Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 35
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 33 Enginn geiri er þó jafn bundinn af mörgum, flóknum og íþyngjandi reglum eins og fjármálageirinn. Þannig var það fyrir 2008 og þannig er það enn. Regluverkið hefur vissulega tekið breytingum síðasta áratuginn en það heyrir til algjörar undantekningar ef slakað er á reglum í geiranum. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt er nauðsyn þess að aðskilja starfsemi viðskipta- banka og fjárfestingarbanka. Sú umræða hefur verið áberandi frá árinu 2008 og svo virðist sem margir telja þetta vera algjört grundvallaratriði við endurskipulagningu fjármálakerfisins. Umræðan er ekki síður áberandi hér á landi en í byrjun júní kynnti starfshópur fjármálaráðherra þrjár mögu- legar leiðir um mögulegan aðskilnað á starf- semi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Eins og hinu opinbera er tamt var í kjölfarið settur á fót annar starfshópur sem á að vega og meta hverja leið fyrir sig og mun sá hópur að öllu óbreyttu skila tillögum sínum í haust. Það má nefna í þessu samhengi að árið 2013 skilaði þriggja manna starfshópur, svokall- aður G3 hópur, tillögur um fjármálastöðug- leika á Íslandi. Starfshópnum var falið það verkefni að ígrunda varlega skýrslu sem hafði verið gefin út árið áður, Framtíðar- skipan fjármálakerfisins, og gera tillögur um stefnumörkun fyrir æskilegar breytingar á lagaumgjörð fjármálakerfisins. Það hefur því ekki verið neinn skortur á starfshópum og skýrslugerðum frá árinu 2008. Þess ber að geta að G3 hópurinn taldi ekki ástæðu til að aðskilja rekstur viðskipta-og fjárfestingar- banka. Þá má einnig rifja upp að haustið 2015 lögðu átta stjórnarandstöðuþingmenn vinstri flokkanna, þ.e. VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Pírata, fram þings-ályktunar- tillögu um aðskilnað á starfsemi viðskipta- og fjárfestingarbanka. Frá bankahruninu árið 2008 hefur slík tillaga verið lögð fram í ýmsum myndum alls sjö sinnum. Í grein- argerð kom fram að flutningsmenn hennar teldu mikilvægt að tryggt yrði að ekki yrði hægt að „misnota innstæður sparifjáreigenda í viðskiptabönkum í áhættusamar fjárfestin- gar sömu banka“ eins og það var orðað. Það er þó ekkert sem bendir til þess að innstæður sparifjáreigenda hafi verið „misnotaðar“ við fjárfestingar íslensku bankanna fyrir hrun og fall þeirra á sér allt aðrar skýringar. Til að gæta sanngirni er rétt að taka fram að það eru ekki bara vinstri menn sem hafa talað fyrir aðskilnaði á starf-semi viðskipta-og fjárfestingarbanka hér á landi. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ítrekað talað fyrir slíkum aðskilnaði og Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins hefur ályktað um það sama þó svo að kjörnir fulltrúar hafi ekki fylgt málinu eftir. Oonagh Anne McDonald, sem er bresk athafnakona og fræðimaður, birti í vetur ítar- lega grein á vef bandarísku hugveitunnar Cato Institute þar sem hún fjallaði um hina þekktu Glass-Steagall löggjöf, sem sett var í Krepp- unni miklu árið 1933 og kvað meðal annars á um aðskilnað á starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Afnám meginþorra lög- gjafarinnar í forsetatíð Bill Clinton er stundum talin ein af meginorsökum fjármálakrepp- unnar sem skall á um áratug síða. Ástæða er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.