Þjóðmál - 01.06.2017, Page 48

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 48
46 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Það má rifja upp fleiri sambærileg dæmi. Um mitt sumar blés fjármálaráðherra til blaðamannafundar þar sem hann tilkynnti að ríkið ætlaði sér í stríð við skattsvikara. Vopnabúrið voru tillögur starfshóps sem hafði unnið skýrslu fyrir ráðherrann, en starfshópinn skipuðu nær eingöngu opin- berir starfsmenn og embættismenn. Tillögur hópsins voru eftir því. Þannig var m.a. lagt til að öll viðskipti yrðu rafræn og dregið yrði verulega úr notkun peningaseðla í samfélag- inu. Eftir sólarhrings hita á samfélagsmiðlum gerði fjármálaráðherra lítið úr tillögunni og sagði hana einungis eina af mörgum góðum tillögum sem fram hefðu komið. Það breytir því ekki að tillögur hópsins voru allar miðaðar út frá þörfum ríkisins. Einn gagn- rýnandi orðaði það sem svo að nefnd, sem eingöngu var skipuð rjúpum, kom saman og lagði til að jólunum yrði aflýst. *** Þessar tillögur embættismannanna gefa þó tilefni til að staldra við, því þær eru áminning um það sem koma skal. Draumur embættis- mannsins er að geta fylgst með borgurunum allan sólarhringinn. Af hverju ætti greiðslu- miðlun ekki að vera rafræn ef fólk hefur ekkert að fela? Skattayfirvöld hafa nú þegar aðgang að bankareikningum landsmanna, af hverju ættu þau ekki að hafa aðgang að kreditkortafærslunum líka? Seljendur að vöru og þjónustu eiga hvort eð er að gefa öll sín viðskipti upp til skatts, hvað ætla menn að reyna að fela með því að vilja ekki hafa viðskiptin rafræn og rekjanleg? Þetta eru spurningarnar sem embættis- maðurinn spyr. Einn daginn geta menn svo greint greiðslumiðlunargögnin betur. Þá kemur í ljós að landsmenn eru að verja of miklu fjármagni í eitthvað sem hið opinbera telur óæskilegt. Það er aldrei að vita nema að sett verði á fót sérstök deild til að fylgjast með rafrænni greiðslumiðlun, svona til að greina og meta það hvernig landsmenn verja peningunum sínum og hvort að hægt sé að fara út í aðgerðir sem taka mið af ýmsum sjónarmiðum ríkisins, t.d. lýðheilsu- sjónarmiðum. Embættismaðurinn mun láta stjórnmálamanninn útskýra málið þannig að þetta séu auðvitað ekki persónunjósnir og hafi ekkert að gera með ofríki, heldur sé þetta allt saman gert borgurunum til varnar og verndunar. *** Nú ef stjórnmálamennirnir eru með ein- hverjar athugasemdir þá er þeim bara hótað af embættismönnunum. Því fékk Haraldur Benediktsson, formaður fjárlagnefndar Alþingis, að kynnast í september sl. Fjárlaga- nefnd hafði þá lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins að hafin yrði rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna eftir hrun. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hringdi í kjölfarið í Harald og hótaði honum. Í tilkynningu til fjölmiðla sagði Guðmundur sjálfur; „… Í því samtali tjáði ég honum þá skoðun mína og fleiri að ásakanir í skýrslu sem að sögn nýtur stuðnings meirihluta nefndar- innar, þar á meðal hans, feli í sér rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem komu að samningum milli gömlu og nýju bankanna af hálfu ríkisins. Ég vildi ganga úr skugga um að hann áttaði sig á alvarleika slíkra ásakana og að við áskildum okkur rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra okkar og starfsheiður að veði.“ Guðmundur hafði komið að einkavæðingu ríkisbankanna eftir hrun og leit augljóslega þannig á að fulltrúar fjárlaganefndar hefðu engan rétt á því að efast um heilindi embættis- mannanna í málinu. Það urðu engir eftirmálar af þessu alvarlega atviki. Það eina sem situr eftir er að stjórnmálamenn munu fara var- lega í að gagnrýna störf embættismanna í framtíðinni. Dýrmæt lexía fyrir Harald og aðra kjörna fulltrúa.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.