Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 53

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 53
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 51 ar samningar milli þjóða, eins og Kóreumenn væru að gera, væru eflaust oft til hins betra, en auðvitað væri hagkvæmast og best, að heimurinn væri allur eitt fríverslunarsvæði. Þjóðir sköðuðust mest sjálfar á því að reisa í kringum sig tollmúra til að vernda innlenda framleiðslu. Fríverslunarsamningar gætu líka skaðað þriðju aðila: Til dæmis gerði það Kóreu erfitt fyrir, þegar Mexíkó gerði fríverslunar- samning við Bandaríkin. Kóreumenn hefðu líka forðast þau mistök valdsmanna í mörgum öðrum fátækum löndum að halda landbúnaði niðri. Jafn- framt því sem þungaiðnaði var vissulega gert léttara fyrir með skattaívilnunum og greiðum aðgangi að lánsfé, var jarðnæði skipt upp á milli bænda og mynduð skilyrði til blómlegrar matvælaframleiðslu. Enn fremur hefðu ríkis- afskiptin af iðnframleiðslu einkum miðast að því að efla útflutning, en ekki vernda innlend fyrirtæki fyrir samkeppni. Leiðin fram á við væri í Kóreu hin sama og annars staðar að mismuna hvergi ólíkum atvinnugreinum og opna hagkerfið eftir megni. Þegar rætt var um, hvort bæta ætti innlend- um framleiðslugreinum upp, þegar þær væru sviptar tollvernd, rifjaði Hannes upp söguna af því, þegar hann hefði haustið 1984 kynnt einn íslenska seðlabankastjórann fyrir Milton Friedman svofelldum orðum: „Prófessor Friedman, hér er maður, sem myndi missa starfið, væru kenningar yðar framkvæmd- ar á Íslandi.“ Friedman svaraði að bragði: „Nei, hann myndi aðeins þurfa að færa sig í arðbærara starf.“ Hannes kvað þetta lögmál markaðarins: Menn yrðu að færa sig í arðbær- ari störf, þegar aðstæður breyttust. Hinu væri ekki að neita, að oft gæti slík aðlögun verið vandkvæðum bundin og valdið ólgu í stjórn- málum, eins og sjá mætti á Vesturlöndum. Hannes tók annað dæmi um óvinsælar, en farsælar aðgerðir í átt að hagræðingu. Það væri, þegar verksmiðja væri flutt úr hálaunalandi í láglaunaland. En þá væri um endurdreifingu tekna að ræða frá ríkum til fátækra, sem ætti að vera öllum mannúðar- sinnum kappsmál. Tiltölulega hálaunaðir launþegar misstu af einu tækifæri til að selja vinnuafl sitt og munaði lítt um það, en fátækt fólk í viðtökulandinu fengi tækifæri til að bæta kjör sín með dugnaði. Endurdreifingin væri líka aðeins til skamms tíma, en til langs tíma væri þeim, sem misstu spón úr sínum aski, bætt það upp. Þar eð varan væri nú framleidd ódýrar en áður, yrði til tekjuafgang- ur, sem skilaði sér annaðhvort í verðlækkun hennar eða auknum gróða, en hvort tveggja hefði að lokum í för með sér aukið framboð lífsgæða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.