Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Vinsælu leikföngin fást hjá okkur
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Hlaupahjól
My First Frozen
Hlaupahjól
My First Paw Patrol
Squeeze boltar
ColorChang 90 mm
Plop up fidget JUMBO
- Rainbow (12/72)
Dimple Pimble-fidget
leikur 14x13 cm
Fidget-Hand Snapper
Displ 36
Puffer-Caterpillar
26 cm 4 teg. Disp 12
Woof Strech-Hundur
4 lit Disp 12
Pufferz-Superglitter
Bolti 12 cm Displ 12
Dimple Pimble
Unicorn 17x15 cm
Stressbolti XXL 10 cm
6 teg. Disp-6
Bolti MEGA BALL 6 litir
45 cm (10/60)
50 ÁRA Steinunn fæddist 17. júní
1971 á Landspítalanum og ólst upp í
Reykjavík. Hún lauk BA-gráðu í sál-
fræði frá Háskóla Íslands 1996,
meistaraprófi í sálfræði frá Boston-
háskóla árið 2001 og doktorsprófi í
þroskasálfræði frá Tufts-háskóla
2005. Steinunn er aðstoðarrektor
kennslumála og þróunar við Háskóla
Íslands og prófessor við Sál-
fræðideild sama skóla. Hún varð
fyrst kvenna til að gegna stöðu pró-
fessors við Sálfræðideild HÍ.
„Mér þykir mjög vænt um þá nafn-
bót, enda eru fyrirmyndir eitt af mín-
um hjartans málum – ég vil sjá fjöl-
breyttari fyrirmyndir í vísindum eins
og á öllum öðrum sviðum. Mig hefur
alltaf þyrst í að skilja hvernig við ger-
um samfélög betri og hvernig við
byggjum upp kerfi sem styðja við
velferð barna og ungmenna, enda eru
rannsóknir mínar á þessu sviði. Það
er skemmtilegt hvernig viðfangsefni
mitt sem aðstoðarrektor snýr raun-
verulega að sama viðfangsefni, þ.e.
að styðja við og þróa starf skólans til
að gera góðan háskóla enn betri í
þágu fólks og framfara. Enda brenn
ég fyrir báðum störfum, sem aðstoð-
arrektor og prófessor. Ég lauk ný-
verið við að stýra mótun nýrrar
stefnu Háskóla Íslands og hlakka til
að stýra innleiðingu hennar, enda
finnast mér háskólar með almik-
ilvægustu stofnunum sem samfélög
búa yfir.“
FJÖLSKYLDA Steinunn er gift
Atla Magnússyni, atferlisfræðingi og
framkvæmdastjóra Arnarskóla, f.
4.12. 1969. „Við eigum þrjú börn og
hundinn Lubba, sem lítur ekki bara á
sig sem eitt barnanna, heldur stend-
ur í þeirri trú að hann sé uppáhalds-
barnið.“ Börnin eru Drífa, f. 24.6.
1998, Ásdís, f. 20.7. 2003 og Matthías,
f. 18.2. 2008. Foreldrar Steinunnar
eru Gestur Steinþórsson, f. 7.6. 1941
og Drífa Pálsdóttir, f. 8.4. 1945.
Steinunn Gestsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Tilhugsunin um að læra eitthvað
nýtt fyllir þig tilhlökkun. Ekkert virðist þér
ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi
þitt.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú hefur óvænt gaman af því að hitta
gamlan vin og rifja upp með honum liðna
daga. Styrkur persónuleika þíns hefur áhrif
á fólk.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Rómantískt samband þarfnast
smávegis innspýtingar – vertu hvatvís og
djarfur og treystu óvenjulegum og ferskum
hugmyndum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og
hefur því góð áhrif á alla í kringum þig.
Reynsla þín, álit, skoðanir og tilfinningar eru
algerlega einstakar.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Dembdu þér í slaginn og láttu engan
bilbug á þér finna þótt hart sé að þér sótt.
Aðalatriðið er að halda sig við efnið.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Farðu á þínar uppáhaldsslóðir og
finndu þann frið og þá ró sem endurnýja þig
til frekari athafna.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Í nokkrar dásamlegar stundir finnst þér
þú hafa öðlast stjórn á tímanum. Gleymdu
ekki heldur að þú þarft líka tíma fyrir sjálfan
þig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ekki hafa áhyggjur af róm-
antíkinni. Einbeittu þér að eigin þörfum og
sýndu fólki hvernig þú vilt að sé komið fram
við þig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Er það ekki skrýtið hvernig við-
horf manns til sjálfs sín getur breytt útlit-
inu? Gerðu því upp hug þinn áður en þú
heldur lengra.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Núna er ekkert vandamál sem
má ekki leysa áður en það kemur upp. Vertu
ákveðinn en einlægur. Góð orka er í kringum
þig og jákvæðrar niðurstöðu er að vænta.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Græskulaust gaman er þér að
skapi og það er sjálfsagt að lífga upp á til-
veruna með þeim hætti.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Nú er tækifæri til að ganga frá hlut-
um sem þú hefur lengi látið sitja á hak-
anum. Gerðu þitt besta í stöðunni og láttu
það fréttast að þú sért tilbúinn í hvað sem
er.
Hávarður hefur komið að félags-
málum innan Sinfóníunnar og setið í
stjórn starfsmannafélagsins og er
núna í stjórn SÍ sem fulltrúi hljóð-
færaleikara. „Ég hef unnið mikið
með Caput-hópnum og komið að
frumflutningi mjög margra nýrra
verka. Þá hef ég nokkrum sinnum
stigið á pall sem einleikari með Sin-
fóníunni og Caput og m.a. frumflutt
nýja íslenska kontrabassakonserta.
Þá hef ég spilað í flestum upp-
færslum Íslensku óperunnar síðan
við fluttum heim.“
lendis. Vissulega er umfang tónlist-
arlífs í stórborgum Evrópu meira en
hér, en tækifærin eru ekkert endi-
lega fleiri því samkeppnin er gíf-
urlega hörð.“
Árið 1998 tók Hávarður leiðsögu-
mannapróf í Kópavogi og starfaði
við leiðsögn franskra og amerískra
ferðamanna í allnokkur ár. „Þegar
ég bjó erlendis saknaði ég alltaf ís-
lenskrar náttúru, sem er alveg
mögnuð. Hér er maður aldrei lengi
að komast í fallegt landslag þótt
maður búi í borginni.“
H
ávarður Tryggvason
fæddist 17. júní 1961
á Landspítalanum í
Reykjavík og ólst
upp í Háaleitishverf-
inu. Hann var bara nokkrar vikur í
sveit, annars vegar í Hlíð í Skaft-
ártungu og hins vegar á Álfhólum
og Klauf í V-Landeyjum. „Pabbi var
með hænur og hesta í Selásnum við
Reykjavík og við börnin hjálpuðum
til við heyskap og að gefa dýrunum.
Einnig fórum við oft með pabba á
trillunni Lilla á handfæraveiðar á
nærliggjandi mið.“
Hávarður gekk í Álftamýrarskóla
og MH. Spilaði í popp- og rokk-
sveitum á unglingsárum. „Við bræð-
urnir spiluðum mikið, allir tengdir
inn á sama magnara og trommarinn
spilaði á ruslafötur. Mamma söngl-
aði mikið heima við vinnuna og ég
held að það hafi örvað tónlistar-
áhugann.“ Hávarður byrjaði að læra
á klassískan kontrabassa 17 ára í
Tónskóla SDK hjá Jennifer Ann
Davis. „Ég féll alveg fyrir hljóðfær-
inu og klassíkinni.“ Hann hélt til
Parísar í meira nám við CNSMP,
Konservatoríið, og lauk þaðan bæði
Premier Prix og Cycle de Perfecti-
onement með láði, sem er sambæri-
legt við BA- og meistaragráður. „Í
París kynntist ég tilvonandi eig-
inkonu minni, Þórunni Maríu Jóns-
dóttur, sem var þar við nám í fata-
hönnun. Eftir sex ár í París héldum
við til Belgíu þar sem ég fékk fast
starf við Flæmsku óperu-
hljómsveitina (VLOS). Einnig vor-
um við bæði í frekara námi; ég við
Flæmska konservatoríið og Þórunn
við Flæmsku listakademíuna.“
Árið 1995, eftir sex ára dvöl í
Belgíu, tók Hávarður við stöðu leið-
andi kontrabassaleikara hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
gegndi þeirri stöðu í tæp 25 ár. Nú
gegnir hann stöðu almenns kontra-
bassaleika hjá Sinfó. „Það er gott að
vera tónlistarmaður á Íslandi því
hér fagnar tónlistarheimurinn alltaf
nýju blóði og öllum er tekið vel.
Eins er standardinn mjög góður og
við búum að því að vera höfuðborg
og með miklu meira tónlistarlíf en í
sambærilega stórum borgum er-
Fyrir utan tónlistina snúa flest
áhugamál Hávarðar að útivist eða
hreyfingu. „Ég hef gaman af fugla-
skoðun og fjallgöngum og stunda
reglulega líkamsrækt með koll-
egum, bæði skokk og crossfit. Nýj-
asta áhugamálið er fluguveiði og hef
ég verið að kasta með flugu síðustu
tvö sumur, en fékk ekki fyrsta fisk-
inn á flugu fyrr en í fyrradag fyrir
hádegið í Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu.“
Hávarður er einnig nýkominn í
hjólahópinn Riddara spandexins.
Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari – 60 ára
Brúðkaupsferðin Hávarður og Þórunn María í brúðkaupsferðinni árið
1991 þar sem þau gengu Laugaveginn, en bæði eru þau mikið útivistarfólk.
Tónlistin og náttúran
Fjölskyldan Útivistarferð í Þingvallasveit í fyrravetur. Frá vinstri: Hildur
Franziska, Hávarður, fremst Þórunn María og Tryggvi Kormákur.
Tónlistin Hávarður að spila á Vín-
artónleikum með Sinfóníunni.
Riddarar Spandexins Hér er Há-
varður á liðsfundi hópsins í júní.
Til hamingju með daginn