Þjóðmál - 01.06.2017, Page 15

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 15
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 13 VII. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ritaði undir skipunarbréf dómaranna 15 fimmtu- daginn 8. júní. Í tilefni af undirrituninni sendi forseti frá sér sérstaka yfirlýsingu. Forseti segir að „tveimur sólarhringum eftir að mér bárust þau [skipu- narbréfin] í hendur“ hafi hann ritað undir þau. Þetta tekur hann líklega fram vegna orða Jóns Þórs Ólafssonar um að hann ætlaði að „taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið“. Þá tekur forsetinn það fram sem öllum er ljóst sem þekkja stjórnskipun íslenska lýðveldisins „að forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöf- num og lætur ráðherra framkvæma vald sitt“. Í yfirlýsingunni nefnir forseti að sú staða geti „þó vissulega komið upp að forseti þurfi að íhu- ga hvort hann vilji staðfesta stjórnarathafnir“. Nefnir hann sem dæmi að forseti verði var við augljósar villur í skjölum sem honum eru afhent og krefjist leiðréttingar á þeim. Ekkert slíkt var á döfinni í þessu tilviki. Taldi forseti nauðsynlegt að rannsaka hvort alþingi hefði staðið rétt að málum við afgreiðslu tillögu dómsmálaráðherra um dómaraefnin! Fól hann forsetaritara að kalla á gögn frá skrifstofu alþingis um málsmeðferð þingsins. Skrifstofan leggur öll gögn vegna atkvæða- greiðslna í hendur forseta þingsins og taldi að sjálfsögðu rétt að málum staðið og í sam- ræmi við þingskapalög. Hvað varð til þess að forseti Íslands hóf þessa rannsóknarvinnu vegna skjala sem fyrir hann voru lögð á réttan hátt? Jú, að lögfræðingar hefðu lýst „yfir efasemd- um um að rétt hefði verið að málum staðið, að vísu einatt með fyrirvara um að málsatvik lægju ekki fyllilega ljós fyrir“. Í öðru lagi vísaði forseti til einkennilega textans sem birtur er hér að framan með hvatningu til hans um að verða ekki við skyldu sinni til að undirrita skjölin. Í þriðja lagi „hafði Jón Þór Ólafsson, alþing- ismaður og 3. varaforseti Alþingis, samband við mig og lýsti efasemdum um lögmæti atkvæðagreiðslunnar“ segir forseti. Af þessum orðum má ráða að orð Jóns Þórs vegi þyngra en ella þar sem hann situr í forsætisnefnd alþingis. Að þingflokkur Pírata veiti honum umboð til þess og aðrir þing- menn samþykki er til marks um virðingarleysi fyrir alþingi. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mynd: forseti.is Í yfirlýsingunni nefnir forseti að sú staða geti „þó vissulega komið upp að forseti þurfi að íhuga hvort hann vilji staðfesta stjórnarathafnir“. Nefnir hann sem dæmi að forseti verði var við augljósar villur í skjölum sem honum eru afhent og krefjist leiðréttingar á þeim.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.