Þjóðmál - 01.06.2017, Page 31

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 31
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 29 Hvað útgönguna úr Evrópusambandinu varðar skiluðu þingkosningarnar í síðasta mánuði engu að síður ýmsu henni til hags- bóta. Þannig hefur ósigur Skozka þjóðar- flokksins leitt til þess að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi flokksins, hefur sett á ís áform um nýtt þjóðaratkvæði um sjálfstæði landsins. Áform sem háð eru samþykki brezku ríkisstjórnarinnar. Talsvert var rætt um það að útgangan úr Evrópusambandinu gæti leitt til skozks sjálfstæðis og að Bretland liðaðist þannig í sundur. Fleiri töldu þó að lítil hætta væri á því. En hvaða skoðun sem fólk annars kann að hafa á hugmyndinni um sjálfstætt Skotland hefur sú umræða allavega sama og þagnað í tengslum við áform brezkra stjórnvalda um að ganga úr sambandinu. Þingkosningarnar skiluðu því einnig að yfir 90% þingmanna á brezka þinginu sitja þar á grundvelli stefnuskráa sem gera ráð fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Þingmenn Íhaldsflokksins, Verkamannaflokk- sins og Lýðræðislega sambandsflokksins. Þetta er gríðarleg breyting frá kosningunum 2015 þegar aðeins einn þingmaður af 650 var kosinn út á þá stefnu.3 Brezka ríkisstjórnin vill ekki aðild að EES Hvert verður síðan framhaldið? Líkt og fram kom í upphafi þessarar greinar er fátt sem bendir til annars en að Bretland muni ganga úr Evrópusambandinu. Spurningin er fremur nákvæmlega með hvaða hætti það gerist. Mikið er rætt um mjúka útgöngu eða harða í Bretlandi í því sambandi þó stundum sé nokkuð ruglingslegt hvað nákvæmleg er átt við í hvoru tilfelli fyrir sig. Mjúk útganga virðist af umræðunni að dæma snúast um Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins, með hliðstæðum hætti og Ísland í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), og jafnvel tollabandalagi sambandsins líka. Hörð útganga snýst um að ganga úr Evrópu-sambandinu án þess að ná samningum við sambandið um útgönguna. Brezka ríkisstjórnin hyggst hins vegar semja við Evrópusambandið um víð- tækan viðskiptasamning, svonefndan annarar kynslóðar fríverzlunarsamning, en heldur því einnig opnu að segja skilið við sambandið án samnings ef viðræðurnar skila ekki ásættan- legum árangri. Stjórnin hefur hafnað því að fara hliðstæða leið og til að mynda Ísland hefur farið með EES-samningnum. Ef svo ólíklega vill hins vegar til að Bretland verði aðili að EES-samningnum eftir að landið hefur yfirgefið Evrópusambandið verður það að öllum líkindum einungis hugsað sem tímabundið fyrirkomulag á meðan samið verður endanlega um framtíðartengsl landsins við sambandið.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.