Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Forvitni Ímyndunaraflið og forvitni voru leiðarstef í sýningunni Geim-mér-ei.
AF LEIKLIST
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
A
nnað leikárið í röð setti
kórónuveirufaraldurinn
mark sitt á leiklistar-
starfsemina í landinu.
Listafólk æfði upp á von og óvon um
hvenær hægt væri að sýna og greip
kærkomið tækifærið í hvert sinn
sem slakað var á samkomutakmörk-
unum til þess eins að horfa á dyrnar
skella aftur í lás þegar síst skyldi.
Þannig hefur eitt skref áfram á
stundum kostað tvö skref aftur á
bak. Undir þessum kringumstæðum
hefur verið aðdáunarvert að fylgjast
með seiglu, krafti og sköpunargleði
listafólks.
Þótt bjartari tímar virðist nú fram
undan í baráttunni við heimsfarald-
urinn eftir því sem bólusettum fjölg-
ar er ekkert launungarmál að sam-
komutakmarkanir síðustu margra
mánaða hafa sett stórt strik í rekst-
ur leikhúsanna og leikhópa sem taka
mun tíma að vinda ofan af. Hvaða
áhrif það svo aftur hefur á sýninga-
framboðið mun tíminn einn leiða í
ljós. Eitt af því sem faraldurinn hef-
ur kennt okkur er að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Listirnar hafa aldrei verið mann-
eskjunni mikilvægari en nú og ósk-
andi að stjórnvöld styrki innviði og
umgjörð þeirra til muna.
Rúm 77% verka voru íslensk
Á tólf mánaða tímabili frá júní-
byrjun 2020 til maíloka 2021 rýndu
leiklistargagnrýnendur Morgun-
blaðsins í alls 31 sýningu, sem er
svipaður fjöldi og leikárið 2019-2020
en töluvert minni en í meðalári. Upp-
færslurnar voru sýndar í Ásmundar-
sal, Borgarleikhúsinu, Elliðaár-
dalnum, Iðnó, Menningarhúsinu
Hofi, Samkomuhúsinu á Akureyri,
Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu.
Síðasta haust leit út fyrir að sýn-
ingar leikársins yrðu töluvert fleiri
en í meðalári, sem kom bæði til af því
að frumsýningu verka hafði verið
frestað fram á nýtt leikár en líka
vegna þess að stjórnvöld lögðu
áherslu á verkefnatengda styrki sem
viðbragð við faraldrinum. Enn halda
ruðningsáhrifin áfram því frumsýn-
ingu um 20 leikrita í fullri lengd og
átta styttri verka sem rata áttu á
svið á nýliðnu leikári hefur verið
frestað til þess næsta og verður
áhugavert að sjá hvað skilar sér í
reynd á leiksviðið.
Rúm 77% þeirra verka, sem rýnt
var í á nýliðnu leikári, voru íslensk
eða 24 talsins, þar af 23 ný verk og af
þeim voru fimm leikgerðir. Hlutfall
íslenskra verka hefur ekki verið
hærra þau síðustu sex árin sem und-
irrituð hefur markvisst haldið utan
um og rýnt í tölfræðina, en oftast
hefur hlutfallið verið í kringum 60%.
Hlutfallið hefði raunar verið nær
70% í ár ef ekki hefði þurft að fresta
um 28 verkefnum til næsta leikárs.
Athygli vekur að í fjórum sýn-
ingum leikársins var ekki aðeins
leikið á íslensku heldur líka á ensku
og/eða pólsku, sem endurspeglar
fjölbreytileikann í hópi áhorfenda. Í
þessu samhengi verður gaman að
fylgjast með næstu verkefnum
alþjóðlegu leikhópanna Reykjavík
Ensemble og PólíS sem af metnaði
hafa sinnt þeim stóra hópi Pólverja
sem búa hérlendis.
Boðið var upp á þrjár ólíkar
óperur á nýliðnu leikári og níu metn-
aðarfullar barnasýningar, sem er
svo sannarlega breyting til batnaðar
því ekki eru nema nokkur ár síðan
ekki reyndist unnt að veita Grímuna
fyrir barnasýningu ársins sökum
fæðar þeirra. Sé litið á erlendu verk-
in var boðið upp á eitt þýskt verk frá
19. öld, tvö bandarísk, eitt norskt og
eitt franskt frá síðustu öld og tvö
bresk frá þessari öld.
Sem fyrr er gróskan í íslenskri
leikritun mest áberandi í sjálfstæðu
senunni sem frumsýndi 18 af 24
íslenskum verkum leikársins sem
gerir 75% þeirra. Til samanburðar
var hlutfallið 55% leikárið 2019-2020.
Stóru atvinnuleikhúsin þrjú frum-
sýndu tvö íslensk verk hvert þegar
samstarfsverkefnin eru ekki talin
með.
Konur leikstýrðu 71% sýninga
Þegar uppfærslur leikársins eru
skoðaðar með kynjagleraugum má
sjá að hlutur kvenna í hópi leik-
skálda batnaði ögn milli leikára. Á
nýliðnu leikári voru 29% sýning-
anna, samtals níu sýningar, byggð á
leiktextum einvörðungu eftir konur,
en 42% byggðust á leiktextum ein-
vörðungu eftir karla og 29% á leik-
textum eftir bæði kyn, alls 36 höf-
unda þar sem kynjahlutfallið var því
sem næst jafnt. Til samanburðar
voru tölurnar 21%, 55% og 24% leik-
árið 2019-2020. Athygli vekur að
kynjahlutfall leikskálda er næstum
jafnt þegar kemur að íslensku verk-
unum, en 86% erlendu verkanna
voru skrifuð af körlum.
Síðustu sex árin hafa konur að
meðaltali leikstýrt um 46% leiksýn-
inga ársins. Lægst fór hlutfallið 2015
þegar það var 34% og hæst 2018
þegar það var 55% – þar til nú, því
konur leikstýrðu 71% leiksýninga
nýliðins leikárs. Spyrja má sig hvort
verið sé að reyna að vega upp skort á
konum í hópi leikskálda með því að
fjölga þeim í hópi leikstjóra. Eða
hvort tilviljun hafi einfaldlega ráðið
því að uppfærslum í leikstjórn karla
hafi frekar verið frestað.
Metnaðarfullar barnasýningar
Líkt og áður hófst leikárið á
skemmtilegri sumarsýningu Leik-
hópsins Lottu, að þessu sinni á
Bakkabræðrum eftir Önnu Berg-
ljótu Thorarensen í leikstjórn Þór-
unnar Lárusdóttur þar sem for-
dómar og umburðarlyndi voru í
brennidepli. Heimsfaraldurinn og
erfitt styrkjaumhverfi gera það að
verkum að Lotta treystir sér ekki til
að frumsýna nýja sýningu þetta
sumarið og er það miður.
Samkomutakmarkanirnar á yfir-
standandi leikári leiddu hins vegar
almennt til þess að barnasýningar
blómstruðu, enda giltu lengst af
rýmri takmarkanir þar sem börn og
ungmenni áttu í hlut í hópi áhorf-
enda. Kardemommubærinn eftir
Thorbjørn Egner í Þjóðleikhúsinu
naut góðs af ferskri nálgun Ágústu
Skúladóttur leikstjóra sem í sam-
vinnu við aðra listræna stjórnendur
bauð upp á litríkt sjónarspil. Öllu
lágstemmdari, en ekki síður mynd-
rænt sterk, var uppfærsla Leikhóps-
ins Miðnættis í Þjóðleikhúsinu á
Geim-mér-ei eftir Agnesi Wild og
leikhópinn í leikstjórn Agnesar. Með
forvitni og ímyndunaraflið að leiðar-
ljósi tókst að skapa hugljúft verk.
Leikhópurinn Hin fræga önd setti
í Borgarleikhúsinu upp tónleikhús-
sýninguna Fuglabjargið í leikstjórn
Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur.
Hér var á ferðinni hrífandi, frumleg
og falleg sýning um m.a. mikilvægi
þess gefast ekki upp þegar þreyja
þarf þorrann. Húmorískur texti
Birnis Jóns Sigurðssonar naut sín
vel við áheyrilega tónlist Ingibjargar
Ýrar Skarphéðinsdóttur og Ragn-
heiðar Erlu Björnsdóttur.
Tónlistin var einnig í lykilhlut-
verki í nútímaóperunni Kok eftir
Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem
byggð er á samnefndri ljóðabók eftir
Kristínu Eiríksdóttur í góðri leik-
stjórn Kolfinnu Nikulásdóttur sem
leikhópurinn Svartur jakki setti upp
í Borgarleikhúsinu. Hér var á ferð-
inni fáguð uppfærsla á frábærri tón-
list þar sem Hanna Dóra Sturludótt-
ir glansaði í krefjandi hlutverki.
Af annarri eftirtektarverðri
frammistöðu á leiksviðinu þetta leik-
árið verður að nefna túlkun Hjartar
Jóhanns Jónssonar á Biff í Sölumað-
ur deyr eftir Arthur Miller í leik-
stjórn Kristínar Jóhannesdóttur í
Borgarleikhúsinu. Hjörtur Jóhann
býr ekki aðeins yfir einstakri
útgeislun á sviði heldur frábærri
tækni og vandaðri textameðferð.
Björn Thors sýndi hvers hann er
megnugur í einleiknum Vertu úlfur
eftir Héðin Unnsteinsson og Unni
Ösp Stefánsdóttur í leikstjórn Unn-
ar í Þjóðleikhúsinu. Sýningin bætist
í hóp annarra góðra sýninga á síð-
ustu árum þar sem geðrænir kvillar,
orsök þeirra og afleiðing, eru til
skoðunar. Má þar t.d. nefna Engla
alheimsins eftir Einar Má Guð-
mundsson í leikgerð Símonar Birgis-
sonar og Þorleifs Arnar Arnars-
sonar í leikstjórn Þorleifs og 4:48
Psychosis eftir Söruh Kane í
leikstjórn Friðriks Friðrikssonar.
Frumleg og frjó nálgun
Undir merkjum Reykjavík
Ensemble leikstýrði Pálína Jóns-
dóttir tveimur áhugaverðum og
frumlegum sýningum. Þetta voru
leikhúsgjörningurinn Ég kem alltaf
aftur í Iðnó og heimspekilega revían
Polishing Iceland í Tjarnarbíói þar
sem Pálína vann eigin leikgerð á
sjálfsævisögulega smásagnasafninu
A Key is a Knife eftir pólska rithöf-
undinn Ewu Marcinek.
Ekki síður heimspekileg var upp-
færsla Borgarleikhússins á Útlend-
ingnum – morðgátu eftir Friðgeir
Einarsson í leikstjórn Péturs
Ármannssonar. Af sinni alkunnu
snilld notaði Friðgeir ráðgátuformið
til að bregða ljósi á mannlega tilvist
þar sem við reynum að gefa hvers-
dagsleikanum, endurtekningunni og
angistinni merkingu.
Frumleg og frjó var líka nálgun
Benedikts Erlingssonar leikstjóra á
Nashyrningum eftir Eugène
Ionesco í Þjóðleikhúsinu. Gaman var
að sjá hvernig hann dró leikhúsið
sjálft inn í túlkun sína á þessu magn-
aða verki sem eldist ótrúlega vel.
Óhætt er að segja að Hilmir Snær
Guðnason hafi stolið senunni þegar
hann umbreyttist í hófdýr fyrir aug-
um áhorfenda.
Leikhópurinn Svipir skapaði
magnaðan leikhúsgaldur í Tjarnar-
bíói með uppfærslu heimildaleikrits-
ins Sunnefu eftir Árna Friðriksson í
samstarfi við leikhópinn í leikstjórn
Þórs Tulinius. Hér var boðið upp á
rannsóknar- og frásagnarleikhús
eins og það gerist best. Tinna
Sverrisdóttir og Margrét Kristín
Sigurðardóttir nutu sín vel í hug-
myndaríkri umgjörð utan um
dramatískt efnið.
Látlaus og fallega formuð var líka
sýningin Haukur og Lilja – Opnun
eftir Elísabetu Kristínu Jökuls-
dóttur í úrvinnslu Maríu Reyndal
leikstjóra og leikhópsins sem Edda
Production setti upp í Ásmundarsal.
Framúrskarandi samleikur Eddu
Bjargar Eyjólfsdóttur og Sveins
Ólafs Gunnarssonar skilaði sér í
töfrandi kvöldstund.
Breyttur reynsluheimur
Línur nýliðins leikárs höfðu að
mestu verið lagðar áður en heims-
faraldurinn skall á af fullum þunga
hérlendis. Áhugavert verður að sjá,
á komandi leikári, hvort og hvernig
viðfangsefni leikhúsanna endur-
spegla breyttan reynsluheim leik-
húsgesta. Kallar einangrun og var-
færni síðustu mánaða á skemmtana-
gleði í anda hinna glöðu millistríðs-
ára? Eða verðum við tilbúnari en
áður til að skoða aðkallandi málefni,
á borð við loftslagsvandann og mis-
skiptingu auðs, sem ekki verða leyst
nema í samvinnu þjóða? Ef kórónu-
veirufaraldurinn hefur kennt okkur
eitthvað þá er það hversu nátengdir
íbúar jarðar eru í reynd þar sem
ekkert okkar er hólpið fyrr en við öll
erum hólpin.
Enginn veit hvað átt hefur …
Uppreisn Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir í Sunnefu. Frumleiki Fuglabjargið var hrífandi, frumleg og falleg tónleikhússýning.
Ráðgáta Friðgeir Einarsson í verki sínu Útlendingurinn – morðgáta.
Veisla Haukur og Lilja – Opnun.Hringur Björn Thors í Vertu úlfur.