Þjóðmál - 01.06.2017, Page 41

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 41
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 39 í veg fyrir að bankar gætu starfað á lands- vísu, m.a. vegna þess að lögin gerðu það að verkum að einstaka útibú þurftu að eiga ákveðna bindisskyldu gagnvart innstæðum. Bindisskyldan var það há að enginn stað- bundinn banki gat staðið undir henni. Mikil afskipti hins opinbera Glass-Steagall tók ýmsum breytingum fram til ársins 1999 þegar lögin voru afnumin að mestu. Flestar þessara breytinga tóku mið af efnahagsaðstæðum á sjöunda og áttunda áratugnum. Mikil verðbólga á áttunda áratugnum varð til þess að fólk færði sparnað sinn af innlánsreikningum yfir á peninga- markaðsreikninga minni fjármálafyrirtækja, enda bannaði Glass-Steagall löggjöfin viðskiptabönkum að bjóða upp á slíka reikn- inga. Þetta dró eðlilega úr hagnaði bankanna og veikti stoðir þeirra. Bandarískir bankar gátu þó á áttunda og níunda áratugnum opnað starfsstöðvar í Evrópu og þar fengu þeir að starfa eins og aðrir bankar í þeim löndum, sem voru bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar og sú starfsemi gekk öllu betur en starfsemi þeirra vestanhafs. Með lagabreytingum á fyrri hluta áttunda áratugarins var viðskiptabönkum heimilt að kaupa skuldabréf húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac. Þar var í raun ekki um mikla lagabreytingu að ræða því sem fyrr segir hafði viðskiptabönkum verið heimilt að kaupa verðbréf af fyrirtækjum sem nutu stuðning ríkisins. Lagabreytingarnar voru aðeins til þess fallnar að skýra það betur. Seinna gerðu stjórnvöld ýmsar breytingar, m.a. fengu viðskiptabankar að kaupa ákveðin skuldabréf og taka þátt í viðskiptum með skuldabréfavafninga en fengu aldrei heimild til að starfa eins og fjárfestingarbankar. Afskipti hins opinbera voru mikil og þrátt fyrir tíðar lagabreytingar voru þær breytingar sjaldnast til annars fallnar en að setja þeim frekari skorður. Bankarnir byrja að falla Árið 1999 var samþykkt löggjöf sem kölluð var The Gramm-Leach-Bliley Act (GLBA) sem afnam Glass-Steagall löggjöfina að mestu leyti. McDonald ítrekar þó að viðskiptabönk- um var, hvorki undir Glass-Steagall lög- gjöfinni né undir GLBA löggjöfinni, heimilt að fjárfesta í ákveðnum verðbréfum og bókfæra viðskiptin af þeim á efnahagsreikning sinn. Sú trú stjórnmálamanna á því að endurupp- taka Glass-Steagall löggjafarinnar leysi allan vanda fjármálageirans er því á misskilningi byggð að mati McDonald. Hún fullyrðir sem fyrr segir að þó svo að Glass-Steagall lög- gjöfin hefði enn verið í gildi hefði hún ekki komið i veg fyrir krísuna árið 2008. Í raun hefði löggjöfin engin áhrif haft því vandinn hafi ekki legið í því hvernig fyrirkomulag bankastofnana var háttað. McDonald er ekki ein um þessa skoðun. Þannig má nefna að ein af niðurstöðum skýrslu nefndar fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fjármálakreppuna var að enginn ein tegund af bankastarfsemi – fjárfestingarbankar, sparisjóðir, viðskiptabankar og alhliðabankar – hafi reynst betri mitt í kreppunni. Hún rifjar upp að tveir vogunarsjóðir í eigu fjárfestingarbankans Bear Stearns hafi verið fyrstir til að falla í aðdraganda fjármála- krísunnar árið 2008. Þetta átti sér stað sumarið 2007 og átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Nokkrum mánuðum síðar lækkaði matsfyrirtækið Moody‘s lánshæfismat bankans vegna sértryggðra skuldabréfa með undirmálslán sem bankinn hafði gefið út sem leiddi til þess að í mars 2008 var bankinn yfirtekinn af öðrum fjárfestingarbanka, JP Morgan, með 30 milljarða dala láni frá bandaríska seðlabank- anum. Í september 2008 féll svo bandaríski risabankinn Lehman Brothers eftir að hafa ofmetið vermæti viðskipta- og fasteignalána í safni sínu og vanmetið áhættu í fjárstýringar- stefnu sinni. Þetta kom í ljós þegar brestir í reikningsskilum bankans voru afhjúpaðir. Hrun Lehman Brothers skók fjármálakerfi út um allan heim eins og flestir vita.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.