Þjóðmál - 01.06.2017, Page 44

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 44
42 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 „Þessum fyrirtækjum á ekki að vera heimilt að reka vogunarsjóði og aðra fjárfesting- arsjóði á meðan þeir reka banka sem reiða sig á almenning,“ sagði Obama og vísaði þar til þess að þeir nytu varasjóða ríkisins. Volcker lýsti því sjálfur að bönkum ætti ekki að vera heimilt að taka stöðu á ákveðnum sviðum, svo sem á fasteignamarkaði, einstak geirum o.s.frv. Volcker reglan kemur þó ekki í veg fyrir að viðskiptabankar hefji aftur lánveiting- ar til fasteignakaupa, þannig að í raun geta bankarnir gírað hagkerfið í gang á ný ef þeir vilja - og gert sömu mistök og áður. Það sorglega við þetta allt saman er að mikill tími hefur farið í að misskilja hlutina að mati McDonald. Rannsóknir á upphafi kreppunnar miklu sýna fram á mikla veikleika í bankakerfi landsins á þeim tíma, sem var afleiðing af þungu regluverki og smæð bankanna. Glass-Steagall löggjöfin hefði ekki komið í veg fyrir Kreppuna miklu. Menn hafi líka miklað fyrir sér afnám löggjafarinnar árið 1999. Í fyrsta lagi voru frá upphafi margar undantekningar á löggjöfinni og það var búið að bæta í undanþágurnar með ýmsum ríkisafskiptum í gegnum þá áratugi sem löggjöfin var í gildi. Þá var löggjöfin aldrei að fullu afnumin, heldur fól GLBA aðeins í sér afnám hennar að hluta. Almennt bann við ákveðnum verðbréfaviðskiptum bankanna var enn í gildi. Fjármálakrísan árið 2008 hafði lítið að gera með Glass-Steagall löggjöfina heldur kom hún til með lélegri lánastefnu viðskiptabank-anna sem leiddi til bólu á fasteignamarkaði sem hvorki löggjafavaldið né eftirlitsstofnanir sáu fyrir. Þá hafa stjórnmálamenn að mati McDon- ald alið á reiði almennings gagnvart græðgi, bónusgreiðslum og áhættustarfsemi bank- ageirans í stað þess að ræða raunverulegar ástæður fjármálakrísunnar og draga úr umsvi- fum hins opinbera sem felast í því að auðvelda almenningi að eignast sitt eigið húsnæði. Ef stjórnmálmenn láta ekki af þessari stefnu og halda áfram að nota opinbera sjóði til að fjármagna ódýr húsnæðislán þarf ekki að bíða lengi eftir næstu fjármálakrísu. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ritstjóri Þjóðmála. Áður en verðhrun varð á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum höfðu stjórnmálamenn ítrekað rætt mikilvægi þess að sem flestir ættu að geta eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Til að fylgja því eftir lánuðu opinberir sjóðir, nokkurs konar íbúðarlánasjóðir, einkabönkum fjármagn til að lána áfram til einstaklinga. Síðar kom á daginn að stór hluti þeirra sem fengið höfðu lán höfðu ekki efni á að greiða þau til baka, sem myndaði hringrás sem í dag er öllum kunn.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.