Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 68
25% af allri sumarvöru Sófadagar ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is 10.- 21. júní CLEVELAND Tungusófi. Dökkgrátt áklæði. L231 x D140 cm. 119.900 kr. Nú 95.920 kr. BORGIO Svart polyratttan, grátt polyester á sessum. 2ja sæta sófi. L176 cm. 118.900 kr. Nú 89.175 kr. 3ja sæta sófi. L249 cm. 164.900 kr. Nú 123.675 kr. 20% AF ÖLLUM SÓFUM, SKEMLUM OG SVEFNSÓFUM Bráðum kemur betri tíð er yfirskrift dagskrár sem Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari er með í sal Tón- listarskóla Garðabæjar í kvöld kl. 20. „Á efnisskránni eru íslensk sönglög, sem er vel við hæfi á þjóðhátíðar- degi Íslendinga en ljóðin og ljóðskáldin verða í brenni- depli. Með Bjarna Thor leikur Ástríður Alda Sigurðar- dóttir á píanó,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir eru ókeypis en æskilegt er að tryggja sér miða á tix.is. Bráðum kemur betri tíð í kvöld FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Már Gunnarsson, Patrek- ur Andrés Axelsson og Thelma Björg Björnsdóttir verða fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, í Tókýó í Japan í ágúst- og septembermánuði. Þrjú þeirra taka þar þátt í sínu fyrsta Ólympíumóti en Thelma Björg var á meðal keppenda í Ríó fyrir fimm árum. Bog- fimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson gæti einnig unnið sér keppnisrétt á leikunum og þá hefur Íþrótta- samband fatlaðra lagt inn umsóknir fyrir fleira afreks- íþróttafólk í ljósi árangurs þess undanfarið. »59 Fjögur örugg með að keppa í Tókýó ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mýrarnar eru heillandi svæði og falin perla,“ segir Rakel Stein- arsdóttir, myndlistarmaður á Ökr- um á Mýrum. Hið víðfeðma svæði milli Langár og Hítarár í Borg- arfirði, á leiðinni vestur á Snæfells- nes, er ekki beint á kortinu meðal ferðafólks. Á þessum slóðum er dreifbýlt og margt með brag fyrri tíðar, sem gaman er að sjá og skoða, rétt eins og blaðamaður Morgun- blaðsins gerði á dögunum. Nýtt fyrir stafni Fimm ár eru síðan Rakel eign- aðist Suðurbæinn, sem svo er kall- aður á Ökrum. „Ég tengist Snæfells- nesi á ýmsan hátt en hafði aldrei keyrt niður á Mýrarnar fyrr en sum- arið sem húsið kom upp í hendurnar á mér,“ segir Rakel. „Ég átti gamalt hús í miðborginni, á Frakkastíg 9, sem ég gerði upp. Þar hafði ég skipulagt myndlistarsýningar og verið með ýmsa viðburði. Undir það síðasta var mér farið að leiðast ferðamannaerillinn og ákvað að breyta til enda þarf ég alltaf að hafa eitthvað nýtt fyrir stafni.“ Rakel er á Ökrum aðallega á vorin og fram á sumar og segist ekki þekkja neitt skemmtilegra en að fylgjast með fuglunum. Á Mýrunum sé einstaklega fjölbreytt fuglalíf, enda er hér öll flóran, vatna-, mó-, vað- og sjófuglar. Á Ökrum er mikið kríuvarp og á tjörnum fjöldi lóma- para. „Margar fuglategundir var ég að sjá í fyrsta sinn hér, svo sem flór- goða og óðinshana sem er í miklu uppáhaldi. Rebbi er svo tíður gestur og mér stendur alls ekki á sama þeg- ar hreiðrin eru ítrekað rænd,“ segir listakonan Svo langt sem augað eygir Við Akra eru hvítar sandfjörur svo langt sem augað eygir og Snæ- fellsjökull blasir við. Í þessu um- hverfi segir Rakel dásamlegt að fara ein í göngutúr og gleyma sér. Gam- an sé þá að fylgjast með selum í flæðarmálinu, forvitnir reki þeir upp höfuðið á flóði en á fjörunni liggja þeir í makindum í hópum á leir- unum. Suðurbærinn, hús Rakelar, var byggður árið 1935. Viðgerðir á hús- inu standa yfir og þar hafa margir komið að verki „Ég var svo heppin að fá eðalsmið af svæðinu, Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku á Mýrum, sem er meistari í gömlum húsum, til að endurnýja langhliðina. Hann og sonur hans settu í nýja glugga sem smíðaðir voru í Borgarnesi eftir gamla laginu. Þeir skiptu út fúnu burðarvirki, steyptu nýjan grunn og allt var einangrað upp á nýtt. Að lok- um var hliðin klædd með lerki. Svona er þetta allt tekið skref fyrir skref hér á Ökrum þar sem ég uni mér vel,“ segir Rakel. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Endurreisn Rakel Steinarsdóttir við Suðurbæinn sem var byggður árið 1935 og nú er verið að gera upp. Perla og heillandi svæði - Listir og fjölskrúðugt fuglalíf á Mýrunum í Borgarfirði Sveit Krían er aðgangshörð á Ökrum, þar sem er staðarlegt heim að líta. MMarflatar Mýrar »30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.