossvogi fyrir ómetanleg störf og umhyggju.
Rebekka G. Gundhus Anders Gundhus
Anna Ólafía Guðnadóttir Viðar Böðvarsson
Arnfríður Lára Guðnadóttir Sveinbjörn Lárusson
Kristín Guðnadóttir Einar Vignir Sigurðsson
Jóna Björk Guðnadóttir Jón Marinó Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, amma og langamma,
ELÍN SÓLVEIG BENEDIKTSDÓTTIR
sendiráðsfulltrúi,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
13. júní. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Ef einhver vill minnast móður
okkar er bent á Kvennaathvarfið.
Guðlaugur Kristinn Óttarsson
Björgúlfur Þorsteinsson
Sólveig Jóhannesdóttir
barnabörn og langömmubörn
Ástkær móðir mín og frænka okkar,
INGUNN HALLDÓRSDÓTTIR,
áður Nökkvavogi 24,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 9. júní.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 22. júní klukkan 15.
Halldór B. Jónsson
Einar Hjaltested Svanhildur Elentínusdóttir
Margrét T. Hjaltested
Einar Kristinn Hjaltested María Gísladóttir
Hrefna María, Hrafnhildur, Karolína, Katrín Eva og Ari Gísli