Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 13

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 13
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 11 Sigríður Á. Andersen, afhenti forseta alþingis 29. maí 2017 tillögu sína. Lög mæla fyrir um að þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skuli hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir alþingi til samþykktar. Að fengnu samþykki þingsins skal ráðherrann senda tillöguna til forseta Íslands sem skipar í embættin. Í áliti meirihluta þingnefndarinnar segir: „Fyrir nefndinni var rætt að skiptar skoðanir hafa verið um hvort ráðherra eigi að vera bundinn af umsögn slíkra dómnefnda, en með því mundi dómnefnd í raun ráða hverjir verði skipaðir dómarar. Ef ráðherra væri undantekningarlaust skylt að fara eftir áliti dómnefndar væri ábyrgðin á skipun dómara hjá stjórnvaldi sem er ekki ábyrgt gagnvart þinginu en slík tilhögun hefur sums staðar þótt orka tvímælis. Meiri- hlutinn tekur fram að með þeirri tilhögun sem samþykkt var með lögum á Alþingi um að ráðherra sé óheimilt að skipa í dómaraembætti mann sem dómefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, nema Alþingi samþykki tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjenda sem fullnægir að mati dómnefndar skilyrðum laganna, er tekin skýr afstaða til þess að veitingarvaldið er hjá ráðherra en ekki hjá dómnefndinni. Til þess að tillaga ráðherra sem víkur frá niðurstöðu dómnefndar öðlist gildi þarf hún engu síður aðkomu annars handhafa ríkisvaldsins, í þessu tilviki löggjafarsam- komunnar.“ Þarna er vikið að mikilvægu sjónarmiði sem verður að halda til haga til að sporna gegn þróun sem miðar að því að svonefnd „fagleg“ sjónarmið eigi að ráða frekar en ákvarðanir kjörinna fulltrúa fólksins, þingmanna og ráðherra. Í því felst raun ákveðinn hroki sérfræðinga eða innmúraðra að halda því fram að aðeins sérfróðir og innmúraðir geti verið „faglegir“, aðrir láti geðþótta eða jafnvel annarleg sjónarmið ráða gerðum sínum við veitingu embætta, úthlutun styrkja eða aðrar ákvarðanir sem sérhagsmunahópar vilja taka úr höndum kjörinna fulltrúa. Á þessu sviði birtist ein mesta sérhagsmunagæsla í sam- félaginu og þeir sem tala ákafast fyrir henni hallast yfirleitt til vinstri í stjórnmálum. VI. Meirihlutinn að baki ríkisstjórninni stóð einhuga að því að samþykkja tillögu dóms- málaráðherra. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu frá var hafnað með 31 atkvæði gegn 30. Þegar tillaga ráðherrans um 15 dómara var borinn upp sátu Framsóknar- menn hjá og voru því 22 atkvæði gegn henni. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, tók sér þetta mál mjög nærri. Hann varð sér til skammar með orðbragði sínu og framkomu við flutn- ing ræðu í þingsalnum og eftir að málið var afgreitt og þing farið í sumarleyfi ræddi þing- maðurinn við Guðna Th. Jóhannsson, forseta Íslands. Sagði Jón Þór að forseti ætlaði að „taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.