Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 47

Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 47
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 45 *** Engin þessara hugmynda er komin frá kjörnum fulltrúum. Það má halda því til haga að það er ekki sjálfgefið að hugmyndir séu slæmar þó þær komi úr embættismönnum. Það er hins vegar slæmt þegar borgarfulltrúar láta embættismenn mata sig af skoðunum og gerast málsvarar fyrir draumóra þeirra. Ein af mörgum ástæðum þess að Sjálfstæðisflokkur- inn mælist með lítið fylgi í Reykjavík er að borgarfulltrúar flokksins hafa ítrekað kosið að fylgja línunni sem lögð er í embættismanna- kerfinu, línunni sem vinstri meirihlutinn er hvort eð er alltaf sammála. Það var t.a.m. undarlegt að fylgjast með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem nær allir lifa og starfa í miðborg Reykjavíkur, taka undir og tala fyrir hugmyndum um sérstakt gjald á þá sem kjósa að keyra um á nagladekkjum yfir vetrartímann. Á sama tíma skilja þeir ekkert í fylgistapi flokksins. *** Völd embættismanna eru ekki bara bundin við Reykjavíkurborg. Benedikt Jóhannes- son, formaður Viðreisnar, var ekki búinn að sitja lengi sem fjármálaráðherra þegar hann kynnti fyrir samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn að hann ætlaði sér að hækka skatta á ferðaþjónustuaðila. Í fjármálaá-ætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að virði- saukaskattur á ferðaþjónustu hækki úr 11% í 24% um mitt sumar 2018, og lækki síðan hálfu ári síðar í 22,5%. Ríkisstjórnin, sem sumir héldu að væri hægrisinnaðasta ríkisstjórn allra tíma, samþykkti fjármálaáætlunina með fyrr- nefndri skattahækkun. *** Allt var þetta kynnt undir því yfirskyni að nauðsynlegt væri að einfalda skattkerfið, sem í sjálfu sér er ágætis markmið. En það að vilja einfalda skattkerfið er fyrst og fremst draumur embættismanna, t.d. í fjármálaráðuneytinu. Sömu embættismenn munu aldrei leggja til lækkun skatta, því samkvæmt excel útreikningi þeirra mun það draga úr tekjum ríkisins. Í kosningabaráttu- nni sl. haust talaði Benedikt fyrir lækkun skatta - og sú var tíðin að Sjálfstæðisflok- kurinn talaði fyrir lækkun skatta. Það kann að vera ágætt að einfalda skattkerfið, en það má aldrei vera á kostnað þess að lækka skatta. Ríkisstjórn leidd af Sjálfstæðisflokknum virðist leggja blessun sína yfir tvöföldun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu undir því yfirskini að hægt verði að lækka efra þrep virðisaukaskatts úr 24% í 22,5% stuttu síðar. Það verður hins vegar lítið mál fyrir næstu vinstri stjórn að hækka skattinn aftur í 24% og jafnvel meira. Þá hefur ríkisstjórnin ekki kynnt neinar áætlanir um lækkun tekjuskatts. Væntanlega af því að embættismennirnir í fjármálaráðuneytinu telja það of dýrt. Í þessu máli hafa embættis- menn tekið völdin. Menn fara ekki út í pólitískan slag til að einfalda skattkerfið í stað þess að lækka skatta, nema að embættis- mennirnir hafi lagt línurnar. *** Menn fara ekki út í pólitískan slag til að einfalda skattkerfið í stað þess að lækka skatta, nema að embættismennirnir hafi lagt línurnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.