Þjóðmál - 01.06.2017, Page 7
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 5
AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA
Alþingi fór i sumarleyfi fimmtudaginn 1. júní,
degi síðar en ráðgert var í starfsáætlun
þingsins.
Að venju flutti forseti alþingis, Unnur Brá
Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki að þessu
sinni, ávarp á lokafundi þingsins. Hún minnti
á að þingið hefði komið saman við „óvenju-
legar aðstæður“ 6. desember 2016. Þá hefði
það ekki gerst í hartnær 40 ár „að þingsetning
að loknum alþingiskosningum færi fram án
þess að fyrir lægi meirihlutasamstarf og ný
ríkisstjórn“.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og
Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna Bene-
diktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var
mynduð 11. janúar 2017. Þingforseti minntist
þess að við upphaf þessa þings hefðu aldrei
fleiri nýir þingmenn tekið sæti á þingi og
aldrei fyrr hefðu jafn margar konur hlotið
kosningu til Alþingis. Þingreynsla manna
væri sú minnsta frá því að mælingar hófust,
um fjögur ár að meðaltali. Mikil endurnýjun
alveg frá alþingiskosningum 2007 hefði orðið
í þingmannahópnum.
Björn Bjarnason
Sögulegar ákvarðanir
alþingis um fjármálaáætlun
og dómara í Landsrétti
Miklar umræður hafa farið fram um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. Fjármálaáætlunin er umdeild
en engu að síður merki um breytt og betri vinnubrögð alþingis til lengri tíma.
Mynd: althingi.is