Þjóðmál - 01.06.2017, Page 46

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 46
44 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2010 var nokkuð rætt um reynsluleysi Jóns Gnarr, sem þá leiddi lista Besta flokksins. Hvernig ætlaði grínisti með enga reynslu úr stjórnmálum að stýra Reykjavíkurborg yrði hann borgastjóri? Jón svaraði því mjög heiðarlega, til staðar væri her embættismanna sem vel gæti stýrt borginni. Jón hafði rétt fyrir sér. Hann varð borgarstjóri og embættismenn borgarinnar fengu völdin í sínar hendur. Síðan þá hefur kostnaður við yfirstjórn borgarinnar blásið út og það sér ekki fyrir endann á því. *** Á síðustu árum hafa komið fram ýmsar hugmyndir innan borgarkerfisins sem nær undantekningarlaust miðast við metnað embættismannakerfisins. Einn daginn þurfa borgarbúar að bera ruslatunnuna út á gang- stétt, svo þurfa þeir að flokka ruslið sitt rétt, þeir mega ekki keyra um ákveðnar götur, skólar og leikskólar mega ekki fara með börn í kirkju á jólunum, íþrótta- og æskulýðs- félögum er meinað að kynna starfsemi sína, það má ekki gefa skólabörnum hjálma, það má ekki keyra litlar rútur í miðbæinn, götur eru þrengdar þvert á vilja íbúa og þannig mætti áfram telja. Það er enginn skortur á því hvað má ekki gera og hvernig borgarbúar eiga að aðlaga daglegt líf sitt þörfum embættismannanna og kerfisins. Fjölnir Embættismennirnir sem tóku völdin

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.