Þjóðmál - 01.06.2017, Page 28

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 28
26 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Fátt bendir til annars en að Bretland sé á leiðinni úr Evrópusambandinu (Brexit) í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar fyrir rúmu ári þar sem meiri- hluti brezkra kjósenda samþykkti að segja skilið við sambandið. Spurningin er þannig í raun ekki hvort Bretland eigi eftir að ganga úr Evrópusambandinu heldur líkt og áður nákvæmlega með hvaða hætti. Eftir sem áður eru þeir vitanlega til í Bretlandi sem vilja að landið verði áfram í Evrópusam- bandinu en fáir stjórnmálamenn tala hins vegar fyrir þeirri stefnu. Fyrst og fremst vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að mikill stuðningur er við útgönguna úr sambandinu1. Þeir flokkar sem kölluðu eftir því í aðraganda brezku þingkosninganna í júní riðu ekki feitum hesti frá þeim. Frjálslyndir demókratar, sem lögðu mesta áherzlu á áframhaldandi veru í Evrópu- sambandinu, bættu að vísu við sig fjórum þingsætum og hafa nú tólf þingmenn en töpuðu engu að síður fylgi frá kosningunum 2015 þegar þeir biðu sögulegt afhroð. Skozki þjóðarflokkurinn tapaði hins vegar stórt eða 21 þingsæti í Skotlandi. Þingsætin fóru einkum yfir til Íhaldsflokksins. Þrátt fyrir að þingkosningarnar í síðasta mánuði hafi ekki beinlínis farið eins og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og Bresk stjórnmál Hjörtur J. Guðmundsson Frjálst og sjálfstætt Bretland í sjónmáli

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.