Þjóðmál - 01.06.2017, Page 43
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 41
Svipaða sögu má segja af Washington
Mutual. Árið 2005 fór bankinn að stunda
áhættusama lánastarfsemi. Þeir buðu
viðskiptavinum sínum að haga greiðslum
eftir hentugleika og ætluðu þannig að keppa
við aðra stóra banka sem veittu fasteignalán.
Afborganir viðskiptavina af lánum stóðu ekki
undir afborgunum bankans af eigin skulda-
bréfaútgáfu og fjármagn bankans þurrkaðist
upp. Líkt og IndyMac stundaði Washington
Mutual enga fjárfestingarbankastarfsemi.
Sem fyrr segir var ekkert í Glass-Steagall
löggjöfinni sem bannaði sölu á skuldabréfa-
vafningum, enda er það ekki fjárfestingar-
bankastarfsemi. Þess utan verður fall
bankanna ekki eingöngu rakið til þeirra
viðskipta eins og rakið er hér að framan.
Á árunum 1995 til 2008 urðu til 28 milljónir
„slæmra“ lána á húsnæðismarkaði í Banda-
ríkjunum. Stjórnmálamenn höfðu ítrekað
talað um mikilvægi þess að allir ættu að eiga
þess kost að eignast húsnæði og notuðu
opinbera sjóði til að koma þeim lánum
áleiðis, m.a. í gegnum fyrrnefnda viðskipta-
banka og fleiri til sem kepptu um viðskipta-
vini og sóttu lán úr þessum sjóðum. Þetta var
um helmingur allra húsnæðislána á markaði –
og þetta er ástæðan fyrir fjármálakrísunni 2008.
Mikill tími farið í misskilning
Þrátt fyrir að ástæður fjármálakrísunnar
liggi nokkuð ljóst fyrir hafa stjórnmálamenn
ítrekað talað um mikilvægi þess að aðskilja
starfsemi viðskipta- og fjárfestingarbanka.
McDonald rifjar upp að árið 2010 flutti Barack
Obama eftirminnilega ræðu um endurbætur
á fjármálaheiminum. Paul Volcker, fv. seðla-
bankastjóri, var þá formaður svokallaðrar
endurreisnarnefndar forsetans (e. Economic
Recovery Advisory Board). Obama kynnti þá
til sögunnar hina svokölluðu Volcker reglu,
sem fól það í sér að viðskiptabönkum yrði
bannað að eiga, fjárfesta eða styðja við
rekstur fjárfestingarsjóða eða annarri starf-
semi en beinni viðskiptabankastarfsemi.
Volcker reglan bannar innlánsstofnunum að
standa í eigin viðskiptum með fjármálaafurðir
(viðskipti með ríkisskuldabréf, miðlun fyrir
hönd viðskiptavina og viðskipti vegna áhættu-
varna eru undanþegin reglunni).
Bandaríski viðskiptabankinn Washington Mutual féll árið 2008. Frá árinu 2005 hafði bankinn stundað áhættusama
lánastarf-semi og bauð viðskiptavinum sínum að haga greiðslum á lánum eftir hentugleika. Þannig ætlaði bankinn að
keppa við aðra stóra banka sem veittu fasteignalán. Afborganir viðskiptavina stóðu ekki undir afborgunum bankans af
eigin skuldabréfaútgáfu og fjármagn bankans þurrkaðist upp. Eignar bankans voru um 325 milljarðar Bandaríkjadala og
er fall hans talið stærsta fall viðskiptabanka vestanhafs.